Hrósuðu leikstíl Tindastóls sem og fjölda uppaldra leikmanna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. maí 2021 08:00 Nýliðar TIndastóls fengu mikið hrós í síðasta þætti Pepsi Max Markanna. Vísir/Sigurbjörn Andri Farið var yfir lið Tindastóls í síðasta þætti Pepsi Max Markanna og þá sérstaklega 2-1 sigur liðsins á ÍBV nýverið. Nýliðarnir fengu mikið hrós fyrir gott upplegg og fjölda heimakvenna sem spila með liðinu. „Jacque [Jacqueline Altschuld] með boltann inn, Murielle [Tiernan] snertir hann og María Dögg [Jóhannesdóttir] heimalingur er mætt þarna á fjær til að klára þetta. Þær eru frábærar í föstum leikatriðum, sjáum bara hvað Murielle er sterk,“ sagði Mist Rúnarsdóttir, annar af sérfræðingum þáttarins. „Eðlilega er leikskipulagið að liggja til baka en svo eru þær svo hættulegar fram á við,“ sagði Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi, áður en Mist greip orðið að nýju. „Það er nefnilega þannig að þú vilt ekki vita af Murielle upp á topp, hún getur gert ótrúlega hluti. Svo ertu með rosalegan hraða þarna á báðum köntum. Þarna er Aldís [María Jóhannsdóttir] komin og Hugrún Pálsdóttir með. Það sem er svo magnað í þessu er að það eru sex heimakonur sem byrja þennan leik og níu sem enda hann. Í hvað, 3000 manna bæjarfélagi þá er það ekki lítið afrek,“ bætti Mist við og hélt svo áfram. „Við vorum efins með það hversu tilbúnar eru heimakonur. Auðvitað er ákveðin stemmning sem fylgir því að byrja að taka þátt í Pepsi Max deildinni í fyrsta skipti og annað. Ef þær ná að halda í þessa stemmningu og gleði þá finnst mér leikmenn alveg vera jafnar andstæðingum sínum í þessum fyrstu leikjum,“ sagði Mist að lokum. Í spilaranum hér að neðan má sjá umræðuna um Tindastól sem og mörk liðsins í 2-1 sigrinum á ÍBV. Klippa: Tindastóls umræða Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Tindastóll Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
„Jacque [Jacqueline Altschuld] með boltann inn, Murielle [Tiernan] snertir hann og María Dögg [Jóhannesdóttir] heimalingur er mætt þarna á fjær til að klára þetta. Þær eru frábærar í föstum leikatriðum, sjáum bara hvað Murielle er sterk,“ sagði Mist Rúnarsdóttir, annar af sérfræðingum þáttarins. „Eðlilega er leikskipulagið að liggja til baka en svo eru þær svo hættulegar fram á við,“ sagði Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi, áður en Mist greip orðið að nýju. „Það er nefnilega þannig að þú vilt ekki vita af Murielle upp á topp, hún getur gert ótrúlega hluti. Svo ertu með rosalegan hraða þarna á báðum köntum. Þarna er Aldís [María Jóhannsdóttir] komin og Hugrún Pálsdóttir með. Það sem er svo magnað í þessu er að það eru sex heimakonur sem byrja þennan leik og níu sem enda hann. Í hvað, 3000 manna bæjarfélagi þá er það ekki lítið afrek,“ bætti Mist við og hélt svo áfram. „Við vorum efins með það hversu tilbúnar eru heimakonur. Auðvitað er ákveðin stemmning sem fylgir því að byrja að taka þátt í Pepsi Max deildinni í fyrsta skipti og annað. Ef þær ná að halda í þessa stemmningu og gleði þá finnst mér leikmenn alveg vera jafnar andstæðingum sínum í þessum fyrstu leikjum,“ sagði Mist að lokum. Í spilaranum hér að neðan má sjá umræðuna um Tindastól sem og mörk liðsins í 2-1 sigrinum á ÍBV. Klippa: Tindastóls umræða Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Tindastóll Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira