Vextir og vaxtaverkir Hanna Katrín Friðriksson skrifar 20. maí 2021 15:00 Íslensk heimili borga of mikið í vexti. Við greiðum tugþúsundum króna meira af fasteignalánum í hverjum mánuði samanborið við heimili í nágrannalöndum okkar. Þar með höfum við tugþúsundum króna minna til að verja í daglegt líf okkar, nauðsynjar og tómstundir, þar með talið sparnað. Þessir háu vextir kosta íslensk heimili ekki bara vegna lána. Vextirnir skila sér beint út í verðlag – í matarkörfuna og alla aðra vöru og þjónustu – því verslanir þurfa auðvitað að greiða vexti af lánum og standa undir vaxtakostnaði í gegnum kostnað af atvinnuhúsnæði sínu. Nú hefur verðbólgan farið af stað á ný og Seðlabankinn bregst við með hækkun stýrivaxta. Hækkun upp á 0,25% virðist ekki mikil en veruleikinn er sá að hún felur í sér verulega skerðingu á kaupmætti okkar, á kjörum okkar. Um þetta er lítið rætt, sérstaklega af hálfu ríkisstjórnarflokkanna. Þar er látið eins og þetta sé ekki pólitískt úrlausnarefni heldur náttúrulögmál, eðlilegur fylgifiskur búsetu á Íslandi. Verkjalyfin duga ekki til Háir vextir á Íslandi eru einfaldlega birtingarmynd þess að við búum við sveiflukenndan gjaldmiðil. Sú staða skapar óvissu sem nágrannaþjóðir okkar, sem annað hvort hafa evru eða eru með gjaldmiðil sinn bundinn við evru, þurfa ekki að hafa áhyggjur af. Kostnaðinum af því að hafa íslenska krónu í opnu hagkerfi, er með öðrum orðum velt yfir á heimilin í landinu. Ýmsar smáskammtalækningar hafa verið reyndar: Gjaldeyrishöft sem draga úr tækifærum íslenskra fyrirtækja, háir stýrivextir sem hækka kostnað heimilanna og gengisfelling sem skerðir kaupmátt okkar. Allar þessar leiðir eiga það sameiginlegt að vera dýrar fyrir fólkið í landinu og skila í ofanálag engum varanlegum árangri. Það gengur ekki lengur að Íslendingar þurfi að líta á fasteignakaup sem áhættufjárfestingu og að áhættan og kostnaðurinn við krónuna sé á herðum almennings. Við þurfum varanlegar lausnir sem skapa stöðugleika og vissu fyrir almenning. Hvernig stendur á því að ríkisstjórnarflokkarnir vilja ríghalda í krónuna þegar hún á stóran þátt í að viðhalda háum og sveiflukenndum vöxtum hér á landi? Með tilheyrandi kjaraskerðingu fyrir fólkið í landinu? Af hverju? Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Neytendur Skoðun: Kosningar 2021 Húsnæðismál Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Sjá meira
Íslensk heimili borga of mikið í vexti. Við greiðum tugþúsundum króna meira af fasteignalánum í hverjum mánuði samanborið við heimili í nágrannalöndum okkar. Þar með höfum við tugþúsundum króna minna til að verja í daglegt líf okkar, nauðsynjar og tómstundir, þar með talið sparnað. Þessir háu vextir kosta íslensk heimili ekki bara vegna lána. Vextirnir skila sér beint út í verðlag – í matarkörfuna og alla aðra vöru og þjónustu – því verslanir þurfa auðvitað að greiða vexti af lánum og standa undir vaxtakostnaði í gegnum kostnað af atvinnuhúsnæði sínu. Nú hefur verðbólgan farið af stað á ný og Seðlabankinn bregst við með hækkun stýrivaxta. Hækkun upp á 0,25% virðist ekki mikil en veruleikinn er sá að hún felur í sér verulega skerðingu á kaupmætti okkar, á kjörum okkar. Um þetta er lítið rætt, sérstaklega af hálfu ríkisstjórnarflokkanna. Þar er látið eins og þetta sé ekki pólitískt úrlausnarefni heldur náttúrulögmál, eðlilegur fylgifiskur búsetu á Íslandi. Verkjalyfin duga ekki til Háir vextir á Íslandi eru einfaldlega birtingarmynd þess að við búum við sveiflukenndan gjaldmiðil. Sú staða skapar óvissu sem nágrannaþjóðir okkar, sem annað hvort hafa evru eða eru með gjaldmiðil sinn bundinn við evru, þurfa ekki að hafa áhyggjur af. Kostnaðinum af því að hafa íslenska krónu í opnu hagkerfi, er með öðrum orðum velt yfir á heimilin í landinu. Ýmsar smáskammtalækningar hafa verið reyndar: Gjaldeyrishöft sem draga úr tækifærum íslenskra fyrirtækja, háir stýrivextir sem hækka kostnað heimilanna og gengisfelling sem skerðir kaupmátt okkar. Allar þessar leiðir eiga það sameiginlegt að vera dýrar fyrir fólkið í landinu og skila í ofanálag engum varanlegum árangri. Það gengur ekki lengur að Íslendingar þurfi að líta á fasteignakaup sem áhættufjárfestingu og að áhættan og kostnaðurinn við krónuna sé á herðum almennings. Við þurfum varanlegar lausnir sem skapa stöðugleika og vissu fyrir almenning. Hvernig stendur á því að ríkisstjórnarflokkarnir vilja ríghalda í krónuna þegar hún á stóran þátt í að viðhalda háum og sveiflukenndum vöxtum hér á landi? Með tilheyrandi kjaraskerðingu fyrir fólkið í landinu? Af hverju? Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun