Sósíalistar vilja nýju stjórnarskrána Ása Lind Finnbogadóttir skrifar 3. júní 2021 15:30 Sósíalistaflokkur Íslands hefur sett sér stefnu í 17 málaflokkum og er upptaka nýju stjórnarskrárinnar eitt af stefnumálum lýðræðisvæðingar flokksins. Það er auðvitað skömm að því að eiga nýja stjórnarskrá sem samin var af fólkinu og samþykkt af öruggum meirihluta í þjóðaratkvæðagreiðslu og láta hana bara liggja á milli hluta í þinginu. Það er nokkuð ljóst að allur almenningur myndi njóta góðs af upptöku nýrrar stjórnarskrár þar sem þar er tryggt að auðlindir landsins verði í þjóðareigu og arðurinn af þeim því renna í sameiginlega sjóði sem hægt er að byggja upp kærleiksríkt samfélag. Í kærleiksríku samfélagi þarf enginn að lifa undir fátæktarmörkum eins og öryrkjum og eldri borgurum er boðið upp á á Íslandi í dag. Fyrstu baráttumál Sósíalistaflokks Íslands eru einmitt mannsæmandi kjör fyrir alla landsmenn, aðgangur að öruggu og ódýru húsnæði, gjaldfrjálst heilbrigðis- og menntakerfi og enduruppbygging skattakerfisins með það fyrir augum að láta hinu ríkustu borga mest meðan að skattbyrðinni yrði létt af láglauna- og millitekjufólki. Sósíalistaflokkur Íslands er flokkur almennings í landinu og er markmiðið að endurheimta það velferðarsamfélag sem verkalýðsfélögin voru búin að byggja hér upp áður en nýfrjálshyggjan tók öll völd. Í því samfélagi verða skattar lækkaðir á almenning en hækkaðir á öfgafjármagn. Auk þess myndu fjármagnstekjur hækka en þær eru miklu lægri hér en í öðrum löndum sem við berum okkur saman við. Auk stefnu í velferðarmálum hefur flokkurinn sett stefnu í umhverfis- og loftslagsmálum, jafnréttismálum, lýðræðismálum, byggðarmálum, ríksifjármálum og samgöngu- og dómsmálum svo eitthvað sé nefnt. Stefna flokksins í utanríksimálum er að klárast núna um þessar mundir en hana vinnur slembivalinn hópur félaga eins og allar hinar stefnurnar. Þeir sem vilja sem vilja kynna sér nánar stefnumálin 17 geta skoðað þau hér. Höfundur er kennari og félagi í Sósíalistaflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Sósíalistaflokkur Íslands hefur sett sér stefnu í 17 málaflokkum og er upptaka nýju stjórnarskrárinnar eitt af stefnumálum lýðræðisvæðingar flokksins. Það er auðvitað skömm að því að eiga nýja stjórnarskrá sem samin var af fólkinu og samþykkt af öruggum meirihluta í þjóðaratkvæðagreiðslu og láta hana bara liggja á milli hluta í þinginu. Það er nokkuð ljóst að allur almenningur myndi njóta góðs af upptöku nýrrar stjórnarskrár þar sem þar er tryggt að auðlindir landsins verði í þjóðareigu og arðurinn af þeim því renna í sameiginlega sjóði sem hægt er að byggja upp kærleiksríkt samfélag. Í kærleiksríku samfélagi þarf enginn að lifa undir fátæktarmörkum eins og öryrkjum og eldri borgurum er boðið upp á á Íslandi í dag. Fyrstu baráttumál Sósíalistaflokks Íslands eru einmitt mannsæmandi kjör fyrir alla landsmenn, aðgangur að öruggu og ódýru húsnæði, gjaldfrjálst heilbrigðis- og menntakerfi og enduruppbygging skattakerfisins með það fyrir augum að láta hinu ríkustu borga mest meðan að skattbyrðinni yrði létt af láglauna- og millitekjufólki. Sósíalistaflokkur Íslands er flokkur almennings í landinu og er markmiðið að endurheimta það velferðarsamfélag sem verkalýðsfélögin voru búin að byggja hér upp áður en nýfrjálshyggjan tók öll völd. Í því samfélagi verða skattar lækkaðir á almenning en hækkaðir á öfgafjármagn. Auk þess myndu fjármagnstekjur hækka en þær eru miklu lægri hér en í öðrum löndum sem við berum okkur saman við. Auk stefnu í velferðarmálum hefur flokkurinn sett stefnu í umhverfis- og loftslagsmálum, jafnréttismálum, lýðræðismálum, byggðarmálum, ríksifjármálum og samgöngu- og dómsmálum svo eitthvað sé nefnt. Stefna flokksins í utanríksimálum er að klárast núna um þessar mundir en hana vinnur slembivalinn hópur félaga eins og allar hinar stefnurnar. Þeir sem vilja sem vilja kynna sér nánar stefnumálin 17 geta skoðað þau hér. Höfundur er kennari og félagi í Sósíalistaflokknum.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun