„Ef“ er orðið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 6. maí 2021 11:31 Það var hressandi að lesa nýlega Morgunblaðsgrein þeirra Árna Sigurjónssonar formanns Samtaka iðnaðarins og Sigurðar Hannessonar framkvæmdastjóra þeirra. Þeir fjölluðu þar skýrt og skilmerkilega um nýja sókn atvinnulífsins og endurreisn hagkerfisins. Þetta eru sannarlega þau mál sem mikilvægast er að stjórnvöld beiti sér fyrir og kosningarnar í haust hljóta að snúast um. Forystumenn iðnaðarins kalla eftir því að farin verði leið vaxtar en ekki opinberra umsvifa og skattlagningar. Stærsta efnahagsmálið Þeir segja: „Ef rétt er á málum haldið og réttar ákvarðanir verða teknar verður hugverkaiðnaðurinn stærsta útflutningsgrein Íslands í framtíðinni. Stærsta efnahagsmálið er að tryggja að svo geti orðið.“ Ég gæti ekki verið meira sammála enda hefur þetta verið stórt áherslumál okkar í Viðreisn. Satt best að segja held ég að flestir flokkar taki undir þetta sjónarmið. Að minnsta kosti hef ég engan heyrt tala gegn því. Hvort þessi skarpa sýn á framtíð Íslands verði að veruleika eða ekki snýst aftur á móti um eitt afar stutt orð, sem forystumennirnir nota í grein sinni. Kjarninn í grein þeirra er orðið: „Ef.“ Ef rétt er á málum haldið og ef réttar ákvarðanir verða teknar. Þetta orð „ef“ er pólitíkin í dæminu. Eðlilega vilja ábyrg hagsmunasamtök gæta sín þegar að henni kemur. Hlutirnir breytast samt ekki nema með pólitískum ákvörðunum. Helsta hindrunin Fyrir ekki margt löngu var birt skoðanakönnun sem sýndi að stjórnendur nýsköpunarfyrirtækja telja að gjaldmiðillinn sé helsta hindrunin fyrir vexti hugverkaiðnaðarins. Þetta álit hefur litla umfjöllun fengið og engan stuðning nema þá helst frá okkur í Viðreisn. Stjórnendur nýsköpunarfyrirtækja eru lítill hópur í atvinnulífinu enn sem komið er. Við fyrstu sýn gæti stuðningur við álit þeirra flokkast undir einhvers konar sérhagsmunagæslu. Þeir sem eru hins vegar á því að vöxtur þekkingariðnaðar sé stærsta efnahagsmálið í komandi kosningum hljóta að geta sameinast um að það eru almannahagsmunir að ryðja stærstu hindruninni úr vegi þess. Þannig að þeir geti einn góðan veðurdag stýrt helstu útflutningsgrein landsins. Það eru mál af þessu tagi sem pólitíkin verður að ræða og glíma við. Við í Viðreisn erum óhrædd við þá áskorun. Veruleikinn Höfum hugfast að ýmsar óafturkræfar ákvarðanir hafa verið teknar. Yfir eitt þúsund milljarða króna lántökuþörf ríkissjóðs er veruleiki. Þó að ríkisstjórnin hafi sætt gagnrýni fyrir að hafa ekki tekið nægilega stór skref strax er lítill ágreiningur um að óhjákvæmilegt var að stofna til þessara skulda. Markmiðið var að greiða fyrir endurreisn bæði einstaklinga og fyrirtækja strax eftir faraldurinn. Ríkisstjórnin hefur kynnt í fjármálaáætlun að hún verði af þessum sökum að grípa til allt að fimmtíu milljarða króna hækkunar á sköttum á miðju næsta kjörtímabili þó að engin varanleg aukning verði á ríkisumsvifum. Öll verðum við að viðurkenna að verðbólga er mun meiri en í samkeppnislöndunum og fer vaxandi. Þetta veikir samkeppnisstöðuna, alveg sérstaklega fyrir nýjan hugverkaiðnað. Vextir sem atvinnulífinu bjóðast hér eru mun hærri en í samkeppnislöndunum og fara hækkandi. Það er líka slæmt fyrir hinn nýja hugverkaiðnað. Erlendir fjárfestar hafa nú yfirgefið skuldabréfa- og hlutabréfamarkaði á Íslandi af því að þeir treysta ekki gjaldmiðlinum. Ríkissjóður á ekki kost á löngum innlendum lánum með vöxtum sem eru lægri en væntanlegur hagvöxtur, en eins og ríkisfjármálaráð hefur bent á er það forsenda þess að skuldadæmið gangi upp. Leið ríkisstjórnarinnar Ríkisstjórnin hefur þegar kynnt það sem hún telur rétt að gera til að mæta þessum ógnum. Hún hefur lagt fram frumvarp um að gefa Seðlabankanum varanlegar og ótakmarkaðar heimildir til að beita jafn víðtækum gjaldeyrishöftum og gripið var til eftir gjaldeyriskreppuna 2008. Án lýðræðislegrar umræðu. Það eru einnig skýr skilaboð til fjárfesta, ekki síst til þeirra sem vilja fjárfesta í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum. Við í Viðreisn gerum okkur grein fyrir því að gjaldeyrishöft eru líklega eina leiðin til að stuðla að stöðugleika krónunnar í núverandi umhverfi. Vilji menn halda henni þannig, án fjölþjóðlegs samstarfs, eru höft í einhverjum mæli óhjákvæmileg. Þá þurfa íhaldsflokkar einfaldlega að segja það hreint út. Gallinn er bara þessi. Auknar viðskiptahindranir til að passa upp á gengið eru alls ekki leiðin til að tryggja vöxt hugverkaiðnaðarins. Leið Viðreisnar Þess vegna höfum við í Viðreisn lagt til að við tryggjum stöðugleika krónunnar með gjaldmiðlasamstarfi við Evrópusambandið, líkt og Danir eru með. Þannig er líklegast að tryggja megi stöðugleika og viðhalda frelsi án hafta. Þetta er mjög skýrt pólitískt val. Það er um þetta sem litla „ef-ið“ snýst. Það snýst um hvort það verður haldið rétt á málum og hvort réttar pólitískar ákvarðanir verði teknar til framtíðar. Þetta er spurning um stærstu ákvörðunina er varðar íslenskan efnahag – og þar með allt íslenskt samfélag. Við í Viðreisn erum staðráðin í því að leggja okkar af mörkum til þess að sú framtíðarsýn um endurreisn Íslands, sem forystumenn Samtaka iðnaðarins skrifa um, verði veruleiki en ekki bara draumur. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það var hressandi að lesa nýlega Morgunblaðsgrein þeirra Árna Sigurjónssonar formanns Samtaka iðnaðarins og Sigurðar Hannessonar framkvæmdastjóra þeirra. Þeir fjölluðu þar skýrt og skilmerkilega um nýja sókn atvinnulífsins og endurreisn hagkerfisins. Þetta eru sannarlega þau mál sem mikilvægast er að stjórnvöld beiti sér fyrir og kosningarnar í haust hljóta að snúast um. Forystumenn iðnaðarins kalla eftir því að farin verði leið vaxtar en ekki opinberra umsvifa og skattlagningar. Stærsta efnahagsmálið Þeir segja: „Ef rétt er á málum haldið og réttar ákvarðanir verða teknar verður hugverkaiðnaðurinn stærsta útflutningsgrein Íslands í framtíðinni. Stærsta efnahagsmálið er að tryggja að svo geti orðið.“ Ég gæti ekki verið meira sammála enda hefur þetta verið stórt áherslumál okkar í Viðreisn. Satt best að segja held ég að flestir flokkar taki undir þetta sjónarmið. Að minnsta kosti hef ég engan heyrt tala gegn því. Hvort þessi skarpa sýn á framtíð Íslands verði að veruleika eða ekki snýst aftur á móti um eitt afar stutt orð, sem forystumennirnir nota í grein sinni. Kjarninn í grein þeirra er orðið: „Ef.“ Ef rétt er á málum haldið og ef réttar ákvarðanir verða teknar. Þetta orð „ef“ er pólitíkin í dæminu. Eðlilega vilja ábyrg hagsmunasamtök gæta sín þegar að henni kemur. Hlutirnir breytast samt ekki nema með pólitískum ákvörðunum. Helsta hindrunin Fyrir ekki margt löngu var birt skoðanakönnun sem sýndi að stjórnendur nýsköpunarfyrirtækja telja að gjaldmiðillinn sé helsta hindrunin fyrir vexti hugverkaiðnaðarins. Þetta álit hefur litla umfjöllun fengið og engan stuðning nema þá helst frá okkur í Viðreisn. Stjórnendur nýsköpunarfyrirtækja eru lítill hópur í atvinnulífinu enn sem komið er. Við fyrstu sýn gæti stuðningur við álit þeirra flokkast undir einhvers konar sérhagsmunagæslu. Þeir sem eru hins vegar á því að vöxtur þekkingariðnaðar sé stærsta efnahagsmálið í komandi kosningum hljóta að geta sameinast um að það eru almannahagsmunir að ryðja stærstu hindruninni úr vegi þess. Þannig að þeir geti einn góðan veðurdag stýrt helstu útflutningsgrein landsins. Það eru mál af þessu tagi sem pólitíkin verður að ræða og glíma við. Við í Viðreisn erum óhrædd við þá áskorun. Veruleikinn Höfum hugfast að ýmsar óafturkræfar ákvarðanir hafa verið teknar. Yfir eitt þúsund milljarða króna lántökuþörf ríkissjóðs er veruleiki. Þó að ríkisstjórnin hafi sætt gagnrýni fyrir að hafa ekki tekið nægilega stór skref strax er lítill ágreiningur um að óhjákvæmilegt var að stofna til þessara skulda. Markmiðið var að greiða fyrir endurreisn bæði einstaklinga og fyrirtækja strax eftir faraldurinn. Ríkisstjórnin hefur kynnt í fjármálaáætlun að hún verði af þessum sökum að grípa til allt að fimmtíu milljarða króna hækkunar á sköttum á miðju næsta kjörtímabili þó að engin varanleg aukning verði á ríkisumsvifum. Öll verðum við að viðurkenna að verðbólga er mun meiri en í samkeppnislöndunum og fer vaxandi. Þetta veikir samkeppnisstöðuna, alveg sérstaklega fyrir nýjan hugverkaiðnað. Vextir sem atvinnulífinu bjóðast hér eru mun hærri en í samkeppnislöndunum og fara hækkandi. Það er líka slæmt fyrir hinn nýja hugverkaiðnað. Erlendir fjárfestar hafa nú yfirgefið skuldabréfa- og hlutabréfamarkaði á Íslandi af því að þeir treysta ekki gjaldmiðlinum. Ríkissjóður á ekki kost á löngum innlendum lánum með vöxtum sem eru lægri en væntanlegur hagvöxtur, en eins og ríkisfjármálaráð hefur bent á er það forsenda þess að skuldadæmið gangi upp. Leið ríkisstjórnarinnar Ríkisstjórnin hefur þegar kynnt það sem hún telur rétt að gera til að mæta þessum ógnum. Hún hefur lagt fram frumvarp um að gefa Seðlabankanum varanlegar og ótakmarkaðar heimildir til að beita jafn víðtækum gjaldeyrishöftum og gripið var til eftir gjaldeyriskreppuna 2008. Án lýðræðislegrar umræðu. Það eru einnig skýr skilaboð til fjárfesta, ekki síst til þeirra sem vilja fjárfesta í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum. Við í Viðreisn gerum okkur grein fyrir því að gjaldeyrishöft eru líklega eina leiðin til að stuðla að stöðugleika krónunnar í núverandi umhverfi. Vilji menn halda henni þannig, án fjölþjóðlegs samstarfs, eru höft í einhverjum mæli óhjákvæmileg. Þá þurfa íhaldsflokkar einfaldlega að segja það hreint út. Gallinn er bara þessi. Auknar viðskiptahindranir til að passa upp á gengið eru alls ekki leiðin til að tryggja vöxt hugverkaiðnaðarins. Leið Viðreisnar Þess vegna höfum við í Viðreisn lagt til að við tryggjum stöðugleika krónunnar með gjaldmiðlasamstarfi við Evrópusambandið, líkt og Danir eru með. Þannig er líklegast að tryggja megi stöðugleika og viðhalda frelsi án hafta. Þetta er mjög skýrt pólitískt val. Það er um þetta sem litla „ef-ið“ snýst. Það snýst um hvort það verður haldið rétt á málum og hvort réttar pólitískar ákvarðanir verði teknar til framtíðar. Þetta er spurning um stærstu ákvörðunina er varðar íslenskan efnahag – og þar með allt íslenskt samfélag. Við í Viðreisn erum staðráðin í því að leggja okkar af mörkum til þess að sú framtíðarsýn um endurreisn Íslands, sem forystumenn Samtaka iðnaðarins skrifa um, verði veruleiki en ekki bara draumur. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun