Ísland með mannréttindum? Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar 19. maí 2021 09:00 Fyrir tæplega tíu árum síðan viðurkenndi Ísland Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki. Nú þegar svívirðileg mannréttindabrot eru að eiga sér stað þar í landi er vitaskuld hávært ákall um aðgerðir íslenskra stjórnvalda til stuðnings Palestínu. Að minnsta kosti 212 hafa látið lífið á Gaza, þar af 62 börn frá 10. maí sl., og 17 manns á Vesturbakkanum. Um 1500 eru særðir, um þrjú börn slasast á hverri klukkustund og eru um 40 þúsund manneskjur á flótta innan Gaza svæðisins. Á meðan þessu stendur gerir íslenska ríkisvaldið sitt besta við að vísa palestínsku flóttafólki úr landi og til Grikklands, þangað sem Rauði krossinn á Íslandi sagði fyrr í mánuðinum að væri ekki forsvaranlegt að senda fólk. Ástandið í Palestínu er fjarri því sem nokkur á að þurfa að gera sér hugarlund um og mun það bara versna ef marka má orð forsætisráðherra Ísrael en hann telur árásirnar nauðsynlegar þar til friður kemst á sem hann segir að muni taka tíma. Utanríkisráðherra Palestínu hefur ítrekað ákall sitt um viðskiptaþvinganir þjóða gagnvart Ísrael og það hefur félagið Ísland Palestína einnig gert. Utanríkisráðherra Íslands hefur gefið út að hann taki slíkt því miður ekki í mál fyrir Íslands hönd, landsins sem var fyrst vestur- og norður evrópskra ríkja til að viðurkenna sjálfstæði Palestínu. Væri ekki betur í samræmi við þá afstöðu sem við tókum með Palestínu fyrir um tíu árum síðan, að taka afstöðu með þeim núna og leggja okkur fram við að leiða alþjóðasamfélagið til sameiginlegrar niðurstöðu um sniðgöngu á stjórnmálasviði- og/eða viðskiptaþvinganir gegn Ísrael, líkt og Palestína kallar eftir? Fólk hérlendis sem stendur með mannréttindum upplifir sig margt aðgerðalaust og vanmátta. Við sjáum myndir af hörmungunum, lesum um óhugsandi ástand, horfum upp á barsmíðar og fylgjumst með börnum og fjölskyldum berjast fyrir lífi sínu. Íslenskur almenningur, sem annt er um mannréttindi, getur þó lagt sitt af mörkum. Bent hefur verið á að Moroccan Oil, Sodastream, Caterpillar AHAVA og ísraelskar döðlur, appelsínur, sítrónur, hvítlaukur og avókadó eru hluti af hversdagslegum innkaupum sem við getum kosið að versla ekki. Við getum reynt okkar besta við að sniðganga ísraelska framleiðslu, hætt að hafa viðskipti við alþjóðleg fyrirtæki, HP og Puma, sem styðja eða hagnast á mannréttindabrotum og stríðsglæpum Ísrael. Frætt okkur um ástandið, notað forréttindastöðu okkar til að vekja athygli á málinu, styrkt hjálparstarf o.s.frv. Staðan er þó augljóslega alvarlegri en svo að sniðganga upplýstra neytenda dugi ein og sér til að bregðast við henni og það er á ábyrgð stjórnvalda. Mannréttindavaktin (Human Rights Watch) hefur flokkað aðferðir Ísraels sem glæp gegn mannúð, nánar tiltekið kynþáttaaðskilnað (apartheid). Það er brot gegn Rómarsamþykktinni um alþjóðlega sakamáladómstólinn sem Ísland hefur fullgilt. Ef viðskiptaþvinganir eru ekki réttlætanlegar í slíku ástandi, hvenær þá? B’Tselem (The Israeli Information Center for Human Rights in the Occupied Territories) segir að aðgerðum Ísraels verði að linna til þess að hægt sé að tryggja mannréttindi, lýðræði, frelsi og jöfnuð á svæðinu. Saklausir borgarar eru að deyja vegna brota Ísraels á alþjóðalögum og verið er að traðka á mannréttindum palestínskra borgara. Þau grátbiðja um aðstoð og um skýrar aðgerðir. Ísland verður að gera sitt allra besta í að standa með mannréttindum. Höfundur er ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði mannréttinda. Vekja skal sérstaka athygli á eftirfarandi: Rauði krossinn leitar eftir aðstoð almennings til þess að halda áfram mikilvægum verkefnum nú þegar ástandið í Palestínu er eins erfitt og raun ber vitni. Hægt er að veita stuðning með eftirtöldum leiðum: Styrkja í gegnum söfnunarsíðu Rauða krossins Senda sms-ið HJALP í 1900 (2.900 kr.) Styrkja í gegnum Aur (@raudikrossinn / 1235704000) Styrkja í gegnum Kass (778 3609) Leggja inn á reikning 0342-26-12, kt. 530269-2649 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ísrael Palestína Mannréttindi Jóna Þórey Pétursdóttir Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir tæplega tíu árum síðan viðurkenndi Ísland Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki. Nú þegar svívirðileg mannréttindabrot eru að eiga sér stað þar í landi er vitaskuld hávært ákall um aðgerðir íslenskra stjórnvalda til stuðnings Palestínu. Að minnsta kosti 212 hafa látið lífið á Gaza, þar af 62 börn frá 10. maí sl., og 17 manns á Vesturbakkanum. Um 1500 eru særðir, um þrjú börn slasast á hverri klukkustund og eru um 40 þúsund manneskjur á flótta innan Gaza svæðisins. Á meðan þessu stendur gerir íslenska ríkisvaldið sitt besta við að vísa palestínsku flóttafólki úr landi og til Grikklands, þangað sem Rauði krossinn á Íslandi sagði fyrr í mánuðinum að væri ekki forsvaranlegt að senda fólk. Ástandið í Palestínu er fjarri því sem nokkur á að þurfa að gera sér hugarlund um og mun það bara versna ef marka má orð forsætisráðherra Ísrael en hann telur árásirnar nauðsynlegar þar til friður kemst á sem hann segir að muni taka tíma. Utanríkisráðherra Palestínu hefur ítrekað ákall sitt um viðskiptaþvinganir þjóða gagnvart Ísrael og það hefur félagið Ísland Palestína einnig gert. Utanríkisráðherra Íslands hefur gefið út að hann taki slíkt því miður ekki í mál fyrir Íslands hönd, landsins sem var fyrst vestur- og norður evrópskra ríkja til að viðurkenna sjálfstæði Palestínu. Væri ekki betur í samræmi við þá afstöðu sem við tókum með Palestínu fyrir um tíu árum síðan, að taka afstöðu með þeim núna og leggja okkur fram við að leiða alþjóðasamfélagið til sameiginlegrar niðurstöðu um sniðgöngu á stjórnmálasviði- og/eða viðskiptaþvinganir gegn Ísrael, líkt og Palestína kallar eftir? Fólk hérlendis sem stendur með mannréttindum upplifir sig margt aðgerðalaust og vanmátta. Við sjáum myndir af hörmungunum, lesum um óhugsandi ástand, horfum upp á barsmíðar og fylgjumst með börnum og fjölskyldum berjast fyrir lífi sínu. Íslenskur almenningur, sem annt er um mannréttindi, getur þó lagt sitt af mörkum. Bent hefur verið á að Moroccan Oil, Sodastream, Caterpillar AHAVA og ísraelskar döðlur, appelsínur, sítrónur, hvítlaukur og avókadó eru hluti af hversdagslegum innkaupum sem við getum kosið að versla ekki. Við getum reynt okkar besta við að sniðganga ísraelska framleiðslu, hætt að hafa viðskipti við alþjóðleg fyrirtæki, HP og Puma, sem styðja eða hagnast á mannréttindabrotum og stríðsglæpum Ísrael. Frætt okkur um ástandið, notað forréttindastöðu okkar til að vekja athygli á málinu, styrkt hjálparstarf o.s.frv. Staðan er þó augljóslega alvarlegri en svo að sniðganga upplýstra neytenda dugi ein og sér til að bregðast við henni og það er á ábyrgð stjórnvalda. Mannréttindavaktin (Human Rights Watch) hefur flokkað aðferðir Ísraels sem glæp gegn mannúð, nánar tiltekið kynþáttaaðskilnað (apartheid). Það er brot gegn Rómarsamþykktinni um alþjóðlega sakamáladómstólinn sem Ísland hefur fullgilt. Ef viðskiptaþvinganir eru ekki réttlætanlegar í slíku ástandi, hvenær þá? B’Tselem (The Israeli Information Center for Human Rights in the Occupied Territories) segir að aðgerðum Ísraels verði að linna til þess að hægt sé að tryggja mannréttindi, lýðræði, frelsi og jöfnuð á svæðinu. Saklausir borgarar eru að deyja vegna brota Ísraels á alþjóðalögum og verið er að traðka á mannréttindum palestínskra borgara. Þau grátbiðja um aðstoð og um skýrar aðgerðir. Ísland verður að gera sitt allra besta í að standa með mannréttindum. Höfundur er ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði mannréttinda. Vekja skal sérstaka athygli á eftirfarandi: Rauði krossinn leitar eftir aðstoð almennings til þess að halda áfram mikilvægum verkefnum nú þegar ástandið í Palestínu er eins erfitt og raun ber vitni. Hægt er að veita stuðning með eftirtöldum leiðum: Styrkja í gegnum söfnunarsíðu Rauða krossins Senda sms-ið HJALP í 1900 (2.900 kr.) Styrkja í gegnum Aur (@raudikrossinn / 1235704000) Styrkja í gegnum Kass (778 3609) Leggja inn á reikning 0342-26-12, kt. 530269-2649
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun