Jú, auðvitað á að niðurgreiða sálfræðiþjónustu Bjarki Eiríksson skrifar 21. júní 2021 12:31 Þann 19. júní síðastliðinn skrifar Þórarinn Hjartarson grein sem ber nafnið Nei, það á ekki að niðurgreiða sálfræðiþjónustu þar sem hann fullyrðir m.a. að stjórnmálamenn nýti sér vanlíðan ungs fólks með ,,fjarstæðukenndum hugmyndum um aðgengi að sálfræðiþjónustu án þess að svara því hvernig standa á við loforðin.” Hafa ber í huga við athugun þessarar fullyrðingar að í júní 2020 samþykkti Alþingi, í þverpólitískri sátt allra flokka, frumvarp Viðreisnar sem kveður á um niðurgreiðslu sálfræðikostnaðar og leiddi þar með í lög að þessi lífsnauðsynlega heilbrigðisþjónusta ætti að vera niðurgreidd til jafns við aðra nauðsynlega heilbrigðisþjónustu svo að þeir sem á henni þurfa að halda eigi auðveldara að sækja sér hjálp, án þess að það höggvi skarð í heimilisbókhaldið. Það að almenningi sé tryggt opnara aðgengi að sálfræðiþjónustu með greiðsluþátttöku hins opinbera þýðir ekki að eftirspurn eftir sálfræðiþjónustu muni stóraukast. Sömu rökum var beitt þegar til stóð að niðurgreiða kostnað við sjúkraþjálfun án þess þó að þær dómsdagsspár rættust. Hins vegar dróst nýgengi örorku vegna stoðkerfisvanda saman við það að greiða niður þessa heilbrigðisþjónustu. Þórarinn minnist einnig á að ,,Ef sálfræðiþjónusta verður niðurgreidd að fullu til allra þeirra sem sækjast eftir henni mun það leggja kerfið á hliðina. Þeir sem þurfa nauðsynlega á þjónustunni að halda myndu ekki komast að og sálræn líðan landsmanna kæmi til með að líða fyrir það.” Það er hárrétt að sé ekki sett þak á greiðsluþátttöku gætu lögin reynst samfélaginu bjarnargreiði. Með frumvarpinu er ekki kveðið á um niðurgreiðslu að fullu eða ótakmarkað. Það eru settar ákveðnar girðingar um það. Ráðherra skal setja reglugerð sem kveður á um það hvert hámark yrði og hve hátt hlutfall yrði niðurgreitt. Það er alveg á tæru. Annars leikur mér forvitni á að vita hverjir það eru sem Þórarni finnst þurfa nauðsynlega á sálfræðiþjónusu að halda. Við erum öll sammála um að þegar við veikjumst eða finnum fyrir verkjum lengur en okkur þykir eðlilegt þá leitum við til læknis, og fáum við tannpínu hittum við tannlækni. Þegar við finnum ekki fyrir verkjum, veikindum eða tannpínu þá erum við ekki að hitta sérfræðinga að óþörfu og hvers vegna ætti það að vera öðruvísi þegar kemur að sálfræðiþjónustu? Ég er reyndar þeirrar skoðunar að við þurfum að gefa andlegri líðan okkar og heilsu meiri gaum. Ég fer með bílinn minn reglulega í olíuskipti og yfirferð til að koma í veg fyrir að ákveðnir hlutir geti skemmt hann eða orðið til þess að bíllinn minn bili, ég fer ekki bara með hann á verkstæði eingöngu þegar vélin er úrbrædd. Ég reyni að mæta í ræktina reglulega til að halda skrokknum mínum heilbrigðum til að fyrirbyggja að þegar hann bregðist mér eftir því sem árunum fjölgar. Forvirkar aðgerðir virka og geta sparað ríkinu gríðarlega fjármuni til lengri tíma. Meirihluti örorkubóta eru greiddar út vegna andlegrar örorku. Það er raunveruleikinn og með auknu aðgengi að samtalsmeðferðum getum við sem samfélag reynt að snúa við blaðinu og fjárfest í geðheilbrigði almennings. Það er nefnilega ódýrara bæði fyrir einstaklinginn og samfélagið allt að fyrirbyggja heilsubrest, hvort sem hann er af líkamlegum eða andlegum toga. Höfundur skipar 9. sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Bjarki Eiríksson Mest lesið Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Sjá meira
Þann 19. júní síðastliðinn skrifar Þórarinn Hjartarson grein sem ber nafnið Nei, það á ekki að niðurgreiða sálfræðiþjónustu þar sem hann fullyrðir m.a. að stjórnmálamenn nýti sér vanlíðan ungs fólks með ,,fjarstæðukenndum hugmyndum um aðgengi að sálfræðiþjónustu án þess að svara því hvernig standa á við loforðin.” Hafa ber í huga við athugun þessarar fullyrðingar að í júní 2020 samþykkti Alþingi, í þverpólitískri sátt allra flokka, frumvarp Viðreisnar sem kveður á um niðurgreiðslu sálfræðikostnaðar og leiddi þar með í lög að þessi lífsnauðsynlega heilbrigðisþjónusta ætti að vera niðurgreidd til jafns við aðra nauðsynlega heilbrigðisþjónustu svo að þeir sem á henni þurfa að halda eigi auðveldara að sækja sér hjálp, án þess að það höggvi skarð í heimilisbókhaldið. Það að almenningi sé tryggt opnara aðgengi að sálfræðiþjónustu með greiðsluþátttöku hins opinbera þýðir ekki að eftirspurn eftir sálfræðiþjónustu muni stóraukast. Sömu rökum var beitt þegar til stóð að niðurgreiða kostnað við sjúkraþjálfun án þess þó að þær dómsdagsspár rættust. Hins vegar dróst nýgengi örorku vegna stoðkerfisvanda saman við það að greiða niður þessa heilbrigðisþjónustu. Þórarinn minnist einnig á að ,,Ef sálfræðiþjónusta verður niðurgreidd að fullu til allra þeirra sem sækjast eftir henni mun það leggja kerfið á hliðina. Þeir sem þurfa nauðsynlega á þjónustunni að halda myndu ekki komast að og sálræn líðan landsmanna kæmi til með að líða fyrir það.” Það er hárrétt að sé ekki sett þak á greiðsluþátttöku gætu lögin reynst samfélaginu bjarnargreiði. Með frumvarpinu er ekki kveðið á um niðurgreiðslu að fullu eða ótakmarkað. Það eru settar ákveðnar girðingar um það. Ráðherra skal setja reglugerð sem kveður á um það hvert hámark yrði og hve hátt hlutfall yrði niðurgreitt. Það er alveg á tæru. Annars leikur mér forvitni á að vita hverjir það eru sem Þórarni finnst þurfa nauðsynlega á sálfræðiþjónusu að halda. Við erum öll sammála um að þegar við veikjumst eða finnum fyrir verkjum lengur en okkur þykir eðlilegt þá leitum við til læknis, og fáum við tannpínu hittum við tannlækni. Þegar við finnum ekki fyrir verkjum, veikindum eða tannpínu þá erum við ekki að hitta sérfræðinga að óþörfu og hvers vegna ætti það að vera öðruvísi þegar kemur að sálfræðiþjónustu? Ég er reyndar þeirrar skoðunar að við þurfum að gefa andlegri líðan okkar og heilsu meiri gaum. Ég fer með bílinn minn reglulega í olíuskipti og yfirferð til að koma í veg fyrir að ákveðnir hlutir geti skemmt hann eða orðið til þess að bíllinn minn bili, ég fer ekki bara með hann á verkstæði eingöngu þegar vélin er úrbrædd. Ég reyni að mæta í ræktina reglulega til að halda skrokknum mínum heilbrigðum til að fyrirbyggja að þegar hann bregðist mér eftir því sem árunum fjölgar. Forvirkar aðgerðir virka og geta sparað ríkinu gríðarlega fjármuni til lengri tíma. Meirihluti örorkubóta eru greiddar út vegna andlegrar örorku. Það er raunveruleikinn og með auknu aðgengi að samtalsmeðferðum getum við sem samfélag reynt að snúa við blaðinu og fjárfest í geðheilbrigði almennings. Það er nefnilega ódýrara bæði fyrir einstaklinginn og samfélagið allt að fyrirbyggja heilsubrest, hvort sem hann er af líkamlegum eða andlegum toga. Höfundur skipar 9. sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar