Klárum leikinn: Framsókn í stuðningi á vinnumarkaði Þórarinn Ingi Pétursson skrifar 6. maí 2021 15:00 Síðastliðinn föstudag kynnti ríkisstjórnin frekari aðgerðir til að mæta afleiðingum Covid-19 í samfélaginu. Þetta er í takt við fyrri störf ríkisstjórnarinnar, en hún hefur sýnt kjark og ítrekað lagt fram metnaðarfullar aðgerðir með jákvæðum og áþreifanlegum niðurstöðum mörgum til hagsbóta. Hér er engin undantekning. Eins og allir vita, þá hefur Covid-19 veiran haft töluverð áhrif á vinnumarkaði hér á landi. Mikill fjöldi hefur misst sína atvinnu og heilar starfsstéttir hafa lamast. Þó svo að þessi staða er tímabundin þá getum við ekki einungis beðið eftir því að hlutirnir komast aftur á/í réttan kjöl. Mikill fjöldi landsmanna þarfnast aðgerða strax, og þeirri þörf er ríkisstjórnin að svara. Við þurfum að klára leikinn og undirbúa viðspyrnu framtíðarinnar, sem hefst strax að loknum bólusetningum. Meðal þeirra aðgerða sem ríkisstjórnin hefur lagt á laggirnar er átak Ásmundar Einars, félags- og barnamálaráðherra, „Hefjum störf“. Átakinu er ætlað að styðja fyrirtæki, sveitarfélög og félagasamtök við að ráða til sín starfsmenn og með því fjölga störfum á vinnumarkaði. Þetta átak hefur gengið vonum framar og mikill fjöldi atvinnuleitenda hefur nýtt það til að stíga aftur inn á vinnumarkað. Í ljósi velgengninnar hefur verið ákveðið að víkka átakið með eftirfarandi úrræðum: Fyrirtæki með starfsmann í ráðningarsambandi sem fær greiddar hlutabætur geta fengið styrk til endurráðningar hans í fyrra starfshlutfall. Sá styrkur miðast við hámarksfjárhæð tekjutengdra atvinnuleysisbóta í hlutfalli við hækkun starfshlutfalls viðkomandi einstaklings, auk 11,5% mótframlags af styrkfjárhæð í lífeyrissjóð í allt að fjóra mánuði. Styrkur að hámarki 100.000 kr. verður greiddur til atvinnuleitenda sem hafa verið án atvinnu frá því fyrir tíma Covid-19 og hefur ekki notið lengingar á tekjutengdu tímabili atvinnuleysisbóta. Styrkurinn verður greiddur í hlutfalli við bótarétt til þeirra atvinnuleitenda sem fengu greiddar atvinnuleysisbætur vegna aprílmánaðar og höfðu fengið greiddar atvinnuleysisbætur samfellt í fjórtán mánuði eða lengur þann 1. maí 2021. Tímabil tekjutengdra atvinnuleysisbóta verður framlengt til 1. febrúar 2022. Réttur til greiðslu tekjutengdra atvinnuleysisbóta var lengdur tímabundið úr þremur mánuðum í sex til að mæta tekjufalli vegna Covid-19 og upprunalega var gert ráð fyrir að heimilt yrði að nýta réttinn til 1. október 2021. Þetta tímabil verður nú framlengt til 1. febrúar 2022. Þetta er allt gert til að laga stöðuna á vinnumarkaði og styðja við atvinnuleitendur. Til þess er leikurinn gerður. Höfundur er varaþingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi og frambjóðandi til Alþingis fyrir sama flokk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Ingi Pétursson Framsóknarflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Vinnumarkaður Mest lesið Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Skoðun Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Síðastliðinn föstudag kynnti ríkisstjórnin frekari aðgerðir til að mæta afleiðingum Covid-19 í samfélaginu. Þetta er í takt við fyrri störf ríkisstjórnarinnar, en hún hefur sýnt kjark og ítrekað lagt fram metnaðarfullar aðgerðir með jákvæðum og áþreifanlegum niðurstöðum mörgum til hagsbóta. Hér er engin undantekning. Eins og allir vita, þá hefur Covid-19 veiran haft töluverð áhrif á vinnumarkaði hér á landi. Mikill fjöldi hefur misst sína atvinnu og heilar starfsstéttir hafa lamast. Þó svo að þessi staða er tímabundin þá getum við ekki einungis beðið eftir því að hlutirnir komast aftur á/í réttan kjöl. Mikill fjöldi landsmanna þarfnast aðgerða strax, og þeirri þörf er ríkisstjórnin að svara. Við þurfum að klára leikinn og undirbúa viðspyrnu framtíðarinnar, sem hefst strax að loknum bólusetningum. Meðal þeirra aðgerða sem ríkisstjórnin hefur lagt á laggirnar er átak Ásmundar Einars, félags- og barnamálaráðherra, „Hefjum störf“. Átakinu er ætlað að styðja fyrirtæki, sveitarfélög og félagasamtök við að ráða til sín starfsmenn og með því fjölga störfum á vinnumarkaði. Þetta átak hefur gengið vonum framar og mikill fjöldi atvinnuleitenda hefur nýtt það til að stíga aftur inn á vinnumarkað. Í ljósi velgengninnar hefur verið ákveðið að víkka átakið með eftirfarandi úrræðum: Fyrirtæki með starfsmann í ráðningarsambandi sem fær greiddar hlutabætur geta fengið styrk til endurráðningar hans í fyrra starfshlutfall. Sá styrkur miðast við hámarksfjárhæð tekjutengdra atvinnuleysisbóta í hlutfalli við hækkun starfshlutfalls viðkomandi einstaklings, auk 11,5% mótframlags af styrkfjárhæð í lífeyrissjóð í allt að fjóra mánuði. Styrkur að hámarki 100.000 kr. verður greiddur til atvinnuleitenda sem hafa verið án atvinnu frá því fyrir tíma Covid-19 og hefur ekki notið lengingar á tekjutengdu tímabili atvinnuleysisbóta. Styrkurinn verður greiddur í hlutfalli við bótarétt til þeirra atvinnuleitenda sem fengu greiddar atvinnuleysisbætur vegna aprílmánaðar og höfðu fengið greiddar atvinnuleysisbætur samfellt í fjórtán mánuði eða lengur þann 1. maí 2021. Tímabil tekjutengdra atvinnuleysisbóta verður framlengt til 1. febrúar 2022. Réttur til greiðslu tekjutengdra atvinnuleysisbóta var lengdur tímabundið úr þremur mánuðum í sex til að mæta tekjufalli vegna Covid-19 og upprunalega var gert ráð fyrir að heimilt yrði að nýta réttinn til 1. október 2021. Þetta tímabil verður nú framlengt til 1. febrúar 2022. Þetta er allt gert til að laga stöðuna á vinnumarkaði og styðja við atvinnuleitendur. Til þess er leikurinn gerður. Höfundur er varaþingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi og frambjóðandi til Alþingis fyrir sama flokk.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun