Keyrt um þverbak! Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar 31. maí 2021 17:00 Frá því ég fyrst tók sæti í stjórn ADHD samtakanna fyrir áratug hefur ýmislegt breyst og margt til hins betra. Með jákvæðum og markvissum vinnubrögðum hefur tekist að umbreyta orðræðunni og auka almennan skilning á hvað áhrif ADHD hefur á daglegt líf bæði barna og fullorðinna sem hljóta þessa taugaþroskaröskun i vöggugjöf. Gjöf segi ég hiklaust þar sem ADHD á sér ýmsar jákvæðar hliðar, þó vissulega geti legið djúpt á, svo sem þegar skert aðgengi að greiningu og meðferð er regla fremur en undantekning. Hér finn ég mig knúinn til að stinga niður penna og drepa á þessari hlið mála, enda hefur ástandið farið hríðversnandi. Nú keyrir um þverbak þegar biðlisti fyrir fullorðna hjá ADHD teymi LSH er kominn yfir 3 ár og lengist enn. Fyrir fullorðna einstaklinga er greining og meðferð vegna ADHD að mestu í höndum sálfræðinga og geðlækna. Sé um fyrstu skref að ræða og/eða ekki sé talin ástæða til að íhuga lyfjameðferð geta sálfræðingar með rétta sérmenntun sinnt þessari hlið. Hins vegar fellur þjónusta sálfræðinga sjaldnast undir greiðsluþátttöku hins opinbera og öllum má ljóst vera að margir einstaklingar með ADHD hafa ekki bolmagn til að ráða við þann háa kostnað sem greining hjá sjálfstætt starfandi sálfræðingi hefur í för með sér. Jafnvel þó Alþingi hafi um mitt síðasta ár samþykkt breytingar hvað þetta varða þá breytist ekkert. Jú, til að gæta allrar sanngirni birtist nýverið auglýsing frá Sjúkratryggingum Íslands þar sem óskað var eftir „áhugasömum fyrirtækjum til viðræðna um sálfræðiþjónustu samkvæmt tilvísun frá heilsugæslu.“ Það á sem sagt, korter í kosningar, að skutla 100 milljónum í málaflokkinn. Í besta falli einhver 10% af áætlaðri þörf. Nú er það svo að snemmtæk íhlutun getur skipt sköpum fyrir einstaklinga sem fyrst leita sér aðstoðar á fullorðinsaldri. Jafnvel þó niðurstaðan kunni að vera eitthvað allt annað og ótengt ADHD. Óbreytt ástand geti og muni oft valda enn meiri vanda og í mörgum tilfellum leiða til kvíða, þunglyndis og vanlíðanar, með tilheyrandi kostnaði fyrir einstaklinginn og samfélagið. Hvort heldur sé í félagslegu eða fjárhagslegu tilliti. Ef litið er til þjónustu geðlækna þá hefur hún verið niðurgreidd. Jafnvel nú á tímum þegar samningar sérfræðilækna og Sjúkratrygginga Íslands hafa almennt séð verið lausir og hvor samningsaðili bendir á annan. Í samhengi þessara skrifa er þó öllu alvarlegri staðreynd að hér skortir geðlækna. Löngu var vitað að nýliðun væri of hæg en seint brugðist við. Þessi staða er sem fyrr segir algerlega ólíðandi. Hvers vegna tek ég svo sterkt til orða? Árið 2013 var ákveðið að stofna teymi geðlækna og sálfræðinga utan um ADHD greiningar. Lengi vel var á stefnuskrá að allar ADHD greiningar færu þar í gegn. Vissulega stórhuga fyrirætlun en dauðadæmd frá upphafi vegna vanfjármögnunar og m.a. fyrrnefndum skorti á geðlæknum. Ekki bættir úr skák þegar sífellt er dregið úr og í, sem skapar mikið álag fyrir starfsmenn teymisins og eðlilega gefast menn á endanum upp og leita á önnur mið. Á sama tíma hefur iðulega, leynt eða ljóst, verið agnúast út í að sjálfstætt starfandi geðlæknar með tilheyrandi sérþekkingu sinntu þessu. Jafnvel þegar greining var unnin með sálfræðingi, á svipaðan máta og hjá ADHD teymi LSH. Þegar svo Fréttablaðið hefur eftir Halldóru Jónsdóttur, yfirlækni hjá LSH, að geðlæknar sem áður sinntu meðal annars ADHD teymi LSH hafi flutt sig yfir í geðheilsuteymi heilsugæslunnar (sem ekki er ætlað að taka á ADHD málum) og engin fáist til að fylla þeirra sæti … þá er manni eiginlega öllum lokið. Mig rekur alla vega ekki minni til að biðlistinn hjá því ágæta teymi hafi nokkurn tímann styst. Og varla verður svo í bráð. En í stað þess að heilbrigðisráðherrar fyrr og nú hefðu girt sig í brók og sett fjármagn í verkefnið, mætti frekar halda að heilbrigðisyfirvöld leggi áherslu á að rækta og lengja biðlista, enda nokkuð auðvelt að reikna það sem skammtíma sparnað í krónum og aurum talið …! Hér virðist litlu breyta þó núverandi heilbrigðisráðherra leggi þung lóð á vogarskálarnar og hafi m.a., með fulltingi meirihluta Alþingis, barist ötullega fyrir að þjónusta sálfræðinga verði niðurgreidd. Óbreytt ástand er ekki lengur valkostur. Með vísan í samráð ADHD samtakanna við ráðuneyti heilbrigðismála um nýtt fyrirkomulag sem nú er beðið eftir, spyr ég hreint út: Háttvirtur ráðherra, ríkistjórnin í heild sinni og aðrir Alþingismenn, hvað ætlið þið að gera – ekki strax, bráðum eða eftir kosningar – heldur núna? Ykkar er að taka af skarið. Höfundur er formaður ADHD samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Vilhjálmur Hjálmarsson Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Frá því ég fyrst tók sæti í stjórn ADHD samtakanna fyrir áratug hefur ýmislegt breyst og margt til hins betra. Með jákvæðum og markvissum vinnubrögðum hefur tekist að umbreyta orðræðunni og auka almennan skilning á hvað áhrif ADHD hefur á daglegt líf bæði barna og fullorðinna sem hljóta þessa taugaþroskaröskun i vöggugjöf. Gjöf segi ég hiklaust þar sem ADHD á sér ýmsar jákvæðar hliðar, þó vissulega geti legið djúpt á, svo sem þegar skert aðgengi að greiningu og meðferð er regla fremur en undantekning. Hér finn ég mig knúinn til að stinga niður penna og drepa á þessari hlið mála, enda hefur ástandið farið hríðversnandi. Nú keyrir um þverbak þegar biðlisti fyrir fullorðna hjá ADHD teymi LSH er kominn yfir 3 ár og lengist enn. Fyrir fullorðna einstaklinga er greining og meðferð vegna ADHD að mestu í höndum sálfræðinga og geðlækna. Sé um fyrstu skref að ræða og/eða ekki sé talin ástæða til að íhuga lyfjameðferð geta sálfræðingar með rétta sérmenntun sinnt þessari hlið. Hins vegar fellur þjónusta sálfræðinga sjaldnast undir greiðsluþátttöku hins opinbera og öllum má ljóst vera að margir einstaklingar með ADHD hafa ekki bolmagn til að ráða við þann háa kostnað sem greining hjá sjálfstætt starfandi sálfræðingi hefur í för með sér. Jafnvel þó Alþingi hafi um mitt síðasta ár samþykkt breytingar hvað þetta varða þá breytist ekkert. Jú, til að gæta allrar sanngirni birtist nýverið auglýsing frá Sjúkratryggingum Íslands þar sem óskað var eftir „áhugasömum fyrirtækjum til viðræðna um sálfræðiþjónustu samkvæmt tilvísun frá heilsugæslu.“ Það á sem sagt, korter í kosningar, að skutla 100 milljónum í málaflokkinn. Í besta falli einhver 10% af áætlaðri þörf. Nú er það svo að snemmtæk íhlutun getur skipt sköpum fyrir einstaklinga sem fyrst leita sér aðstoðar á fullorðinsaldri. Jafnvel þó niðurstaðan kunni að vera eitthvað allt annað og ótengt ADHD. Óbreytt ástand geti og muni oft valda enn meiri vanda og í mörgum tilfellum leiða til kvíða, þunglyndis og vanlíðanar, með tilheyrandi kostnaði fyrir einstaklinginn og samfélagið. Hvort heldur sé í félagslegu eða fjárhagslegu tilliti. Ef litið er til þjónustu geðlækna þá hefur hún verið niðurgreidd. Jafnvel nú á tímum þegar samningar sérfræðilækna og Sjúkratrygginga Íslands hafa almennt séð verið lausir og hvor samningsaðili bendir á annan. Í samhengi þessara skrifa er þó öllu alvarlegri staðreynd að hér skortir geðlækna. Löngu var vitað að nýliðun væri of hæg en seint brugðist við. Þessi staða er sem fyrr segir algerlega ólíðandi. Hvers vegna tek ég svo sterkt til orða? Árið 2013 var ákveðið að stofna teymi geðlækna og sálfræðinga utan um ADHD greiningar. Lengi vel var á stefnuskrá að allar ADHD greiningar færu þar í gegn. Vissulega stórhuga fyrirætlun en dauðadæmd frá upphafi vegna vanfjármögnunar og m.a. fyrrnefndum skorti á geðlæknum. Ekki bættir úr skák þegar sífellt er dregið úr og í, sem skapar mikið álag fyrir starfsmenn teymisins og eðlilega gefast menn á endanum upp og leita á önnur mið. Á sama tíma hefur iðulega, leynt eða ljóst, verið agnúast út í að sjálfstætt starfandi geðlæknar með tilheyrandi sérþekkingu sinntu þessu. Jafnvel þegar greining var unnin með sálfræðingi, á svipaðan máta og hjá ADHD teymi LSH. Þegar svo Fréttablaðið hefur eftir Halldóru Jónsdóttur, yfirlækni hjá LSH, að geðlæknar sem áður sinntu meðal annars ADHD teymi LSH hafi flutt sig yfir í geðheilsuteymi heilsugæslunnar (sem ekki er ætlað að taka á ADHD málum) og engin fáist til að fylla þeirra sæti … þá er manni eiginlega öllum lokið. Mig rekur alla vega ekki minni til að biðlistinn hjá því ágæta teymi hafi nokkurn tímann styst. Og varla verður svo í bráð. En í stað þess að heilbrigðisráðherrar fyrr og nú hefðu girt sig í brók og sett fjármagn í verkefnið, mætti frekar halda að heilbrigðisyfirvöld leggi áherslu á að rækta og lengja biðlista, enda nokkuð auðvelt að reikna það sem skammtíma sparnað í krónum og aurum talið …! Hér virðist litlu breyta þó núverandi heilbrigðisráðherra leggi þung lóð á vogarskálarnar og hafi m.a., með fulltingi meirihluta Alþingis, barist ötullega fyrir að þjónusta sálfræðinga verði niðurgreidd. Óbreytt ástand er ekki lengur valkostur. Með vísan í samráð ADHD samtakanna við ráðuneyti heilbrigðismála um nýtt fyrirkomulag sem nú er beðið eftir, spyr ég hreint út: Háttvirtur ráðherra, ríkistjórnin í heild sinni og aðrir Alþingismenn, hvað ætlið þið að gera – ekki strax, bráðum eða eftir kosningar – heldur núna? Ykkar er að taka af skarið. Höfundur er formaður ADHD samtakanna.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar