Umgengisforeldrar eru bestu foreldrar í heimi Lúðvík Júlíusson skrifar 4. maí 2021 11:31 Þeir foreldrar sem hafa bæði umgengi og forsjá eru bestu foreldrar í heimi. Ekki er hægt að biðja um betri foreldra. Þetta eru foreldrar sem ekki hafa lögheimili barna sinna en sinna börnum sínum eins og aðrir foreldrar. Þeir bera sömu ábyrgð, taka sér frí úr vinnu, sinna börnum í veikindum, fara með börnin til læknis, skrá börnin í tómstundir, eru með þeim í sumarfríi og svo framvegis. Þeir eru óeigingjarnir og geta gefið endalaust af sér. Enginn stuðningur Þessir foreldrar gera þetta allt án þess að fá stuðning frá ríkinu. Þeir fá engar barnabætur, afslætti af kostnaði eða annað frá hinu opinbera. Umgengisforeldrar kaupa fatnað, mat, leikföng, tölvur, gefa þeim pening í bíó og svo framvegis alveg eins og aðrir foreldrar. Einnig þurfa þessi foreldrar að hafa auka herbergi. Kostnaður vegna barnanna er því nánast hinn sami og hjá öðrum foreldrum. Það eru því miður allt of margir sem halda að börn séu að fara í geymslu þegar þau fara til umgengisforeldris. Raunveruleikinn er allt annar. Ekki skráðir í tölvukerfi Þessir foreldrar eru það einstakir að oft eru þeir ekki einu sinni til hjá hinu opinbera. Einstaka skólar og sveitafélög hafa meira að segja nýlega tekið upp tölvukerfi sem aðeins lögheimilisforeldrar hafa aðgang að. Engin opinber stefna er til um samskipti skóla og foreldra sem tryggja aðgengi allra foreldra að samskipta- og upplýsingakerfum sem tengjast skólum. Svör sveitarfélaganna er að þessir foreldrar geti vel hugsað um börnin án þess að hafa aðgang að þessum upplýsingakerfum. Hugsið ykkur sparnaðinn fyrir samfélagið af því ef lögheimilisforeldrar gætu líka hugsað um börnin án þess að hafa aðgang að þessum upplýsinga- og samskiptakerfum. Enginn stuðningur umgengisforeldra barna með fötlun Börn með fötlun fara oft í umgengni á milli heimila. Enginn stuðningur fylgir börnunum og litið er á börnin sem ófötluð þegar þau eru í umgengni. Er besta leiðin til að „lækna“ fötlun(andlega- og líkamlega) einfaldlega taka börnin af lögheimili sínu og setja þau alfarið í hendur umgengisforeldra? Þetta gætu íslensk stjórnvöld kynnt betur erlendis. Hið opinbera treystir umgengisforeldrum að hugsa um fötluð börn(einnig börn með þroskaraskanir, erfiðar greiningar, geðræn vandamál o.s.fr.v.) án nokkur stuðnings. Ef umgengis- og forsjárforeldri vill fá að tala um tengilið hjá sveitarfélagi þá er því einfaldlega sagt að barnið komi því ekki við. Ef sama foreldri vill fá að sitja teymisfundi þá er því sagt að teymisfundir séu bara fyrir lögheimilisforeldrið. Ef sama foreldri vill fá umönnunarkort, sem veitir ókeypis aðgang í sund, í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn og Árbæjarsafn, þá er því sagt að það sé einkamál lögheimilisforeldrisins. Aðkoma umgengis- og forsjárforeldris að þjónustu er hvergi tryggð með lögum eða reglum. Aðkoman er aðeins leyfð svo lengi sem starfsfólki þóknast. Barn á að hafa sjálfstæðan rétt til þroska en íslensk stjórnvöld hunsa þetta með því að tengja ekki réttindin við barnið heldur eingöngu lögheimili þess. Engin réttindi fylgja barni í íslenskum lögum. Skipt búseta Ný lög um skipta búsetu breyta þessu ekki. Skipt búseta snýst í grundvallaratriðum um að foreldrar skipti með sér vaxtabótum og barnabótum. Engin almenn réttindi eru veitt. Samþætting þjónustu í þágu barna Frumvarp um samþættingu í þágu barna breyta þessu ekki heldur. Frumvarpið veitir engin réttindi heldur eru fyrst og fremst hugsuð til að láta starfsfólk í kerfinu tala betur saman. Foreldri í frumvarpinu er skilgreint sem það foreldri sem hefur lögheimili barns. Umgengis- og forsjárforeldrar hafa engin réttindi samkvæmt frumvarpinu til að vera með eða eiga aðild að ákvörðunum sem varða barnið. Umgengis- og forsjárforeldri munu áfram ekki hafa aðgang að tengilið, að upplýsingum og lausnum fyrir barn með fötlun. Þeir eiga að fara á Youtube og Gúggla lausnir. Það myndu flestir kalla mjög lágt þjónustustig í vestrænu velferðarríki. Engin barnafátækt Þó svo að umgengis- og forsjárforeldri búi í fátækt þá er sú fátækt ekki talin skaðleg barni. Þó barn upplifi allar slæmu hliðar fátæktar, t.d. verri heilsa og lakari félagslega stöðu, þá telja stjórnvöld að börn hljóti ekki skaða af sé það í höndum umgengis- og forsjárforeldris. Þetta hljóta að vera meðmæli. Samantekt Það er ekki sjálfsagður hlutur að foreldrar fái aðstoð við uppeldi barna sinn. Mörg þúsund foreldrar eru skráðir í Þjóðskrá sem barnlausir. Mörg þúsund ábyrgir foreldrar ala börnin sín upp án nokkurs stuðnings, jafnvel foreldrar sem búa í fátækt. Að tala um hækkun bóta og aukna þjónustu til foreldra sem eru að fá stuðning og þjónustu í dag eru forréttindi á meðan stórir hópar foreldra í erfiðri stöðu fá ekkert. Reynið að setja ykkur í spor þeirra foreldra sem fá ekkert. Gætuð þið alið upp börn ykkar án stuðnings? Án barnabóta, án meðlags, án eðlilegra samskipta við leik- og grunnskóla og án sömu upplýsinga? Ef börn ykkar eru með fötlun, gætuð þið alið þau upp án umönnunargreiðsla, án umönnunarkorts, án tengiliðs, án félagslegs stuðnings, án teymisfunda o.s.fr.v.? 100% Traust Enginn stjórnmálaflokkur hefur á sinni stefnuskrá að styðja við börn hjá umgengisforeldrum, jafnvel ekki þegar börn eru með fötlun. Traust til umgengisforeldra er 100%. Ef þið kannist ekki við vandamál eins og er lýst hér að ofan, þá hafið þið verið heppin. Ekki taka heppni ykkar sem sönnun á því að aðrir foreldrar eigi ekki í erfiðleikum. Þess vegna eru umgengisforeldrar bestu foreldrar í heimi. Takið ykkur þá til fyrirmyndar. Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lúðvík Júlíusson Fjölskyldumál Réttindi barna Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Þeir foreldrar sem hafa bæði umgengi og forsjá eru bestu foreldrar í heimi. Ekki er hægt að biðja um betri foreldra. Þetta eru foreldrar sem ekki hafa lögheimili barna sinna en sinna börnum sínum eins og aðrir foreldrar. Þeir bera sömu ábyrgð, taka sér frí úr vinnu, sinna börnum í veikindum, fara með börnin til læknis, skrá börnin í tómstundir, eru með þeim í sumarfríi og svo framvegis. Þeir eru óeigingjarnir og geta gefið endalaust af sér. Enginn stuðningur Þessir foreldrar gera þetta allt án þess að fá stuðning frá ríkinu. Þeir fá engar barnabætur, afslætti af kostnaði eða annað frá hinu opinbera. Umgengisforeldrar kaupa fatnað, mat, leikföng, tölvur, gefa þeim pening í bíó og svo framvegis alveg eins og aðrir foreldrar. Einnig þurfa þessi foreldrar að hafa auka herbergi. Kostnaður vegna barnanna er því nánast hinn sami og hjá öðrum foreldrum. Það eru því miður allt of margir sem halda að börn séu að fara í geymslu þegar þau fara til umgengisforeldris. Raunveruleikinn er allt annar. Ekki skráðir í tölvukerfi Þessir foreldrar eru það einstakir að oft eru þeir ekki einu sinni til hjá hinu opinbera. Einstaka skólar og sveitafélög hafa meira að segja nýlega tekið upp tölvukerfi sem aðeins lögheimilisforeldrar hafa aðgang að. Engin opinber stefna er til um samskipti skóla og foreldra sem tryggja aðgengi allra foreldra að samskipta- og upplýsingakerfum sem tengjast skólum. Svör sveitarfélaganna er að þessir foreldrar geti vel hugsað um börnin án þess að hafa aðgang að þessum upplýsingakerfum. Hugsið ykkur sparnaðinn fyrir samfélagið af því ef lögheimilisforeldrar gætu líka hugsað um börnin án þess að hafa aðgang að þessum upplýsinga- og samskiptakerfum. Enginn stuðningur umgengisforeldra barna með fötlun Börn með fötlun fara oft í umgengni á milli heimila. Enginn stuðningur fylgir börnunum og litið er á börnin sem ófötluð þegar þau eru í umgengni. Er besta leiðin til að „lækna“ fötlun(andlega- og líkamlega) einfaldlega taka börnin af lögheimili sínu og setja þau alfarið í hendur umgengisforeldra? Þetta gætu íslensk stjórnvöld kynnt betur erlendis. Hið opinbera treystir umgengisforeldrum að hugsa um fötluð börn(einnig börn með þroskaraskanir, erfiðar greiningar, geðræn vandamál o.s.fr.v.) án nokkur stuðnings. Ef umgengis- og forsjárforeldri vill fá að tala um tengilið hjá sveitarfélagi þá er því einfaldlega sagt að barnið komi því ekki við. Ef sama foreldri vill fá að sitja teymisfundi þá er því sagt að teymisfundir séu bara fyrir lögheimilisforeldrið. Ef sama foreldri vill fá umönnunarkort, sem veitir ókeypis aðgang í sund, í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn og Árbæjarsafn, þá er því sagt að það sé einkamál lögheimilisforeldrisins. Aðkoma umgengis- og forsjárforeldris að þjónustu er hvergi tryggð með lögum eða reglum. Aðkoman er aðeins leyfð svo lengi sem starfsfólki þóknast. Barn á að hafa sjálfstæðan rétt til þroska en íslensk stjórnvöld hunsa þetta með því að tengja ekki réttindin við barnið heldur eingöngu lögheimili þess. Engin réttindi fylgja barni í íslenskum lögum. Skipt búseta Ný lög um skipta búsetu breyta þessu ekki. Skipt búseta snýst í grundvallaratriðum um að foreldrar skipti með sér vaxtabótum og barnabótum. Engin almenn réttindi eru veitt. Samþætting þjónustu í þágu barna Frumvarp um samþættingu í þágu barna breyta þessu ekki heldur. Frumvarpið veitir engin réttindi heldur eru fyrst og fremst hugsuð til að láta starfsfólk í kerfinu tala betur saman. Foreldri í frumvarpinu er skilgreint sem það foreldri sem hefur lögheimili barns. Umgengis- og forsjárforeldrar hafa engin réttindi samkvæmt frumvarpinu til að vera með eða eiga aðild að ákvörðunum sem varða barnið. Umgengis- og forsjárforeldri munu áfram ekki hafa aðgang að tengilið, að upplýsingum og lausnum fyrir barn með fötlun. Þeir eiga að fara á Youtube og Gúggla lausnir. Það myndu flestir kalla mjög lágt þjónustustig í vestrænu velferðarríki. Engin barnafátækt Þó svo að umgengis- og forsjárforeldri búi í fátækt þá er sú fátækt ekki talin skaðleg barni. Þó barn upplifi allar slæmu hliðar fátæktar, t.d. verri heilsa og lakari félagslega stöðu, þá telja stjórnvöld að börn hljóti ekki skaða af sé það í höndum umgengis- og forsjárforeldris. Þetta hljóta að vera meðmæli. Samantekt Það er ekki sjálfsagður hlutur að foreldrar fái aðstoð við uppeldi barna sinn. Mörg þúsund foreldrar eru skráðir í Þjóðskrá sem barnlausir. Mörg þúsund ábyrgir foreldrar ala börnin sín upp án nokkurs stuðnings, jafnvel foreldrar sem búa í fátækt. Að tala um hækkun bóta og aukna þjónustu til foreldra sem eru að fá stuðning og þjónustu í dag eru forréttindi á meðan stórir hópar foreldra í erfiðri stöðu fá ekkert. Reynið að setja ykkur í spor þeirra foreldra sem fá ekkert. Gætuð þið alið upp börn ykkar án stuðnings? Án barnabóta, án meðlags, án eðlilegra samskipta við leik- og grunnskóla og án sömu upplýsinga? Ef börn ykkar eru með fötlun, gætuð þið alið þau upp án umönnunargreiðsla, án umönnunarkorts, án tengiliðs, án félagslegs stuðnings, án teymisfunda o.s.fr.v.? 100% Traust Enginn stjórnmálaflokkur hefur á sinni stefnuskrá að styðja við börn hjá umgengisforeldrum, jafnvel ekki þegar börn eru með fötlun. Traust til umgengisforeldra er 100%. Ef þið kannist ekki við vandamál eins og er lýst hér að ofan, þá hafið þið verið heppin. Ekki taka heppni ykkar sem sönnun á því að aðrir foreldrar eigi ekki í erfiðleikum. Þess vegna eru umgengisforeldrar bestu foreldrar í heimi. Takið ykkur þá til fyrirmyndar. Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun