Innanhússrannsókn Ernu Ólafur Stephensen skrifar 9. júní 2021 16:00 Erna Bjarnadóttir, starfsmaður Mjólkursamsölunnar og pennavinkona mín, dregur fáeinar rangar ályktanir í grein sem hún birti hér á Vísi í gær, um Félag atvinnurekenda og fríverzlunarsamning við Bretland. Ég leyfi mér að staldra við tvær. Erna vitnar í fyrsta lagi til fréttatilkynningar FA, þar sem sagt var frá því að hagsmunaaðilar í landbúnaði hefðu lagzt gegn útvíkkun fríverzlunar með búvörur milli Íslands og Bretlands. Erna segir að FA hafi greinilega fengið nákvæmar upplýsingar um hvað var að gerast í samningaviðræðum Íslands og Bretlands og fengið meiri upplýsingar en hagsmunaaðilar í landbúnaði. Ernu skal í fullri vinsemd bent á dagsetninguna á fréttatilkynningu FA. Hún var send út á mánudag en samningum við Bretland lauk í síðustu viku. FA fékk engar upplýsingar um gang viðræðnanna frá stjórnvöldum meðan á þeim stóð og ekki eftir að þeim lauk heldur, annað en það sem fram kom á vef utanríkisráðuneytisins. Formaður Bændasamtakanna upplýsti hins vegar í Morgunblaðinu á mánudag að þau hefðu átt fund með utanríkisráðuneytinu meðan á viðræðum stóð, fengið upplýsingar og komið sjónarmiðum sínum á framfæri. FA hefði verið þakklátt fyrir svipaðan aðgang, en honum var ekki fyrir að fara. Í öðru lagi segir Erna, eftir að hafa ranglega búið til í huga sér einhverja aðkomu FA að samningaviðræðunum vegna þess að félagið býr yfir upplýsingum um gang þeirra, að hún sé „fordæmalaus“, „á kostnað almennra viðskiptahagsmuna Íslands í samningaviðræðunum“ og málið verði að „rannsaka sérstaklega“. Það væri klárlega gagnlegt að hafin yrði rannsókn á óeðlilegum áhrifum sérhagsmuna á þessar samningaviðræður, en helzt gæti sú rannsókn orðið innanhússrannsókn hjá hagsmunaaðilum í landbúnaðinum – einhver úr þeirra hópi gæti nefnilega hafa verið svolítið gleiður að lýsa því hvernig tókst að koma í veg fyrir að tilboði Breta um aukna fríverzlun með búvörur yrði tekið. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Landbúnaður Tengdar fréttir Félag atvinnurekenda og fríverslunarsamningur við Bretland Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda (FA) fer mikinn þessa dagana vegna kynningar utanríkisráðherra á samningsdrögum að nýjum fríverslunarsamningi við Bretland. Í langri fréttatilkynningu FA um samningsdrögin eru hlutirnir málaðir sterkum litum. Enn og aftur rennur framkvæmdastjórinn til á svellinu, en það er ekki í fyrsta skipti. 8. júní 2021 20:01 Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Erna Bjarnadóttir, starfsmaður Mjólkursamsölunnar og pennavinkona mín, dregur fáeinar rangar ályktanir í grein sem hún birti hér á Vísi í gær, um Félag atvinnurekenda og fríverzlunarsamning við Bretland. Ég leyfi mér að staldra við tvær. Erna vitnar í fyrsta lagi til fréttatilkynningar FA, þar sem sagt var frá því að hagsmunaaðilar í landbúnaði hefðu lagzt gegn útvíkkun fríverzlunar með búvörur milli Íslands og Bretlands. Erna segir að FA hafi greinilega fengið nákvæmar upplýsingar um hvað var að gerast í samningaviðræðum Íslands og Bretlands og fengið meiri upplýsingar en hagsmunaaðilar í landbúnaði. Ernu skal í fullri vinsemd bent á dagsetninguna á fréttatilkynningu FA. Hún var send út á mánudag en samningum við Bretland lauk í síðustu viku. FA fékk engar upplýsingar um gang viðræðnanna frá stjórnvöldum meðan á þeim stóð og ekki eftir að þeim lauk heldur, annað en það sem fram kom á vef utanríkisráðuneytisins. Formaður Bændasamtakanna upplýsti hins vegar í Morgunblaðinu á mánudag að þau hefðu átt fund með utanríkisráðuneytinu meðan á viðræðum stóð, fengið upplýsingar og komið sjónarmiðum sínum á framfæri. FA hefði verið þakklátt fyrir svipaðan aðgang, en honum var ekki fyrir að fara. Í öðru lagi segir Erna, eftir að hafa ranglega búið til í huga sér einhverja aðkomu FA að samningaviðræðunum vegna þess að félagið býr yfir upplýsingum um gang þeirra, að hún sé „fordæmalaus“, „á kostnað almennra viðskiptahagsmuna Íslands í samningaviðræðunum“ og málið verði að „rannsaka sérstaklega“. Það væri klárlega gagnlegt að hafin yrði rannsókn á óeðlilegum áhrifum sérhagsmuna á þessar samningaviðræður, en helzt gæti sú rannsókn orðið innanhússrannsókn hjá hagsmunaaðilum í landbúnaðinum – einhver úr þeirra hópi gæti nefnilega hafa verið svolítið gleiður að lýsa því hvernig tókst að koma í veg fyrir að tilboði Breta um aukna fríverzlun með búvörur yrði tekið. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Félag atvinnurekenda og fríverslunarsamningur við Bretland Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda (FA) fer mikinn þessa dagana vegna kynningar utanríkisráðherra á samningsdrögum að nýjum fríverslunarsamningi við Bretland. Í langri fréttatilkynningu FA um samningsdrögin eru hlutirnir málaðir sterkum litum. Enn og aftur rennur framkvæmdastjórinn til á svellinu, en það er ekki í fyrsta skipti. 8. júní 2021 20:01
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun