Jú, auðvitað á að niðurgreiða sálfræðiþjónustu Bjarki Eiríksson skrifar 21. júní 2021 12:31 Þann 19. júní síðastliðinn skrifar Þórarinn Hjartarson grein sem ber nafnið Nei, það á ekki að niðurgreiða sálfræðiþjónustu þar sem hann fullyrðir m.a. að stjórnmálamenn nýti sér vanlíðan ungs fólks með ,,fjarstæðukenndum hugmyndum um aðgengi að sálfræðiþjónustu án þess að svara því hvernig standa á við loforðin.” Hafa ber í huga við athugun þessarar fullyrðingar að í júní 2020 samþykkti Alþingi, í þverpólitískri sátt allra flokka, frumvarp Viðreisnar sem kveður á um niðurgreiðslu sálfræðikostnaðar og leiddi þar með í lög að þessi lífsnauðsynlega heilbrigðisþjónusta ætti að vera niðurgreidd til jafns við aðra nauðsynlega heilbrigðisþjónustu svo að þeir sem á henni þurfa að halda eigi auðveldara að sækja sér hjálp, án þess að það höggvi skarð í heimilisbókhaldið. Það að almenningi sé tryggt opnara aðgengi að sálfræðiþjónustu með greiðsluþátttöku hins opinbera þýðir ekki að eftirspurn eftir sálfræðiþjónustu muni stóraukast. Sömu rökum var beitt þegar til stóð að niðurgreiða kostnað við sjúkraþjálfun án þess þó að þær dómsdagsspár rættust. Hins vegar dróst nýgengi örorku vegna stoðkerfisvanda saman við það að greiða niður þessa heilbrigðisþjónustu. Þórarinn minnist einnig á að ,,Ef sálfræðiþjónusta verður niðurgreidd að fullu til allra þeirra sem sækjast eftir henni mun það leggja kerfið á hliðina. Þeir sem þurfa nauðsynlega á þjónustunni að halda myndu ekki komast að og sálræn líðan landsmanna kæmi til með að líða fyrir það.” Það er hárrétt að sé ekki sett þak á greiðsluþátttöku gætu lögin reynst samfélaginu bjarnargreiði. Með frumvarpinu er ekki kveðið á um niðurgreiðslu að fullu eða ótakmarkað. Það eru settar ákveðnar girðingar um það. Ráðherra skal setja reglugerð sem kveður á um það hvert hámark yrði og hve hátt hlutfall yrði niðurgreitt. Það er alveg á tæru. Annars leikur mér forvitni á að vita hverjir það eru sem Þórarni finnst þurfa nauðsynlega á sálfræðiþjónusu að halda. Við erum öll sammála um að þegar við veikjumst eða finnum fyrir verkjum lengur en okkur þykir eðlilegt þá leitum við til læknis, og fáum við tannpínu hittum við tannlækni. Þegar við finnum ekki fyrir verkjum, veikindum eða tannpínu þá erum við ekki að hitta sérfræðinga að óþörfu og hvers vegna ætti það að vera öðruvísi þegar kemur að sálfræðiþjónustu? Ég er reyndar þeirrar skoðunar að við þurfum að gefa andlegri líðan okkar og heilsu meiri gaum. Ég fer með bílinn minn reglulega í olíuskipti og yfirferð til að koma í veg fyrir að ákveðnir hlutir geti skemmt hann eða orðið til þess að bíllinn minn bili, ég fer ekki bara með hann á verkstæði eingöngu þegar vélin er úrbrædd. Ég reyni að mæta í ræktina reglulega til að halda skrokknum mínum heilbrigðum til að fyrirbyggja að þegar hann bregðist mér eftir því sem árunum fjölgar. Forvirkar aðgerðir virka og geta sparað ríkinu gríðarlega fjármuni til lengri tíma. Meirihluti örorkubóta eru greiddar út vegna andlegrar örorku. Það er raunveruleikinn og með auknu aðgengi að samtalsmeðferðum getum við sem samfélag reynt að snúa við blaðinu og fjárfest í geðheilbrigði almennings. Það er nefnilega ódýrara bæði fyrir einstaklinginn og samfélagið allt að fyrirbyggja heilsubrest, hvort sem hann er af líkamlegum eða andlegum toga. Höfundur skipar 9. sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Bjarki Eiríksson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þann 19. júní síðastliðinn skrifar Þórarinn Hjartarson grein sem ber nafnið Nei, það á ekki að niðurgreiða sálfræðiþjónustu þar sem hann fullyrðir m.a. að stjórnmálamenn nýti sér vanlíðan ungs fólks með ,,fjarstæðukenndum hugmyndum um aðgengi að sálfræðiþjónustu án þess að svara því hvernig standa á við loforðin.” Hafa ber í huga við athugun þessarar fullyrðingar að í júní 2020 samþykkti Alþingi, í þverpólitískri sátt allra flokka, frumvarp Viðreisnar sem kveður á um niðurgreiðslu sálfræðikostnaðar og leiddi þar með í lög að þessi lífsnauðsynlega heilbrigðisþjónusta ætti að vera niðurgreidd til jafns við aðra nauðsynlega heilbrigðisþjónustu svo að þeir sem á henni þurfa að halda eigi auðveldara að sækja sér hjálp, án þess að það höggvi skarð í heimilisbókhaldið. Það að almenningi sé tryggt opnara aðgengi að sálfræðiþjónustu með greiðsluþátttöku hins opinbera þýðir ekki að eftirspurn eftir sálfræðiþjónustu muni stóraukast. Sömu rökum var beitt þegar til stóð að niðurgreiða kostnað við sjúkraþjálfun án þess þó að þær dómsdagsspár rættust. Hins vegar dróst nýgengi örorku vegna stoðkerfisvanda saman við það að greiða niður þessa heilbrigðisþjónustu. Þórarinn minnist einnig á að ,,Ef sálfræðiþjónusta verður niðurgreidd að fullu til allra þeirra sem sækjast eftir henni mun það leggja kerfið á hliðina. Þeir sem þurfa nauðsynlega á þjónustunni að halda myndu ekki komast að og sálræn líðan landsmanna kæmi til með að líða fyrir það.” Það er hárrétt að sé ekki sett þak á greiðsluþátttöku gætu lögin reynst samfélaginu bjarnargreiði. Með frumvarpinu er ekki kveðið á um niðurgreiðslu að fullu eða ótakmarkað. Það eru settar ákveðnar girðingar um það. Ráðherra skal setja reglugerð sem kveður á um það hvert hámark yrði og hve hátt hlutfall yrði niðurgreitt. Það er alveg á tæru. Annars leikur mér forvitni á að vita hverjir það eru sem Þórarni finnst þurfa nauðsynlega á sálfræðiþjónusu að halda. Við erum öll sammála um að þegar við veikjumst eða finnum fyrir verkjum lengur en okkur þykir eðlilegt þá leitum við til læknis, og fáum við tannpínu hittum við tannlækni. Þegar við finnum ekki fyrir verkjum, veikindum eða tannpínu þá erum við ekki að hitta sérfræðinga að óþörfu og hvers vegna ætti það að vera öðruvísi þegar kemur að sálfræðiþjónustu? Ég er reyndar þeirrar skoðunar að við þurfum að gefa andlegri líðan okkar og heilsu meiri gaum. Ég fer með bílinn minn reglulega í olíuskipti og yfirferð til að koma í veg fyrir að ákveðnir hlutir geti skemmt hann eða orðið til þess að bíllinn minn bili, ég fer ekki bara með hann á verkstæði eingöngu þegar vélin er úrbrædd. Ég reyni að mæta í ræktina reglulega til að halda skrokknum mínum heilbrigðum til að fyrirbyggja að þegar hann bregðist mér eftir því sem árunum fjölgar. Forvirkar aðgerðir virka og geta sparað ríkinu gríðarlega fjármuni til lengri tíma. Meirihluti örorkubóta eru greiddar út vegna andlegrar örorku. Það er raunveruleikinn og með auknu aðgengi að samtalsmeðferðum getum við sem samfélag reynt að snúa við blaðinu og fjárfest í geðheilbrigði almennings. Það er nefnilega ódýrara bæði fyrir einstaklinginn og samfélagið allt að fyrirbyggja heilsubrest, hvort sem hann er af líkamlegum eða andlegum toga. Höfundur skipar 9. sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun