Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Atli Ísleifsson skrifar 3. desember 2025 10:00 Eyjólfur Ármannsson er innviðaráðherra og eru samgöngumálin því á hans borði. Vísir/Bjarni Ráðherrar í ríkisstjórn munu kynna nýja samgönguáætlun og stofnun innviðafélags til að flýta stærri samgönguframkvæmdum á sérstökum blaðamannafundi sem hefst klukkan 10:30. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinu streymi og á vakt á Vísi hér fyrir neðan. Í tilkynningu frá innviðaráðuneytinu segir að Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra muni þar kynna þingsályktunartillögu um nýja samgönguáætlun fyrir tímabilið 2026-2040 og aðgerðaáætlun til fimm ára. Mælt verði fyrir tillögunni á Alþingi í næstu viku. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra munu síðan ásamt Eyjólfi kynna áform um nýtt innviðafélag á sviði samgangna. Áætlunarinnar hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu, ekki síst hvaða jarðgangnakostur verður efst á blaði. Bæði RÚV og Morgunblaðið hafa það eftir heimildum að þar hafi Fljótagöng nú verið sett í forgang. En þeim er ætlað að að tengja Siglufjörð við Fljótin. Um er að ræða 24 kílómetra vegagerð og 5,3 km löng jarðgöng. Verði þetta niðurstaðan er ljóst að Austfirðingar munu telja sig svikna, en samkvæmt síðustu samgönguáætlunum hefur verið gert ráð fyrir að Fjarðarheiðargöng yrðu næstu jarðgöng landsins. Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan.
Hægt er að fylgjast með fundinum í beinu streymi og á vakt á Vísi hér fyrir neðan. Í tilkynningu frá innviðaráðuneytinu segir að Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra muni þar kynna þingsályktunartillögu um nýja samgönguáætlun fyrir tímabilið 2026-2040 og aðgerðaáætlun til fimm ára. Mælt verði fyrir tillögunni á Alþingi í næstu viku. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra munu síðan ásamt Eyjólfi kynna áform um nýtt innviðafélag á sviði samgangna. Áætlunarinnar hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu, ekki síst hvaða jarðgangnakostur verður efst á blaði. Bæði RÚV og Morgunblaðið hafa það eftir heimildum að þar hafi Fljótagöng nú verið sett í forgang. En þeim er ætlað að að tengja Siglufjörð við Fljótin. Um er að ræða 24 kílómetra vegagerð og 5,3 km löng jarðgöng. Verði þetta niðurstaðan er ljóst að Austfirðingar munu telja sig svikna, en samkvæmt síðustu samgönguáætlunum hefur verið gert ráð fyrir að Fjarðarheiðargöng yrðu næstu jarðgöng landsins. Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan.
Jarðgöng á Íslandi Samgöngur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vegagerð Tengdar fréttir Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innviðaráðherra hefur boðað til blaðamannafundar í fyrramálið þar sem hann hyggst kynna nýja samgönguáætlun. Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis er búinn að taka ómakið að hluta af innviðaráðherra með því að upplýsa í þingskjali hvaða nýjar vegaframkvæmdir fá grænt ljós á næsta ári. 2. desember 2025 21:21 Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Vegagerðin hefur boðið út for- og verkhönnun Fljótaganga, göngum sem ætlað er að tengja Siglufjörð við Fljótin. Um er að ræða 24 kílómetra vegagerð og 5,3 km löng jarðgöng. 14. nóvember 2025 13:33 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Fleiri fréttir Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Sjá meira
Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innviðaráðherra hefur boðað til blaðamannafundar í fyrramálið þar sem hann hyggst kynna nýja samgönguáætlun. Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis er búinn að taka ómakið að hluta af innviðaráðherra með því að upplýsa í þingskjali hvaða nýjar vegaframkvæmdir fá grænt ljós á næsta ári. 2. desember 2025 21:21
Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Vegagerðin hefur boðið út for- og verkhönnun Fljótaganga, göngum sem ætlað er að tengja Siglufjörð við Fljótin. Um er að ræða 24 kílómetra vegagerð og 5,3 km löng jarðgöng. 14. nóvember 2025 13:33