Framkvæmd Suðurnesjalínu 2 í uppnámi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. maí 2021 06:16 Suðurnesjalína 1 er í dag eina línan sem flytur rafmagn til Suðurnesjanna. Landsnet Fyrirhuguð framkvæmd Landsnets á Suðurnesjalínu 2 er komin í uppnám að sögn upplýsingafulltrúa Landsnets, Steinunnar Þorsteinsdóttir. Þetta kemur þeim sem fylgst hafa með málinu kannski ekki á óvart en það hefur farið fram og til baka í kerfinu síðan árið 2008, þegar leggja átti svonefnda Suðvesturlínu. Í fyrra dró þó til tíðinda þegar Skipulagsstofnun skilaði umhverfismati sínu og fór Landsnet í kjölfarið að afla sér tilskyldra leyfa fyrir framkvæmdinni frá sveitarfélögum sem línan á að liggja um. Þau eru Grindavík, Hafnarfjörður, Reykjanesbær og Vogar. Landsnet fékk leyfi frá öllum sveitarfélögunum nema Vogum, sem hafnaði því að veita Landsneti framkvæmdaleyfið í mars. Vogar vilja að Landsnet leggi línuna í jörðu eins og Skipulagsstofnun mældi með í umhverfismati sínu en Landsnet hyggst leggja loftlínu, sem er mun ódýrari framkvæmd. Landsnet vísaði þessari ákvörðun Voga til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og bíða nú niðurstöðu hennar í málinu. Nefndin hefur samkvæmt lögum þrjá til sex mánuði frá því að öll gögn í málinu liggja fyrir til að kveða upp endanlegan úrskurð. Algengara er að málsmeðferðartími nefndarinnar sé nær sex mánuðum en þremur og nokkuð ljóst að engin niðurstaða fæst í það fyrr en á seinni mánuðum þessa árs. Fleiri kærur fyrir nefndinni Upplýsingafulltrúi Landsnets, Steinunn Þorsteinsdóttir, segir engin fordæmi fyrir því að framkvæmdaleyfi sem uppfyllir öll skilyrði fyrir útgáfu leyfis hafi verið hafnað og vonast eftir því að úrskurðarnefndin snúi ákvörðun Voga. Ofan á kæru Landsnets hafa svo fimm náttúruverndarsamtök kært framkvæmdaleyfin sem hin sveitarfélögin höfðu veitt Landsneti til sömu nefndar og telja þau málsmeðferð sveitarfélaganna hafa verið gallaða, grenndarkynningu hafi skort á málinu auk þess sem þau telja kerfisáætlun ólögmæta og valkostamat ófullnægjandi. Náttúruverndarsamtökin fimm eru Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands, Ungir umhverfissinnar og Hraunavinir. Sammála um þörf á annarri línu Suðurnesjalína 1 er nú eina línan sem skaffar Suðurnesjunum raforku en flestir sem koma að málinu, sveitarfélög, ráðherrar og Skipulagsstofnun virðast sammála um að þörf sé á annarri línu til að tryggja raforkuöryggi á Suðurnesjum. Sem fyrr segir strandar málið nú helst á Vogum sem vilja línuna í jörðu en ekki loftlínu. Orkumál Vogar Grindavík Hafnarfjörður Reykjanesbær Suðurnesjalína 2 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Í fyrra dró þó til tíðinda þegar Skipulagsstofnun skilaði umhverfismati sínu og fór Landsnet í kjölfarið að afla sér tilskyldra leyfa fyrir framkvæmdinni frá sveitarfélögum sem línan á að liggja um. Þau eru Grindavík, Hafnarfjörður, Reykjanesbær og Vogar. Landsnet fékk leyfi frá öllum sveitarfélögunum nema Vogum, sem hafnaði því að veita Landsneti framkvæmdaleyfið í mars. Vogar vilja að Landsnet leggi línuna í jörðu eins og Skipulagsstofnun mældi með í umhverfismati sínu en Landsnet hyggst leggja loftlínu, sem er mun ódýrari framkvæmd. Landsnet vísaði þessari ákvörðun Voga til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og bíða nú niðurstöðu hennar í málinu. Nefndin hefur samkvæmt lögum þrjá til sex mánuði frá því að öll gögn í málinu liggja fyrir til að kveða upp endanlegan úrskurð. Algengara er að málsmeðferðartími nefndarinnar sé nær sex mánuðum en þremur og nokkuð ljóst að engin niðurstaða fæst í það fyrr en á seinni mánuðum þessa árs. Fleiri kærur fyrir nefndinni Upplýsingafulltrúi Landsnets, Steinunn Þorsteinsdóttir, segir engin fordæmi fyrir því að framkvæmdaleyfi sem uppfyllir öll skilyrði fyrir útgáfu leyfis hafi verið hafnað og vonast eftir því að úrskurðarnefndin snúi ákvörðun Voga. Ofan á kæru Landsnets hafa svo fimm náttúruverndarsamtök kært framkvæmdaleyfin sem hin sveitarfélögin höfðu veitt Landsneti til sömu nefndar og telja þau málsmeðferð sveitarfélaganna hafa verið gallaða, grenndarkynningu hafi skort á málinu auk þess sem þau telja kerfisáætlun ólögmæta og valkostamat ófullnægjandi. Náttúruverndarsamtökin fimm eru Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands, Ungir umhverfissinnar og Hraunavinir. Sammála um þörf á annarri línu Suðurnesjalína 1 er nú eina línan sem skaffar Suðurnesjunum raforku en flestir sem koma að málinu, sveitarfélög, ráðherrar og Skipulagsstofnun virðast sammála um að þörf sé á annarri línu til að tryggja raforkuöryggi á Suðurnesjum. Sem fyrr segir strandar málið nú helst á Vogum sem vilja línuna í jörðu en ekki loftlínu.
Orkumál Vogar Grindavík Hafnarfjörður Reykjanesbær Suðurnesjalína 2 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira