Gestabækur veitingastaða Karl Hrannar Sigurðsson skrifar 28. apríl 2021 12:00 Á veitingastöðum í dag hvílir skylda samkvæmt lögum að skrá gesti í númeruð sæti undir nafni, kennitölu og símanúmeri. Kveðið er á um þá skyldu í reglugerð nr. 404/2021 um takmörkun á samkomum vegna farsóttar. Markmið hennar er að hægja eins og unnt er á útbreiðslu COVID-19 sjúkdómsins. Persónuvernd sendi á dögunum frá sér leiðbeiningar um hvernig haga skuli skráningunni í samræmi við lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga („persónuverndarlög“). Undirritaður hefur sótt nokkra veitingastaði undanfarið en ekki orðið þess var að framkvæmdin á skráningu hafi verið í samræmi við umræddar leiðbeiningar. Einkum hefur skort á viðeigandi fræðslu og þá eru dæmi um að skráningarblöð hafi legið í anddyri veitingastaða líkt og gestabækur í fermingarveislum. Þetta tvennt er í andstöðu við persónuverndarlög. Undirritaður ætlar þó ekki að gagnrýna veitingastaði sérstaklega, enda telur hann ekki óeðlilegt að rekstraraðilar veitingastaða séu, upp að vissu marki, ómeðvitaðir um þær kröfur sem persónuverndarlög gera til þeirra. Markmiðið er einkum að velta því upp hvort gengið sé á stjórnarskrárvarin réttindi einstaklinga af hálfu stjórnvalda með ólögmætum hætti. Persónuupplýsingar okkar njóta stjórnarskrárvarinnar verndar Þær upplýsingar sem skráðar eru við komu okkar á veitingastaði teljast til persónuupplýsinga í skilningi persónuverndarlaga. Persónuupplýsingar eru hluti af okkar einkalífi og njóta ótvírætt stjórnarskrárvarinnar verndar. Þennan rétt okkar má einungis skerða með sérstakri lagaheimild ef brýna nauðsyn ber til vegna réttinda annarra. Ekki verður um það deilt að stjórnvöld hafa samkvæmt sóttvarnalögum nr. 19/1997 ákveðnar heimild til að skerða þennan rétt okkar. Að sama skapi verður ekki um það deilt að í því ástandi sem ríkt hefur undanfarið sé réttlætanlegt og nauðsynlegt að skerða einkalíf einstaklinga með ákveðnum aðgerðum vegna réttinda annarra. Geta stjórnvöld þá krafið veitingastaði um að skrá komu gesta? Markmið reglugerðar nr. 404/2021 um að hægja eins og unnt er á COVID-19 sjúkdómnum verður að teljast málefnalegt, enda verður sú ógn sem stafað hefur af sjúkdómnum ekki dregin í efa. Sú ákvörðun að skylda veitingastaði til að skrá komu gesta verður þó að teljast nauðsynleg til að ná umræddu markmiði. Með hliðsjón af því hlýtur það til dæmis að hafa verið mat stjórnvalda að mikil hætta sé á sýkingu á veitingastöðum, rakning sé það erfið að veitingastaðir verði að skrá komu gesta, ekki sé hægt að kalla eftir upplýsingum frá kortafyrirtækjum líkt og áður hefur tíðkast og appið muni ekki duga til að kortleggja ferðir einstaklinga. Eða hvað? Höfundur starfar sem ráðgjafi á sviði persónuverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Persónuvernd Veitingastaðir Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir Skoðun Sá „óháði“ kemur til byggða Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sá „óháði“ kemur til byggða Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Trúðslæti eða trúverðugleiki Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar Skoðun Hver vill kenna? Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller skrifar Skoðun Hvað eiga eldri borgarar að kjósa? Hjördís Hendriksdóttir skrifar Skoðun Við erum að ná árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Ég og amma mín sem er dáin Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hver tilheyrir hverjum? Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum frelsi til handfæraveiða – eflum sjávarbyggðirnar Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verja þarf friðinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mannsæmandi lífeyrislaun strax Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Munu bara allir fá dánaraðstoð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Billy bókahilla og börnin mín Þorbjörg Marínósdóttir skrifar Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Svör við atvinnuumsóknum – Ákall til atvinnurekenda Valgerður Rut Jakobsdóttir skrifar Skoðun Umræða á villigötum Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Á veitingastöðum í dag hvílir skylda samkvæmt lögum að skrá gesti í númeruð sæti undir nafni, kennitölu og símanúmeri. Kveðið er á um þá skyldu í reglugerð nr. 404/2021 um takmörkun á samkomum vegna farsóttar. Markmið hennar er að hægja eins og unnt er á útbreiðslu COVID-19 sjúkdómsins. Persónuvernd sendi á dögunum frá sér leiðbeiningar um hvernig haga skuli skráningunni í samræmi við lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga („persónuverndarlög“). Undirritaður hefur sótt nokkra veitingastaði undanfarið en ekki orðið þess var að framkvæmdin á skráningu hafi verið í samræmi við umræddar leiðbeiningar. Einkum hefur skort á viðeigandi fræðslu og þá eru dæmi um að skráningarblöð hafi legið í anddyri veitingastaða líkt og gestabækur í fermingarveislum. Þetta tvennt er í andstöðu við persónuverndarlög. Undirritaður ætlar þó ekki að gagnrýna veitingastaði sérstaklega, enda telur hann ekki óeðlilegt að rekstraraðilar veitingastaða séu, upp að vissu marki, ómeðvitaðir um þær kröfur sem persónuverndarlög gera til þeirra. Markmiðið er einkum að velta því upp hvort gengið sé á stjórnarskrárvarin réttindi einstaklinga af hálfu stjórnvalda með ólögmætum hætti. Persónuupplýsingar okkar njóta stjórnarskrárvarinnar verndar Þær upplýsingar sem skráðar eru við komu okkar á veitingastaði teljast til persónuupplýsinga í skilningi persónuverndarlaga. Persónuupplýsingar eru hluti af okkar einkalífi og njóta ótvírætt stjórnarskrárvarinnar verndar. Þennan rétt okkar má einungis skerða með sérstakri lagaheimild ef brýna nauðsyn ber til vegna réttinda annarra. Ekki verður um það deilt að stjórnvöld hafa samkvæmt sóttvarnalögum nr. 19/1997 ákveðnar heimild til að skerða þennan rétt okkar. Að sama skapi verður ekki um það deilt að í því ástandi sem ríkt hefur undanfarið sé réttlætanlegt og nauðsynlegt að skerða einkalíf einstaklinga með ákveðnum aðgerðum vegna réttinda annarra. Geta stjórnvöld þá krafið veitingastaði um að skrá komu gesta? Markmið reglugerðar nr. 404/2021 um að hægja eins og unnt er á COVID-19 sjúkdómnum verður að teljast málefnalegt, enda verður sú ógn sem stafað hefur af sjúkdómnum ekki dregin í efa. Sú ákvörðun að skylda veitingastaði til að skrá komu gesta verður þó að teljast nauðsynleg til að ná umræddu markmiði. Með hliðsjón af því hlýtur það til dæmis að hafa verið mat stjórnvalda að mikil hætta sé á sýkingu á veitingastöðum, rakning sé það erfið að veitingastaðir verði að skrá komu gesta, ekki sé hægt að kalla eftir upplýsingum frá kortafyrirtækjum líkt og áður hefur tíðkast og appið muni ekki duga til að kortleggja ferðir einstaklinga. Eða hvað? Höfundur starfar sem ráðgjafi á sviði persónuverndar.
Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar
Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar