Gestabækur veitingastaða Karl Hrannar Sigurðsson skrifar 28. apríl 2021 12:00 Á veitingastöðum í dag hvílir skylda samkvæmt lögum að skrá gesti í númeruð sæti undir nafni, kennitölu og símanúmeri. Kveðið er á um þá skyldu í reglugerð nr. 404/2021 um takmörkun á samkomum vegna farsóttar. Markmið hennar er að hægja eins og unnt er á útbreiðslu COVID-19 sjúkdómsins. Persónuvernd sendi á dögunum frá sér leiðbeiningar um hvernig haga skuli skráningunni í samræmi við lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga („persónuverndarlög“). Undirritaður hefur sótt nokkra veitingastaði undanfarið en ekki orðið þess var að framkvæmdin á skráningu hafi verið í samræmi við umræddar leiðbeiningar. Einkum hefur skort á viðeigandi fræðslu og þá eru dæmi um að skráningarblöð hafi legið í anddyri veitingastaða líkt og gestabækur í fermingarveislum. Þetta tvennt er í andstöðu við persónuverndarlög. Undirritaður ætlar þó ekki að gagnrýna veitingastaði sérstaklega, enda telur hann ekki óeðlilegt að rekstraraðilar veitingastaða séu, upp að vissu marki, ómeðvitaðir um þær kröfur sem persónuverndarlög gera til þeirra. Markmiðið er einkum að velta því upp hvort gengið sé á stjórnarskrárvarin réttindi einstaklinga af hálfu stjórnvalda með ólögmætum hætti. Persónuupplýsingar okkar njóta stjórnarskrárvarinnar verndar Þær upplýsingar sem skráðar eru við komu okkar á veitingastaði teljast til persónuupplýsinga í skilningi persónuverndarlaga. Persónuupplýsingar eru hluti af okkar einkalífi og njóta ótvírætt stjórnarskrárvarinnar verndar. Þennan rétt okkar má einungis skerða með sérstakri lagaheimild ef brýna nauðsyn ber til vegna réttinda annarra. Ekki verður um það deilt að stjórnvöld hafa samkvæmt sóttvarnalögum nr. 19/1997 ákveðnar heimild til að skerða þennan rétt okkar. Að sama skapi verður ekki um það deilt að í því ástandi sem ríkt hefur undanfarið sé réttlætanlegt og nauðsynlegt að skerða einkalíf einstaklinga með ákveðnum aðgerðum vegna réttinda annarra. Geta stjórnvöld þá krafið veitingastaði um að skrá komu gesta? Markmið reglugerðar nr. 404/2021 um að hægja eins og unnt er á COVID-19 sjúkdómnum verður að teljast málefnalegt, enda verður sú ógn sem stafað hefur af sjúkdómnum ekki dregin í efa. Sú ákvörðun að skylda veitingastaði til að skrá komu gesta verður þó að teljast nauðsynleg til að ná umræddu markmiði. Með hliðsjón af því hlýtur það til dæmis að hafa verið mat stjórnvalda að mikil hætta sé á sýkingu á veitingastöðum, rakning sé það erfið að veitingastaðir verði að skrá komu gesta, ekki sé hægt að kalla eftir upplýsingum frá kortafyrirtækjum líkt og áður hefur tíðkast og appið muni ekki duga til að kortleggja ferðir einstaklinga. Eða hvað? Höfundur starfar sem ráðgjafi á sviði persónuverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Persónuvernd Veitingastaðir Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Á veitingastöðum í dag hvílir skylda samkvæmt lögum að skrá gesti í númeruð sæti undir nafni, kennitölu og símanúmeri. Kveðið er á um þá skyldu í reglugerð nr. 404/2021 um takmörkun á samkomum vegna farsóttar. Markmið hennar er að hægja eins og unnt er á útbreiðslu COVID-19 sjúkdómsins. Persónuvernd sendi á dögunum frá sér leiðbeiningar um hvernig haga skuli skráningunni í samræmi við lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga („persónuverndarlög“). Undirritaður hefur sótt nokkra veitingastaði undanfarið en ekki orðið þess var að framkvæmdin á skráningu hafi verið í samræmi við umræddar leiðbeiningar. Einkum hefur skort á viðeigandi fræðslu og þá eru dæmi um að skráningarblöð hafi legið í anddyri veitingastaða líkt og gestabækur í fermingarveislum. Þetta tvennt er í andstöðu við persónuverndarlög. Undirritaður ætlar þó ekki að gagnrýna veitingastaði sérstaklega, enda telur hann ekki óeðlilegt að rekstraraðilar veitingastaða séu, upp að vissu marki, ómeðvitaðir um þær kröfur sem persónuverndarlög gera til þeirra. Markmiðið er einkum að velta því upp hvort gengið sé á stjórnarskrárvarin réttindi einstaklinga af hálfu stjórnvalda með ólögmætum hætti. Persónuupplýsingar okkar njóta stjórnarskrárvarinnar verndar Þær upplýsingar sem skráðar eru við komu okkar á veitingastaði teljast til persónuupplýsinga í skilningi persónuverndarlaga. Persónuupplýsingar eru hluti af okkar einkalífi og njóta ótvírætt stjórnarskrárvarinnar verndar. Þennan rétt okkar má einungis skerða með sérstakri lagaheimild ef brýna nauðsyn ber til vegna réttinda annarra. Ekki verður um það deilt að stjórnvöld hafa samkvæmt sóttvarnalögum nr. 19/1997 ákveðnar heimild til að skerða þennan rétt okkar. Að sama skapi verður ekki um það deilt að í því ástandi sem ríkt hefur undanfarið sé réttlætanlegt og nauðsynlegt að skerða einkalíf einstaklinga með ákveðnum aðgerðum vegna réttinda annarra. Geta stjórnvöld þá krafið veitingastaði um að skrá komu gesta? Markmið reglugerðar nr. 404/2021 um að hægja eins og unnt er á COVID-19 sjúkdómnum verður að teljast málefnalegt, enda verður sú ógn sem stafað hefur af sjúkdómnum ekki dregin í efa. Sú ákvörðun að skylda veitingastaði til að skrá komu gesta verður þó að teljast nauðsynleg til að ná umræddu markmiði. Með hliðsjón af því hlýtur það til dæmis að hafa verið mat stjórnvalda að mikil hætta sé á sýkingu á veitingastöðum, rakning sé það erfið að veitingastaðir verði að skrá komu gesta, ekki sé hægt að kalla eftir upplýsingum frá kortafyrirtækjum líkt og áður hefur tíðkast og appið muni ekki duga til að kortleggja ferðir einstaklinga. Eða hvað? Höfundur starfar sem ráðgjafi á sviði persónuverndar.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar