Gróðureldar – hvað getur ÞÚ gert? Eyrún Viktorsdóttir skrifar 5. maí 2021 16:00 Atburðarás gærdagsins minnti okkur svo sannarlega á gróðureldahættuna og hversu nálæg hún raunverulega er. Gróðureldaváin herjar ekki einungis á stjörnurnar í Los Angeles heldur einnig Stjörnuna í Garðabæ. Við eigum það nefnilega til að tengja gróðurelda við Bandaríkin eða Ástralíu, ekki við okkar ástkæra ylhýra. Hættan er komin heim og við getum ekki sópað henni undir teppið. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins (SHS) átti stórleik í gær, eins og svo oft áður. Atburðarásin var löng, ströng og erfið en sem betur fer búum við svo vel að eiga öfluga slökkviliðsmenn- og konur sem náðu tökum á aðstæðum. Til að manna vettvanginn í Heiðmörk í gær þurftu samt sem áður allir að leggjast á árarnar þegar allt tiltækt lið var kallað út. Þar á meðal voru ekki einungis slökkviliðsmenn á vakt heldur einnig á frívakt, á námskeiðum, frá Brunavörnum Suðurnesja, Brunavörnum Árnessýslu ásamt björgunarsveitarfólki, Landhelgisgæslunni og lögreglu. Hættan var mikil og bregðast þurfti við aðstæðum hratt og vel til að tryggja öryggi, koma í veg fyrir frekari útbreiðslu og ráða niðurlögum eldsins. Lítið hefði mátt út af bregða svo illa færi og ekki er gott að hugsa „hvað ef“? Hvað ef stór eldsvoði hefði átt sér stað á sama tíma? Hvernig hefðum við tryggt öryggi landsmanna þegar 80 aðilar voru þá þegar við störf í Heiðmörk? Við kunnum að vera heppin með mannskap en búnaðurinn verður sömuleiðis að vera til staðar svo að slökkviliðsmenn- og konur geti sinnt starfi sínu eins vel og völ er á. Í gær sannaði slökkvibúnaður á þyrlum gildi sitt og í raun fengum við nýtt tískuorð þegar orðið skjóla tók skyndilega við af óróapúlsinum. Skjólan svokallaða átti stóran þátt í slökkvistarfinu en hún virkar sem stór fata sem fest er á þyrlu. Þyrlan flýgur með skjóluna og fyllir á hana t.d. í nærliggjandi vatni og ber það að lokum yfir eldana. Skjólan er öflug og rúmar um 1.600 lítra og getur reynst ómissandi þegar erfitt er að nálgast eldinn eins og í gær. Aðgengi er nefnilega ekki alltaf eins og best verður á kosið þegar gróðureldar eiga í hlut og þá getur verið gríðarlega mikilvægt að notast við skjólur. Er það mat undirritaðrar að nauðsynlegt sé að efla búnað slökkviliða og er hægt að gera það m.a. með því að festa kaup á fleiri skjólum. HMS tekur undir mikilvægi þess og mun aðhafast í því máli í kjölfar gróðureldanna í Heiðmörk í gær. Það er einfaldlega ekki nóg að eiga eina skjólu því gróðureldaváin er ekki að fara neitt. Þvert á móti virðist hún vera að færast í aukana með hinni hnattrænu hlýnun jarðar. Skógar landsins eru í miðju góðæri og vaxa sem aldrei fyrr, lággróður á borð við mosa, gras og lúpínu breiðir vel út sér og eldsmaturinn er því svo sannarlega til staðar. Aðstæður sem þessar neyða okkur til þess að vera á varðbergi, sérstaklega þegar þurrt er í lofti og vindasamt. Við mannfólkið stjórnum ekki náttúrunni og hennar áformum en við getum svo sannarlega stjórnað viðbrögðum okkar og undirbúið okkur með því að temja okkur góða siði í kringum eld og þekkja fyrstu viðbrögð. Þú kæri lesandi getur lagt þitt af mörkum í baráttunni við gróðurelda og ég hvet þig til þess að kynna þér málið á www.vertueldklar.is og www.grodureldar.is Höfundur er forvarnarfulltrúi brunavarna hjá HMS Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gróðureldar í Heiðmörk Gróðureldar á Íslandi Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Sjá meira
Atburðarás gærdagsins minnti okkur svo sannarlega á gróðureldahættuna og hversu nálæg hún raunverulega er. Gróðureldaváin herjar ekki einungis á stjörnurnar í Los Angeles heldur einnig Stjörnuna í Garðabæ. Við eigum það nefnilega til að tengja gróðurelda við Bandaríkin eða Ástralíu, ekki við okkar ástkæra ylhýra. Hættan er komin heim og við getum ekki sópað henni undir teppið. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins (SHS) átti stórleik í gær, eins og svo oft áður. Atburðarásin var löng, ströng og erfið en sem betur fer búum við svo vel að eiga öfluga slökkviliðsmenn- og konur sem náðu tökum á aðstæðum. Til að manna vettvanginn í Heiðmörk í gær þurftu samt sem áður allir að leggjast á árarnar þegar allt tiltækt lið var kallað út. Þar á meðal voru ekki einungis slökkviliðsmenn á vakt heldur einnig á frívakt, á námskeiðum, frá Brunavörnum Suðurnesja, Brunavörnum Árnessýslu ásamt björgunarsveitarfólki, Landhelgisgæslunni og lögreglu. Hættan var mikil og bregðast þurfti við aðstæðum hratt og vel til að tryggja öryggi, koma í veg fyrir frekari útbreiðslu og ráða niðurlögum eldsins. Lítið hefði mátt út af bregða svo illa færi og ekki er gott að hugsa „hvað ef“? Hvað ef stór eldsvoði hefði átt sér stað á sama tíma? Hvernig hefðum við tryggt öryggi landsmanna þegar 80 aðilar voru þá þegar við störf í Heiðmörk? Við kunnum að vera heppin með mannskap en búnaðurinn verður sömuleiðis að vera til staðar svo að slökkviliðsmenn- og konur geti sinnt starfi sínu eins vel og völ er á. Í gær sannaði slökkvibúnaður á þyrlum gildi sitt og í raun fengum við nýtt tískuorð þegar orðið skjóla tók skyndilega við af óróapúlsinum. Skjólan svokallaða átti stóran þátt í slökkvistarfinu en hún virkar sem stór fata sem fest er á þyrlu. Þyrlan flýgur með skjóluna og fyllir á hana t.d. í nærliggjandi vatni og ber það að lokum yfir eldana. Skjólan er öflug og rúmar um 1.600 lítra og getur reynst ómissandi þegar erfitt er að nálgast eldinn eins og í gær. Aðgengi er nefnilega ekki alltaf eins og best verður á kosið þegar gróðureldar eiga í hlut og þá getur verið gríðarlega mikilvægt að notast við skjólur. Er það mat undirritaðrar að nauðsynlegt sé að efla búnað slökkviliða og er hægt að gera það m.a. með því að festa kaup á fleiri skjólum. HMS tekur undir mikilvægi þess og mun aðhafast í því máli í kjölfar gróðureldanna í Heiðmörk í gær. Það er einfaldlega ekki nóg að eiga eina skjólu því gróðureldaváin er ekki að fara neitt. Þvert á móti virðist hún vera að færast í aukana með hinni hnattrænu hlýnun jarðar. Skógar landsins eru í miðju góðæri og vaxa sem aldrei fyrr, lággróður á borð við mosa, gras og lúpínu breiðir vel út sér og eldsmaturinn er því svo sannarlega til staðar. Aðstæður sem þessar neyða okkur til þess að vera á varðbergi, sérstaklega þegar þurrt er í lofti og vindasamt. Við mannfólkið stjórnum ekki náttúrunni og hennar áformum en við getum svo sannarlega stjórnað viðbrögðum okkar og undirbúið okkur með því að temja okkur góða siði í kringum eld og þekkja fyrstu viðbrögð. Þú kæri lesandi getur lagt þitt af mörkum í baráttunni við gróðurelda og ég hvet þig til þess að kynna þér málið á www.vertueldklar.is og www.grodureldar.is Höfundur er forvarnarfulltrúi brunavarna hjá HMS
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun