Um 80 prósent þiggja bólusetningu: Sama hlutfall þiggur bóluefni AstraZeneca og Pfizer Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. apríl 2021 11:47 Þórólfur fékk fyrri sprautuna af AstraZeneca í gær og sagðist í dag ekki hafa fundið fyrir aukaverkunum. Vísir/Vilhelm Um 80 prósent þeirra sem voru boðaðir í bólusetningu með bóluefninu frá AstraZeneca þáðu bólusetningu í Laugardalshöll í gær. Þetta er sama hlutfall og mætti í bólusetningu á þriðjudaginn, þegar bólusett var með bóluefninu frá Pfizer. Frá þessu greindi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi en eins og frægt er orðið var hann meðal þeirra sem voru bólusettir í gær. Á þriðjudag voru bólusettir einstaklingar með langvinna sjúkdóma en í gær einstaklingar á aldrinum 60 til 69 ára. Þórólfur sagði að það væri ánægjulegt hversu margir hefðu þegið bólusetningu í gær, enda væri efnið jafn virkt og örugg og önnur fyrir þann hóp sem stæði það til boða. Hann sagði fjölda fyrirspurna hafa borist vegna bóluefnisins engu að síður og bað fólk um að sýna biðlund. Mikið álag væri á starfsmönnum heilsugæslunnar vegna fjölda fyrirspurna en þeim yrði öllum svarað með tíð og tíma. Þá benti hann fólki á að leita upplýsinga á covid.is og á vef Landlæknisembættisins og sagðist gruna að þar mætti finna mörg þeirra svara sem leitað væri að. Þórólfur sagði að í lok júní ættu Íslendingar að hafa fengið 360 þúsund skammta af bóluefni og væru þá ekki talin með sendingar AstraZeneca og Janssen í maí og júní, þar sem dreifingaráætlun fyrirtækjanna lægi ekki fyrir. Aðspurður sagðist Þórólfur telja afléttingaráætlun stjórnvalda raunhæfa, að því gefnu að aðgerðir á landamærunum bæru árangur og að dreifingaráætlanir lyfjaframleiðandanna stæðust. Þá sagði hann fyrri skammt bóluefnanna veita vernd gegn alvarlegum veikindum en fólk gæti enn fengið veiruna og smitað aðra. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Sjá meira
Frá þessu greindi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi en eins og frægt er orðið var hann meðal þeirra sem voru bólusettir í gær. Á þriðjudag voru bólusettir einstaklingar með langvinna sjúkdóma en í gær einstaklingar á aldrinum 60 til 69 ára. Þórólfur sagði að það væri ánægjulegt hversu margir hefðu þegið bólusetningu í gær, enda væri efnið jafn virkt og örugg og önnur fyrir þann hóp sem stæði það til boða. Hann sagði fjölda fyrirspurna hafa borist vegna bóluefnisins engu að síður og bað fólk um að sýna biðlund. Mikið álag væri á starfsmönnum heilsugæslunnar vegna fjölda fyrirspurna en þeim yrði öllum svarað með tíð og tíma. Þá benti hann fólki á að leita upplýsinga á covid.is og á vef Landlæknisembættisins og sagðist gruna að þar mætti finna mörg þeirra svara sem leitað væri að. Þórólfur sagði að í lok júní ættu Íslendingar að hafa fengið 360 þúsund skammta af bóluefni og væru þá ekki talin með sendingar AstraZeneca og Janssen í maí og júní, þar sem dreifingaráætlun fyrirtækjanna lægi ekki fyrir. Aðspurður sagðist Þórólfur telja afléttingaráætlun stjórnvalda raunhæfa, að því gefnu að aðgerðir á landamærunum bæru árangur og að dreifingaráætlanir lyfjaframleiðandanna stæðust. Þá sagði hann fyrri skammt bóluefnanna veita vernd gegn alvarlegum veikindum en fólk gæti enn fengið veiruna og smitað aðra.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Sjá meira