Hvað eru 3 ár í lífi barns? Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 10. júní 2021 08:30 Lærdómur heimsfaraldurs er að saman vegnar okkur betur. Samstaða og samkennd einkenndu viðbrögð þjóðar í upphafi heimsfaraldurs og ríkir enn í baráttunni við heimsfaraldurinn. Í því farsæla samstarfi sem Þórólfur, Alma og þeirra teymi átti við Kára og allt hans teymi truflaði það ekki ríkisstjórnina að fulltrúar opinbera kerfisins og fulltrúar einkaframtaksins unnu saman að því verkefni að verja heilbrigði þjóðarinnar. Helsta arfleið ríkisstjórninnar í heilbrigðismálunum er engu að síður að hafa keyrt harða stefnu þar sem framlag sjálfstætt starfandi fagaðila í heilbrigðisþjónustu er hafnað. Það er eins og ríkisstjórnin hafi innleitt 11. boðorðið um að heiðra skuli miðstýringu alla daga. Afleiðing miðstýringarinnar er Íslandsmet í biðlistum eftir heilbrigðisþjónustu. Á biðlista hjá Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins voru um 350 börn í byrjun ársins, þar sem um 2 ára bið er núna. Um 900 börn bíða þjónustu talmeinafræðinga. Biðin eftir þeirri þjónustu er frá 17 mánuðum og upp í 36 mánuði. Þrjú ár í lífi barns er drjúgur hluti æsku þess. Allir geta séð hvaða afleiðingar það hefur á barn og fjölskyldu þess þegar mikilvæg þjónusta á borð við þessa er ekki aðgengileg mánuðum og árum saman. Það er einfaldlega skammarleg staða, enda fátt sem skilgreinir samfélög meira en hvernig þau koma fram við börn. Biðlistar barna Börn jafnt sem aldraðir bíða á vakt ríkisstjórnarinnar. Biðlisti eftir plássi á hjúkrunarheimilum lengist stöðugt en um 450 manns biðu í upphafi ársins. Á listanum hefur fjölgað um fjórðung. Allt það fólk á fjölskyldu sem bíður með þeim og búa við óvissu og álag vegna þessarar þungu biðar. Um helmingi fleiri eru á biðlista eftir hnéaðgerðum og hafa beðið lengur en í þrjá mánuði. Um mjaðmaaðgerðir er staðan sú að 37% aukning er í hópi þeirra sem hafa beðið þrjá mánuði eða lengur eftir að aðgerð. Biðlistar eru eftir sjúkraþjálfurum, sálfræðingum og talmeinafræðingum. Og biðlistar eru sérstaklega langir á landsbyggðunum. Biðlistar eru því miður ekki nýtt vandamál og tilvist þeirra verður ekki alfarið skrifuð á ríkisstjórnina. Sú stefna að lengja biðista eftir heilbrigðisþjónustu skrifast hins vegar á þessa stjórn. Stjórnin er nefnilega markviss í aðgerðum sem vitað er að hægja á kerfinu. Stjórnin vinnur eftir hugmyndafræði sem gengur út á það að hafna framlagi sjálfstæðra sérfræðinga sem gætu veitt fólki nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Við erum öll sammála um að aðgengi að heilbrigðisþjónustu á skýlaust að vera jafnt fyrir alla, óháð efnahag og óháð búsetu. Það er algjört grundvallaratriði og óumdeilt. Það er enginn ágreiningur í íslenskum stjórnmálum um að aðgengi að heilbrigðisþjónustu á að vera jafnt fyrir alla. Við höfum í gegnum tíðina átt býsna gott kerfi sem byggist á norrænni hugmyndafræði, þar sem jafnt aðgengi og þjónusta er leiðarstefið. Svo þarf að vera áfram. Nauðsynleg þjónusta barna ekki í boði En að þessum leikreglum gefnum á ekki öllu máli að skipta hvar sálfræðingurinn eða talmeinafræðingurinn starfar. Foreldrar barna sem bíða eftir talmeinafræðingi eða sálfræðingi, sjá það alveg örugglega ekki sem stóra svarið hvort sálfræðingurinn sé ríkisstarfsmaður. Það sem skiptir foreldrana máli er að þjónusta barnsins sé góð, aðgengileg og niðurgreidd af ríkinu. Í dag er svo ekki, enda hefur heilbrigðisráðherra dregið lappirnar um að tryggja fjármögnun sem getur veitt fjölskyldum þá þjónustu í stað þess að þurfa að greiða um 18.000 kr. fyrir tímann hjá sálfræðingi. Þrátt fyrir að sálfræðifrumvarp Viðreisnar hafi verið samþykkt og sé orðið að lögum, með heimild til þess að gera samning við sálfræðinga, þá dugar það ekki til því ríkisstjórnin er í stríði við sjálfstætt starfandi fagaðila í heilbrigðisþjónustu. Fólk vill heldur ekki frekar fljúga til Svíþjóðar til að fara í liðskiptaaðgerð á sænskri einkastofu, frekar en á íslenskri. Ferðirnar til Svíþjóðar eru allt að þrisvar sinnum dýrari en að láta framkvæma þessar aðgerðir hér heima. Þessi útgjöld samþykkir fjármálaráðherra og ríkisstjórnarflokkarnir hafa gengið í takti í þessu máli allt kjörtímabilið. Allt þetta kjörtímabil hafa þingmenn bæði Sjálfstæðissflokks og Framsóknarflokks stutt þessa stefnu og orð um annað núna er afvegaleiðing. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Heilbrigðismál Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Lærdómur heimsfaraldurs er að saman vegnar okkur betur. Samstaða og samkennd einkenndu viðbrögð þjóðar í upphafi heimsfaraldurs og ríkir enn í baráttunni við heimsfaraldurinn. Í því farsæla samstarfi sem Þórólfur, Alma og þeirra teymi átti við Kára og allt hans teymi truflaði það ekki ríkisstjórnina að fulltrúar opinbera kerfisins og fulltrúar einkaframtaksins unnu saman að því verkefni að verja heilbrigði þjóðarinnar. Helsta arfleið ríkisstjórninnar í heilbrigðismálunum er engu að síður að hafa keyrt harða stefnu þar sem framlag sjálfstætt starfandi fagaðila í heilbrigðisþjónustu er hafnað. Það er eins og ríkisstjórnin hafi innleitt 11. boðorðið um að heiðra skuli miðstýringu alla daga. Afleiðing miðstýringarinnar er Íslandsmet í biðlistum eftir heilbrigðisþjónustu. Á biðlista hjá Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins voru um 350 börn í byrjun ársins, þar sem um 2 ára bið er núna. Um 900 börn bíða þjónustu talmeinafræðinga. Biðin eftir þeirri þjónustu er frá 17 mánuðum og upp í 36 mánuði. Þrjú ár í lífi barns er drjúgur hluti æsku þess. Allir geta séð hvaða afleiðingar það hefur á barn og fjölskyldu þess þegar mikilvæg þjónusta á borð við þessa er ekki aðgengileg mánuðum og árum saman. Það er einfaldlega skammarleg staða, enda fátt sem skilgreinir samfélög meira en hvernig þau koma fram við börn. Biðlistar barna Börn jafnt sem aldraðir bíða á vakt ríkisstjórnarinnar. Biðlisti eftir plássi á hjúkrunarheimilum lengist stöðugt en um 450 manns biðu í upphafi ársins. Á listanum hefur fjölgað um fjórðung. Allt það fólk á fjölskyldu sem bíður með þeim og búa við óvissu og álag vegna þessarar þungu biðar. Um helmingi fleiri eru á biðlista eftir hnéaðgerðum og hafa beðið lengur en í þrjá mánuði. Um mjaðmaaðgerðir er staðan sú að 37% aukning er í hópi þeirra sem hafa beðið þrjá mánuði eða lengur eftir að aðgerð. Biðlistar eru eftir sjúkraþjálfurum, sálfræðingum og talmeinafræðingum. Og biðlistar eru sérstaklega langir á landsbyggðunum. Biðlistar eru því miður ekki nýtt vandamál og tilvist þeirra verður ekki alfarið skrifuð á ríkisstjórnina. Sú stefna að lengja biðista eftir heilbrigðisþjónustu skrifast hins vegar á þessa stjórn. Stjórnin er nefnilega markviss í aðgerðum sem vitað er að hægja á kerfinu. Stjórnin vinnur eftir hugmyndafræði sem gengur út á það að hafna framlagi sjálfstæðra sérfræðinga sem gætu veitt fólki nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Við erum öll sammála um að aðgengi að heilbrigðisþjónustu á skýlaust að vera jafnt fyrir alla, óháð efnahag og óháð búsetu. Það er algjört grundvallaratriði og óumdeilt. Það er enginn ágreiningur í íslenskum stjórnmálum um að aðgengi að heilbrigðisþjónustu á að vera jafnt fyrir alla. Við höfum í gegnum tíðina átt býsna gott kerfi sem byggist á norrænni hugmyndafræði, þar sem jafnt aðgengi og þjónusta er leiðarstefið. Svo þarf að vera áfram. Nauðsynleg þjónusta barna ekki í boði En að þessum leikreglum gefnum á ekki öllu máli að skipta hvar sálfræðingurinn eða talmeinafræðingurinn starfar. Foreldrar barna sem bíða eftir talmeinafræðingi eða sálfræðingi, sjá það alveg örugglega ekki sem stóra svarið hvort sálfræðingurinn sé ríkisstarfsmaður. Það sem skiptir foreldrana máli er að þjónusta barnsins sé góð, aðgengileg og niðurgreidd af ríkinu. Í dag er svo ekki, enda hefur heilbrigðisráðherra dregið lappirnar um að tryggja fjármögnun sem getur veitt fjölskyldum þá þjónustu í stað þess að þurfa að greiða um 18.000 kr. fyrir tímann hjá sálfræðingi. Þrátt fyrir að sálfræðifrumvarp Viðreisnar hafi verið samþykkt og sé orðið að lögum, með heimild til þess að gera samning við sálfræðinga, þá dugar það ekki til því ríkisstjórnin er í stríði við sjálfstætt starfandi fagaðila í heilbrigðisþjónustu. Fólk vill heldur ekki frekar fljúga til Svíþjóðar til að fara í liðskiptaaðgerð á sænskri einkastofu, frekar en á íslenskri. Ferðirnar til Svíþjóðar eru allt að þrisvar sinnum dýrari en að láta framkvæma þessar aðgerðir hér heima. Þessi útgjöld samþykkir fjármálaráðherra og ríkisstjórnarflokkarnir hafa gengið í takti í þessu máli allt kjörtímabilið. Allt þetta kjörtímabil hafa þingmenn bæði Sjálfstæðissflokks og Framsóknarflokks stutt þessa stefnu og orð um annað núna er afvegaleiðing. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun