Óvíst hvort reglur hafi verið brotnar á hundrað manna árshátíð VA Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. apríl 2021 18:11 Tæplega hundrað mættu á árshátíðina á föstudag. Vísir Árshátíð í Verkmenntaskóla Austurlands, sem haldin var á föstudag, hefur verið rannsökuð af lögreglu og hefur málið nú verið sent til ákærusviðs embættisins sem mun taka ákvörðun um framhaldið. Talið er að mögulega hafi sóttvarnareglur verið brotnar en tæplega 100 voru viðstaddir árshátíðinni í Neskaupstað. Komist ákærusvið embættisins að þeirri niðurstöðu að sóttvarnalög hafi verið brotin gætu skipuleggjendur átt yfir höfði sér 250-500 þúsund króna sekt. Lilja Guðný Jóhannesdóttir, skólameistari Verkmenntaskólans, staðfesti það í samtali við fréttastofu um helgina að árshátíðin hafi farið fram í skólanum á föstudag. Sagðist hún þá hafa átt í samtali við lögregluna á Austfjörðum um hátíðina og varð niðurstaðan sú að ekki væri um sóttvarnabrot að ræða. Meint sóttvarnabrot, rannsókn Ábendingar bárust lögreglu um hugsanlegt sóttvarnarbrot á Austurlandi á föstudagskvöld....Posted by Lögreglan á Austurlandi on Monday, April 26, 2021 Ástæðu þess segir hún vera að hátíðin hafi fallið undir reglugerð um sviðslistir en þrír skemmtikraftar stigu á stokk á hátíðinni. Þegar um sviðslistir er að ræða mega alls hundrað koma saman. Veitingar voru hins vegar bornar fram á árshátíðinni en samkvæmt reglugerð um veitingastaði mega aðeins þrjátíu vera inni á veitingastað að hverju sinni. Á myndböndum, sem fréttastofa hefur undir höndum, frá hátíðinni sjást gestir sitja eða standa þétt saman án þess að bera grímur fyrir vitum. „Þau þurftu að fara með grímur frá sætum og þegar kemur að félagslífi fylgjum við reglum um sviðslistir. Þá þarftu að raða upp með meters millibili merktum sætum, 100 mega vera saman í sal og 50 á sviði. Þau mega hvergi safnast saman fleiri en 20 ef þau standa upp,“ sagði Lilja Guðný. Lilja segir hins vegar að grípa hafi þurft inn í einu sinni þegar skemmtikraftarnir hafi stigið á stokk. Þeir komu alla leið úr Reykjavík, Friðrik Dór Jónsson, Auðunn Blöndal og Steindi Jr. „Við hefðum líklega ekki leyft okkur að halda árshátíðina, þótt við megum það, ef við værum ekki í alveg smitlausum landshluta. Annars hefði ég ekki þorað þetta þó ég má,“ sagði Lilja. Síðast kom innanlandssmit upp á Austurlandi í nóvember. „Þessir krakkar eru líka saman í skólanum allan daginn alla daga.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Skóla - og menntamál Fjarðabyggð Framhaldsskólar Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Komist ákærusvið embættisins að þeirri niðurstöðu að sóttvarnalög hafi verið brotin gætu skipuleggjendur átt yfir höfði sér 250-500 þúsund króna sekt. Lilja Guðný Jóhannesdóttir, skólameistari Verkmenntaskólans, staðfesti það í samtali við fréttastofu um helgina að árshátíðin hafi farið fram í skólanum á föstudag. Sagðist hún þá hafa átt í samtali við lögregluna á Austfjörðum um hátíðina og varð niðurstaðan sú að ekki væri um sóttvarnabrot að ræða. Meint sóttvarnabrot, rannsókn Ábendingar bárust lögreglu um hugsanlegt sóttvarnarbrot á Austurlandi á föstudagskvöld....Posted by Lögreglan á Austurlandi on Monday, April 26, 2021 Ástæðu þess segir hún vera að hátíðin hafi fallið undir reglugerð um sviðslistir en þrír skemmtikraftar stigu á stokk á hátíðinni. Þegar um sviðslistir er að ræða mega alls hundrað koma saman. Veitingar voru hins vegar bornar fram á árshátíðinni en samkvæmt reglugerð um veitingastaði mega aðeins þrjátíu vera inni á veitingastað að hverju sinni. Á myndböndum, sem fréttastofa hefur undir höndum, frá hátíðinni sjást gestir sitja eða standa þétt saman án þess að bera grímur fyrir vitum. „Þau þurftu að fara með grímur frá sætum og þegar kemur að félagslífi fylgjum við reglum um sviðslistir. Þá þarftu að raða upp með meters millibili merktum sætum, 100 mega vera saman í sal og 50 á sviði. Þau mega hvergi safnast saman fleiri en 20 ef þau standa upp,“ sagði Lilja Guðný. Lilja segir hins vegar að grípa hafi þurft inn í einu sinni þegar skemmtikraftarnir hafi stigið á stokk. Þeir komu alla leið úr Reykjavík, Friðrik Dór Jónsson, Auðunn Blöndal og Steindi Jr. „Við hefðum líklega ekki leyft okkur að halda árshátíðina, þótt við megum það, ef við værum ekki í alveg smitlausum landshluta. Annars hefði ég ekki þorað þetta þó ég má,“ sagði Lilja. Síðast kom innanlandssmit upp á Austurlandi í nóvember. „Þessir krakkar eru líka saman í skólanum allan daginn alla daga.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Skóla - og menntamál Fjarðabyggð Framhaldsskólar Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira