Lærði í fjórtán tíma á dag og er núna dúxinn í Bónus Snorri Másson skrifar 26. júní 2021 08:01 Trausti Lúkas Adamsson, dúx Menntaskólans á Akureyri, var í hlutastarfi í Bónus alla menntaskólagöngu. Verslunin er stolt af sínum manni. Bónus Dúxar landsins raða sér inn á síður blaðanna þessa dagana og hvert Íslandsmetið rekur næsta. Fæstir dúxarnir stæra sig samt af því að hafa samhliða náminu unnið baki brotnu í áfyllingum í Bónus, eins og Trausti Lúkas Adamsson. Trausti útskrifaðist úr Menntaskólanum á Akureyri með 9,57 í meðaleinkunn á þjóðhátíðardaginn í síðustu viku. Að vonum eru hann og hans fólk stolt af árangrinum, en vinnuveitandi Trausta er það ekki síður. Trausti hefur unnið í fjögur ár í Bónus á Akureyri. Hann var í hlutastarfi þar alla menntaskólagönguna eftir að hafa hafið störf í grunnskóla. Þegar þau tíðindi spurðust að hann hefði dúxað MA með yfirburðum, hreykti verslunin sér af starfsmanninum á samfélagsmiðlum. Er hann ekki óumdeildur starfsmaður mánaðarins? „Ég þori nú ekki að segja það sjálfur, en ég er duglegur. Ég passa mig að vera alltaf duglegur í vinnunni,“ segir Trausti í samtali við Vísi. Dúx með 9,57.Aðsend mynd Trausti verður í áfyllingum í grænmeti og í mjólkurkælinum í Bónus í sumar, en er ekki mikið í afgreiðslu. Hann er að safna sér fyrir vetrinum en þá er stefnan strax að flytja suður í vélaverkfræði í Háskóla Íslands, nám sem nokkrir félagar hans úr MA eru einnig skráðir í í haust. Hvort Trausti haldi tryggð við Bónus þegar fram líða stundir, hvort hann verði verkfræðingur Bónuss, er óráðið. „Ég stefni nú á annað, en ég hef margt gott að segja um Bónus. Þetta er mjög sveigjanleg vinna og mínir góðu yfirmenn eru alltaf til í að hjálpa manni og gera vel við mann. Ég hef kunnað mjög vel við mig í þessum góða hópi,“ segir Trausti. Þegar greint var frá árangri Trausta á mbl.is um helgina, sem hann sagði í viðtali að hafi byggt á því að læra í fjórtán tíma á dag, fór tíst á flug á Twitter um að slíkt vinnulag ætti ekki að þykja eðlilegt. Dúxinn í MA lærði í 14 tíma á dag. IMO er ekkert eðlilegt við það og það á ekki að normalísera það.— Daníel Freyr (@danielfj91) June 19, 2021 Trausti telur að gagnrýni af þessum toga ætti betur við ef raunin væri ekki sú að hann nýtur þess að læra. „Mikið af þessum tíma hefur farið í efni sem ég hef áhuga á, eins og stærðfræði og eðlisfræði. Ég hafði bara gaman að tímanum sem ég lagði aukalega í þetta og mér gekk vel. Þetta er náttúrulega mikil vinna og maður var oft mjög þreyttur, ég ætla ekki að neita því. En það sem hjálpaði mér í gegnum þetta allt var áhuginn.“ Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Verslun Akureyri Dúxar Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
Trausti útskrifaðist úr Menntaskólanum á Akureyri með 9,57 í meðaleinkunn á þjóðhátíðardaginn í síðustu viku. Að vonum eru hann og hans fólk stolt af árangrinum, en vinnuveitandi Trausta er það ekki síður. Trausti hefur unnið í fjögur ár í Bónus á Akureyri. Hann var í hlutastarfi þar alla menntaskólagönguna eftir að hafa hafið störf í grunnskóla. Þegar þau tíðindi spurðust að hann hefði dúxað MA með yfirburðum, hreykti verslunin sér af starfsmanninum á samfélagsmiðlum. Er hann ekki óumdeildur starfsmaður mánaðarins? „Ég þori nú ekki að segja það sjálfur, en ég er duglegur. Ég passa mig að vera alltaf duglegur í vinnunni,“ segir Trausti í samtali við Vísi. Dúx með 9,57.Aðsend mynd Trausti verður í áfyllingum í grænmeti og í mjólkurkælinum í Bónus í sumar, en er ekki mikið í afgreiðslu. Hann er að safna sér fyrir vetrinum en þá er stefnan strax að flytja suður í vélaverkfræði í Háskóla Íslands, nám sem nokkrir félagar hans úr MA eru einnig skráðir í í haust. Hvort Trausti haldi tryggð við Bónus þegar fram líða stundir, hvort hann verði verkfræðingur Bónuss, er óráðið. „Ég stefni nú á annað, en ég hef margt gott að segja um Bónus. Þetta er mjög sveigjanleg vinna og mínir góðu yfirmenn eru alltaf til í að hjálpa manni og gera vel við mann. Ég hef kunnað mjög vel við mig í þessum góða hópi,“ segir Trausti. Þegar greint var frá árangri Trausta á mbl.is um helgina, sem hann sagði í viðtali að hafi byggt á því að læra í fjórtán tíma á dag, fór tíst á flug á Twitter um að slíkt vinnulag ætti ekki að þykja eðlilegt. Dúxinn í MA lærði í 14 tíma á dag. IMO er ekkert eðlilegt við það og það á ekki að normalísera það.— Daníel Freyr (@danielfj91) June 19, 2021 Trausti telur að gagnrýni af þessum toga ætti betur við ef raunin væri ekki sú að hann nýtur þess að læra. „Mikið af þessum tíma hefur farið í efni sem ég hef áhuga á, eins og stærðfræði og eðlisfræði. Ég hafði bara gaman að tímanum sem ég lagði aukalega í þetta og mér gekk vel. Þetta er náttúrulega mikil vinna og maður var oft mjög þreyttur, ég ætla ekki að neita því. En það sem hjálpaði mér í gegnum þetta allt var áhuginn.“
Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Verslun Akureyri Dúxar Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira