Störf án staðsetningar: næsta skref Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 1. júlí 2021 14:01 Í dag skrifaði ég undir samning við Sigtún – Þróunarfélag um mikilvægt tilraunaverkefni sem felst í því að byggja upp vinnustofu, einskonar klasa, í gamla Landsbankahúsinu á Selfossi. Í þessari vinnustofu gefst þeim sem búa á Suðurlandi og sækja vinnu hjá ríkinu á höfuðborgarsvæðinu að starfa alla vinnuvikuna eða hluta hennar í heimabyggð. Með þessu er stigið stórt skref í þróun þess sem í stjórnarsáttmála var nefnt störf án staðsetningar. Má í raun segja að nýr vinnustaður verði opnaður í lok sumars á Selfossi. Frá undirrituninni á Selfossi fyrr í dag. Störf án staðsetningar eru ný hugsun í stofnanakerfi ríkisins, hugsun sem skilur starfsemi frá steinsteypu og veitir fólki tækifæri til að starfa í heimabyggð, þeirri byggð þar sem þeim og fjölskyldum þeirra líður best. Störf án staðsetningar skapa tækifæri til þess að nýta hæfileika fólks hringinn í kringum landið og fá sjónarmið ólíkra landshluta á sterkari hátt inn í starf stofnana ríkisins. Tilraunaverkefnið á Selfossi veitir þeim sem búa á svæðinu tækifæri til að stunda vinnu sína án þess að þurfa að leggja á sig langan akstur yfir heiði sem getur verið grimm á vetrum. Í verkefninu felst að starfsmaðurinn minnkar akstur verulega með tilheyrandi lífsgæðaaukningu því fæstum okkar þykir gefandi að sitja lengi í bíl. Kolefnisbókhald starfsmannsins tekur einnig stakkaskiptum. Störf án staðsetningar er hugmyndafræði sem veitir byggðum landsins stórkostlegt tækifæri til að vaxa og dafna. Það samstarf sem felst í sameiginlegri undirritun ríkisins, sveitarfélagsins, Samtaka atvinnulífsins og einkaaðila á Selfossi færir stefnuna um störf án staðsetningar af hugmyndastiginu yfir í markvissar aðgerðir og uppbyggingu. Höfundur er samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Byggðamál Árborg Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Halldór 9.11.2024 Halldór Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Sjá meira
Í dag skrifaði ég undir samning við Sigtún – Þróunarfélag um mikilvægt tilraunaverkefni sem felst í því að byggja upp vinnustofu, einskonar klasa, í gamla Landsbankahúsinu á Selfossi. Í þessari vinnustofu gefst þeim sem búa á Suðurlandi og sækja vinnu hjá ríkinu á höfuðborgarsvæðinu að starfa alla vinnuvikuna eða hluta hennar í heimabyggð. Með þessu er stigið stórt skref í þróun þess sem í stjórnarsáttmála var nefnt störf án staðsetningar. Má í raun segja að nýr vinnustaður verði opnaður í lok sumars á Selfossi. Frá undirrituninni á Selfossi fyrr í dag. Störf án staðsetningar eru ný hugsun í stofnanakerfi ríkisins, hugsun sem skilur starfsemi frá steinsteypu og veitir fólki tækifæri til að starfa í heimabyggð, þeirri byggð þar sem þeim og fjölskyldum þeirra líður best. Störf án staðsetningar skapa tækifæri til þess að nýta hæfileika fólks hringinn í kringum landið og fá sjónarmið ólíkra landshluta á sterkari hátt inn í starf stofnana ríkisins. Tilraunaverkefnið á Selfossi veitir þeim sem búa á svæðinu tækifæri til að stunda vinnu sína án þess að þurfa að leggja á sig langan akstur yfir heiði sem getur verið grimm á vetrum. Í verkefninu felst að starfsmaðurinn minnkar akstur verulega með tilheyrandi lífsgæðaaukningu því fæstum okkar þykir gefandi að sitja lengi í bíl. Kolefnisbókhald starfsmannsins tekur einnig stakkaskiptum. Störf án staðsetningar er hugmyndafræði sem veitir byggðum landsins stórkostlegt tækifæri til að vaxa og dafna. Það samstarf sem felst í sameiginlegri undirritun ríkisins, sveitarfélagsins, Samtaka atvinnulífsins og einkaaðila á Selfossi færir stefnuna um störf án staðsetningar af hugmyndastiginu yfir í markvissar aðgerðir og uppbyggingu. Höfundur er samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknar.
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar