Störf án staðsetningar: næsta skref Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 1. júlí 2021 14:01 Í dag skrifaði ég undir samning við Sigtún – Þróunarfélag um mikilvægt tilraunaverkefni sem felst í því að byggja upp vinnustofu, einskonar klasa, í gamla Landsbankahúsinu á Selfossi. Í þessari vinnustofu gefst þeim sem búa á Suðurlandi og sækja vinnu hjá ríkinu á höfuðborgarsvæðinu að starfa alla vinnuvikuna eða hluta hennar í heimabyggð. Með þessu er stigið stórt skref í þróun þess sem í stjórnarsáttmála var nefnt störf án staðsetningar. Má í raun segja að nýr vinnustaður verði opnaður í lok sumars á Selfossi. Frá undirrituninni á Selfossi fyrr í dag. Störf án staðsetningar eru ný hugsun í stofnanakerfi ríkisins, hugsun sem skilur starfsemi frá steinsteypu og veitir fólki tækifæri til að starfa í heimabyggð, þeirri byggð þar sem þeim og fjölskyldum þeirra líður best. Störf án staðsetningar skapa tækifæri til þess að nýta hæfileika fólks hringinn í kringum landið og fá sjónarmið ólíkra landshluta á sterkari hátt inn í starf stofnana ríkisins. Tilraunaverkefnið á Selfossi veitir þeim sem búa á svæðinu tækifæri til að stunda vinnu sína án þess að þurfa að leggja á sig langan akstur yfir heiði sem getur verið grimm á vetrum. Í verkefninu felst að starfsmaðurinn minnkar akstur verulega með tilheyrandi lífsgæðaaukningu því fæstum okkar þykir gefandi að sitja lengi í bíl. Kolefnisbókhald starfsmannsins tekur einnig stakkaskiptum. Störf án staðsetningar er hugmyndafræði sem veitir byggðum landsins stórkostlegt tækifæri til að vaxa og dafna. Það samstarf sem felst í sameiginlegri undirritun ríkisins, sveitarfélagsins, Samtaka atvinnulífsins og einkaaðila á Selfossi færir stefnuna um störf án staðsetningar af hugmyndastiginu yfir í markvissar aðgerðir og uppbyggingu. Höfundur er samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Byggðamál Árborg Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kennarar verða að slá af launkröfum svo hægt sé að semja við þá! Ragnheiður Stephensen Skoðun Af hverju þegir Versló? Pétur Orri Pétursson Skoðun Kæru félagar í Sjálfstæðisflokki Snorri Ásmundarson Skoðun Blóðmjólkum ekki náttúru Íslands Bjarni Bjarnason Skoðun Þögnin er ærandi Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Sterki maðurinn Bjarni Karlsson Skoðun Hvar liggur ábyrgðin? Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Eldingar á Íslandi Gunnar Sigvaldason Skoðun Svefn - ein dýrmætasta gjöfin sem þú getur gefið barninu þínu Stefán Þorri Helgason Skoðun Carbfix greypir vandann í stein - málið verður skoðað, vegið og metið á opin og heiðarlegan máta Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Að stefna í hæstu hæðir Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Kæru félagar í Sjálfstæðisflokki Snorri Ásmundarson skrifar Skoðun Eldingar á Íslandi Gunnar Sigvaldason skrifar Skoðun Sterki maðurinn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Blóðmjólkum ekki náttúru Íslands Bjarni Bjarnason skrifar Skoðun Spörum með einfaldara eftirliti Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Carbfix greypir vandann í stein - málið verður skoðað, vegið og metið á opin og heiðarlegan máta Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgðin? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kærleikurinn stuðar Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Svefn - ein dýrmætasta gjöfin sem þú getur gefið barninu þínu Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Af skráningum stjórmálaflokka og styrkjum til þeirra Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Þögnin er ærandi Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Kennarar verða að slá af launkröfum svo hægt sé að semja við þá! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun „Leyfðu þeim“ aðferðin Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Af hverju þegir Versló? Pétur Orri Pétursson skrifar Skoðun Siðapostuli Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Óheftar strandveiðar Arthur Bogason skrifar Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Sjá meira
Í dag skrifaði ég undir samning við Sigtún – Þróunarfélag um mikilvægt tilraunaverkefni sem felst í því að byggja upp vinnustofu, einskonar klasa, í gamla Landsbankahúsinu á Selfossi. Í þessari vinnustofu gefst þeim sem búa á Suðurlandi og sækja vinnu hjá ríkinu á höfuðborgarsvæðinu að starfa alla vinnuvikuna eða hluta hennar í heimabyggð. Með þessu er stigið stórt skref í þróun þess sem í stjórnarsáttmála var nefnt störf án staðsetningar. Má í raun segja að nýr vinnustaður verði opnaður í lok sumars á Selfossi. Frá undirrituninni á Selfossi fyrr í dag. Störf án staðsetningar eru ný hugsun í stofnanakerfi ríkisins, hugsun sem skilur starfsemi frá steinsteypu og veitir fólki tækifæri til að starfa í heimabyggð, þeirri byggð þar sem þeim og fjölskyldum þeirra líður best. Störf án staðsetningar skapa tækifæri til þess að nýta hæfileika fólks hringinn í kringum landið og fá sjónarmið ólíkra landshluta á sterkari hátt inn í starf stofnana ríkisins. Tilraunaverkefnið á Selfossi veitir þeim sem búa á svæðinu tækifæri til að stunda vinnu sína án þess að þurfa að leggja á sig langan akstur yfir heiði sem getur verið grimm á vetrum. Í verkefninu felst að starfsmaðurinn minnkar akstur verulega með tilheyrandi lífsgæðaaukningu því fæstum okkar þykir gefandi að sitja lengi í bíl. Kolefnisbókhald starfsmannsins tekur einnig stakkaskiptum. Störf án staðsetningar er hugmyndafræði sem veitir byggðum landsins stórkostlegt tækifæri til að vaxa og dafna. Það samstarf sem felst í sameiginlegri undirritun ríkisins, sveitarfélagsins, Samtaka atvinnulífsins og einkaaðila á Selfossi færir stefnuna um störf án staðsetningar af hugmyndastiginu yfir í markvissar aðgerðir og uppbyggingu. Höfundur er samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknar.
Carbfix greypir vandann í stein - málið verður skoðað, vegið og metið á opin og heiðarlegan máta Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Carbfix greypir vandann í stein - málið verður skoðað, vegið og metið á opin og heiðarlegan máta Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Kennarar verða að slá af launkröfum svo hægt sé að semja við þá! Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Carbfix greypir vandann í stein - málið verður skoðað, vegið og metið á opin og heiðarlegan máta Elliði Vignisson Skoðun