Umgengisforeldrar eru bestu foreldrar í heimi Lúðvík Júlíusson skrifar 4. maí 2021 11:31 Þeir foreldrar sem hafa bæði umgengi og forsjá eru bestu foreldrar í heimi. Ekki er hægt að biðja um betri foreldra. Þetta eru foreldrar sem ekki hafa lögheimili barna sinna en sinna börnum sínum eins og aðrir foreldrar. Þeir bera sömu ábyrgð, taka sér frí úr vinnu, sinna börnum í veikindum, fara með börnin til læknis, skrá börnin í tómstundir, eru með þeim í sumarfríi og svo framvegis. Þeir eru óeigingjarnir og geta gefið endalaust af sér. Enginn stuðningur Þessir foreldrar gera þetta allt án þess að fá stuðning frá ríkinu. Þeir fá engar barnabætur, afslætti af kostnaði eða annað frá hinu opinbera. Umgengisforeldrar kaupa fatnað, mat, leikföng, tölvur, gefa þeim pening í bíó og svo framvegis alveg eins og aðrir foreldrar. Einnig þurfa þessi foreldrar að hafa auka herbergi. Kostnaður vegna barnanna er því nánast hinn sami og hjá öðrum foreldrum. Það eru því miður allt of margir sem halda að börn séu að fara í geymslu þegar þau fara til umgengisforeldris. Raunveruleikinn er allt annar. Ekki skráðir í tölvukerfi Þessir foreldrar eru það einstakir að oft eru þeir ekki einu sinni til hjá hinu opinbera. Einstaka skólar og sveitafélög hafa meira að segja nýlega tekið upp tölvukerfi sem aðeins lögheimilisforeldrar hafa aðgang að. Engin opinber stefna er til um samskipti skóla og foreldra sem tryggja aðgengi allra foreldra að samskipta- og upplýsingakerfum sem tengjast skólum. Svör sveitarfélaganna er að þessir foreldrar geti vel hugsað um börnin án þess að hafa aðgang að þessum upplýsingakerfum. Hugsið ykkur sparnaðinn fyrir samfélagið af því ef lögheimilisforeldrar gætu líka hugsað um börnin án þess að hafa aðgang að þessum upplýsinga- og samskiptakerfum. Enginn stuðningur umgengisforeldra barna með fötlun Börn með fötlun fara oft í umgengni á milli heimila. Enginn stuðningur fylgir börnunum og litið er á börnin sem ófötluð þegar þau eru í umgengni. Er besta leiðin til að „lækna“ fötlun(andlega- og líkamlega) einfaldlega taka börnin af lögheimili sínu og setja þau alfarið í hendur umgengisforeldra? Þetta gætu íslensk stjórnvöld kynnt betur erlendis. Hið opinbera treystir umgengisforeldrum að hugsa um fötluð börn(einnig börn með þroskaraskanir, erfiðar greiningar, geðræn vandamál o.s.fr.v.) án nokkur stuðnings. Ef umgengis- og forsjárforeldri vill fá að tala um tengilið hjá sveitarfélagi þá er því einfaldlega sagt að barnið komi því ekki við. Ef sama foreldri vill fá að sitja teymisfundi þá er því sagt að teymisfundir séu bara fyrir lögheimilisforeldrið. Ef sama foreldri vill fá umönnunarkort, sem veitir ókeypis aðgang í sund, í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn og Árbæjarsafn, þá er því sagt að það sé einkamál lögheimilisforeldrisins. Aðkoma umgengis- og forsjárforeldris að þjónustu er hvergi tryggð með lögum eða reglum. Aðkoman er aðeins leyfð svo lengi sem starfsfólki þóknast. Barn á að hafa sjálfstæðan rétt til þroska en íslensk stjórnvöld hunsa þetta með því að tengja ekki réttindin við barnið heldur eingöngu lögheimili þess. Engin réttindi fylgja barni í íslenskum lögum. Skipt búseta Ný lög um skipta búsetu breyta þessu ekki. Skipt búseta snýst í grundvallaratriðum um að foreldrar skipti með sér vaxtabótum og barnabótum. Engin almenn réttindi eru veitt. Samþætting þjónustu í þágu barna Frumvarp um samþættingu í þágu barna breyta þessu ekki heldur. Frumvarpið veitir engin réttindi heldur eru fyrst og fremst hugsuð til að láta starfsfólk í kerfinu tala betur saman. Foreldri í frumvarpinu er skilgreint sem það foreldri sem hefur lögheimili barns. Umgengis- og forsjárforeldrar hafa engin réttindi samkvæmt frumvarpinu til að vera með eða eiga aðild að ákvörðunum sem varða barnið. Umgengis- og forsjárforeldri munu áfram ekki hafa aðgang að tengilið, að upplýsingum og lausnum fyrir barn með fötlun. Þeir eiga að fara á Youtube og Gúggla lausnir. Það myndu flestir kalla mjög lágt þjónustustig í vestrænu velferðarríki. Engin barnafátækt Þó svo að umgengis- og forsjárforeldri búi í fátækt þá er sú fátækt ekki talin skaðleg barni. Þó barn upplifi allar slæmu hliðar fátæktar, t.d. verri heilsa og lakari félagslega stöðu, þá telja stjórnvöld að börn hljóti ekki skaða af sé það í höndum umgengis- og forsjárforeldris. Þetta hljóta að vera meðmæli. Samantekt Það er ekki sjálfsagður hlutur að foreldrar fái aðstoð við uppeldi barna sinn. Mörg þúsund foreldrar eru skráðir í Þjóðskrá sem barnlausir. Mörg þúsund ábyrgir foreldrar ala börnin sín upp án nokkurs stuðnings, jafnvel foreldrar sem búa í fátækt. Að tala um hækkun bóta og aukna þjónustu til foreldra sem eru að fá stuðning og þjónustu í dag eru forréttindi á meðan stórir hópar foreldra í erfiðri stöðu fá ekkert. Reynið að setja ykkur í spor þeirra foreldra sem fá ekkert. Gætuð þið alið upp börn ykkar án stuðnings? Án barnabóta, án meðlags, án eðlilegra samskipta við leik- og grunnskóla og án sömu upplýsinga? Ef börn ykkar eru með fötlun, gætuð þið alið þau upp án umönnunargreiðsla, án umönnunarkorts, án tengiliðs, án félagslegs stuðnings, án teymisfunda o.s.fr.v.? 100% Traust Enginn stjórnmálaflokkur hefur á sinni stefnuskrá að styðja við börn hjá umgengisforeldrum, jafnvel ekki þegar börn eru með fötlun. Traust til umgengisforeldra er 100%. Ef þið kannist ekki við vandamál eins og er lýst hér að ofan, þá hafið þið verið heppin. Ekki taka heppni ykkar sem sönnun á því að aðrir foreldrar eigi ekki í erfiðleikum. Þess vegna eru umgengisforeldrar bestu foreldrar í heimi. Takið ykkur þá til fyrirmyndar. Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lúðvík Júlíusson Fjölskyldumál Réttindi barna Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Þeir foreldrar sem hafa bæði umgengi og forsjá eru bestu foreldrar í heimi. Ekki er hægt að biðja um betri foreldra. Þetta eru foreldrar sem ekki hafa lögheimili barna sinna en sinna börnum sínum eins og aðrir foreldrar. Þeir bera sömu ábyrgð, taka sér frí úr vinnu, sinna börnum í veikindum, fara með börnin til læknis, skrá börnin í tómstundir, eru með þeim í sumarfríi og svo framvegis. Þeir eru óeigingjarnir og geta gefið endalaust af sér. Enginn stuðningur Þessir foreldrar gera þetta allt án þess að fá stuðning frá ríkinu. Þeir fá engar barnabætur, afslætti af kostnaði eða annað frá hinu opinbera. Umgengisforeldrar kaupa fatnað, mat, leikföng, tölvur, gefa þeim pening í bíó og svo framvegis alveg eins og aðrir foreldrar. Einnig þurfa þessi foreldrar að hafa auka herbergi. Kostnaður vegna barnanna er því nánast hinn sami og hjá öðrum foreldrum. Það eru því miður allt of margir sem halda að börn séu að fara í geymslu þegar þau fara til umgengisforeldris. Raunveruleikinn er allt annar. Ekki skráðir í tölvukerfi Þessir foreldrar eru það einstakir að oft eru þeir ekki einu sinni til hjá hinu opinbera. Einstaka skólar og sveitafélög hafa meira að segja nýlega tekið upp tölvukerfi sem aðeins lögheimilisforeldrar hafa aðgang að. Engin opinber stefna er til um samskipti skóla og foreldra sem tryggja aðgengi allra foreldra að samskipta- og upplýsingakerfum sem tengjast skólum. Svör sveitarfélaganna er að þessir foreldrar geti vel hugsað um börnin án þess að hafa aðgang að þessum upplýsingakerfum. Hugsið ykkur sparnaðinn fyrir samfélagið af því ef lögheimilisforeldrar gætu líka hugsað um börnin án þess að hafa aðgang að þessum upplýsinga- og samskiptakerfum. Enginn stuðningur umgengisforeldra barna með fötlun Börn með fötlun fara oft í umgengni á milli heimila. Enginn stuðningur fylgir börnunum og litið er á börnin sem ófötluð þegar þau eru í umgengni. Er besta leiðin til að „lækna“ fötlun(andlega- og líkamlega) einfaldlega taka börnin af lögheimili sínu og setja þau alfarið í hendur umgengisforeldra? Þetta gætu íslensk stjórnvöld kynnt betur erlendis. Hið opinbera treystir umgengisforeldrum að hugsa um fötluð börn(einnig börn með þroskaraskanir, erfiðar greiningar, geðræn vandamál o.s.fr.v.) án nokkur stuðnings. Ef umgengis- og forsjárforeldri vill fá að tala um tengilið hjá sveitarfélagi þá er því einfaldlega sagt að barnið komi því ekki við. Ef sama foreldri vill fá að sitja teymisfundi þá er því sagt að teymisfundir séu bara fyrir lögheimilisforeldrið. Ef sama foreldri vill fá umönnunarkort, sem veitir ókeypis aðgang í sund, í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn og Árbæjarsafn, þá er því sagt að það sé einkamál lögheimilisforeldrisins. Aðkoma umgengis- og forsjárforeldris að þjónustu er hvergi tryggð með lögum eða reglum. Aðkoman er aðeins leyfð svo lengi sem starfsfólki þóknast. Barn á að hafa sjálfstæðan rétt til þroska en íslensk stjórnvöld hunsa þetta með því að tengja ekki réttindin við barnið heldur eingöngu lögheimili þess. Engin réttindi fylgja barni í íslenskum lögum. Skipt búseta Ný lög um skipta búsetu breyta þessu ekki. Skipt búseta snýst í grundvallaratriðum um að foreldrar skipti með sér vaxtabótum og barnabótum. Engin almenn réttindi eru veitt. Samþætting þjónustu í þágu barna Frumvarp um samþættingu í þágu barna breyta þessu ekki heldur. Frumvarpið veitir engin réttindi heldur eru fyrst og fremst hugsuð til að láta starfsfólk í kerfinu tala betur saman. Foreldri í frumvarpinu er skilgreint sem það foreldri sem hefur lögheimili barns. Umgengis- og forsjárforeldrar hafa engin réttindi samkvæmt frumvarpinu til að vera með eða eiga aðild að ákvörðunum sem varða barnið. Umgengis- og forsjárforeldri munu áfram ekki hafa aðgang að tengilið, að upplýsingum og lausnum fyrir barn með fötlun. Þeir eiga að fara á Youtube og Gúggla lausnir. Það myndu flestir kalla mjög lágt þjónustustig í vestrænu velferðarríki. Engin barnafátækt Þó svo að umgengis- og forsjárforeldri búi í fátækt þá er sú fátækt ekki talin skaðleg barni. Þó barn upplifi allar slæmu hliðar fátæktar, t.d. verri heilsa og lakari félagslega stöðu, þá telja stjórnvöld að börn hljóti ekki skaða af sé það í höndum umgengis- og forsjárforeldris. Þetta hljóta að vera meðmæli. Samantekt Það er ekki sjálfsagður hlutur að foreldrar fái aðstoð við uppeldi barna sinn. Mörg þúsund foreldrar eru skráðir í Þjóðskrá sem barnlausir. Mörg þúsund ábyrgir foreldrar ala börnin sín upp án nokkurs stuðnings, jafnvel foreldrar sem búa í fátækt. Að tala um hækkun bóta og aukna þjónustu til foreldra sem eru að fá stuðning og þjónustu í dag eru forréttindi á meðan stórir hópar foreldra í erfiðri stöðu fá ekkert. Reynið að setja ykkur í spor þeirra foreldra sem fá ekkert. Gætuð þið alið upp börn ykkar án stuðnings? Án barnabóta, án meðlags, án eðlilegra samskipta við leik- og grunnskóla og án sömu upplýsinga? Ef börn ykkar eru með fötlun, gætuð þið alið þau upp án umönnunargreiðsla, án umönnunarkorts, án tengiliðs, án félagslegs stuðnings, án teymisfunda o.s.fr.v.? 100% Traust Enginn stjórnmálaflokkur hefur á sinni stefnuskrá að styðja við börn hjá umgengisforeldrum, jafnvel ekki þegar börn eru með fötlun. Traust til umgengisforeldra er 100%. Ef þið kannist ekki við vandamál eins og er lýst hér að ofan, þá hafið þið verið heppin. Ekki taka heppni ykkar sem sönnun á því að aðrir foreldrar eigi ekki í erfiðleikum. Þess vegna eru umgengisforeldrar bestu foreldrar í heimi. Takið ykkur þá til fyrirmyndar. Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna.
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun