Ruslahaugur á sporbraut: Hættan á stórslysi eykst sífellt Samúel Karl Ólason skrifar 10. maí 2021 12:47 Gervihnöttum á sporbraut hefur fjölgað mjög á undanförnum áratugum og ruslið samhliða því. Ástandið mun líklegast versna mjög á næstu árum. ESA Spútnik, fyrsta gervihnetti jarðarbúa, var skotið á loft frá Sovétríkjunum árið 1957. Síðan þá hefur þúsundum gervihnatta og annarra muna verið skotið á braut um jörðu. Mikil óreiða ríkir á sporbraut og gífurlegt magn svokallaðs geimrusls hefur myndast þar. Rusl þetta skapar mikla hættu fyrir geimför og geimfara og ástandið mun að öllum líkindum einungis versna á komandi árum. Haldi þessi þróun áfram verður á endanum ekki hægt að skjóta geimförum frá jörðinni lengur. Aðgerða er þörf og vísindamenn víða um heim vinna að mögulegum lausnum á geimruslsvandanum. Hröð fjölgun Frá 1957 hefur mannkynið skotið um það bil 6.050 eldflaugum út í geim, samkvæmt tölfræði frá Geimvísindastofnun Evrópu, ESA. Þessar eldflaugar hafa borið um það bil 11.370 gervihnetti á sporbraut um jörðu. Þó einungis um fjögur þúsund þeirra gervihnatta séu enn virkir eru um 6.900 þeirra enn á sporbraut. Sumar eldflauganna sem fluttu þessa gervihnetti á sporbraut eru þar einnig og aðrir hlutir úr þeim eldflaugum. Geimrusl, í formi kínverksrar eldflaugar, vakti mikla athygli fyrir og um helgi. Áætlað er að rúmlega 560 atvik hafi orðið þar sem gervihnettir og annað hafa skollið saman og/eða brotnað upp í smærri hluta á sporbraut. Til samhengis má benda á tvö atvik. Þegar Kínverjar gerðu tilraun með því að skjóta eldflaug í óvirkan gervihnött árið 2007 og þegar Cosmos 2251, óvirkur rússneskur gervihnöttur, skall saman við virkan samskiptagervihnött í eigu bandaríska fyrirtækisins Iridium Satellite LLC árið 2009. Þessi tvö atvik eru talin hafa aukið geimrusl á lágri sporbraut um sjötíu prósent, samkvæmt Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA. Smáir hlutir á gífurlegum hraða Heilt yfir fylgjast geimvísindamenn með um 28.160 hlutum sem flokkaðir eru sem geimrusl og er þyngd þessara hluta metin rúm 9.300 tonn. Þetta eru þó einungis stærri hlutir á braut um jörðu. Það er áætlað að um 34 þúsund hlutir sem eru stærri en tíu sentímetrar séu á sporbraut, um 900 þúsund munir sem eru einn til tíu sentímetrar og um 128 milljónir hluta sem eru minni en sentímetri. Það kann ef til vill að virðast mjög litlir hlutir en þeir eru á gífurlega miklum hraða. Í því samhengi, ímyndið ykkur að verða fyrir krónu á allt að 56 þúsund kílómetra hraða. Hér má sjá stutt myndband frá ESA þar sem geimrusl er útskýrt á myndrænan hátt. Vegna þessara hluta eru hundruð viðvarana á því að einn þeirra stefni mögulega á gervihnött í hverri viku og þarf að breyta sporbraut fjölmargra þeirra, með gífurlegum kostnaði. Til viðbótar við það eru nokkur fyrirtæki byrjuð að skjóta gífurlegum fjölda gervihnatta á braut um jörðu. Frægast eru líklegast Starlink-gervihnettir SpaceX. Forsvarsmenn fyrirtækisins vilja senda þúsundir smárra gervihnatta á braut um jörðu og nota þá til að dreifa interneti. Eins og komið hefur fram mynda árekstrar í geimnum mikið af rusli sem getur leitt til frekari árekstra og svo koll af kolli. Þessi gerivhnatta-net, ef svo má kalla, eru talin auka líkurnar á keðjuverkun árekstra mjög. Nauðsynlegt að breyta verkferlum og hegðun Sérfræðingar áætla að munum og braki á braut um jörðu og út í geimi muni fjölga gífurlega á næstu áratugum. Breyti geimvísindastofnanir og fyrirtæki ekki verkferlum, verði á endanum ekki lengur hægt að skjóta geimförum frá jörðinni án gífurlegrar hættu á árekstri við brak. Spútnik var ekki eingöngu fyrsti gervihnöttur mannkynsins, heldur einnig fyrsta geimruslið. Um þremur mánuðum eftir að gervihnettinum var skotið á braut um jörðu seig hann aftur niður í gufuhvolfið og brann þar upp. Eins og sjá má er gífurlega mikið af geimrusli á sporbraut. Oftar en ekki, þegar gervihnöttum og öðrum munum er skotið á sporbraut, halda þeir áfram að snúast um jörðina eftir að notkun þeirra er hætt. Gamlir gervihnettir hafa skollið saman og brotnað í hundruð eða jafnvel þúsundir hluta sem eru enn á sporbraut á miklum hraða. Gerist þetta oft er hætta á að keðjuverkun myndist sem gæti grandað stórum hluta gervihnatta heimsins og myndað net braks yfir jörðinni sem fátt kæmist í gegnum. Tími til aðgerða ESA hélt í síðasta mánuði ráðsetfnu um geimrusl sem bar titilinn „Tími til aðgerða“. Stofnunin hefur sett á laggirnar verkefni Clean Space og hefur til rannsóknar ýmsar leiðir til að taka á vandamálinu sem geimrusl er. The majority of #spacedebris fragments since the start of the space age came from explosions. New technologies developed by @ESACleanSpace and others mean this won't be the case in the future.Check out more of the work being done by the #CleanSpace team https://t.co/ORxqCTLVK2 pic.twitter.com/7U17ZNhlgZ— ESA Operations (@esaoperations) April 23, 2021 Meðal þess sem ESA er að skoða er að gera breytingar á gervihnöttum. Lengja líftíma þeirra, gera forðun árekstra sjálfvirka og hanna þá þannig að þeir brenni auðveldar upp í gufhvolfinu, svo eitthvað sé nefnt. Einnig er verið að skoða leiðir til að farga geimrusli með því að reyna að hægja á því svo það falli til jarðar og brenni upp í gufuhvolfinu eða með því að flytja það á hærri sporbraut, sem kennd er við kirkjugarða, þar sem minni hætta stafar af þeim. Hér má svo sjá heimildarmynd ESA um geimrusl sem gefin var út í tilefni áðurnefndrar ráðstefnu. Geimurinn Tækni Vísindi SpaceX Sovétríkin Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira
Rusl þetta skapar mikla hættu fyrir geimför og geimfara og ástandið mun að öllum líkindum einungis versna á komandi árum. Haldi þessi þróun áfram verður á endanum ekki hægt að skjóta geimförum frá jörðinni lengur. Aðgerða er þörf og vísindamenn víða um heim vinna að mögulegum lausnum á geimruslsvandanum. Hröð fjölgun Frá 1957 hefur mannkynið skotið um það bil 6.050 eldflaugum út í geim, samkvæmt tölfræði frá Geimvísindastofnun Evrópu, ESA. Þessar eldflaugar hafa borið um það bil 11.370 gervihnetti á sporbraut um jörðu. Þó einungis um fjögur þúsund þeirra gervihnatta séu enn virkir eru um 6.900 þeirra enn á sporbraut. Sumar eldflauganna sem fluttu þessa gervihnetti á sporbraut eru þar einnig og aðrir hlutir úr þeim eldflaugum. Geimrusl, í formi kínverksrar eldflaugar, vakti mikla athygli fyrir og um helgi. Áætlað er að rúmlega 560 atvik hafi orðið þar sem gervihnettir og annað hafa skollið saman og/eða brotnað upp í smærri hluta á sporbraut. Til samhengis má benda á tvö atvik. Þegar Kínverjar gerðu tilraun með því að skjóta eldflaug í óvirkan gervihnött árið 2007 og þegar Cosmos 2251, óvirkur rússneskur gervihnöttur, skall saman við virkan samskiptagervihnött í eigu bandaríska fyrirtækisins Iridium Satellite LLC árið 2009. Þessi tvö atvik eru talin hafa aukið geimrusl á lágri sporbraut um sjötíu prósent, samkvæmt Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA. Smáir hlutir á gífurlegum hraða Heilt yfir fylgjast geimvísindamenn með um 28.160 hlutum sem flokkaðir eru sem geimrusl og er þyngd þessara hluta metin rúm 9.300 tonn. Þetta eru þó einungis stærri hlutir á braut um jörðu. Það er áætlað að um 34 þúsund hlutir sem eru stærri en tíu sentímetrar séu á sporbraut, um 900 þúsund munir sem eru einn til tíu sentímetrar og um 128 milljónir hluta sem eru minni en sentímetri. Það kann ef til vill að virðast mjög litlir hlutir en þeir eru á gífurlega miklum hraða. Í því samhengi, ímyndið ykkur að verða fyrir krónu á allt að 56 þúsund kílómetra hraða. Hér má sjá stutt myndband frá ESA þar sem geimrusl er útskýrt á myndrænan hátt. Vegna þessara hluta eru hundruð viðvarana á því að einn þeirra stefni mögulega á gervihnött í hverri viku og þarf að breyta sporbraut fjölmargra þeirra, með gífurlegum kostnaði. Til viðbótar við það eru nokkur fyrirtæki byrjuð að skjóta gífurlegum fjölda gervihnatta á braut um jörðu. Frægast eru líklegast Starlink-gervihnettir SpaceX. Forsvarsmenn fyrirtækisins vilja senda þúsundir smárra gervihnatta á braut um jörðu og nota þá til að dreifa interneti. Eins og komið hefur fram mynda árekstrar í geimnum mikið af rusli sem getur leitt til frekari árekstra og svo koll af kolli. Þessi gerivhnatta-net, ef svo má kalla, eru talin auka líkurnar á keðjuverkun árekstra mjög. Nauðsynlegt að breyta verkferlum og hegðun Sérfræðingar áætla að munum og braki á braut um jörðu og út í geimi muni fjölga gífurlega á næstu áratugum. Breyti geimvísindastofnanir og fyrirtæki ekki verkferlum, verði á endanum ekki lengur hægt að skjóta geimförum frá jörðinni án gífurlegrar hættu á árekstri við brak. Spútnik var ekki eingöngu fyrsti gervihnöttur mannkynsins, heldur einnig fyrsta geimruslið. Um þremur mánuðum eftir að gervihnettinum var skotið á braut um jörðu seig hann aftur niður í gufuhvolfið og brann þar upp. Eins og sjá má er gífurlega mikið af geimrusli á sporbraut. Oftar en ekki, þegar gervihnöttum og öðrum munum er skotið á sporbraut, halda þeir áfram að snúast um jörðina eftir að notkun þeirra er hætt. Gamlir gervihnettir hafa skollið saman og brotnað í hundruð eða jafnvel þúsundir hluta sem eru enn á sporbraut á miklum hraða. Gerist þetta oft er hætta á að keðjuverkun myndist sem gæti grandað stórum hluta gervihnatta heimsins og myndað net braks yfir jörðinni sem fátt kæmist í gegnum. Tími til aðgerða ESA hélt í síðasta mánuði ráðsetfnu um geimrusl sem bar titilinn „Tími til aðgerða“. Stofnunin hefur sett á laggirnar verkefni Clean Space og hefur til rannsóknar ýmsar leiðir til að taka á vandamálinu sem geimrusl er. The majority of #spacedebris fragments since the start of the space age came from explosions. New technologies developed by @ESACleanSpace and others mean this won't be the case in the future.Check out more of the work being done by the #CleanSpace team https://t.co/ORxqCTLVK2 pic.twitter.com/7U17ZNhlgZ— ESA Operations (@esaoperations) April 23, 2021 Meðal þess sem ESA er að skoða er að gera breytingar á gervihnöttum. Lengja líftíma þeirra, gera forðun árekstra sjálfvirka og hanna þá þannig að þeir brenni auðveldar upp í gufhvolfinu, svo eitthvað sé nefnt. Einnig er verið að skoða leiðir til að farga geimrusli með því að reyna að hægja á því svo það falli til jarðar og brenni upp í gufuhvolfinu eða með því að flytja það á hærri sporbraut, sem kennd er við kirkjugarða, þar sem minni hætta stafar af þeim. Hér má svo sjá heimildarmynd ESA um geimrusl sem gefin var út í tilefni áðurnefndrar ráðstefnu.
Geimurinn Tækni Vísindi SpaceX Sovétríkin Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira