83 hafa fallið á Gasa og herinn undirbýr frekari árásir Sylvía Hall skrifar 13. maí 2021 09:47 Íbúar leita að eigum sínum í rústum íbúðarhúss sem varð fyrir loftárás Ísraelshers. Getty/Mustafa Hassona Enn standa yfir átök á Gasa-ströndinni og hafa árásir ísraelska hersins og Hamas gengið á víxl. Ísraelsher er nú í viðbragðsstöðu við landamæri Gasasvæðisins og undirbýr frekari aðgerðir. 83 Palestínumenn hafa fallið á Gasasvæðinu frá því að átök brutust út á mánudag samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Gasa og sjö í Ísrael. Samkvæmt AP-fréttaveitunni eru sautján börn meðal hinna látnu á Gasasvæðinu og hátt í fimm hundruð særðir. Ofbeldi hefur færst í aukana í borgum víða á svæðinu eftir mikil mótmæli undanfarnar vikur. Árásum Ísraelshers var mótmælt í borginni Hebron á Vesturbakkanum í nótt.Getty/Mamoun Wazwaz Alþjóðasamtök hafa lýst yfir áhyggjum af ástandinu og kallað eftir því að vopnahlé verði gert. Egypskir embættismenn og Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst því yfir að unnið sé að sáttamiðlun í von um vopnahlé. Á miðvikudag sagði Benny Gantz, varnarmálaráðherra Ísraels, sagði í vikunni að hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna myndu standa yfir svo lengi sem þeirra væri þörf. Loftárásir Ísraela hafa beinst að leiðtogum Hamas, húsum þeirra og vistarverum. Almennir borgarar eru þó í miklum meirihluta þeirra sem hafa fallið í árásunum. Sex hæða íbúðabygging á Gasa var eyðilögð í loftárásum Ísraelshers á fimmtudag og lést einn maður eftir að hafa orðið fyrir eldflaug. Ismail Haniyeh, leiðtogi Hamas, sem stjórnar Gasa, sagðist ekki sjá fyrir endann á „átökunum við óvininn“ eins og staðan væri núna. A combination picture shows a building before and after it was destroyed by Israeli airstrikes in Gaza City. Our latest photos: https://t.co/I9movMkSap 📷 Ibraheem Abu Mustafa pic.twitter.com/LZjamGogUn— Reuters Pictures (@reuterspictures) May 12, 2021 Heilbrigðisyfirvöld á Gasa rannsaka nú dauðsföll nokkurra íbúa í nótt sem mögulega tengjast lífshættulegu gasi. Um tvær milljónir búa á Gasa-ströndinni sem er mjög þéttbýl. Svæðið hefur verið lokað af af Ísraelsmönnum og Egyptum frá því Hamas-liðar tóku þar völd árið 2007. Palestína Ísrael Tengdar fréttir Ísraelar lýsa yfir neyðarástandi í borginni Lod Stjórnvöld í Ísrael hafa lýst yfir neyðarástandi í borginni Lod, þar sem ísraelskir arabar hafa mótmælt framferði Ísraelshers á Gasasvæðinu síðustu daga. Kveikt var í bílum í borginni og tólf særðust í Lod og talar borgarstjórinn um að ástandið í borginni líkist borgarastríði. 12. maí 2021 07:53 Gerðu loftárás á þrettán hæða blokk á Gasa Ísraelsher gerði í dag fjölda loftárása á Gasa-svæðið og felldi meðal annars þrettán hæða íbúðablokk. Búið var að rýma húsið, sem féll til grunna. Enginn féll í þeirri árás en minnst þrjátíu hafa látið lífið í átökum ríkjanna tveggja. Langstærstur meirihluti þeirra er Palestínumenn. 11. maí 2021 23:02 Gerðu loftárás á þrettán hæða blokk á Gasa Ísraelsher gerði í dag fjölda loftárása á Gasa-svæðið og felldi meðal annars þrettán hæða íbúðablokk. Búið var að rýma húsið, sem féll til grunna. Enginn féll í þeirri árás en minnst þrjátíu hafa látið lífið í átökum ríkjanna tveggja. Langstærstur meirihluti þeirra er Palestínumenn. 11. maí 2021 23:02 Tugir látnir eftir loftárásir Ísraela Tugir hafa látist í átökum Ísraela og Palestínumanna síðustu daga. Ísraelar segjast hafa gert 150 loftárásir á Gasasvæðið en Hamas-samtökin hafa skotið um 300 eldflaugum síðasta sólarhringinn. 11. maí 2021 20:01 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Sjá meira
83 Palestínumenn hafa fallið á Gasasvæðinu frá því að átök brutust út á mánudag samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Gasa og sjö í Ísrael. Samkvæmt AP-fréttaveitunni eru sautján börn meðal hinna látnu á Gasasvæðinu og hátt í fimm hundruð særðir. Ofbeldi hefur færst í aukana í borgum víða á svæðinu eftir mikil mótmæli undanfarnar vikur. Árásum Ísraelshers var mótmælt í borginni Hebron á Vesturbakkanum í nótt.Getty/Mamoun Wazwaz Alþjóðasamtök hafa lýst yfir áhyggjum af ástandinu og kallað eftir því að vopnahlé verði gert. Egypskir embættismenn og Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst því yfir að unnið sé að sáttamiðlun í von um vopnahlé. Á miðvikudag sagði Benny Gantz, varnarmálaráðherra Ísraels, sagði í vikunni að hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna myndu standa yfir svo lengi sem þeirra væri þörf. Loftárásir Ísraela hafa beinst að leiðtogum Hamas, húsum þeirra og vistarverum. Almennir borgarar eru þó í miklum meirihluta þeirra sem hafa fallið í árásunum. Sex hæða íbúðabygging á Gasa var eyðilögð í loftárásum Ísraelshers á fimmtudag og lést einn maður eftir að hafa orðið fyrir eldflaug. Ismail Haniyeh, leiðtogi Hamas, sem stjórnar Gasa, sagðist ekki sjá fyrir endann á „átökunum við óvininn“ eins og staðan væri núna. A combination picture shows a building before and after it was destroyed by Israeli airstrikes in Gaza City. Our latest photos: https://t.co/I9movMkSap 📷 Ibraheem Abu Mustafa pic.twitter.com/LZjamGogUn— Reuters Pictures (@reuterspictures) May 12, 2021 Heilbrigðisyfirvöld á Gasa rannsaka nú dauðsföll nokkurra íbúa í nótt sem mögulega tengjast lífshættulegu gasi. Um tvær milljónir búa á Gasa-ströndinni sem er mjög þéttbýl. Svæðið hefur verið lokað af af Ísraelsmönnum og Egyptum frá því Hamas-liðar tóku þar völd árið 2007.
Palestína Ísrael Tengdar fréttir Ísraelar lýsa yfir neyðarástandi í borginni Lod Stjórnvöld í Ísrael hafa lýst yfir neyðarástandi í borginni Lod, þar sem ísraelskir arabar hafa mótmælt framferði Ísraelshers á Gasasvæðinu síðustu daga. Kveikt var í bílum í borginni og tólf særðust í Lod og talar borgarstjórinn um að ástandið í borginni líkist borgarastríði. 12. maí 2021 07:53 Gerðu loftárás á þrettán hæða blokk á Gasa Ísraelsher gerði í dag fjölda loftárása á Gasa-svæðið og felldi meðal annars þrettán hæða íbúðablokk. Búið var að rýma húsið, sem féll til grunna. Enginn féll í þeirri árás en minnst þrjátíu hafa látið lífið í átökum ríkjanna tveggja. Langstærstur meirihluti þeirra er Palestínumenn. 11. maí 2021 23:02 Gerðu loftárás á þrettán hæða blokk á Gasa Ísraelsher gerði í dag fjölda loftárása á Gasa-svæðið og felldi meðal annars þrettán hæða íbúðablokk. Búið var að rýma húsið, sem féll til grunna. Enginn féll í þeirri árás en minnst þrjátíu hafa látið lífið í átökum ríkjanna tveggja. Langstærstur meirihluti þeirra er Palestínumenn. 11. maí 2021 23:02 Tugir látnir eftir loftárásir Ísraela Tugir hafa látist í átökum Ísraela og Palestínumanna síðustu daga. Ísraelar segjast hafa gert 150 loftárásir á Gasasvæðið en Hamas-samtökin hafa skotið um 300 eldflaugum síðasta sólarhringinn. 11. maí 2021 20:01 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Sjá meira
Ísraelar lýsa yfir neyðarástandi í borginni Lod Stjórnvöld í Ísrael hafa lýst yfir neyðarástandi í borginni Lod, þar sem ísraelskir arabar hafa mótmælt framferði Ísraelshers á Gasasvæðinu síðustu daga. Kveikt var í bílum í borginni og tólf særðust í Lod og talar borgarstjórinn um að ástandið í borginni líkist borgarastríði. 12. maí 2021 07:53
Gerðu loftárás á þrettán hæða blokk á Gasa Ísraelsher gerði í dag fjölda loftárása á Gasa-svæðið og felldi meðal annars þrettán hæða íbúðablokk. Búið var að rýma húsið, sem féll til grunna. Enginn féll í þeirri árás en minnst þrjátíu hafa látið lífið í átökum ríkjanna tveggja. Langstærstur meirihluti þeirra er Palestínumenn. 11. maí 2021 23:02
Gerðu loftárás á þrettán hæða blokk á Gasa Ísraelsher gerði í dag fjölda loftárása á Gasa-svæðið og felldi meðal annars þrettán hæða íbúðablokk. Búið var að rýma húsið, sem féll til grunna. Enginn féll í þeirri árás en minnst þrjátíu hafa látið lífið í átökum ríkjanna tveggja. Langstærstur meirihluti þeirra er Palestínumenn. 11. maí 2021 23:02
Tugir látnir eftir loftárásir Ísraela Tugir hafa látist í átökum Ísraela og Palestínumanna síðustu daga. Ísraelar segjast hafa gert 150 loftárásir á Gasasvæðið en Hamas-samtökin hafa skotið um 300 eldflaugum síðasta sólarhringinn. 11. maí 2021 20:01