Bandaríkjamenn og Íranir hefja viðræður um kjarnorkusamning Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. apríl 2021 23:33 Óformlegar viðræður milli Bandaríkjanna og Íran til þess að endurvekja kjarnorkusamning ríkjanna frá 2015 munu hefjast á þriðjudag í Vín. Vísir/Getty Óformlegar viðræður milli Bandaríkjanna og Íran til þess að endurvekja kjarnorkusamning ríkjanna frá 2015 munu hefjast á þriðjudag í Vín. Yfirvöld í Teheran hafa neitað að setjast formlega við samningsborðið en Bandaríkin segja fundinn marka jákvætt skref. Stefnt er að því að ríkin komist að samkomulagi um stefnu samningsins á næstu tveimur mánuðum að sögn starfsmanns Evrópusambandsins, sem verður tengiliður ríkjanna í viðræðunum. Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, dró Bandaríkin einhliða úr samningnum árið 2018 og lagði viðskiptaþvinganir á Íran að nýju. Í kjölfarið braut Íran fjölda skilyrða sem fylgdu samningnum, sem var gerður til þess að takmarka kjarnorkuumsvif ríkisins. Joe Biden, arftaki Trumps, hefur unnið að því frá því að hann tók við embætti í janúar að blása lífi í samninginn að nýju. Yfirvöld í Teheran og Washington hafa hins vegar ekki sammælst um það hvort ríkið ætti að taka fyrstu skref í átt að samkomulagi. „Íran og Bandaríkin verða í sama bænum en ekki í sama herberginu,“ sagði heimildamaður hjá Evrópusambandinu í samtali við fréttastofu Reuters. Viðræðurnar munu fara þannig fram að sendinefndir hvors lands fyrir sig munu ræða við milligöngumann á vegum Evrópusambandsins, sem muni svo koma skilaboðum hvors ríkis áfram til hins. Aðildarríki kjarnorkusamningsins frá árinu 2015 voru ekki aðeins Bandaríkin og Íran heldur Bretland, Rússland, Frakkland, Kína og Þýskaland. Eftir að Bandaríkin drógu sig úr samningnum árið 2018 reyndu hin ríkin ítrekað að blása lífi í samninginn að nýju en ekkert gekk fyrr en nú. Bandaríkin beittu Íran miklum viðskiptaþvingunum sem leiddu til mikillar spennu á svæðinu. Voru meðal annars bresk skip kyrrsett á Persaflóa og Bretar gerðu slíkt hið sama við írönsk olíuflutningaskip. Bandaríkin Íran Evrópusambandið Kjarnorka Tengdar fréttir Eldflaugum skotið að bandarískri herstöð í Írak Minnst tíu eldflaugum hefur verið skotið að herstöð í vesturhluta Íraks þar sem bandarískir hermenn og írakskir halda til. Írakski herinn segir árásina ekki hafa valdið miklum skaða. 3. mars 2021 08:32 Sakar Íran um árás á flutningaskip Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur gengið hart fram gegn ráðamönnum í Íran á undanförnum dögum. Hann hefur sakaði Íran um árás á ísraelskt flutningaskip í Ómansflóa í síðustu viku. 1. mars 2021 10:43 Úranauðgun Íran hafin Yfirvöld í Íran segja 20 prósenta úranauðgun vera hafna innan landamæra ríkisins. IRNA fréttaveitan sem er í eigu ríkisins segir að Hassan Rouhani, forseti, hafi gefið skipunina í dag. Auðgunin fer fram í leynilegu neðanjarðarbyrgi sem kallast Fordo. 4. janúar 2021 14:06 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira
Stefnt er að því að ríkin komist að samkomulagi um stefnu samningsins á næstu tveimur mánuðum að sögn starfsmanns Evrópusambandsins, sem verður tengiliður ríkjanna í viðræðunum. Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, dró Bandaríkin einhliða úr samningnum árið 2018 og lagði viðskiptaþvinganir á Íran að nýju. Í kjölfarið braut Íran fjölda skilyrða sem fylgdu samningnum, sem var gerður til þess að takmarka kjarnorkuumsvif ríkisins. Joe Biden, arftaki Trumps, hefur unnið að því frá því að hann tók við embætti í janúar að blása lífi í samninginn að nýju. Yfirvöld í Teheran og Washington hafa hins vegar ekki sammælst um það hvort ríkið ætti að taka fyrstu skref í átt að samkomulagi. „Íran og Bandaríkin verða í sama bænum en ekki í sama herberginu,“ sagði heimildamaður hjá Evrópusambandinu í samtali við fréttastofu Reuters. Viðræðurnar munu fara þannig fram að sendinefndir hvors lands fyrir sig munu ræða við milligöngumann á vegum Evrópusambandsins, sem muni svo koma skilaboðum hvors ríkis áfram til hins. Aðildarríki kjarnorkusamningsins frá árinu 2015 voru ekki aðeins Bandaríkin og Íran heldur Bretland, Rússland, Frakkland, Kína og Þýskaland. Eftir að Bandaríkin drógu sig úr samningnum árið 2018 reyndu hin ríkin ítrekað að blása lífi í samninginn að nýju en ekkert gekk fyrr en nú. Bandaríkin beittu Íran miklum viðskiptaþvingunum sem leiddu til mikillar spennu á svæðinu. Voru meðal annars bresk skip kyrrsett á Persaflóa og Bretar gerðu slíkt hið sama við írönsk olíuflutningaskip.
Bandaríkin Íran Evrópusambandið Kjarnorka Tengdar fréttir Eldflaugum skotið að bandarískri herstöð í Írak Minnst tíu eldflaugum hefur verið skotið að herstöð í vesturhluta Íraks þar sem bandarískir hermenn og írakskir halda til. Írakski herinn segir árásina ekki hafa valdið miklum skaða. 3. mars 2021 08:32 Sakar Íran um árás á flutningaskip Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur gengið hart fram gegn ráðamönnum í Íran á undanförnum dögum. Hann hefur sakaði Íran um árás á ísraelskt flutningaskip í Ómansflóa í síðustu viku. 1. mars 2021 10:43 Úranauðgun Íran hafin Yfirvöld í Íran segja 20 prósenta úranauðgun vera hafna innan landamæra ríkisins. IRNA fréttaveitan sem er í eigu ríkisins segir að Hassan Rouhani, forseti, hafi gefið skipunina í dag. Auðgunin fer fram í leynilegu neðanjarðarbyrgi sem kallast Fordo. 4. janúar 2021 14:06 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira
Eldflaugum skotið að bandarískri herstöð í Írak Minnst tíu eldflaugum hefur verið skotið að herstöð í vesturhluta Íraks þar sem bandarískir hermenn og írakskir halda til. Írakski herinn segir árásina ekki hafa valdið miklum skaða. 3. mars 2021 08:32
Sakar Íran um árás á flutningaskip Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur gengið hart fram gegn ráðamönnum í Íran á undanförnum dögum. Hann hefur sakaði Íran um árás á ísraelskt flutningaskip í Ómansflóa í síðustu viku. 1. mars 2021 10:43
Úranauðgun Íran hafin Yfirvöld í Íran segja 20 prósenta úranauðgun vera hafna innan landamæra ríkisins. IRNA fréttaveitan sem er í eigu ríkisins segir að Hassan Rouhani, forseti, hafi gefið skipunina í dag. Auðgunin fer fram í leynilegu neðanjarðarbyrgi sem kallast Fordo. 4. janúar 2021 14:06