Þau sem láta verkin tala Auður Guðjónsdóttir skrifar 2. júní 2021 13:00 Hér með hvet ég sjálfstæðisfólk í Reykjavík til að mæta í prófkjör og kjósa Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra í 1. sæti. Af mörgu góðu sem hann hefur áorkað í ráðherratíð sinni vil ég leyfa mér að fullyrða að það sem að neðan greinir sé það almerkilegasta sem hann hefur gert og sem á eftir að bera ávöxt til allrar framtíðar fyrir allt mannkynið. Ég leyfi mér einnig að fullyrða að Guðlaugur Þór sé eini utanríkisráðherrann í veröldinni sem talar máli lækningar á lömun hjá viðeigandi alþjóðastofnunum. Það hefur hann gert í einkaviðtölum og með bréfasendingum til háttsettra aðila innan Sameinuðu þjóðanna og í ræðum sínum á allsherjarþingum stofnunarinnar þar sem hann hvatti til að lækning í taugakerfinu yrði gerð að forgangsmáli. Einnig hefur hann plægt akurinn rækilega hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnunni WHO sem hefur leitt til þess að Tetros Ghebreyesus aðalframkvæmdastjóri WHO hefur sett í stefnuyfirlýsingu stofnunarinnar að öll ráð skuli nýtt til að lækning finnist í taugakerfinu. Til að vinna að framgangi málsins hjá WHO setti Guðlaugur Þór á fót embætti sérstaks erindreka fyrir mænuskaða og taugakerfið með aðsetur í Genf auk þess að leggja fram fé til að Ísland geti orðið eitt af stofnríkjum nýs verkefnis innan WHO þar sem tekið skal sérstaklega á málefnum taugakerfisins. Frá því Guðlaugur Þór var heilbrigðisráðherra höfum við rölt saman hinn torsótta veg sem leiðir til að lækning finnist við mænuskaða/lömun. Með því að beita pólitískum áhrifum sínum innan viðeigandi alþjóðastofnana er Guðlaugur Þór að búa í haginn fyrir alþjóðlegt taugavísindasvið í leitinni að lækningu á svo erfiðum skaða sem lömun er. Stöðu sinnar vegna þarf hann ekki að beita sér. Það gerir hann hinsvegar vegna þess að hann hefur hjartað á réttum stað. Mér er því mikið í mun að minn góði vinur hljóti kosningu í 1. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna sem nú stendur yfir og bið sjálfstæðismenn í Reykjavík um að þyrpast á kjörstað og koma honum þangað. Einnig vil ég biðja fólk um að kjósa Diljá Mist Einarsdóttir aðstoðarmann utanríkisráðherra í 3. sæti. Í hennar tíð í utanríkisráðuneytinu hefur hún komið mikið að ofangreindum málum með miklum velvilja. Þar fer réttsýn kona. Höfundur er skurðhjúkrunarfræðingur og stjórnarformaður Mænuskaðastofnunar Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Heilbrigðismál Mest lesið Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Að grafa undan trúverðugleika ákæruvaldsins Almar Þ. Möller Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Hér með hvet ég sjálfstæðisfólk í Reykjavík til að mæta í prófkjör og kjósa Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra í 1. sæti. Af mörgu góðu sem hann hefur áorkað í ráðherratíð sinni vil ég leyfa mér að fullyrða að það sem að neðan greinir sé það almerkilegasta sem hann hefur gert og sem á eftir að bera ávöxt til allrar framtíðar fyrir allt mannkynið. Ég leyfi mér einnig að fullyrða að Guðlaugur Þór sé eini utanríkisráðherrann í veröldinni sem talar máli lækningar á lömun hjá viðeigandi alþjóðastofnunum. Það hefur hann gert í einkaviðtölum og með bréfasendingum til háttsettra aðila innan Sameinuðu þjóðanna og í ræðum sínum á allsherjarþingum stofnunarinnar þar sem hann hvatti til að lækning í taugakerfinu yrði gerð að forgangsmáli. Einnig hefur hann plægt akurinn rækilega hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnunni WHO sem hefur leitt til þess að Tetros Ghebreyesus aðalframkvæmdastjóri WHO hefur sett í stefnuyfirlýsingu stofnunarinnar að öll ráð skuli nýtt til að lækning finnist í taugakerfinu. Til að vinna að framgangi málsins hjá WHO setti Guðlaugur Þór á fót embætti sérstaks erindreka fyrir mænuskaða og taugakerfið með aðsetur í Genf auk þess að leggja fram fé til að Ísland geti orðið eitt af stofnríkjum nýs verkefnis innan WHO þar sem tekið skal sérstaklega á málefnum taugakerfisins. Frá því Guðlaugur Þór var heilbrigðisráðherra höfum við rölt saman hinn torsótta veg sem leiðir til að lækning finnist við mænuskaða/lömun. Með því að beita pólitískum áhrifum sínum innan viðeigandi alþjóðastofnana er Guðlaugur Þór að búa í haginn fyrir alþjóðlegt taugavísindasvið í leitinni að lækningu á svo erfiðum skaða sem lömun er. Stöðu sinnar vegna þarf hann ekki að beita sér. Það gerir hann hinsvegar vegna þess að hann hefur hjartað á réttum stað. Mér er því mikið í mun að minn góði vinur hljóti kosningu í 1. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna sem nú stendur yfir og bið sjálfstæðismenn í Reykjavík um að þyrpast á kjörstað og koma honum þangað. Einnig vil ég biðja fólk um að kjósa Diljá Mist Einarsdóttir aðstoðarmann utanríkisráðherra í 3. sæti. Í hennar tíð í utanríkisráðuneytinu hefur hún komið mikið að ofangreindum málum með miklum velvilja. Þar fer réttsýn kona. Höfundur er skurðhjúkrunarfræðingur og stjórnarformaður Mænuskaðastofnunar Íslands.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar