Lærði í fjórtán tíma á dag og er núna dúxinn í Bónus Snorri Másson skrifar 26. júní 2021 08:01 Trausti Lúkas Adamsson, dúx Menntaskólans á Akureyri, var í hlutastarfi í Bónus alla menntaskólagöngu. Verslunin er stolt af sínum manni. Bónus Dúxar landsins raða sér inn á síður blaðanna þessa dagana og hvert Íslandsmetið rekur næsta. Fæstir dúxarnir stæra sig samt af því að hafa samhliða náminu unnið baki brotnu í áfyllingum í Bónus, eins og Trausti Lúkas Adamsson. Trausti útskrifaðist úr Menntaskólanum á Akureyri með 9,57 í meðaleinkunn á þjóðhátíðardaginn í síðustu viku. Að vonum eru hann og hans fólk stolt af árangrinum, en vinnuveitandi Trausta er það ekki síður. Trausti hefur unnið í fjögur ár í Bónus á Akureyri. Hann var í hlutastarfi þar alla menntaskólagönguna eftir að hafa hafið störf í grunnskóla. Þegar þau tíðindi spurðust að hann hefði dúxað MA með yfirburðum, hreykti verslunin sér af starfsmanninum á samfélagsmiðlum. Er hann ekki óumdeildur starfsmaður mánaðarins? „Ég þori nú ekki að segja það sjálfur, en ég er duglegur. Ég passa mig að vera alltaf duglegur í vinnunni,“ segir Trausti í samtali við Vísi. Dúx með 9,57.Aðsend mynd Trausti verður í áfyllingum í grænmeti og í mjólkurkælinum í Bónus í sumar, en er ekki mikið í afgreiðslu. Hann er að safna sér fyrir vetrinum en þá er stefnan strax að flytja suður í vélaverkfræði í Háskóla Íslands, nám sem nokkrir félagar hans úr MA eru einnig skráðir í í haust. Hvort Trausti haldi tryggð við Bónus þegar fram líða stundir, hvort hann verði verkfræðingur Bónuss, er óráðið. „Ég stefni nú á annað, en ég hef margt gott að segja um Bónus. Þetta er mjög sveigjanleg vinna og mínir góðu yfirmenn eru alltaf til í að hjálpa manni og gera vel við mann. Ég hef kunnað mjög vel við mig í þessum góða hópi,“ segir Trausti. Þegar greint var frá árangri Trausta á mbl.is um helgina, sem hann sagði í viðtali að hafi byggt á því að læra í fjórtán tíma á dag, fór tíst á flug á Twitter um að slíkt vinnulag ætti ekki að þykja eðlilegt. Dúxinn í MA lærði í 14 tíma á dag. IMO er ekkert eðlilegt við það og það á ekki að normalísera það.— Daníel Freyr (@danielfj91) June 19, 2021 Trausti telur að gagnrýni af þessum toga ætti betur við ef raunin væri ekki sú að hann nýtur þess að læra. „Mikið af þessum tíma hefur farið í efni sem ég hef áhuga á, eins og stærðfræði og eðlisfræði. Ég hafði bara gaman að tímanum sem ég lagði aukalega í þetta og mér gekk vel. Þetta er náttúrulega mikil vinna og maður var oft mjög þreyttur, ég ætla ekki að neita því. En það sem hjálpaði mér í gegnum þetta allt var áhuginn.“ Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Verslun Akureyri Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Trausti útskrifaðist úr Menntaskólanum á Akureyri með 9,57 í meðaleinkunn á þjóðhátíðardaginn í síðustu viku. Að vonum eru hann og hans fólk stolt af árangrinum, en vinnuveitandi Trausta er það ekki síður. Trausti hefur unnið í fjögur ár í Bónus á Akureyri. Hann var í hlutastarfi þar alla menntaskólagönguna eftir að hafa hafið störf í grunnskóla. Þegar þau tíðindi spurðust að hann hefði dúxað MA með yfirburðum, hreykti verslunin sér af starfsmanninum á samfélagsmiðlum. Er hann ekki óumdeildur starfsmaður mánaðarins? „Ég þori nú ekki að segja það sjálfur, en ég er duglegur. Ég passa mig að vera alltaf duglegur í vinnunni,“ segir Trausti í samtali við Vísi. Dúx með 9,57.Aðsend mynd Trausti verður í áfyllingum í grænmeti og í mjólkurkælinum í Bónus í sumar, en er ekki mikið í afgreiðslu. Hann er að safna sér fyrir vetrinum en þá er stefnan strax að flytja suður í vélaverkfræði í Háskóla Íslands, nám sem nokkrir félagar hans úr MA eru einnig skráðir í í haust. Hvort Trausti haldi tryggð við Bónus þegar fram líða stundir, hvort hann verði verkfræðingur Bónuss, er óráðið. „Ég stefni nú á annað, en ég hef margt gott að segja um Bónus. Þetta er mjög sveigjanleg vinna og mínir góðu yfirmenn eru alltaf til í að hjálpa manni og gera vel við mann. Ég hef kunnað mjög vel við mig í þessum góða hópi,“ segir Trausti. Þegar greint var frá árangri Trausta á mbl.is um helgina, sem hann sagði í viðtali að hafi byggt á því að læra í fjórtán tíma á dag, fór tíst á flug á Twitter um að slíkt vinnulag ætti ekki að þykja eðlilegt. Dúxinn í MA lærði í 14 tíma á dag. IMO er ekkert eðlilegt við það og það á ekki að normalísera það.— Daníel Freyr (@danielfj91) June 19, 2021 Trausti telur að gagnrýni af þessum toga ætti betur við ef raunin væri ekki sú að hann nýtur þess að læra. „Mikið af þessum tíma hefur farið í efni sem ég hef áhuga á, eins og stærðfræði og eðlisfræði. Ég hafði bara gaman að tímanum sem ég lagði aukalega í þetta og mér gekk vel. Þetta er náttúrulega mikil vinna og maður var oft mjög þreyttur, ég ætla ekki að neita því. En það sem hjálpaði mér í gegnum þetta allt var áhuginn.“
Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Verslun Akureyri Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent