Hvað eru 3 ár í lífi barns? Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 10. júní 2021 08:30 Lærdómur heimsfaraldurs er að saman vegnar okkur betur. Samstaða og samkennd einkenndu viðbrögð þjóðar í upphafi heimsfaraldurs og ríkir enn í baráttunni við heimsfaraldurinn. Í því farsæla samstarfi sem Þórólfur, Alma og þeirra teymi átti við Kára og allt hans teymi truflaði það ekki ríkisstjórnina að fulltrúar opinbera kerfisins og fulltrúar einkaframtaksins unnu saman að því verkefni að verja heilbrigði þjóðarinnar. Helsta arfleið ríkisstjórninnar í heilbrigðismálunum er engu að síður að hafa keyrt harða stefnu þar sem framlag sjálfstætt starfandi fagaðila í heilbrigðisþjónustu er hafnað. Það er eins og ríkisstjórnin hafi innleitt 11. boðorðið um að heiðra skuli miðstýringu alla daga. Afleiðing miðstýringarinnar er Íslandsmet í biðlistum eftir heilbrigðisþjónustu. Á biðlista hjá Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins voru um 350 börn í byrjun ársins, þar sem um 2 ára bið er núna. Um 900 börn bíða þjónustu talmeinafræðinga. Biðin eftir þeirri þjónustu er frá 17 mánuðum og upp í 36 mánuði. Þrjú ár í lífi barns er drjúgur hluti æsku þess. Allir geta séð hvaða afleiðingar það hefur á barn og fjölskyldu þess þegar mikilvæg þjónusta á borð við þessa er ekki aðgengileg mánuðum og árum saman. Það er einfaldlega skammarleg staða, enda fátt sem skilgreinir samfélög meira en hvernig þau koma fram við börn. Biðlistar barna Börn jafnt sem aldraðir bíða á vakt ríkisstjórnarinnar. Biðlisti eftir plássi á hjúkrunarheimilum lengist stöðugt en um 450 manns biðu í upphafi ársins. Á listanum hefur fjölgað um fjórðung. Allt það fólk á fjölskyldu sem bíður með þeim og búa við óvissu og álag vegna þessarar þungu biðar. Um helmingi fleiri eru á biðlista eftir hnéaðgerðum og hafa beðið lengur en í þrjá mánuði. Um mjaðmaaðgerðir er staðan sú að 37% aukning er í hópi þeirra sem hafa beðið þrjá mánuði eða lengur eftir að aðgerð. Biðlistar eru eftir sjúkraþjálfurum, sálfræðingum og talmeinafræðingum. Og biðlistar eru sérstaklega langir á landsbyggðunum. Biðlistar eru því miður ekki nýtt vandamál og tilvist þeirra verður ekki alfarið skrifuð á ríkisstjórnina. Sú stefna að lengja biðista eftir heilbrigðisþjónustu skrifast hins vegar á þessa stjórn. Stjórnin er nefnilega markviss í aðgerðum sem vitað er að hægja á kerfinu. Stjórnin vinnur eftir hugmyndafræði sem gengur út á það að hafna framlagi sjálfstæðra sérfræðinga sem gætu veitt fólki nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Við erum öll sammála um að aðgengi að heilbrigðisþjónustu á skýlaust að vera jafnt fyrir alla, óháð efnahag og óháð búsetu. Það er algjört grundvallaratriði og óumdeilt. Það er enginn ágreiningur í íslenskum stjórnmálum um að aðgengi að heilbrigðisþjónustu á að vera jafnt fyrir alla. Við höfum í gegnum tíðina átt býsna gott kerfi sem byggist á norrænni hugmyndafræði, þar sem jafnt aðgengi og þjónusta er leiðarstefið. Svo þarf að vera áfram. Nauðsynleg þjónusta barna ekki í boði En að þessum leikreglum gefnum á ekki öllu máli að skipta hvar sálfræðingurinn eða talmeinafræðingurinn starfar. Foreldrar barna sem bíða eftir talmeinafræðingi eða sálfræðingi, sjá það alveg örugglega ekki sem stóra svarið hvort sálfræðingurinn sé ríkisstarfsmaður. Það sem skiptir foreldrana máli er að þjónusta barnsins sé góð, aðgengileg og niðurgreidd af ríkinu. Í dag er svo ekki, enda hefur heilbrigðisráðherra dregið lappirnar um að tryggja fjármögnun sem getur veitt fjölskyldum þá þjónustu í stað þess að þurfa að greiða um 18.000 kr. fyrir tímann hjá sálfræðingi. Þrátt fyrir að sálfræðifrumvarp Viðreisnar hafi verið samþykkt og sé orðið að lögum, með heimild til þess að gera samning við sálfræðinga, þá dugar það ekki til því ríkisstjórnin er í stríði við sjálfstætt starfandi fagaðila í heilbrigðisþjónustu. Fólk vill heldur ekki frekar fljúga til Svíþjóðar til að fara í liðskiptaaðgerð á sænskri einkastofu, frekar en á íslenskri. Ferðirnar til Svíþjóðar eru allt að þrisvar sinnum dýrari en að láta framkvæma þessar aðgerðir hér heima. Þessi útgjöld samþykkir fjármálaráðherra og ríkisstjórnarflokkarnir hafa gengið í takti í þessu máli allt kjörtímabilið. Allt þetta kjörtímabil hafa þingmenn bæði Sjálfstæðissflokks og Framsóknarflokks stutt þessa stefnu og orð um annað núna er afvegaleiðing. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Heilbrigðismál Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Lærdómur heimsfaraldurs er að saman vegnar okkur betur. Samstaða og samkennd einkenndu viðbrögð þjóðar í upphafi heimsfaraldurs og ríkir enn í baráttunni við heimsfaraldurinn. Í því farsæla samstarfi sem Þórólfur, Alma og þeirra teymi átti við Kára og allt hans teymi truflaði það ekki ríkisstjórnina að fulltrúar opinbera kerfisins og fulltrúar einkaframtaksins unnu saman að því verkefni að verja heilbrigði þjóðarinnar. Helsta arfleið ríkisstjórninnar í heilbrigðismálunum er engu að síður að hafa keyrt harða stefnu þar sem framlag sjálfstætt starfandi fagaðila í heilbrigðisþjónustu er hafnað. Það er eins og ríkisstjórnin hafi innleitt 11. boðorðið um að heiðra skuli miðstýringu alla daga. Afleiðing miðstýringarinnar er Íslandsmet í biðlistum eftir heilbrigðisþjónustu. Á biðlista hjá Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins voru um 350 börn í byrjun ársins, þar sem um 2 ára bið er núna. Um 900 börn bíða þjónustu talmeinafræðinga. Biðin eftir þeirri þjónustu er frá 17 mánuðum og upp í 36 mánuði. Þrjú ár í lífi barns er drjúgur hluti æsku þess. Allir geta séð hvaða afleiðingar það hefur á barn og fjölskyldu þess þegar mikilvæg þjónusta á borð við þessa er ekki aðgengileg mánuðum og árum saman. Það er einfaldlega skammarleg staða, enda fátt sem skilgreinir samfélög meira en hvernig þau koma fram við börn. Biðlistar barna Börn jafnt sem aldraðir bíða á vakt ríkisstjórnarinnar. Biðlisti eftir plássi á hjúkrunarheimilum lengist stöðugt en um 450 manns biðu í upphafi ársins. Á listanum hefur fjölgað um fjórðung. Allt það fólk á fjölskyldu sem bíður með þeim og búa við óvissu og álag vegna þessarar þungu biðar. Um helmingi fleiri eru á biðlista eftir hnéaðgerðum og hafa beðið lengur en í þrjá mánuði. Um mjaðmaaðgerðir er staðan sú að 37% aukning er í hópi þeirra sem hafa beðið þrjá mánuði eða lengur eftir að aðgerð. Biðlistar eru eftir sjúkraþjálfurum, sálfræðingum og talmeinafræðingum. Og biðlistar eru sérstaklega langir á landsbyggðunum. Biðlistar eru því miður ekki nýtt vandamál og tilvist þeirra verður ekki alfarið skrifuð á ríkisstjórnina. Sú stefna að lengja biðista eftir heilbrigðisþjónustu skrifast hins vegar á þessa stjórn. Stjórnin er nefnilega markviss í aðgerðum sem vitað er að hægja á kerfinu. Stjórnin vinnur eftir hugmyndafræði sem gengur út á það að hafna framlagi sjálfstæðra sérfræðinga sem gætu veitt fólki nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Við erum öll sammála um að aðgengi að heilbrigðisþjónustu á skýlaust að vera jafnt fyrir alla, óháð efnahag og óháð búsetu. Það er algjört grundvallaratriði og óumdeilt. Það er enginn ágreiningur í íslenskum stjórnmálum um að aðgengi að heilbrigðisþjónustu á að vera jafnt fyrir alla. Við höfum í gegnum tíðina átt býsna gott kerfi sem byggist á norrænni hugmyndafræði, þar sem jafnt aðgengi og þjónusta er leiðarstefið. Svo þarf að vera áfram. Nauðsynleg þjónusta barna ekki í boði En að þessum leikreglum gefnum á ekki öllu máli að skipta hvar sálfræðingurinn eða talmeinafræðingurinn starfar. Foreldrar barna sem bíða eftir talmeinafræðingi eða sálfræðingi, sjá það alveg örugglega ekki sem stóra svarið hvort sálfræðingurinn sé ríkisstarfsmaður. Það sem skiptir foreldrana máli er að þjónusta barnsins sé góð, aðgengileg og niðurgreidd af ríkinu. Í dag er svo ekki, enda hefur heilbrigðisráðherra dregið lappirnar um að tryggja fjármögnun sem getur veitt fjölskyldum þá þjónustu í stað þess að þurfa að greiða um 18.000 kr. fyrir tímann hjá sálfræðingi. Þrátt fyrir að sálfræðifrumvarp Viðreisnar hafi verið samþykkt og sé orðið að lögum, með heimild til þess að gera samning við sálfræðinga, þá dugar það ekki til því ríkisstjórnin er í stríði við sjálfstætt starfandi fagaðila í heilbrigðisþjónustu. Fólk vill heldur ekki frekar fljúga til Svíþjóðar til að fara í liðskiptaaðgerð á sænskri einkastofu, frekar en á íslenskri. Ferðirnar til Svíþjóðar eru allt að þrisvar sinnum dýrari en að láta framkvæma þessar aðgerðir hér heima. Þessi útgjöld samþykkir fjármálaráðherra og ríkisstjórnarflokkarnir hafa gengið í takti í þessu máli allt kjörtímabilið. Allt þetta kjörtímabil hafa þingmenn bæði Sjálfstæðissflokks og Framsóknarflokks stutt þessa stefnu og orð um annað núna er afvegaleiðing. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar