Viðtal og skoðun verða gefin í réttri röð – Þú ert númer 156 Halldór Víglundsson skrifar 11. júní 2021 14:00 Í framhaldi af fyrri skrifum mínum, nýlegum og áður (fyrir Covid) árið 2019 vegna sömu þróunar sé ég mig knúinn að skrifa ennfrekar um afleita þróun mála í heilbrigðiskerfinu okkar. Nú verð ég af mínum litlu kröftum að reyna að knýja á um viðsnúning frá þróun sem hefur orðið á eigin starfsvettvangi þar sem stefnir í eftirspurnarstrand við endurhæfingu Íslendinga í nærumhverfi þeirra. Flestir þekkja okkur sem sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara á starfsstofum víðast hvar í þéttbýli sem sinna sínum upptökusvæðum um landið allt. Mínir skjólstæðingar líkt og okkar flestra eru börn, ungmenni, fólk á fullorðinsaldri með minni og stærri stoðkerfisvandamál, fullorðið fólk með kerfislæga sjúkdóma sem hafa bein og afleidd áhrif á stoðkerfisheilsu og sjálfsbjörg. Eldri borgarar og elstu borgarar sem búa heima. Vandamálin eru verulega fjölbreytt og miserfið til endurhæfingar. Ef ég tala fyrir mig persónulega, þá elska ég að mæta í vinnuna mína með mínu samstarfsfólki. Af hverju? Af því að ég finn að ég geri gagn og hef mikinn metnað fyrir að starfa á þann veg. Ég hef ekki ennþá fundið brunatilfinningu í starfi sem betur fer. Ég get fullyrt að ég hætti að vinna þessa faglegu vinnu mína og sný mér að öðru þegar ég finn að ég næ ekki að hjálpa nægilega mörgum til betri heilsu þannig að vinna mín borgi sig ekki fyrir samfélagið á Íslandi. Loforð. Einnig fæ ég tækifæri í starfi til að miðla menntun og reynslu til háskólanema sem klínískur kennari. Ég tel mig vel menntaðan. Í grunninn hérna heima frá Háskóla Íslands. Ég fann vel, sem betur fer, þegar ég fór til framhaldsmenntunar og klínískrar þjálfunar í einum fremsta háskóla heims að HÍ hafði skilað ágætri grunnmenntun í mínu fagi. Staðan Á minni litlu starfsstofu hringja allt að tíu manns á dag og spyrja um þjónustu okkar sjúkraþjálfara til endurhæfingar. Það allra versta nú er að þurfa að segja fólki að biðlistinn sé lokaður þar sem forsendur hans eru brostnar. Fólk fær ekki einu sinni að verða númer 156 á listanum. Ég get bara ekki boðið upp á það. Forsendur biðlista í mínum huga eru nefnilega að geta gefið fólki einhverja hugmynd um hvenær er hægt að sinna því með sitt vandamál. Það eru m.a. markmiðskröfur landlæknis þegar sótt er um rekstrarleyfi á sjúkraþjálfunarstofu. Númer 2) að það sé nægur starfsmannafjöldi sjúkraþjálfara til að geta unnið á biðlistanum langa. Tengt þessu síðara vandamáli var síðasta útspil heilbrigðisráðherra að koma í veg fyrir að útskrifaðir 5 ára mastersnemar í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands og þar með löggildir sjúkraþjálfarar með vottun Landlæknis fái að byrja starfsferil sinn á starfsstofu sjúkraþjálfara. Ég hef eins og fyrr greinir af metnaði sinnt klíniskri kennslu til fjölda ára með verknámi fyrir verðandi sjúkraþjálfara á síðustu önnum háskólanáms síns. Ég get fullyrt að þeir eru heilt yfir tilbúnir til starfa. Að auki, eins og áður segir, eru þeir með faglega vottun um það frá Landlækni. Ég er gjarnan til í að skrifa aðra grein um hvernig þessi ákvörðun heilbrigðisráðherra stenst enga faglega skoðun og allra síst sem kostnaðarminnkun fyrir kerfið. Verst hvað þessar greinar frá mér eru miklar langlokur en það eru bara svo margir snertifletir sem þarf að skoða...... Ofurþvingað biðlistaumhverfið hjá okkur skapar eingöngu meiri kostnað úr öðrum vösum ríkissjóðs sem tilheyra jafnvel sama víðfemda heilbrigðiskerfinu. Lyfjakostnaður, dýrar myndgreiningar með takmörkuðu gagni og endurteknar læknaheimsóknir. Vopnabúrið þeirra skoðað og kannski eðlilega reynt og prófað með litlum árangri og lausnum þar sem hnitmiðuð og viðeigandi endurhæfingarnálgun getur ekki átt sér stað til varanlegrar lausnar þessarra stoðkerfisvandamála. Reynslan Það sem hefur gerst nú síðustu ár, hraðar en áður, að mati undirritaðs er að kerfið sem ég vildi allra helst telja okkar sterka heilbrigðiskerfi ennþá er endanlega að hrynja. Það væri svosem forvitnilegt að vita hvar sá lágpunktur getur verið metinn sem algjört hrun. Það megið þið vita sem þetta lesið að ég hef eytt, eftir á að hyggja, of mörgum árum í að verja þetta kerfi. Ég bara gat ekki trúað að kerfið væri orðið svona óskilvirkt til lausna á heilsufarsvandamálum okkar miðað við fyrri reynslu af því. Ég hitti á að giska 50-60 manns í viku á minni sjúkraþjálfunarstofu. Tiltakanlega margir í hverri viku höfðu og margt um fleiri nú, hafa yfir mörgu að kvarta á heilsugæslumóttökum, bráðamóttöku og aðkallandi viðtalstöfum við sérfræðinga til mats og greininga sem eru bara oftar og oftar ekki einu sinni í sjónmáli. Ég hef þurft að bakka alfarið með varnir mínar á kerfinu nú síðustu misseri. Því miður, ég get ekki haldið andliti með annað. Eftir að hafa reynt sjálfur á kerfið eftir slys á síðasta ári með verulegum bráðaþjónustukröfum á því varð ljóst í mínum huga að stoðir þess eru gjörsamlega fúnar að rótarstoðum og það sem eftir þó er er starfsfólk sem brennur fyrir að halda á lofti þjónustustigi sem haldið verður í ótilgreindan tíma í lömuðu kerfi hvort sem upp er talið Landspítali Háskólasjúkrahús, heilsugæslurnar og nú endurhæfingargeirinn sem ég tilheyri. Einn af bjargvættum mínum á LSH þegar ég var í allra mestu vandræðum með bágt ástand mitt eftir bráðauppskurð á deildinni sem ég lá á, heitir Perla og er sjúkraliði. Hversu viðeigandi er það nafn í þessu tilliti. Ég mun aldrei gleyma henni og hennar hnitmiðuðu reyndu viðbrögðum í mínum stökustu verkjavandræðum nótt eftir nótt sem illa réðist við. Ég segi hinsvegar óhikað að það verður ekki mikið lengur hægt að fara fram á þennan metnað af því að hlaupið er löngu orðið of hratt og tímaleysið of mikið til að sinna hverjum einstakling. Þessi upplifun í mínum hremmingum á þjónustulund og fagmennskueiðum sem ég fann og skil eru klárlega þverrandi miðað við nýlega afspurn. Ég er hinsvegar óendanlega þakklátur í mínu tilviki fyrir þá sem sinntu mér af alúð og fagmennsku. Aðstæður með öllum sínum flöskuhálsum á LSH til að anna eftirspurn eftir deildarplássum, reif algjörlega niður gæði þjónustunnar að öðru leyti. Tímaleysi og ofálag er versta eiturblandan við að greina heilsufarsvandamál rétt og veita hnitmiðaða og rétta meðferð við þeim. Þannig verða mistökin helst. Það í blöndu við ótímabærar útskriftir með allt of miklum líkum á endurkomu og þannig margfalt kostnaðarmeiri vandamálum. Þetta er kerfislægt það sem tíðkast á LSH til að kaupa aðra innlögn í svipinn og rétt stundarfrið frá allt of mikilli eftirspurn eftir plássum. Þetta skrifast á hrunið kerfi með algjöra flæðistíflu en ekki þá sem af miklum metnaði starfa þar. Endurhæfing á fúastoðum sökum biðstöðu Hvað viðvíkur mínum starfsvettvangi með sömu fúaundirstöðum í kerfi sem ég tilheyri er við ofurefli að etja í mótvægisaðgerðum þegar heilbrigðisráðherra fylgir hvort sem ég kalla það hugmyndafræði eða stefnu sem hefur ekki virkað í raunheimum íslensks samfélags. Hvorki á það við um fyrri ár, í dag og allra síst á það eftir að virka árin fram á veginn. Hann hefur kappkostað t.d. að keyra áfram og eflt jafnvel frekar greiðsluþáttökukerfi sem ríkið hefur greinilega ekki efni á miðað við niðurskurðarstefnu og eins ég hef áður skrifað um, var greinilega vanreiknaður kostnaður á, frá byrjun. Það skal skýrt tekið fram að það er alfarið heimatilbúinn vandi heilbrigðiskerfisstjórnenda að setja þetta kerfi á stofn með þeirri kostnaðarhlutdeild ríkis og einstaklinga sem boðið er uppá í því. Ég skil að lagt er upp með kerfi þetta með góðum ásetningi. En það er löngu ljóst að það þolir ekki þrýstiprófun og fulla keyrslu vegna of mikils opinbers kostnaðar. Það aftur virðist kosta niðurskurð hér og þar sem gengur alls ekki upp miðað við vaxandi eftirspurn eftir almennilegri heilbrigðisþjónustu með eðlilegum viðbragðstíma og áhrifaríkri meðferð. Ég get vísað í þessu sambandi til fyrri greinar minnar sem endurspeglar svipaða stöðu árið 2019 þar sem við þarf ekkert að nefna Covid til afsökunar á álíka stöðu þá. Samningamál Sjúkratrygginga Íslands úti á túni Önnur útfærslumál á greiðsluþáttökukerfi SÍ er augljós valmöguleiki en það hefur ekki átt upp á pallborðið hjá Svandísi Svavarsdóttur og hennar undirfólki frekar en margt annað sem snýr að minnkun kostnaðar ríkisins. Í þessu samhengi hefur undirritaður þurft að fletta því upp og staðfesta fyrra minni um að forstjóri Sjúkratrygginga sé með doktorsgráðu í lýðheilsufræðum líkt og ég þóttist lesa þegar ég sá tilkynningu um ráðningu hennar fyrir nokkrum árum. Fagnaði þá mjög þar sem hann hlyti að bera skyn á þróun lýðheilsumála. Það er með hreinum ólíkindum að viðkomandi forstjóri, skipaður af heilbrigðisráðherra, með sinn faglega grunn, skuli telja það skynsamlegt að draga úr starfsemi sem snýr að forvarnarstarfi, ráðgjöf og endurhæfingu fyrir landsmenn sem er í miklu magni brýn þörf á og eins og áður segir miklu meiri eftirspurn en annað verður. Það verður að segjast hér að ef allir eru orðnir ósamvinnuþýðir og ósanngjarnir í kringum þig verður þú sennilega að fara að líta í eigin barm. Þetta er myndlíking sem verður að teljast líkleg með víðtækt samningaleysi SÍ við þjónustuaðila í heilbrigðiskerfinu sem aldrei fyrr. Á mínum starfsvettvangi hefur alls ekki gengið neitt í sannfærandi samningsátt við Sjúkratryggingar Íslands. Ekkert nema hindranir og veggir að mínu mati. Það er að auki erfitt að mati undirritaðs að viðmót SÍ virðist vera á þá leið að við séum ekki í sömu liðsheild sem hlýtur að vera að hafa sameiginlegan metnað fyrir að veita verðskuldaða endurhæfingarþjónustu á sanngjörnu verði til landsmanna miðað við okkar kröfur. Það er orðin afar langdregin störukeppni í þessu umhverfi þar sem SÍ virðist mest vera að leita að smugum til að spara krónur og aura. Bæta við kröfum án þess að greiða fyrir þá vinnu. Viðbótarmenntun og hvatar til hennar virðast ekki hugnast SÍ heldur. Það kostar aukalega. Það er eitt og sér risastór feill aðmínu mati þar sem hvati til metnaðarfulls starfs og uppfærslu á þekkingu er látin lönd og leið. Þannig virðist allt í lagi að gjaldfella gæði þjónustunnar ef hún bara kostar minna. Þannig sé ég þetta persónulega blátt áfram. Þetta er leið til glötunar á fyrra góðu endurhæfingarstarfi í nærumhverfi skjólstæðinga okkar eins og það hefur verið og verður að vera áfram. Við erum að tala um einn af megingrundvöllum þess að samfélagið geti haldið ásættanlegri stoðkerfisheilsu með sjálfbærni og eflt sig áfram veginn til nauðsynlegrar landsframleiðslu. Minnkað örorku vegna stoðkerfisvandamála sem betur fer hefur verið þróunin síðustu ár fyrir Covid að minnsta kosti. Viðhald og efling á velferðarkerfi sem getur ekki borið sig án þessara grunnþátta. Þessu tengt verð ég að segja að það hefur komið mér þó á óvart síðustu misseri hversu fjármálaráðherra virðist vel með á nótunum varðandi þróun samfélagsins með færri bök sem bera landsframleiðsluna uppi og frekari þróun í þá átt til næstu áratuga og væntanlega allrar framtíðar. Þar er spurning hvort fer ekki saman hljóð og mynd ef hann tryggir ekki mikilvægi þess að hafa forvarnar- og endurhæfingarstoðirnar tryggar nú og áfram til lengri framtíðar. Þetta er alls ekki dýr stoð sem þarf að fjármagna í heilbrigðiskerfinu. Það skal halda því tryggilega til haga. Þessi mál verða heldur ekki auðveldlega löguð eftir að þau fara illa. Það er nóg af öðrum risaverkefnum í kerfinu sem ég hef nýverið fjallað um í greinarskrifum og semsagt alls ekki ástæða til að fjölga þeim. Það hlýtur að vera skilningur á því samhengi. Stefna upp úr holunni sem dýpkar Sem samtryggingarmaður í grunninn finnst mér að þeir sem lagt hafa til samfélagsins með sköttum og skyldum í gegnum starfsaldur sinn eigi að geta uppskorið eftirlaunatíma með mannsæmandi lífsgæðum ef og þegar þeir kjósa við aldursmörk eða ef till vill enn síðar. Hinsvegar miðað við þróun mála síðustu tuttugu ár a.m.k. eins og reifað er í fyrri grein undirritaðs er líklega ekki önnur leið til að bera uppi velferðar- og heilbrigðiskerfið en að sækja meiri skattlagningu sem flestum finnst næg fyrir. Okkur hefur fjölgað hraðbyri í þeim aldurshópum sem kosta heilbrigðiskerfið FJÓRUM sinnum meira á hvern einstakling miðað við þann hvern sem yngri er en sextíu og sjö ára. Sú er og verður þróunin. Annar kostur er að bein hlutdeild kostnaðar landsmanna sem þurfa að sækja heilbrigðisþjónustu hækki beinlínis líkt og áður er viðrað. Lausnir eru í öllu falli mjög aðkallandi ekki seinna en strax og verður að vera gert með áðurnefndu Grettistaki þeirra sem valdið hafa. Eins og einhver sagði, ekki gera endurhæfingu að óvini þínum á 21. öldinni. Það borgar sig bókstaflega ekki virðulegi heilbrigðisráðherra. Höfundur er sjúkraþjálfari og érfræðingur í greiningu og meðferð stoðkerfis MT. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Skoðun: Kosningar 2021 Tengdar fréttir Heilbrigðisráðherra. Nú er mál að linni Nú þessa dagana eru rétt um tuttugu ár sem ég hef unnið í heilbrigðiskerfinu hér á Íslandi. Fljótlega eftir að ég byrjaði mitt starf sem sjúkraþjálfari úti á landi, fékk ég tækifæri til að hitta heilbrigðisráðherra. Tilefnið var að ég og kollegi minn höfðum fengið fund með honum til að ræða stuðning við þverfaglegt verkefni í endurhæfingarþjónustu við offitusjúklinga. 11. júní 2021 07:00 Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Í framhaldi af fyrri skrifum mínum, nýlegum og áður (fyrir Covid) árið 2019 vegna sömu þróunar sé ég mig knúinn að skrifa ennfrekar um afleita þróun mála í heilbrigðiskerfinu okkar. Nú verð ég af mínum litlu kröftum að reyna að knýja á um viðsnúning frá þróun sem hefur orðið á eigin starfsvettvangi þar sem stefnir í eftirspurnarstrand við endurhæfingu Íslendinga í nærumhverfi þeirra. Flestir þekkja okkur sem sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara á starfsstofum víðast hvar í þéttbýli sem sinna sínum upptökusvæðum um landið allt. Mínir skjólstæðingar líkt og okkar flestra eru börn, ungmenni, fólk á fullorðinsaldri með minni og stærri stoðkerfisvandamál, fullorðið fólk með kerfislæga sjúkdóma sem hafa bein og afleidd áhrif á stoðkerfisheilsu og sjálfsbjörg. Eldri borgarar og elstu borgarar sem búa heima. Vandamálin eru verulega fjölbreytt og miserfið til endurhæfingar. Ef ég tala fyrir mig persónulega, þá elska ég að mæta í vinnuna mína með mínu samstarfsfólki. Af hverju? Af því að ég finn að ég geri gagn og hef mikinn metnað fyrir að starfa á þann veg. Ég hef ekki ennþá fundið brunatilfinningu í starfi sem betur fer. Ég get fullyrt að ég hætti að vinna þessa faglegu vinnu mína og sný mér að öðru þegar ég finn að ég næ ekki að hjálpa nægilega mörgum til betri heilsu þannig að vinna mín borgi sig ekki fyrir samfélagið á Íslandi. Loforð. Einnig fæ ég tækifæri í starfi til að miðla menntun og reynslu til háskólanema sem klínískur kennari. Ég tel mig vel menntaðan. Í grunninn hérna heima frá Háskóla Íslands. Ég fann vel, sem betur fer, þegar ég fór til framhaldsmenntunar og klínískrar þjálfunar í einum fremsta háskóla heims að HÍ hafði skilað ágætri grunnmenntun í mínu fagi. Staðan Á minni litlu starfsstofu hringja allt að tíu manns á dag og spyrja um þjónustu okkar sjúkraþjálfara til endurhæfingar. Það allra versta nú er að þurfa að segja fólki að biðlistinn sé lokaður þar sem forsendur hans eru brostnar. Fólk fær ekki einu sinni að verða númer 156 á listanum. Ég get bara ekki boðið upp á það. Forsendur biðlista í mínum huga eru nefnilega að geta gefið fólki einhverja hugmynd um hvenær er hægt að sinna því með sitt vandamál. Það eru m.a. markmiðskröfur landlæknis þegar sótt er um rekstrarleyfi á sjúkraþjálfunarstofu. Númer 2) að það sé nægur starfsmannafjöldi sjúkraþjálfara til að geta unnið á biðlistanum langa. Tengt þessu síðara vandamáli var síðasta útspil heilbrigðisráðherra að koma í veg fyrir að útskrifaðir 5 ára mastersnemar í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands og þar með löggildir sjúkraþjálfarar með vottun Landlæknis fái að byrja starfsferil sinn á starfsstofu sjúkraþjálfara. Ég hef eins og fyrr greinir af metnaði sinnt klíniskri kennslu til fjölda ára með verknámi fyrir verðandi sjúkraþjálfara á síðustu önnum háskólanáms síns. Ég get fullyrt að þeir eru heilt yfir tilbúnir til starfa. Að auki, eins og áður segir, eru þeir með faglega vottun um það frá Landlækni. Ég er gjarnan til í að skrifa aðra grein um hvernig þessi ákvörðun heilbrigðisráðherra stenst enga faglega skoðun og allra síst sem kostnaðarminnkun fyrir kerfið. Verst hvað þessar greinar frá mér eru miklar langlokur en það eru bara svo margir snertifletir sem þarf að skoða...... Ofurþvingað biðlistaumhverfið hjá okkur skapar eingöngu meiri kostnað úr öðrum vösum ríkissjóðs sem tilheyra jafnvel sama víðfemda heilbrigðiskerfinu. Lyfjakostnaður, dýrar myndgreiningar með takmörkuðu gagni og endurteknar læknaheimsóknir. Vopnabúrið þeirra skoðað og kannski eðlilega reynt og prófað með litlum árangri og lausnum þar sem hnitmiðuð og viðeigandi endurhæfingarnálgun getur ekki átt sér stað til varanlegrar lausnar þessarra stoðkerfisvandamála. Reynslan Það sem hefur gerst nú síðustu ár, hraðar en áður, að mati undirritaðs er að kerfið sem ég vildi allra helst telja okkar sterka heilbrigðiskerfi ennþá er endanlega að hrynja. Það væri svosem forvitnilegt að vita hvar sá lágpunktur getur verið metinn sem algjört hrun. Það megið þið vita sem þetta lesið að ég hef eytt, eftir á að hyggja, of mörgum árum í að verja þetta kerfi. Ég bara gat ekki trúað að kerfið væri orðið svona óskilvirkt til lausna á heilsufarsvandamálum okkar miðað við fyrri reynslu af því. Ég hitti á að giska 50-60 manns í viku á minni sjúkraþjálfunarstofu. Tiltakanlega margir í hverri viku höfðu og margt um fleiri nú, hafa yfir mörgu að kvarta á heilsugæslumóttökum, bráðamóttöku og aðkallandi viðtalstöfum við sérfræðinga til mats og greininga sem eru bara oftar og oftar ekki einu sinni í sjónmáli. Ég hef þurft að bakka alfarið með varnir mínar á kerfinu nú síðustu misseri. Því miður, ég get ekki haldið andliti með annað. Eftir að hafa reynt sjálfur á kerfið eftir slys á síðasta ári með verulegum bráðaþjónustukröfum á því varð ljóst í mínum huga að stoðir þess eru gjörsamlega fúnar að rótarstoðum og það sem eftir þó er er starfsfólk sem brennur fyrir að halda á lofti þjónustustigi sem haldið verður í ótilgreindan tíma í lömuðu kerfi hvort sem upp er talið Landspítali Háskólasjúkrahús, heilsugæslurnar og nú endurhæfingargeirinn sem ég tilheyri. Einn af bjargvættum mínum á LSH þegar ég var í allra mestu vandræðum með bágt ástand mitt eftir bráðauppskurð á deildinni sem ég lá á, heitir Perla og er sjúkraliði. Hversu viðeigandi er það nafn í þessu tilliti. Ég mun aldrei gleyma henni og hennar hnitmiðuðu reyndu viðbrögðum í mínum stökustu verkjavandræðum nótt eftir nótt sem illa réðist við. Ég segi hinsvegar óhikað að það verður ekki mikið lengur hægt að fara fram á þennan metnað af því að hlaupið er löngu orðið of hratt og tímaleysið of mikið til að sinna hverjum einstakling. Þessi upplifun í mínum hremmingum á þjónustulund og fagmennskueiðum sem ég fann og skil eru klárlega þverrandi miðað við nýlega afspurn. Ég er hinsvegar óendanlega þakklátur í mínu tilviki fyrir þá sem sinntu mér af alúð og fagmennsku. Aðstæður með öllum sínum flöskuhálsum á LSH til að anna eftirspurn eftir deildarplássum, reif algjörlega niður gæði þjónustunnar að öðru leyti. Tímaleysi og ofálag er versta eiturblandan við að greina heilsufarsvandamál rétt og veita hnitmiðaða og rétta meðferð við þeim. Þannig verða mistökin helst. Það í blöndu við ótímabærar útskriftir með allt of miklum líkum á endurkomu og þannig margfalt kostnaðarmeiri vandamálum. Þetta er kerfislægt það sem tíðkast á LSH til að kaupa aðra innlögn í svipinn og rétt stundarfrið frá allt of mikilli eftirspurn eftir plássum. Þetta skrifast á hrunið kerfi með algjöra flæðistíflu en ekki þá sem af miklum metnaði starfa þar. Endurhæfing á fúastoðum sökum biðstöðu Hvað viðvíkur mínum starfsvettvangi með sömu fúaundirstöðum í kerfi sem ég tilheyri er við ofurefli að etja í mótvægisaðgerðum þegar heilbrigðisráðherra fylgir hvort sem ég kalla það hugmyndafræði eða stefnu sem hefur ekki virkað í raunheimum íslensks samfélags. Hvorki á það við um fyrri ár, í dag og allra síst á það eftir að virka árin fram á veginn. Hann hefur kappkostað t.d. að keyra áfram og eflt jafnvel frekar greiðsluþáttökukerfi sem ríkið hefur greinilega ekki efni á miðað við niðurskurðarstefnu og eins ég hef áður skrifað um, var greinilega vanreiknaður kostnaður á, frá byrjun. Það skal skýrt tekið fram að það er alfarið heimatilbúinn vandi heilbrigðiskerfisstjórnenda að setja þetta kerfi á stofn með þeirri kostnaðarhlutdeild ríkis og einstaklinga sem boðið er uppá í því. Ég skil að lagt er upp með kerfi þetta með góðum ásetningi. En það er löngu ljóst að það þolir ekki þrýstiprófun og fulla keyrslu vegna of mikils opinbers kostnaðar. Það aftur virðist kosta niðurskurð hér og þar sem gengur alls ekki upp miðað við vaxandi eftirspurn eftir almennilegri heilbrigðisþjónustu með eðlilegum viðbragðstíma og áhrifaríkri meðferð. Ég get vísað í þessu sambandi til fyrri greinar minnar sem endurspeglar svipaða stöðu árið 2019 þar sem við þarf ekkert að nefna Covid til afsökunar á álíka stöðu þá. Samningamál Sjúkratrygginga Íslands úti á túni Önnur útfærslumál á greiðsluþáttökukerfi SÍ er augljós valmöguleiki en það hefur ekki átt upp á pallborðið hjá Svandísi Svavarsdóttur og hennar undirfólki frekar en margt annað sem snýr að minnkun kostnaðar ríkisins. Í þessu samhengi hefur undirritaður þurft að fletta því upp og staðfesta fyrra minni um að forstjóri Sjúkratrygginga sé með doktorsgráðu í lýðheilsufræðum líkt og ég þóttist lesa þegar ég sá tilkynningu um ráðningu hennar fyrir nokkrum árum. Fagnaði þá mjög þar sem hann hlyti að bera skyn á þróun lýðheilsumála. Það er með hreinum ólíkindum að viðkomandi forstjóri, skipaður af heilbrigðisráðherra, með sinn faglega grunn, skuli telja það skynsamlegt að draga úr starfsemi sem snýr að forvarnarstarfi, ráðgjöf og endurhæfingu fyrir landsmenn sem er í miklu magni brýn þörf á og eins og áður segir miklu meiri eftirspurn en annað verður. Það verður að segjast hér að ef allir eru orðnir ósamvinnuþýðir og ósanngjarnir í kringum þig verður þú sennilega að fara að líta í eigin barm. Þetta er myndlíking sem verður að teljast líkleg með víðtækt samningaleysi SÍ við þjónustuaðila í heilbrigðiskerfinu sem aldrei fyrr. Á mínum starfsvettvangi hefur alls ekki gengið neitt í sannfærandi samningsátt við Sjúkratryggingar Íslands. Ekkert nema hindranir og veggir að mínu mati. Það er að auki erfitt að mati undirritaðs að viðmót SÍ virðist vera á þá leið að við séum ekki í sömu liðsheild sem hlýtur að vera að hafa sameiginlegan metnað fyrir að veita verðskuldaða endurhæfingarþjónustu á sanngjörnu verði til landsmanna miðað við okkar kröfur. Það er orðin afar langdregin störukeppni í þessu umhverfi þar sem SÍ virðist mest vera að leita að smugum til að spara krónur og aura. Bæta við kröfum án þess að greiða fyrir þá vinnu. Viðbótarmenntun og hvatar til hennar virðast ekki hugnast SÍ heldur. Það kostar aukalega. Það er eitt og sér risastór feill aðmínu mati þar sem hvati til metnaðarfulls starfs og uppfærslu á þekkingu er látin lönd og leið. Þannig virðist allt í lagi að gjaldfella gæði þjónustunnar ef hún bara kostar minna. Þannig sé ég þetta persónulega blátt áfram. Þetta er leið til glötunar á fyrra góðu endurhæfingarstarfi í nærumhverfi skjólstæðinga okkar eins og það hefur verið og verður að vera áfram. Við erum að tala um einn af megingrundvöllum þess að samfélagið geti haldið ásættanlegri stoðkerfisheilsu með sjálfbærni og eflt sig áfram veginn til nauðsynlegrar landsframleiðslu. Minnkað örorku vegna stoðkerfisvandamála sem betur fer hefur verið þróunin síðustu ár fyrir Covid að minnsta kosti. Viðhald og efling á velferðarkerfi sem getur ekki borið sig án þessara grunnþátta. Þessu tengt verð ég að segja að það hefur komið mér þó á óvart síðustu misseri hversu fjármálaráðherra virðist vel með á nótunum varðandi þróun samfélagsins með færri bök sem bera landsframleiðsluna uppi og frekari þróun í þá átt til næstu áratuga og væntanlega allrar framtíðar. Þar er spurning hvort fer ekki saman hljóð og mynd ef hann tryggir ekki mikilvægi þess að hafa forvarnar- og endurhæfingarstoðirnar tryggar nú og áfram til lengri framtíðar. Þetta er alls ekki dýr stoð sem þarf að fjármagna í heilbrigðiskerfinu. Það skal halda því tryggilega til haga. Þessi mál verða heldur ekki auðveldlega löguð eftir að þau fara illa. Það er nóg af öðrum risaverkefnum í kerfinu sem ég hef nýverið fjallað um í greinarskrifum og semsagt alls ekki ástæða til að fjölga þeim. Það hlýtur að vera skilningur á því samhengi. Stefna upp úr holunni sem dýpkar Sem samtryggingarmaður í grunninn finnst mér að þeir sem lagt hafa til samfélagsins með sköttum og skyldum í gegnum starfsaldur sinn eigi að geta uppskorið eftirlaunatíma með mannsæmandi lífsgæðum ef og þegar þeir kjósa við aldursmörk eða ef till vill enn síðar. Hinsvegar miðað við þróun mála síðustu tuttugu ár a.m.k. eins og reifað er í fyrri grein undirritaðs er líklega ekki önnur leið til að bera uppi velferðar- og heilbrigðiskerfið en að sækja meiri skattlagningu sem flestum finnst næg fyrir. Okkur hefur fjölgað hraðbyri í þeim aldurshópum sem kosta heilbrigðiskerfið FJÓRUM sinnum meira á hvern einstakling miðað við þann hvern sem yngri er en sextíu og sjö ára. Sú er og verður þróunin. Annar kostur er að bein hlutdeild kostnaðar landsmanna sem þurfa að sækja heilbrigðisþjónustu hækki beinlínis líkt og áður er viðrað. Lausnir eru í öllu falli mjög aðkallandi ekki seinna en strax og verður að vera gert með áðurnefndu Grettistaki þeirra sem valdið hafa. Eins og einhver sagði, ekki gera endurhæfingu að óvini þínum á 21. öldinni. Það borgar sig bókstaflega ekki virðulegi heilbrigðisráðherra. Höfundur er sjúkraþjálfari og érfræðingur í greiningu og meðferð stoðkerfis MT.
Heilbrigðisráðherra. Nú er mál að linni Nú þessa dagana eru rétt um tuttugu ár sem ég hef unnið í heilbrigðiskerfinu hér á Íslandi. Fljótlega eftir að ég byrjaði mitt starf sem sjúkraþjálfari úti á landi, fékk ég tækifæri til að hitta heilbrigðisráðherra. Tilefnið var að ég og kollegi minn höfðum fengið fund með honum til að ræða stuðning við þverfaglegt verkefni í endurhæfingarþjónustu við offitusjúklinga. 11. júní 2021 07:00
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun