Hvað eiga veiðigjöldin að vera há? Jón Ingi Hákonarson skrifar 28. júní 2021 07:31 Upphæð veiðigjalds hefur um langt skeið verið þrætuepli manna á meðal. Er það of lágt eða er það of hátt? Það er erfitt að segja án þess að hafa mælistiku sem hægt er að sammælast um. Samkvæmt markmiðum laga um veiðigjald skal það standa m.a. undir þeim kostnaði sem til fellur við að halda utan um þetta kerfi, svo sem rannsóknum og eftirliti. Eins og staðan er núna þá nær veiðigjaldið ekki að standa undir kostnaði ríkisins við að reka þetta kerfi. Þar er að minnsta kosti kominn vísir að mælistiku. Einnig hafa umræðurnar snúist um sanngjarna skiptingu auðlindarentunnar á milli eiganda auðlindarinnar og rétthafa. Hversu mikið er útgerðin í raun og veru tilbúin til að greiða fyrir það leyfi að veiða í íslenskri lögsögu þar sem öllum hinum er haldið í burtu frá takmarkaðri auðlind? Einfaldar spurningar Ein leið er að spyrja einfaldra spurninga: Hvað myndi gerast ef ríkið myndi hætta með kvótakerfið og gefa öllum íslenskum ríkisborgurum leyfi til að veiða fisk innan landhelginnar án takmarkana? Hversu mikið væru núverandi leyfishafar tilbúnir til að greiða fyrir að svo verði ekki? Svarið við fyrri hlutanum er nokkuð ljóst:, það myndi leiða til ofveiði og hagnaður greinarinnar myndi hverfa tiltölulega fljótt. Svarið við hinni er ekki alveg eins augljóst en ég er nokkuð viss um að kvótaeigendur sæju sér hag í því að greiða meira en þeir hafa gert undanfarna áratugi í veiðigjald. Það er munur á vilja og getu Eitt af því sem er kennt í viðskiptafræðum er að verðleggja ekki þjónustu út frá kostnaði við að veita hana heldur út frá því hvað viðskiptavinurinn er tilbúinn til að greiða fyrir hana. Til að forðast misskilning þá geri ég greinarmun á því hvað viðkomandi vilji greiða og því hvað hann er tilbúinn að greiða. Þar er stór munur á. Besta leiðin til að kanna hversu hátt aðilar á markaði eru tilbúnir til að greiða fyrir vöru, þjónustu eða leyfi er með því að leyfa aðilum á markaði að bjóða í. Væntanlega liggur sanngjarnt verð einhvers staðar á milli greiðsluvilja og greiðslugetu. Er ekki kominn tími til að kanna það? Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Sjávarútvegur Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Upphæð veiðigjalds hefur um langt skeið verið þrætuepli manna á meðal. Er það of lágt eða er það of hátt? Það er erfitt að segja án þess að hafa mælistiku sem hægt er að sammælast um. Samkvæmt markmiðum laga um veiðigjald skal það standa m.a. undir þeim kostnaði sem til fellur við að halda utan um þetta kerfi, svo sem rannsóknum og eftirliti. Eins og staðan er núna þá nær veiðigjaldið ekki að standa undir kostnaði ríkisins við að reka þetta kerfi. Þar er að minnsta kosti kominn vísir að mælistiku. Einnig hafa umræðurnar snúist um sanngjarna skiptingu auðlindarentunnar á milli eiganda auðlindarinnar og rétthafa. Hversu mikið er útgerðin í raun og veru tilbúin til að greiða fyrir það leyfi að veiða í íslenskri lögsögu þar sem öllum hinum er haldið í burtu frá takmarkaðri auðlind? Einfaldar spurningar Ein leið er að spyrja einfaldra spurninga: Hvað myndi gerast ef ríkið myndi hætta með kvótakerfið og gefa öllum íslenskum ríkisborgurum leyfi til að veiða fisk innan landhelginnar án takmarkana? Hversu mikið væru núverandi leyfishafar tilbúnir til að greiða fyrir að svo verði ekki? Svarið við fyrri hlutanum er nokkuð ljóst:, það myndi leiða til ofveiði og hagnaður greinarinnar myndi hverfa tiltölulega fljótt. Svarið við hinni er ekki alveg eins augljóst en ég er nokkuð viss um að kvótaeigendur sæju sér hag í því að greiða meira en þeir hafa gert undanfarna áratugi í veiðigjald. Það er munur á vilja og getu Eitt af því sem er kennt í viðskiptafræðum er að verðleggja ekki þjónustu út frá kostnaði við að veita hana heldur út frá því hvað viðskiptavinurinn er tilbúinn til að greiða fyrir hana. Til að forðast misskilning þá geri ég greinarmun á því hvað viðkomandi vilji greiða og því hvað hann er tilbúinn að greiða. Þar er stór munur á. Besta leiðin til að kanna hversu hátt aðilar á markaði eru tilbúnir til að greiða fyrir vöru, þjónustu eða leyfi er með því að leyfa aðilum á markaði að bjóða í. Væntanlega liggur sanngjarnt verð einhvers staðar á milli greiðsluvilja og greiðslugetu. Er ekki kominn tími til að kanna það? Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun