Óvíst hvort reglur hafi verið brotnar á hundrað manna árshátíð VA Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. apríl 2021 18:11 Tæplega hundrað mættu á árshátíðina á föstudag. Vísir Árshátíð í Verkmenntaskóla Austurlands, sem haldin var á föstudag, hefur verið rannsökuð af lögreglu og hefur málið nú verið sent til ákærusviðs embættisins sem mun taka ákvörðun um framhaldið. Talið er að mögulega hafi sóttvarnareglur verið brotnar en tæplega 100 voru viðstaddir árshátíðinni í Neskaupstað. Komist ákærusvið embættisins að þeirri niðurstöðu að sóttvarnalög hafi verið brotin gætu skipuleggjendur átt yfir höfði sér 250-500 þúsund króna sekt. Lilja Guðný Jóhannesdóttir, skólameistari Verkmenntaskólans, staðfesti það í samtali við fréttastofu um helgina að árshátíðin hafi farið fram í skólanum á föstudag. Sagðist hún þá hafa átt í samtali við lögregluna á Austfjörðum um hátíðina og varð niðurstaðan sú að ekki væri um sóttvarnabrot að ræða. Meint sóttvarnabrot, rannsókn Ábendingar bárust lögreglu um hugsanlegt sóttvarnarbrot á Austurlandi á föstudagskvöld....Posted by Lögreglan á Austurlandi on Monday, April 26, 2021 Ástæðu þess segir hún vera að hátíðin hafi fallið undir reglugerð um sviðslistir en þrír skemmtikraftar stigu á stokk á hátíðinni. Þegar um sviðslistir er að ræða mega alls hundrað koma saman. Veitingar voru hins vegar bornar fram á árshátíðinni en samkvæmt reglugerð um veitingastaði mega aðeins þrjátíu vera inni á veitingastað að hverju sinni. Á myndböndum, sem fréttastofa hefur undir höndum, frá hátíðinni sjást gestir sitja eða standa þétt saman án þess að bera grímur fyrir vitum. „Þau þurftu að fara með grímur frá sætum og þegar kemur að félagslífi fylgjum við reglum um sviðslistir. Þá þarftu að raða upp með meters millibili merktum sætum, 100 mega vera saman í sal og 50 á sviði. Þau mega hvergi safnast saman fleiri en 20 ef þau standa upp,“ sagði Lilja Guðný. Lilja segir hins vegar að grípa hafi þurft inn í einu sinni þegar skemmtikraftarnir hafi stigið á stokk. Þeir komu alla leið úr Reykjavík, Friðrik Dór Jónsson, Auðunn Blöndal og Steindi Jr. „Við hefðum líklega ekki leyft okkur að halda árshátíðina, þótt við megum það, ef við værum ekki í alveg smitlausum landshluta. Annars hefði ég ekki þorað þetta þó ég má,“ sagði Lilja. Síðast kom innanlandssmit upp á Austurlandi í nóvember. „Þessir krakkar eru líka saman í skólanum allan daginn alla daga.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Skóla - og menntamál Fjarðabyggð Framhaldsskólar Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Komist ákærusvið embættisins að þeirri niðurstöðu að sóttvarnalög hafi verið brotin gætu skipuleggjendur átt yfir höfði sér 250-500 þúsund króna sekt. Lilja Guðný Jóhannesdóttir, skólameistari Verkmenntaskólans, staðfesti það í samtali við fréttastofu um helgina að árshátíðin hafi farið fram í skólanum á föstudag. Sagðist hún þá hafa átt í samtali við lögregluna á Austfjörðum um hátíðina og varð niðurstaðan sú að ekki væri um sóttvarnabrot að ræða. Meint sóttvarnabrot, rannsókn Ábendingar bárust lögreglu um hugsanlegt sóttvarnarbrot á Austurlandi á föstudagskvöld....Posted by Lögreglan á Austurlandi on Monday, April 26, 2021 Ástæðu þess segir hún vera að hátíðin hafi fallið undir reglugerð um sviðslistir en þrír skemmtikraftar stigu á stokk á hátíðinni. Þegar um sviðslistir er að ræða mega alls hundrað koma saman. Veitingar voru hins vegar bornar fram á árshátíðinni en samkvæmt reglugerð um veitingastaði mega aðeins þrjátíu vera inni á veitingastað að hverju sinni. Á myndböndum, sem fréttastofa hefur undir höndum, frá hátíðinni sjást gestir sitja eða standa þétt saman án þess að bera grímur fyrir vitum. „Þau þurftu að fara með grímur frá sætum og þegar kemur að félagslífi fylgjum við reglum um sviðslistir. Þá þarftu að raða upp með meters millibili merktum sætum, 100 mega vera saman í sal og 50 á sviði. Þau mega hvergi safnast saman fleiri en 20 ef þau standa upp,“ sagði Lilja Guðný. Lilja segir hins vegar að grípa hafi þurft inn í einu sinni þegar skemmtikraftarnir hafi stigið á stokk. Þeir komu alla leið úr Reykjavík, Friðrik Dór Jónsson, Auðunn Blöndal og Steindi Jr. „Við hefðum líklega ekki leyft okkur að halda árshátíðina, þótt við megum það, ef við værum ekki í alveg smitlausum landshluta. Annars hefði ég ekki þorað þetta þó ég má,“ sagði Lilja. Síðast kom innanlandssmit upp á Austurlandi í nóvember. „Þessir krakkar eru líka saman í skólanum allan daginn alla daga.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Skóla - og menntamál Fjarðabyggð Framhaldsskólar Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira