Íslenski boltinn

Sjáðu þegar Vals­menn fengu Ís­lands­meistara­bikarinn loks af­hentan

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Valsmenn með Íslandsmeistarabikarinn á Hlíðarenda fyrr í dag.
Valsmenn með Íslandsmeistarabikarinn á Hlíðarenda fyrr í dag. Vísir/Egill

Íslandsmeistarar Vals í knattspyrnu fengu titilinn loks afhentan í dag, á 110 ára afmæli félagsins. Sex mánuðum eftir að liðið tryggði sér sigur í Pepsi Max deild karla.

Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, afhenti Hauki Páli Sigurðssyni, fyrirliða Vals, bikarinn sjálfan fyrr í dag. Guðjón Guðmundsson, Gaupi, var á staðnum og tók púlsinn á mönnum.

„Við ætlum að sjálfsögðu að reyna sækja hann og það hefur ekkert breyst eins og síðustu ár. Við förum í mótið til að vinna og ætlum að reyna halda honum,“ sagði Kristinn Freyr Sigurðsson - með bikarinn sér við hlið - aðspurður út í tímabilið sem er nýhafið.

Hér að neðan má sjá myndband af herlegheitunum á Hlíðarenda.

Klippa: Valsmenn fengu loks bikarinn afhentan



Fleiri fréttir

Sjá meira


×