Klárum leikinn - fyrir fjölskyldur Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 30. apríl 2021 17:00 Fjölskyldan skipar stóran sess í íslensku samfélagi. Fjölskyldur eru jafn mismunandi eins og þær eru margar. Til þess að skapa gott samfélag er lykilatriði að hlúa vel að fjölskyldum landsins. Það hefur ávallt verið stefna Framsóknarflokksins að styðja við fjölskyldur. Góð fjölskyldueining er undirstaða að framtíð barna. Tekjur heimilisins geta haft áhrif á heilsu og líðan og dregið úr samveru og gæðastundum. Síðasta ár hefur verið erfitt fyrir margar fjölskyldur en nú sér vonandi fyrir endann á þessum faraldri. Bólusetningar ganga vel og áður en við vitum af verða hjól atvinnulífsins aftur kominn í gang, og vonandi öflugri en aldrei fyrr. Þangað til að samfélagið og fjölskyldur landsins hafa komist í gegnum brimskaflinn er stjórnvöldum ljúft og skylt að styðja við fólkið í landinu. Barnabótaauki Ríkisstjórnin kynnti í dag aðgerðir til þess að styðja við fjölskyldur og atvinnulíf. Hér er um að ræða fjölþættar aðgerðir til þess að styðja bæði við heimili og fyrirtæki á lokametrum baráttunnar við heimsfaraldurinn. Einn liður í aðgerðum til þess að mæta efnahagslegum áhrifum Covid-19 er sérstakur barnabótaauki. Allir þeir sem fá greiddar tekjutengdar barnabætur fá greiddan sérstakan 30 þúsund króna barnabótaauka með hverju barni við álagningu opinberra gjalda einstaklinga í lok maí 2021. Ferðagjöf Ferðagjöfin er endurvakin, hún styrkir bæði fjölskyldur til ferðalaga innanlands sem og innlend ferðaþjónustufyrirtæki. Ferðagjöfin verður með sama sniði og í fyrra úrræði, þar sem landsmenn fá fjárhagslegan hvata til að njóta íslenskrar ferðaþjónustu. Ferðaþjónustan á Íslandi hefur orðið fyrir miklum búsifjum síðastliðið ár og því er stuðningur sem þessi mikilvægur. Ef við náum að koma fyrirtækjum í ferðaþjónustu í gegnum brimið þá verður viðspyrnan hraðari. Í góðu árferði skapar ferðaþjónustan fjölda starfa og miklar gjaldeyristekjur. Ég hvet landsmenn til að nýta ferðagjöfina í að gera eitthvað saman með fjölskyldunni, hvort sem það er stórt eða lítið. Það sem eftir stendur eru vonandi góðar minningar fyrir börn og fullorðna og öflugri ferðaþjónustufyrirtæki í landinu. Geðheilbrigði þjóðar Eftir erfiðleika síðasta árs er einnig mikilvægt að huga að geðheilbrigðismálum. Ákveðið hefur verið að leggja 600 m. kr. viðbótarframlag til geðheilbrigðismála fyrir börn og ungmenni ásamt 200 m. kr. vegna aðgerða í aðgerðaráætlun félagsmálaráðuneytisins um viðspyrnu gegn neikvæðum áhrifum Covid-19 á börn, eldri borgara, öryrkja, fólk af erlendum uppruna og öðrum félagslega viðkvæmum hópum. Margir hafa átt erfitt á síðustu misserum og útlit er fyrir að erfiðleikar síðustu mánaða geti valdið eftirköstum. Félagslegt og líkamlegt heilbrigði jafnt sem andlegt og tilfinningalegt jafnvægi er samofið velgengni í einkalífi og starfi. Með því að hlúa að geðheilbrigði hlúum við að fjölskyldum landsins. Hér hef ég stiklað á stóru, en fleiri aðgerðir eru í pakkanum. Það mikilvægasta af öllu er að standa saman á lokametrum baráttunnar við veiruna. Það sést til lands, við erum að koma í mark. Klárum þetta saman, klárum leikinn! Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Of sein til að ættleiða Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Sjá meira
Fjölskyldan skipar stóran sess í íslensku samfélagi. Fjölskyldur eru jafn mismunandi eins og þær eru margar. Til þess að skapa gott samfélag er lykilatriði að hlúa vel að fjölskyldum landsins. Það hefur ávallt verið stefna Framsóknarflokksins að styðja við fjölskyldur. Góð fjölskyldueining er undirstaða að framtíð barna. Tekjur heimilisins geta haft áhrif á heilsu og líðan og dregið úr samveru og gæðastundum. Síðasta ár hefur verið erfitt fyrir margar fjölskyldur en nú sér vonandi fyrir endann á þessum faraldri. Bólusetningar ganga vel og áður en við vitum af verða hjól atvinnulífsins aftur kominn í gang, og vonandi öflugri en aldrei fyrr. Þangað til að samfélagið og fjölskyldur landsins hafa komist í gegnum brimskaflinn er stjórnvöldum ljúft og skylt að styðja við fólkið í landinu. Barnabótaauki Ríkisstjórnin kynnti í dag aðgerðir til þess að styðja við fjölskyldur og atvinnulíf. Hér er um að ræða fjölþættar aðgerðir til þess að styðja bæði við heimili og fyrirtæki á lokametrum baráttunnar við heimsfaraldurinn. Einn liður í aðgerðum til þess að mæta efnahagslegum áhrifum Covid-19 er sérstakur barnabótaauki. Allir þeir sem fá greiddar tekjutengdar barnabætur fá greiddan sérstakan 30 þúsund króna barnabótaauka með hverju barni við álagningu opinberra gjalda einstaklinga í lok maí 2021. Ferðagjöf Ferðagjöfin er endurvakin, hún styrkir bæði fjölskyldur til ferðalaga innanlands sem og innlend ferðaþjónustufyrirtæki. Ferðagjöfin verður með sama sniði og í fyrra úrræði, þar sem landsmenn fá fjárhagslegan hvata til að njóta íslenskrar ferðaþjónustu. Ferðaþjónustan á Íslandi hefur orðið fyrir miklum búsifjum síðastliðið ár og því er stuðningur sem þessi mikilvægur. Ef við náum að koma fyrirtækjum í ferðaþjónustu í gegnum brimið þá verður viðspyrnan hraðari. Í góðu árferði skapar ferðaþjónustan fjölda starfa og miklar gjaldeyristekjur. Ég hvet landsmenn til að nýta ferðagjöfina í að gera eitthvað saman með fjölskyldunni, hvort sem það er stórt eða lítið. Það sem eftir stendur eru vonandi góðar minningar fyrir börn og fullorðna og öflugri ferðaþjónustufyrirtæki í landinu. Geðheilbrigði þjóðar Eftir erfiðleika síðasta árs er einnig mikilvægt að huga að geðheilbrigðismálum. Ákveðið hefur verið að leggja 600 m. kr. viðbótarframlag til geðheilbrigðismála fyrir börn og ungmenni ásamt 200 m. kr. vegna aðgerða í aðgerðaráætlun félagsmálaráðuneytisins um viðspyrnu gegn neikvæðum áhrifum Covid-19 á börn, eldri borgara, öryrkja, fólk af erlendum uppruna og öðrum félagslega viðkvæmum hópum. Margir hafa átt erfitt á síðustu misserum og útlit er fyrir að erfiðleikar síðustu mánaða geti valdið eftirköstum. Félagslegt og líkamlegt heilbrigði jafnt sem andlegt og tilfinningalegt jafnvægi er samofið velgengni í einkalífi og starfi. Með því að hlúa að geðheilbrigði hlúum við að fjölskyldum landsins. Hér hef ég stiklað á stóru, en fleiri aðgerðir eru í pakkanum. Það mikilvægasta af öllu er að standa saman á lokametrum baráttunnar við veiruna. Það sést til lands, við erum að koma í mark. Klárum þetta saman, klárum leikinn! Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun