Það er meiriháttar mál að lenda upp á kant við þá Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 31. maí 2021 07:00 Óhætt er að segja að nýleg ummæli Seðlabankastjóra hafi vakið sterk viðbrögð í samfélaginu. Ekki vegna þess að þar væru sett fram sérstök ný sannindi heldur frekar vegna þess þunga sem því fylgir að Seðlabankastjóri staðfesti skilning og upplifun almennings. Seðlabankastjóri lýsti því í viðtali að hann teldi að Íslandi væri að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum og bætti við að: „það er meiri háttar mál að lenda uppi á kant við þá“. Og í þeirri umræðu sem nú á sér stað um aðgerðir Samherja og ítök stórútgerðarinnar koma þessi orð óneitanlega upp í huga, svo sem í umfjöllun um að hagsmunahópur sjái fyrir sér að reyna að hafa áhrif á formannskjör í Blaðamannafélaginu. Staða fjölmiðla er spegill á stöðu lýðræðis í hverju samfélagi og hugmyndir stórfyrirtækis um að hafa áhrif á formannskjör í Blaðamannafélaginu er þess vegna aðför að sjálfstæði fjölmiðla. Sú nálgun á ekkert skylt við tjáningarfrelsi heldur sýnir þess í stað hvernig hagsmunahópur vildi beita völdum sínum til að reyna að hafa óeðlileg áhrif í samfélaginu bakvið tjöldin. Að svipta þessar aðgerðir samhengi er hættulegt. Að gera lítið úr því sem þarna bjó að baki er varasamt. Samherji hefur nú réttilega beðist afsökunar, sem þörf var á. Harkan undirstrikar hins vegar skýrt hversu miklir hagsmunir eru í húfi. Þeir hagsmunir varða auðvitað nýtinguna á sjávarauðlindinni. Allir skilja að um það snýst málið. Meðal annars þess vegna er svo mikilvægt að setja grundvallarreglur um auðlindir í stjórnarskrá og um nýtingu á þeim. Með því er hægt að verja sameiginlega hagsmuni þjóðarinnar til frambúðar. Nú liggur fyrir frumvarp Katrínar Jakobsdóttur um auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Tillaga forsætisráðherra fer hins vegar gegn því markmiði að verja auðlindina með þeim hætti sem þjóðin hefur kallað eftir. Í frumvarpi forsætisráðherra er talað um þjóðareign en án þess að gefa því orði raunverulegt inntak. Til að gefa orðinu þjóðareign raunverulega þýðingu þarf að tryggja í ákvæðinu að nýting á sameiginlegri auðlind sé gerð með tímabundnum samningum og að fram komi að greiða skuli eðlilegt gjald fyrir þessa nýtingu. Með því verjum við sjávarauðlindina þannig að ekki skiptir máli hverjir eru við völd í landinu, því löggjafinn verður bundinn af þessari meginreglu. Almannahagsmunir væru varðir á þann hátt að ekki myndi skipta máli hvaða stjórnmálaflokkar væru við völd, löggjafinn hefði ekki heimild til að fara gegn skýru stjórnarskrárákvæði um að réttur til að nýta sameiginlega auðlind væri alltaf tímabundinn. Þetta er þess vegna það atriði sem öllu máli skiptir í hinu pólitíska samhengi. Samþykki Alþingi tillögu forsætisráðherra mun það leiða til þess að áfram verður staðan óbreytt ástand fyrir almenning og um leið óbreytt ástand fyrir stórútgerðina. Í þessu samhengi verður að skoða það auðlindaákvæði sem Katrín Jakobsdóttir leggur til. Hin aðkallandi pólitíska spurning er þess vegna hvers vegna tækifærið til að verja almannahagsmunina er ekki betur nýtt í tillögu forsætisráðherra. Önnur grundvallarspurning er um leið: Í þágu hverra er þetta auðlindaákvæði? Höfundur er alþingismaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór Skoðun Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Óhætt er að segja að nýleg ummæli Seðlabankastjóra hafi vakið sterk viðbrögð í samfélaginu. Ekki vegna þess að þar væru sett fram sérstök ný sannindi heldur frekar vegna þess þunga sem því fylgir að Seðlabankastjóri staðfesti skilning og upplifun almennings. Seðlabankastjóri lýsti því í viðtali að hann teldi að Íslandi væri að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum og bætti við að: „það er meiri háttar mál að lenda uppi á kant við þá“. Og í þeirri umræðu sem nú á sér stað um aðgerðir Samherja og ítök stórútgerðarinnar koma þessi orð óneitanlega upp í huga, svo sem í umfjöllun um að hagsmunahópur sjái fyrir sér að reyna að hafa áhrif á formannskjör í Blaðamannafélaginu. Staða fjölmiðla er spegill á stöðu lýðræðis í hverju samfélagi og hugmyndir stórfyrirtækis um að hafa áhrif á formannskjör í Blaðamannafélaginu er þess vegna aðför að sjálfstæði fjölmiðla. Sú nálgun á ekkert skylt við tjáningarfrelsi heldur sýnir þess í stað hvernig hagsmunahópur vildi beita völdum sínum til að reyna að hafa óeðlileg áhrif í samfélaginu bakvið tjöldin. Að svipta þessar aðgerðir samhengi er hættulegt. Að gera lítið úr því sem þarna bjó að baki er varasamt. Samherji hefur nú réttilega beðist afsökunar, sem þörf var á. Harkan undirstrikar hins vegar skýrt hversu miklir hagsmunir eru í húfi. Þeir hagsmunir varða auðvitað nýtinguna á sjávarauðlindinni. Allir skilja að um það snýst málið. Meðal annars þess vegna er svo mikilvægt að setja grundvallarreglur um auðlindir í stjórnarskrá og um nýtingu á þeim. Með því er hægt að verja sameiginlega hagsmuni þjóðarinnar til frambúðar. Nú liggur fyrir frumvarp Katrínar Jakobsdóttur um auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Tillaga forsætisráðherra fer hins vegar gegn því markmiði að verja auðlindina með þeim hætti sem þjóðin hefur kallað eftir. Í frumvarpi forsætisráðherra er talað um þjóðareign en án þess að gefa því orði raunverulegt inntak. Til að gefa orðinu þjóðareign raunverulega þýðingu þarf að tryggja í ákvæðinu að nýting á sameiginlegri auðlind sé gerð með tímabundnum samningum og að fram komi að greiða skuli eðlilegt gjald fyrir þessa nýtingu. Með því verjum við sjávarauðlindina þannig að ekki skiptir máli hverjir eru við völd í landinu, því löggjafinn verður bundinn af þessari meginreglu. Almannahagsmunir væru varðir á þann hátt að ekki myndi skipta máli hvaða stjórnmálaflokkar væru við völd, löggjafinn hefði ekki heimild til að fara gegn skýru stjórnarskrárákvæði um að réttur til að nýta sameiginlega auðlind væri alltaf tímabundinn. Þetta er þess vegna það atriði sem öllu máli skiptir í hinu pólitíska samhengi. Samþykki Alþingi tillögu forsætisráðherra mun það leiða til þess að áfram verður staðan óbreytt ástand fyrir almenning og um leið óbreytt ástand fyrir stórútgerðina. Í þessu samhengi verður að skoða það auðlindaákvæði sem Katrín Jakobsdóttir leggur til. Hin aðkallandi pólitíska spurning er þess vegna hvers vegna tækifærið til að verja almannahagsmunina er ekki betur nýtt í tillögu forsætisráðherra. Önnur grundvallarspurning er um leið: Í þágu hverra er þetta auðlindaákvæði? Höfundur er alþingismaður Viðreisnar.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar