Ríkið sýknað af milljónakröfu Sigurðar G. í skattamáli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. júní 2021 14:27 Sigurður G. Guðjónsson hefur verið áberandi í fjölmiðla- og viðskiptalífinu undanfarna áratugi. Vísir/Friðrik Þór Hæstaréttarlögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson beið lægri hlut í dómsmáli sem hann höfðaði á hendur íslenska ríkinu vegna úrskurðar ríkisskattstjóra frá 2018 vegna vangoldinna skatta. Sigurður krafðist rúmlega 25 milljóna króna auk dráttarvaxta en héraðsdómur sýknaði íslenska ríkið af kröfunni. Ferill Sigurðar er vægast sagt fjölbreyttur og er raunar rakinn í þaula á heimasíðu hans. Lögmaðurinn hefur meðal annars starfað sem forstjóri Norðurljósa, stjórnað kosningabaráttu Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands og keypti DV á sínum tíma með fjármagni frá Björgólfi Thor Björgólfssyni fjárfesti. 35 millljónir sem mynduðu skuld Sigurður hefur einnig verið í forsvari fyrir Dýrfisk ehf. sem rekur fiskeldi í Dýrafirði og Tálknafirði. Það voru úttektir Sigurðar úr einkahlutafélaginu Sigurður G. Guðjónsson ehf., í kjölfar sölu félagsins á rúmlega 50 prósenta hlut í Dýrfisk á 260 milljónir króna, sem ríkisskattstjóri hafði til rannsóknar. Var það mat ríkisskattstjóra að Sigurður hefði alls tekið tæplega 43 milljónir króna út úr félaginu árið 2011 án þess að gera grein fyrir úttektunum á skattframtali. Það hefði hann átt að gera sem framkvæmdastjóri og starfsmaður félagsins. Um var að ræða eina milljón sem var greidd inn á VISa skuld Sigurðar, tvær milljónir sem fóru inn á bankareikning hans og ein milljón sem greidd var dóttur hans. Þá segir í dómnum að 35 milljónir króna hafi í bókum félagsins verið ranglega færðar sem framlag Sigurðar til félagsins. Þannig hafi myndast skuld við Sigurð. Og að lokum tæpar þrjár milljónir króna af söluverði Dýrfiskjar ehf sem hafi verið færðar á bankareikning stefnda. 25 prósenta álag Vegna þessa hækkaði stofn Sigurðar til tekjuskatts og útvars um 43 milljónir króna gjaldárið 2012 auk þess sem ríkisskattstjóri bætti 25 prósenta álagi, tæplega 11 milljónum króna, á vanframtalinn stofn. Sigurður G. taldi rannsókn skattayfirvalda ófullnægjandi. Hann hélt því fram að hann ætti peninga inni hjá félaginu, hann hefði persónulega stutt við félagið Dýrfisk og Sigurður hefði sjálfur greitt skuldir félagsins Sigurðar G. Guðjónssonar ehf við önnur félög. Skattrannsóknarstjóri féllst ekki á þessar skýringar við rannsókn sína. Þá taldi Sigurður að skattrannsóknarstjóri hefði átt að ræða við Björgvin Þorsteinsson hæstaréttarlögmann sem hefði getað staðfest að Sigurður hefði átt að fá 10,5 milljónir króna úr uppgjöri Dýrfisks ehf. Ríkisskattstjóri taldi ekki ráðið af gögnum málsins hvernig hlutur Björgvins í fyrrnefndu uppgjöri tengdist málinu. Þarf að greiða 800 þúsund í málskostnað Héraðsdómur féllst ekki á að rannsókn skattrannsóknarstjóra hefði verið ófullnægjandi eða að niðurstaða hennar hefði verið efnislega röng. Sigurður hefði í gegnum allt ferlið getað lagt fram gögn og komið á framfæri sjónarmiðum sínum. Skýrslutaka yfir Björgvini Þorsteinssyni hefði ekki breytt neinu. Þá taldi héraðsdómur Sigurð ekki hafa sýnt fram á að skýringar hans væru réttar miðað við fyrirliggjandi gögn. Þvert á móti styðji gögnin ekki málatilbúnað Sigurðar. Var íslenska ríkið því sýknað af öllum kröfum Sigurðar sem þarf að greiða 800 þúsund krónur í málskostnað. Dómsmál Skattar og tollar Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Ferill Sigurðar er vægast sagt fjölbreyttur og er raunar rakinn í þaula á heimasíðu hans. Lögmaðurinn hefur meðal annars starfað sem forstjóri Norðurljósa, stjórnað kosningabaráttu Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands og keypti DV á sínum tíma með fjármagni frá Björgólfi Thor Björgólfssyni fjárfesti. 35 millljónir sem mynduðu skuld Sigurður hefur einnig verið í forsvari fyrir Dýrfisk ehf. sem rekur fiskeldi í Dýrafirði og Tálknafirði. Það voru úttektir Sigurðar úr einkahlutafélaginu Sigurður G. Guðjónsson ehf., í kjölfar sölu félagsins á rúmlega 50 prósenta hlut í Dýrfisk á 260 milljónir króna, sem ríkisskattstjóri hafði til rannsóknar. Var það mat ríkisskattstjóra að Sigurður hefði alls tekið tæplega 43 milljónir króna út úr félaginu árið 2011 án þess að gera grein fyrir úttektunum á skattframtali. Það hefði hann átt að gera sem framkvæmdastjóri og starfsmaður félagsins. Um var að ræða eina milljón sem var greidd inn á VISa skuld Sigurðar, tvær milljónir sem fóru inn á bankareikning hans og ein milljón sem greidd var dóttur hans. Þá segir í dómnum að 35 milljónir króna hafi í bókum félagsins verið ranglega færðar sem framlag Sigurðar til félagsins. Þannig hafi myndast skuld við Sigurð. Og að lokum tæpar þrjár milljónir króna af söluverði Dýrfiskjar ehf sem hafi verið færðar á bankareikning stefnda. 25 prósenta álag Vegna þessa hækkaði stofn Sigurðar til tekjuskatts og útvars um 43 milljónir króna gjaldárið 2012 auk þess sem ríkisskattstjóri bætti 25 prósenta álagi, tæplega 11 milljónum króna, á vanframtalinn stofn. Sigurður G. taldi rannsókn skattayfirvalda ófullnægjandi. Hann hélt því fram að hann ætti peninga inni hjá félaginu, hann hefði persónulega stutt við félagið Dýrfisk og Sigurður hefði sjálfur greitt skuldir félagsins Sigurðar G. Guðjónssonar ehf við önnur félög. Skattrannsóknarstjóri féllst ekki á þessar skýringar við rannsókn sína. Þá taldi Sigurður að skattrannsóknarstjóri hefði átt að ræða við Björgvin Þorsteinsson hæstaréttarlögmann sem hefði getað staðfest að Sigurður hefði átt að fá 10,5 milljónir króna úr uppgjöri Dýrfisks ehf. Ríkisskattstjóri taldi ekki ráðið af gögnum málsins hvernig hlutur Björgvins í fyrrnefndu uppgjöri tengdist málinu. Þarf að greiða 800 þúsund í málskostnað Héraðsdómur féllst ekki á að rannsókn skattrannsóknarstjóra hefði verið ófullnægjandi eða að niðurstaða hennar hefði verið efnislega röng. Sigurður hefði í gegnum allt ferlið getað lagt fram gögn og komið á framfæri sjónarmiðum sínum. Skýrslutaka yfir Björgvini Þorsteinssyni hefði ekki breytt neinu. Þá taldi héraðsdómur Sigurð ekki hafa sýnt fram á að skýringar hans væru réttar miðað við fyrirliggjandi gögn. Þvert á móti styðji gögnin ekki málatilbúnað Sigurðar. Var íslenska ríkið því sýknað af öllum kröfum Sigurðar sem þarf að greiða 800 þúsund krónur í málskostnað.
Dómsmál Skattar og tollar Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira