Um orðræðu, raddir geðveikra, einhverfu og ADHD Ingibjörg Elsa Björnsdóttir skrifar 4. maí 2021 12:00 Ég heiti Ingibjörg Elsa Björnsdóttir og ég er ljón. Ég er einhverf/ADHD og er er líka með geðræn einkenni sem flokkast undir geðrænan vanda. Einhverfa og ADHD eru taugafræðilegt ástand og skipan heilans, en ekki sjúkdómar né heilkenni. Heili minn er öðruvísi en gerist og gengur. Geðræn einkenni flokkast hinsvegar undir geðsjúkdóma. Ég hef ákveðið að ræða á opinberum vettvangi um einhverfu, ADHD og geðræna kvilla, þar sem ég skammast mín bara nákvæmlega ekkert fyrir heilann á mér og finnst fólk eins og ég, sem lifir á jaðri samfélagsins alveg eiga fullan tilverurétt. Ég er hamingjusamlega gift og á barn. Ég lifi rólegu lífi á Selfossi þar sem allir eru góðir við mig. Ég er engum til ama. En það eru samt vissir hlutir sem ég þarf að ræða í þessu samhengi. Það vita semsagt allir að ég er einhverf/ADHD og að ég hef glímt við geðræn vandamál. Það góða við það er að þegar allir vita þetta, þá fær maður ótrúlegt frelsi til að vera maður sjálfur. Samfélagið hættir í raun að búast við neinu af manni, þannig að maður getur valið að lifa í rólegheitum á jaðrinum og hafa það bara nokkuð gott. Þar getur maður unað glaður við sitt og komið fólki endalaust á óvart t.d. með því að læra klassískan söng eða semja fallega tónlist. Það eina pirrandi er að fólk heldur í raun og veru að maður sé algjörlega klikk stöðugt alla daga, sem maður er ekki. Það virðist nefnilega vera nokkuð algengur sá misskilningur að ef fólk veikist á geði einhvern tímann á ævinni, þá verði það bara klikk það sem eftir er ævinnar. Mín eigin reynsla af geðsjúkdómum er alls ekki þannig. Fyrst veiktist ég á geði árið 1985 þegar ég var 19 ára. Þá fór ég á lyf og veiktist ekki aftur fyrr en nokkrum árum síðar árið 1991. Síðan gerðist lítið í mörg ár.Síðast fann ég fyrir veikindum í janúar 2016. Í hvert skipti voru veikindin skammvinn (nokkrir dagar) og ég var fljót sjálf að leita mér aðstoðar. Ég hef semsagt innsæi í mitt eigið ástand og ég veit ósköp vel hvenær ég er veik og hvenær ekki. En samfélagið telur að ég sé alltaf klikk. Röddin er að einhverju leyti tekin frá manni þegar maður er í slíkri aðstöðu alveg eins og heimspekingurinn Foucault lýsir svo vel. Emile Dürkheim sagði einnig að samfélagið dæmdi fólk og hann sagði að fólk verði almennt að passa sig á því að dæma ekki sjálft sig með þeim dómi sem samfélagið hugsanlega kveður upp yfir hverjum og einum. Þetta gildir í raun einnig um allt venjulegt fólk, sem af einhverjum ástæðum er fordæmt og dæmt illilega af samfélaginu eða dómstólum götunnar. Ég er semagt í dálítið sérstakri aðstöðu. Ég er með fjórar alvöru háskólagráður og meðaleinkunn mín í þeim er 8,5. Ég er með meistaragráðu í umhverfisefnafræði frá einum virtasta tækniháskóla heims, en íslenskt samfélag getur samt í raun ekki tekið mark á mér, vegna þess að það er búið að dæma mig sem einhverfa/ADHD og klikk. En hvernig, ef ég er alltaf klikk, fór ég að því að ljúka fjórum háskólagráðum með meðaleinkunn 8,5? Er ekki einhver þversögn hérna einhversstaðar. Eru þetta ekki bara fordómar? En heimska heimsins er í raun ekki mitt vandamál. Vanþekking almennings á einhverfu og geðsjúkdómum er hlutur sem ég get ekki breytt svo auðveldlega. Eina sem ég get sagt ykkur er að fólk er ekki stöðugt geðveikt alla sína ævi. Það eiga allir sín góðu og slæmu tímabil. Geðveiki er tímabundið fyrirbæri og í dag eru til mjög góð lyf sem lækna geðsjúkdóma og geta haldið þeim algjörlega í skefjum. Fólk á að geta lifað tiltölulega eðlilegu lífi, ef það er reglusamt og tekur lyfin sín. Einhverfa er alls ekki sjúkdómur og fæstir einhverfir vilja vera öðruvísi en þeir eru. ADHD er líka taugafræðilegt ástand, en ekki sjúkdómur. Ég t.d. vil alls ekki vera öðruvísi en ég er. Ef ég gæti skipt um heila, myndi ég afþakka boðið pent. Ég vil því biðja ykkur öll að reyna að sýna meiri skilning gagnvart öllum þeim sem ykkur finnast vera skrýtnir og skemmtilegir. Ég er bæði skrýtin og skemmtileg og verð það áfram. Ég get aðeins breytt heiminum með því að þora að vera ég sjálf. Vona að mér hafi tekist að útskýra hlutina aðeins fyrir ykkur. Höfundur er M.Sc. M.A. B.Sc. B.A. umhverfisefnafræðingur á Selfossi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Elsa Björnsdóttir Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Ég heiti Ingibjörg Elsa Björnsdóttir og ég er ljón. Ég er einhverf/ADHD og er er líka með geðræn einkenni sem flokkast undir geðrænan vanda. Einhverfa og ADHD eru taugafræðilegt ástand og skipan heilans, en ekki sjúkdómar né heilkenni. Heili minn er öðruvísi en gerist og gengur. Geðræn einkenni flokkast hinsvegar undir geðsjúkdóma. Ég hef ákveðið að ræða á opinberum vettvangi um einhverfu, ADHD og geðræna kvilla, þar sem ég skammast mín bara nákvæmlega ekkert fyrir heilann á mér og finnst fólk eins og ég, sem lifir á jaðri samfélagsins alveg eiga fullan tilverurétt. Ég er hamingjusamlega gift og á barn. Ég lifi rólegu lífi á Selfossi þar sem allir eru góðir við mig. Ég er engum til ama. En það eru samt vissir hlutir sem ég þarf að ræða í þessu samhengi. Það vita semsagt allir að ég er einhverf/ADHD og að ég hef glímt við geðræn vandamál. Það góða við það er að þegar allir vita þetta, þá fær maður ótrúlegt frelsi til að vera maður sjálfur. Samfélagið hættir í raun að búast við neinu af manni, þannig að maður getur valið að lifa í rólegheitum á jaðrinum og hafa það bara nokkuð gott. Þar getur maður unað glaður við sitt og komið fólki endalaust á óvart t.d. með því að læra klassískan söng eða semja fallega tónlist. Það eina pirrandi er að fólk heldur í raun og veru að maður sé algjörlega klikk stöðugt alla daga, sem maður er ekki. Það virðist nefnilega vera nokkuð algengur sá misskilningur að ef fólk veikist á geði einhvern tímann á ævinni, þá verði það bara klikk það sem eftir er ævinnar. Mín eigin reynsla af geðsjúkdómum er alls ekki þannig. Fyrst veiktist ég á geði árið 1985 þegar ég var 19 ára. Þá fór ég á lyf og veiktist ekki aftur fyrr en nokkrum árum síðar árið 1991. Síðan gerðist lítið í mörg ár.Síðast fann ég fyrir veikindum í janúar 2016. Í hvert skipti voru veikindin skammvinn (nokkrir dagar) og ég var fljót sjálf að leita mér aðstoðar. Ég hef semsagt innsæi í mitt eigið ástand og ég veit ósköp vel hvenær ég er veik og hvenær ekki. En samfélagið telur að ég sé alltaf klikk. Röddin er að einhverju leyti tekin frá manni þegar maður er í slíkri aðstöðu alveg eins og heimspekingurinn Foucault lýsir svo vel. Emile Dürkheim sagði einnig að samfélagið dæmdi fólk og hann sagði að fólk verði almennt að passa sig á því að dæma ekki sjálft sig með þeim dómi sem samfélagið hugsanlega kveður upp yfir hverjum og einum. Þetta gildir í raun einnig um allt venjulegt fólk, sem af einhverjum ástæðum er fordæmt og dæmt illilega af samfélaginu eða dómstólum götunnar. Ég er semagt í dálítið sérstakri aðstöðu. Ég er með fjórar alvöru háskólagráður og meðaleinkunn mín í þeim er 8,5. Ég er með meistaragráðu í umhverfisefnafræði frá einum virtasta tækniháskóla heims, en íslenskt samfélag getur samt í raun ekki tekið mark á mér, vegna þess að það er búið að dæma mig sem einhverfa/ADHD og klikk. En hvernig, ef ég er alltaf klikk, fór ég að því að ljúka fjórum háskólagráðum með meðaleinkunn 8,5? Er ekki einhver þversögn hérna einhversstaðar. Eru þetta ekki bara fordómar? En heimska heimsins er í raun ekki mitt vandamál. Vanþekking almennings á einhverfu og geðsjúkdómum er hlutur sem ég get ekki breytt svo auðveldlega. Eina sem ég get sagt ykkur er að fólk er ekki stöðugt geðveikt alla sína ævi. Það eiga allir sín góðu og slæmu tímabil. Geðveiki er tímabundið fyrirbæri og í dag eru til mjög góð lyf sem lækna geðsjúkdóma og geta haldið þeim algjörlega í skefjum. Fólk á að geta lifað tiltölulega eðlilegu lífi, ef það er reglusamt og tekur lyfin sín. Einhverfa er alls ekki sjúkdómur og fæstir einhverfir vilja vera öðruvísi en þeir eru. ADHD er líka taugafræðilegt ástand, en ekki sjúkdómur. Ég t.d. vil alls ekki vera öðruvísi en ég er. Ef ég gæti skipt um heila, myndi ég afþakka boðið pent. Ég vil því biðja ykkur öll að reyna að sýna meiri skilning gagnvart öllum þeim sem ykkur finnast vera skrýtnir og skemmtilegir. Ég er bæði skrýtin og skemmtileg og verð það áfram. Ég get aðeins breytt heiminum með því að þora að vera ég sjálf. Vona að mér hafi tekist að útskýra hlutina aðeins fyrir ykkur. Höfundur er M.Sc. M.A. B.Sc. B.A. umhverfisefnafræðingur á Selfossi.
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar