Þau sem láta verkin tala Auður Guðjónsdóttir skrifar 2. júní 2021 13:00 Hér með hvet ég sjálfstæðisfólk í Reykjavík til að mæta í prófkjör og kjósa Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra í 1. sæti. Af mörgu góðu sem hann hefur áorkað í ráðherratíð sinni vil ég leyfa mér að fullyrða að það sem að neðan greinir sé það almerkilegasta sem hann hefur gert og sem á eftir að bera ávöxt til allrar framtíðar fyrir allt mannkynið. Ég leyfi mér einnig að fullyrða að Guðlaugur Þór sé eini utanríkisráðherrann í veröldinni sem talar máli lækningar á lömun hjá viðeigandi alþjóðastofnunum. Það hefur hann gert í einkaviðtölum og með bréfasendingum til háttsettra aðila innan Sameinuðu þjóðanna og í ræðum sínum á allsherjarþingum stofnunarinnar þar sem hann hvatti til að lækning í taugakerfinu yrði gerð að forgangsmáli. Einnig hefur hann plægt akurinn rækilega hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnunni WHO sem hefur leitt til þess að Tetros Ghebreyesus aðalframkvæmdastjóri WHO hefur sett í stefnuyfirlýsingu stofnunarinnar að öll ráð skuli nýtt til að lækning finnist í taugakerfinu. Til að vinna að framgangi málsins hjá WHO setti Guðlaugur Þór á fót embætti sérstaks erindreka fyrir mænuskaða og taugakerfið með aðsetur í Genf auk þess að leggja fram fé til að Ísland geti orðið eitt af stofnríkjum nýs verkefnis innan WHO þar sem tekið skal sérstaklega á málefnum taugakerfisins. Frá því Guðlaugur Þór var heilbrigðisráðherra höfum við rölt saman hinn torsótta veg sem leiðir til að lækning finnist við mænuskaða/lömun. Með því að beita pólitískum áhrifum sínum innan viðeigandi alþjóðastofnana er Guðlaugur Þór að búa í haginn fyrir alþjóðlegt taugavísindasvið í leitinni að lækningu á svo erfiðum skaða sem lömun er. Stöðu sinnar vegna þarf hann ekki að beita sér. Það gerir hann hinsvegar vegna þess að hann hefur hjartað á réttum stað. Mér er því mikið í mun að minn góði vinur hljóti kosningu í 1. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna sem nú stendur yfir og bið sjálfstæðismenn í Reykjavík um að þyrpast á kjörstað og koma honum þangað. Einnig vil ég biðja fólk um að kjósa Diljá Mist Einarsdóttir aðstoðarmann utanríkisráðherra í 3. sæti. Í hennar tíð í utanríkisráðuneytinu hefur hún komið mikið að ofangreindum málum með miklum velvilja. Þar fer réttsýn kona. Höfundur er skurðhjúkrunarfræðingur og stjórnarformaður Mænuskaðastofnunar Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Heilbrigðismál Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Sjá meira
Hér með hvet ég sjálfstæðisfólk í Reykjavík til að mæta í prófkjör og kjósa Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra í 1. sæti. Af mörgu góðu sem hann hefur áorkað í ráðherratíð sinni vil ég leyfa mér að fullyrða að það sem að neðan greinir sé það almerkilegasta sem hann hefur gert og sem á eftir að bera ávöxt til allrar framtíðar fyrir allt mannkynið. Ég leyfi mér einnig að fullyrða að Guðlaugur Þór sé eini utanríkisráðherrann í veröldinni sem talar máli lækningar á lömun hjá viðeigandi alþjóðastofnunum. Það hefur hann gert í einkaviðtölum og með bréfasendingum til háttsettra aðila innan Sameinuðu þjóðanna og í ræðum sínum á allsherjarþingum stofnunarinnar þar sem hann hvatti til að lækning í taugakerfinu yrði gerð að forgangsmáli. Einnig hefur hann plægt akurinn rækilega hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnunni WHO sem hefur leitt til þess að Tetros Ghebreyesus aðalframkvæmdastjóri WHO hefur sett í stefnuyfirlýsingu stofnunarinnar að öll ráð skuli nýtt til að lækning finnist í taugakerfinu. Til að vinna að framgangi málsins hjá WHO setti Guðlaugur Þór á fót embætti sérstaks erindreka fyrir mænuskaða og taugakerfið með aðsetur í Genf auk þess að leggja fram fé til að Ísland geti orðið eitt af stofnríkjum nýs verkefnis innan WHO þar sem tekið skal sérstaklega á málefnum taugakerfisins. Frá því Guðlaugur Þór var heilbrigðisráðherra höfum við rölt saman hinn torsótta veg sem leiðir til að lækning finnist við mænuskaða/lömun. Með því að beita pólitískum áhrifum sínum innan viðeigandi alþjóðastofnana er Guðlaugur Þór að búa í haginn fyrir alþjóðlegt taugavísindasvið í leitinni að lækningu á svo erfiðum skaða sem lömun er. Stöðu sinnar vegna þarf hann ekki að beita sér. Það gerir hann hinsvegar vegna þess að hann hefur hjartað á réttum stað. Mér er því mikið í mun að minn góði vinur hljóti kosningu í 1. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna sem nú stendur yfir og bið sjálfstæðismenn í Reykjavík um að þyrpast á kjörstað og koma honum þangað. Einnig vil ég biðja fólk um að kjósa Diljá Mist Einarsdóttir aðstoðarmann utanríkisráðherra í 3. sæti. Í hennar tíð í utanríkisráðuneytinu hefur hún komið mikið að ofangreindum málum með miklum velvilja. Þar fer réttsýn kona. Höfundur er skurðhjúkrunarfræðingur og stjórnarformaður Mænuskaðastofnunar Íslands.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun