Meiri kraftur - meira gaman Logi Einarsson skrifar 13. maí 2021 08:01 Nú þegar birtir til, veiran á undanhaldi og við sjáum fram á að endurheimta loksins eðlilegra líf verður að halda vel á spilunum og tryggja að uppgangurinn framundan verði í þágu okkar allra. Við í Samfylkingunni viljum leggja okkar á vogarskálarnar svo að öll fái notið okkar góða íslenska sumars og við getum hafið upptaktinn fyrir endurreisnina að bólusetningum loknum; búið til frjórri jarðveg fyrir nýja ríkisstjórn í haust. Ríkisstjórnin hefur þegar sýnt á spilin og komið fram með ýmsar aðgerðir, margar ágætar, en það er útséð með að þau ætli ekki að gera nóg til að mæta atvinnuleysi. Úrræði fyrir námsmenn og ungt fólk eru langt því frá nægilega sterk og hægt væri að setja mun meiri kraft í nýsköpun og skapandi greinar. Þess vegna leggur Samfylkingin til sex markvissar aðgerðir til að hraða ráðningum, auka virkni á vinnumarkaði, verja afkomuöryggi og leggja grunn að kraftmikilli endurreisn. Og til að tryggja að fólk og fyrirtæki þurfi ekki að byrja að hafa áhyggjur um mitt sumar af framtíðinni. Ein mikilvægasta aðgerðin er að veittur verði tímabundinn skattafsláttur þegar einstaklingar koma aftur til starfa eftir atvinnuleysi. Einnig leggjum við til að gera fyrirtækjum kleift að ráða nýútskrifaða einstaklinga úr háskóla- og iðnnámi til starfa á ráðningarstyrk til sex mánaða. Leið Samfylkingarinnar er einföld í framkvæmd og felur í sér tvöföldun persónuafsláttar í jafn marga mánuði og einstaklingur hefur verið frá vinnu. Með þessu er komið til móts við heimili sem hafa orðið fyrir miklu tekjufalli og þurft að ganga á sjóði sína eða safna skuldum og þeim gert kleift að vinna sig hraðar upp. Þá þarf hagkerfið til framtíðar að byggja mun meira á hugviti við verðmætasköpun. Ef við ætlum að bæta lífskjör og ná tökum á atvinnuleysinu eigum við ekki bara að ræsa vélina óbreytta, heldur skapa fleiri ný og spennandi störf við nýsköpun, þróun og listir. Því leggjum við til að festa í sessi tímabundna hækkun endurgreiðslna á rannsóknar- og þróunarkostnaði og tryggja fyrirtækjum fyrirsjáanleika og hvata. Einnig að auka framlög til Tækniþróunarsjóðs svo að fleiri verkefni sem hljóta framúrskarandi einkunn verði styrkt. Auk þess viljum við styrkja sviðslista- og tónlistarfólk í sumar til að halda viðburði um allt land. Í því felast tækifæri fyrir listafólk, en þessi aðgerð stuðlar líka að skemmtilegra og litríkara sumri fyrir okkur öll sem fáum að njóta öflugrar menningardagskrár. Þessar aðgerðir borga sig, því hvert prósentustig atvinnuleysis kostar ríkissjóð 6 milljarða á hverju ári, fyrir utan þann skaða sem það hefur í för með sér fyrir heimilin og einstaklingana. Það er sóun sem við höfum ekki efni á. Verkefnið framundan er að koma fólki og fyrirtækjum hratt af stað og þar skiptir hver mánuður máli. Það er brýnt að aðgerðirnar komi strax til framkvæmda um leið og við ljúkum bólusetningum, afléttum takmörkunum og blásum til nýrrar sóknar. Við erum kraftmikil og vel menntuð þjóð, rík af hugviti og auðlindum og við eigum að setja markið hátt. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2021 Logi Einarsson Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Nú þegar birtir til, veiran á undanhaldi og við sjáum fram á að endurheimta loksins eðlilegra líf verður að halda vel á spilunum og tryggja að uppgangurinn framundan verði í þágu okkar allra. Við í Samfylkingunni viljum leggja okkar á vogarskálarnar svo að öll fái notið okkar góða íslenska sumars og við getum hafið upptaktinn fyrir endurreisnina að bólusetningum loknum; búið til frjórri jarðveg fyrir nýja ríkisstjórn í haust. Ríkisstjórnin hefur þegar sýnt á spilin og komið fram með ýmsar aðgerðir, margar ágætar, en það er útséð með að þau ætli ekki að gera nóg til að mæta atvinnuleysi. Úrræði fyrir námsmenn og ungt fólk eru langt því frá nægilega sterk og hægt væri að setja mun meiri kraft í nýsköpun og skapandi greinar. Þess vegna leggur Samfylkingin til sex markvissar aðgerðir til að hraða ráðningum, auka virkni á vinnumarkaði, verja afkomuöryggi og leggja grunn að kraftmikilli endurreisn. Og til að tryggja að fólk og fyrirtæki þurfi ekki að byrja að hafa áhyggjur um mitt sumar af framtíðinni. Ein mikilvægasta aðgerðin er að veittur verði tímabundinn skattafsláttur þegar einstaklingar koma aftur til starfa eftir atvinnuleysi. Einnig leggjum við til að gera fyrirtækjum kleift að ráða nýútskrifaða einstaklinga úr háskóla- og iðnnámi til starfa á ráðningarstyrk til sex mánaða. Leið Samfylkingarinnar er einföld í framkvæmd og felur í sér tvöföldun persónuafsláttar í jafn marga mánuði og einstaklingur hefur verið frá vinnu. Með þessu er komið til móts við heimili sem hafa orðið fyrir miklu tekjufalli og þurft að ganga á sjóði sína eða safna skuldum og þeim gert kleift að vinna sig hraðar upp. Þá þarf hagkerfið til framtíðar að byggja mun meira á hugviti við verðmætasköpun. Ef við ætlum að bæta lífskjör og ná tökum á atvinnuleysinu eigum við ekki bara að ræsa vélina óbreytta, heldur skapa fleiri ný og spennandi störf við nýsköpun, þróun og listir. Því leggjum við til að festa í sessi tímabundna hækkun endurgreiðslna á rannsóknar- og þróunarkostnaði og tryggja fyrirtækjum fyrirsjáanleika og hvata. Einnig að auka framlög til Tækniþróunarsjóðs svo að fleiri verkefni sem hljóta framúrskarandi einkunn verði styrkt. Auk þess viljum við styrkja sviðslista- og tónlistarfólk í sumar til að halda viðburði um allt land. Í því felast tækifæri fyrir listafólk, en þessi aðgerð stuðlar líka að skemmtilegra og litríkara sumri fyrir okkur öll sem fáum að njóta öflugrar menningardagskrár. Þessar aðgerðir borga sig, því hvert prósentustig atvinnuleysis kostar ríkissjóð 6 milljarða á hverju ári, fyrir utan þann skaða sem það hefur í för með sér fyrir heimilin og einstaklingana. Það er sóun sem við höfum ekki efni á. Verkefnið framundan er að koma fólki og fyrirtækjum hratt af stað og þar skiptir hver mánuður máli. Það er brýnt að aðgerðirnar komi strax til framkvæmda um leið og við ljúkum bólusetningum, afléttum takmörkunum og blásum til nýrrar sóknar. Við erum kraftmikil og vel menntuð þjóð, rík af hugviti og auðlindum og við eigum að setja markið hátt. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun