Sósíalistar vilja nýju stjórnarskrána Ása Lind Finnbogadóttir skrifar 3. júní 2021 15:30 Sósíalistaflokkur Íslands hefur sett sér stefnu í 17 málaflokkum og er upptaka nýju stjórnarskrárinnar eitt af stefnumálum lýðræðisvæðingar flokksins. Það er auðvitað skömm að því að eiga nýja stjórnarskrá sem samin var af fólkinu og samþykkt af öruggum meirihluta í þjóðaratkvæðagreiðslu og láta hana bara liggja á milli hluta í þinginu. Það er nokkuð ljóst að allur almenningur myndi njóta góðs af upptöku nýrrar stjórnarskrár þar sem þar er tryggt að auðlindir landsins verði í þjóðareigu og arðurinn af þeim því renna í sameiginlega sjóði sem hægt er að byggja upp kærleiksríkt samfélag. Í kærleiksríku samfélagi þarf enginn að lifa undir fátæktarmörkum eins og öryrkjum og eldri borgurum er boðið upp á á Íslandi í dag. Fyrstu baráttumál Sósíalistaflokks Íslands eru einmitt mannsæmandi kjör fyrir alla landsmenn, aðgangur að öruggu og ódýru húsnæði, gjaldfrjálst heilbrigðis- og menntakerfi og enduruppbygging skattakerfisins með það fyrir augum að láta hinu ríkustu borga mest meðan að skattbyrðinni yrði létt af láglauna- og millitekjufólki. Sósíalistaflokkur Íslands er flokkur almennings í landinu og er markmiðið að endurheimta það velferðarsamfélag sem verkalýðsfélögin voru búin að byggja hér upp áður en nýfrjálshyggjan tók öll völd. Í því samfélagi verða skattar lækkaðir á almenning en hækkaðir á öfgafjármagn. Auk þess myndu fjármagnstekjur hækka en þær eru miklu lægri hér en í öðrum löndum sem við berum okkur saman við. Auk stefnu í velferðarmálum hefur flokkurinn sett stefnu í umhverfis- og loftslagsmálum, jafnréttismálum, lýðræðismálum, byggðarmálum, ríksifjármálum og samgöngu- og dómsmálum svo eitthvað sé nefnt. Stefna flokksins í utanríksimálum er að klárast núna um þessar mundir en hana vinnur slembivalinn hópur félaga eins og allar hinar stefnurnar. Þeir sem vilja sem vilja kynna sér nánar stefnumálin 17 geta skoðað þau hér. Höfundur er kennari og félagi í Sósíalistaflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Sósíalistaflokkur Íslands hefur sett sér stefnu í 17 málaflokkum og er upptaka nýju stjórnarskrárinnar eitt af stefnumálum lýðræðisvæðingar flokksins. Það er auðvitað skömm að því að eiga nýja stjórnarskrá sem samin var af fólkinu og samþykkt af öruggum meirihluta í þjóðaratkvæðagreiðslu og láta hana bara liggja á milli hluta í þinginu. Það er nokkuð ljóst að allur almenningur myndi njóta góðs af upptöku nýrrar stjórnarskrár þar sem þar er tryggt að auðlindir landsins verði í þjóðareigu og arðurinn af þeim því renna í sameiginlega sjóði sem hægt er að byggja upp kærleiksríkt samfélag. Í kærleiksríku samfélagi þarf enginn að lifa undir fátæktarmörkum eins og öryrkjum og eldri borgurum er boðið upp á á Íslandi í dag. Fyrstu baráttumál Sósíalistaflokks Íslands eru einmitt mannsæmandi kjör fyrir alla landsmenn, aðgangur að öruggu og ódýru húsnæði, gjaldfrjálst heilbrigðis- og menntakerfi og enduruppbygging skattakerfisins með það fyrir augum að láta hinu ríkustu borga mest meðan að skattbyrðinni yrði létt af láglauna- og millitekjufólki. Sósíalistaflokkur Íslands er flokkur almennings í landinu og er markmiðið að endurheimta það velferðarsamfélag sem verkalýðsfélögin voru búin að byggja hér upp áður en nýfrjálshyggjan tók öll völd. Í því samfélagi verða skattar lækkaðir á almenning en hækkaðir á öfgafjármagn. Auk þess myndu fjármagnstekjur hækka en þær eru miklu lægri hér en í öðrum löndum sem við berum okkur saman við. Auk stefnu í velferðarmálum hefur flokkurinn sett stefnu í umhverfis- og loftslagsmálum, jafnréttismálum, lýðræðismálum, byggðarmálum, ríksifjármálum og samgöngu- og dómsmálum svo eitthvað sé nefnt. Stefna flokksins í utanríksimálum er að klárast núna um þessar mundir en hana vinnur slembivalinn hópur félaga eins og allar hinar stefnurnar. Þeir sem vilja sem vilja kynna sér nánar stefnumálin 17 geta skoðað þau hér. Höfundur er kennari og félagi í Sósíalistaflokknum.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar