Ég er Eiður Smári Sveinn Waage skrifar 16. júní 2021 12:31 Við Íslendingar erum sérstakir um marga hluti en á sama tíma erum við líka eins og flestir aðrir. Afsakið mótsögnina. Súrsætt samband okkar við áfengi er mjög gott dæmi. Drykkjumenning og hefðir okkar finnst okkur sjálfum oft vera framandi en eru það í raun ekki, þrátt fyrir farsakennda sögu bjórs á Íslandi, sem enginn útlendingur, edrú eða drukkinn, trúir. Þeim finnst líklegri saga að við eigum í ástarsamböndum við álfa og tröll. Hér er 10 ára reynsla að tala. Á endanum notum við áfengi eins og flestir aðrir. Til að njóta, til að gleyma og til að losa um hömlur. En á Íslandi eins og annars staðar á áfengi sýnar dökku, og stundum kolsvörtu hliðar. Bakkus getur verið miskunarlaus og harður húsbóndi þegar hann fer frá því að vera að vera skemmtilegur gestur yfir í að eiga lögheimili heima hjá okkur og sýnir engin fararsnið. Við þurfum ekki að fjölyrða meira um það. Flest allir hafa ákveðið viðhorf gagnvart áfengi og þeir sömu hafa e-ð til síns máls. Hörð afstaða gegn því er fullkomlega eðlileg, aðrir hafa prómil-stjörnur í augunum; vilja fræðast, prófa, upplifa og hafa gaman. Njóta. Ekki síður eðlilegt. Og líklega byrjum við flest þar. En Bakkus er óþolandi óútreiknanlegur og þótt við vitum orðið miklu meira um fíkn í dag, orsakir og fleira, þá er öllum ljóst að hann gerir mannamun bölvaður melurinn. Í gráglettni má kalla mig „áhrifavald“, eftir að hafa stúderað og kennt fólki í ríflega áratug um fjölbreytta heima bjórsins, magnaða sögu hans sem einmitt núna er „fordæmalaus“ sl. tvo áratugi. Afsakið. Bjórskóli Ölgerðarinnar var á sínum tíma án efa vinsælasta menntastofnun landsins og ennþá er mikill fróðleiks-þorski til staðar. Fólk einmitt vill læra, smakka, upplifa og njóta. En dökku hliðarnar e birtast stundum inn á milli gleðinnar. Það sem skemmir oft upplifunina og viljann til að njóta er sú leiðinlega staðreynd að áfengi er jú eitur. Við eitrum okkur og höndlum það misvel. Sumir þola ekki mjólk annarra spendýra og aðrir voru líklega ekki íkornar í fyrra lífi með sitt bráðaofnæmi gagnvart hnetum. Áfengi, kvikasilfur alls konar gúmmilaði er svo að finna í snefilmagni í ótrúlegstu vörum, sem snerta okkur lítið sem ekkert. Ég er Eiður Smári og hann er ég. Ég elska bjór og allt í kringum hann, allt nema áhrifin. Jú það var gaman oft, alla vega um stund, en svo var líka minna gaman og pissað þar sem ég stóð. Verandi mjög seinþroska, þá fattaði ég frekar seint að áhrifalaus Sveinn, var að flestu leiti, nei öllu leiti, betri Sveinn. Ég efa því að margir fagni eins mikið nýrri bylgju áfengislausra bjóra sem eru í dag hverjir öðrum betri (loksins). En ég skil svo vel þá sem vilja og geta notið þess að verða smá kenndir og losað um. Ég á yndislega ættinga og vini sem þurfa þess, eða frekar hjálpar þeim, að segja mér að þau elski mig. Ekki hætta því takk! Svo eru það við sem erum alltaf „kennd“ meira eða minna án áfengis, en förum í öfuga átt með áfengi. Það er bara minn veruleiki og margra annarra sem töpuðum í Bakkus-lóttóinu en unnum í Jókernum „Okkar besti maður“, er vinsæll frasi í dag. Örfáir standa eins mikið undir því og Eiður Smári Guðjohnsen. Burtséð frá myndbirtingum, cancel-kúltúr og öllu því þrasi, þá er öllum ljóst að óeitraður Eiður er og verður betri Eiður á allan hátt. Við munum öll styðja hann á þeirri vegferð. Af því við, litla þakkláta þjóðin þín, elskum okkar besta mann. Höfundur er sérfræðingur í samskiptum, leiðbeinandi hjá Opna Háskólanum og skólastjóri bjorskoli.net. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein KSÍ Sveinn Waage Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar erum sérstakir um marga hluti en á sama tíma erum við líka eins og flestir aðrir. Afsakið mótsögnina. Súrsætt samband okkar við áfengi er mjög gott dæmi. Drykkjumenning og hefðir okkar finnst okkur sjálfum oft vera framandi en eru það í raun ekki, þrátt fyrir farsakennda sögu bjórs á Íslandi, sem enginn útlendingur, edrú eða drukkinn, trúir. Þeim finnst líklegri saga að við eigum í ástarsamböndum við álfa og tröll. Hér er 10 ára reynsla að tala. Á endanum notum við áfengi eins og flestir aðrir. Til að njóta, til að gleyma og til að losa um hömlur. En á Íslandi eins og annars staðar á áfengi sýnar dökku, og stundum kolsvörtu hliðar. Bakkus getur verið miskunarlaus og harður húsbóndi þegar hann fer frá því að vera að vera skemmtilegur gestur yfir í að eiga lögheimili heima hjá okkur og sýnir engin fararsnið. Við þurfum ekki að fjölyrða meira um það. Flest allir hafa ákveðið viðhorf gagnvart áfengi og þeir sömu hafa e-ð til síns máls. Hörð afstaða gegn því er fullkomlega eðlileg, aðrir hafa prómil-stjörnur í augunum; vilja fræðast, prófa, upplifa og hafa gaman. Njóta. Ekki síður eðlilegt. Og líklega byrjum við flest þar. En Bakkus er óþolandi óútreiknanlegur og þótt við vitum orðið miklu meira um fíkn í dag, orsakir og fleira, þá er öllum ljóst að hann gerir mannamun bölvaður melurinn. Í gráglettni má kalla mig „áhrifavald“, eftir að hafa stúderað og kennt fólki í ríflega áratug um fjölbreytta heima bjórsins, magnaða sögu hans sem einmitt núna er „fordæmalaus“ sl. tvo áratugi. Afsakið. Bjórskóli Ölgerðarinnar var á sínum tíma án efa vinsælasta menntastofnun landsins og ennþá er mikill fróðleiks-þorski til staðar. Fólk einmitt vill læra, smakka, upplifa og njóta. En dökku hliðarnar e birtast stundum inn á milli gleðinnar. Það sem skemmir oft upplifunina og viljann til að njóta er sú leiðinlega staðreynd að áfengi er jú eitur. Við eitrum okkur og höndlum það misvel. Sumir þola ekki mjólk annarra spendýra og aðrir voru líklega ekki íkornar í fyrra lífi með sitt bráðaofnæmi gagnvart hnetum. Áfengi, kvikasilfur alls konar gúmmilaði er svo að finna í snefilmagni í ótrúlegstu vörum, sem snerta okkur lítið sem ekkert. Ég er Eiður Smári og hann er ég. Ég elska bjór og allt í kringum hann, allt nema áhrifin. Jú það var gaman oft, alla vega um stund, en svo var líka minna gaman og pissað þar sem ég stóð. Verandi mjög seinþroska, þá fattaði ég frekar seint að áhrifalaus Sveinn, var að flestu leiti, nei öllu leiti, betri Sveinn. Ég efa því að margir fagni eins mikið nýrri bylgju áfengislausra bjóra sem eru í dag hverjir öðrum betri (loksins). En ég skil svo vel þá sem vilja og geta notið þess að verða smá kenndir og losað um. Ég á yndislega ættinga og vini sem þurfa þess, eða frekar hjálpar þeim, að segja mér að þau elski mig. Ekki hætta því takk! Svo eru það við sem erum alltaf „kennd“ meira eða minna án áfengis, en förum í öfuga átt með áfengi. Það er bara minn veruleiki og margra annarra sem töpuðum í Bakkus-lóttóinu en unnum í Jókernum „Okkar besti maður“, er vinsæll frasi í dag. Örfáir standa eins mikið undir því og Eiður Smári Guðjohnsen. Burtséð frá myndbirtingum, cancel-kúltúr og öllu því þrasi, þá er öllum ljóst að óeitraður Eiður er og verður betri Eiður á allan hátt. Við munum öll styðja hann á þeirri vegferð. Af því við, litla þakkláta þjóðin þín, elskum okkar besta mann. Höfundur er sérfræðingur í samskiptum, leiðbeinandi hjá Opna Háskólanum og skólastjóri bjorskoli.net.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar