Þjónandi forysta Eva Björk Harðardóttir skrifar 19. apríl 2021 07:01 Kynin eru almennt ólík að eðlisfari. Mismunandi hormón hafa áhrif á hvaða hlutar heilans í hverju kyni fyrir sig eru virkari en önnur. Við hugsum oft og leysum mál með mismunandi hætti eftir kynjum því styrkleikar okkar eru mismunandi. Við myndum alla jafna sambönd við okkar lífsförunauta út frá því hvernig við getum bætt hvert annað upp og virðumst oft dragast að andstæðum okkar. Tökum eftir hvernig hjón eru oft á tíðum ótrúlega ólík en samt samhent og farsæl í lífinu. Leiðtoga þessa lands þyrfti að mínu mati að velja sem þverskurð af því samfélagi sem þeim er ætlað að leiða eða þjóna hverju sinni. Þannig ættum við að ná sem bestum árangri þegar kemur að því að velta upp öllum hliðum þeirra mála sem við erum að glíma við hverju sinni. Afdrifaríkar ákvarðanatökur sem snerta líf og afkomu fólks í landinu má ekki gjaldfella með því að velja í leiðtogahlutverkin einhæfar stereotýpur með sömu menntun, búsetu og uppruna. Ég hef alla tíð aðhyllst þá aðferðarfræði, að leiðtogi þurfi að vera þjónn þeirra sem hann leiðir. Löngu áður en ég hafði heyrt um eða lesið mér til um þjónandi leiðtoga. Fyrst sem kennari, þar sem nemendur mínir og foreldrar voru þeir aðilar sem ég var að þjóna og síðar sem hótelstjóri. Þar uppgötvaði ég fljótlega að þar sem ég gat ekki sjálf verið í öllum hlutverkum til lengdar þá yrði ég að þjóna mínu starfsfólki á þann hátt að þau hefðu þau tæki og tól sem þau þörfnuðust til að þjóna gestum hótelsins þannig að þeir færu ánægðir frá okkur. Einnig er það ótvírætt þannig að ánægður starfsmaður er mun hæfari til að veita betri þjónustu en ósáttur starfsmaður. Sömu hugmyndafræði hef ég notað í sveitarstjórnarmálunum. Þeir sem veljast til forystu þurfa að mínu mati að vera tilbúnir að vera þjónar þess samfélags sem velur þá í það hlutverk ef vel á að vera. Það þýðir ekki það að slíkir leiðtogar verði þá eins og viljalaus verkfæri. Ákveðin framtíðarsýn og sterk gildi eru nauðsynlegt veganesti því ef þú ætlar að taka spor inn í framtíðina og ná fólkinu með þér, þá er eins gott að snúast ekki eins og skopparakringla eftir skoðunum síðasta ræðumanns. Á tímum þarf að taka erfiðar ákvarðanir en þá er eins gott að þær séu réttar fyrir heildina og skref í rétta átt þótt það komi ekki í ljós fyrr en seinna. Alþingismaður þarf að vera tilbúinn til að slá vörð um fólkið og fyrirtækin í landinu og veita þeim þá þjónustu sem þau þurfa á að halda til að geta vaxið og lifað góðu lífi í þessu landi. Ég tel mjög nauðsynlegt að koma hreint fram með skoðanir á umdeildum málaflokkum. Oft finnst mér eins og fólk veigri sér við að taka umræðuna ef skoðanir eru skiptar. Ég hef sjálf fallið í þá gryfju. En kjósendur eiga rétt á því að vita nákvæmlega fyrir hvað viðkomandi frambjóðendur standa, skoðanir þeirra og gildi. Ef við frambjóðendur, bjóðum uppá orðræðu sem við höldum að kjósendur vilji heyra í stað þess að koma hreint fram og bera það á borð sem kjósendur þurfa að heyra, þá erum við að svíkja þá. Höfundur er í framboði til prófkjörs Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi 29. maí nk. og sækist eftir 2.-3.sæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Suðurkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Kynin eru almennt ólík að eðlisfari. Mismunandi hormón hafa áhrif á hvaða hlutar heilans í hverju kyni fyrir sig eru virkari en önnur. Við hugsum oft og leysum mál með mismunandi hætti eftir kynjum því styrkleikar okkar eru mismunandi. Við myndum alla jafna sambönd við okkar lífsförunauta út frá því hvernig við getum bætt hvert annað upp og virðumst oft dragast að andstæðum okkar. Tökum eftir hvernig hjón eru oft á tíðum ótrúlega ólík en samt samhent og farsæl í lífinu. Leiðtoga þessa lands þyrfti að mínu mati að velja sem þverskurð af því samfélagi sem þeim er ætlað að leiða eða þjóna hverju sinni. Þannig ættum við að ná sem bestum árangri þegar kemur að því að velta upp öllum hliðum þeirra mála sem við erum að glíma við hverju sinni. Afdrifaríkar ákvarðanatökur sem snerta líf og afkomu fólks í landinu má ekki gjaldfella með því að velja í leiðtogahlutverkin einhæfar stereotýpur með sömu menntun, búsetu og uppruna. Ég hef alla tíð aðhyllst þá aðferðarfræði, að leiðtogi þurfi að vera þjónn þeirra sem hann leiðir. Löngu áður en ég hafði heyrt um eða lesið mér til um þjónandi leiðtoga. Fyrst sem kennari, þar sem nemendur mínir og foreldrar voru þeir aðilar sem ég var að þjóna og síðar sem hótelstjóri. Þar uppgötvaði ég fljótlega að þar sem ég gat ekki sjálf verið í öllum hlutverkum til lengdar þá yrði ég að þjóna mínu starfsfólki á þann hátt að þau hefðu þau tæki og tól sem þau þörfnuðust til að þjóna gestum hótelsins þannig að þeir færu ánægðir frá okkur. Einnig er það ótvírætt þannig að ánægður starfsmaður er mun hæfari til að veita betri þjónustu en ósáttur starfsmaður. Sömu hugmyndafræði hef ég notað í sveitarstjórnarmálunum. Þeir sem veljast til forystu þurfa að mínu mati að vera tilbúnir að vera þjónar þess samfélags sem velur þá í það hlutverk ef vel á að vera. Það þýðir ekki það að slíkir leiðtogar verði þá eins og viljalaus verkfæri. Ákveðin framtíðarsýn og sterk gildi eru nauðsynlegt veganesti því ef þú ætlar að taka spor inn í framtíðina og ná fólkinu með þér, þá er eins gott að snúast ekki eins og skopparakringla eftir skoðunum síðasta ræðumanns. Á tímum þarf að taka erfiðar ákvarðanir en þá er eins gott að þær séu réttar fyrir heildina og skref í rétta átt þótt það komi ekki í ljós fyrr en seinna. Alþingismaður þarf að vera tilbúinn til að slá vörð um fólkið og fyrirtækin í landinu og veita þeim þá þjónustu sem þau þurfa á að halda til að geta vaxið og lifað góðu lífi í þessu landi. Ég tel mjög nauðsynlegt að koma hreint fram með skoðanir á umdeildum málaflokkum. Oft finnst mér eins og fólk veigri sér við að taka umræðuna ef skoðanir eru skiptar. Ég hef sjálf fallið í þá gryfju. En kjósendur eiga rétt á því að vita nákvæmlega fyrir hvað viðkomandi frambjóðendur standa, skoðanir þeirra og gildi. Ef við frambjóðendur, bjóðum uppá orðræðu sem við höldum að kjósendur vilji heyra í stað þess að koma hreint fram og bera það á borð sem kjósendur þurfa að heyra, þá erum við að svíkja þá. Höfundur er í framboði til prófkjörs Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi 29. maí nk. og sækist eftir 2.-3.sæti.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun