Bandaríkjamenn og Íranir hefja viðræður um kjarnorkusamning Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. apríl 2021 23:33 Óformlegar viðræður milli Bandaríkjanna og Íran til þess að endurvekja kjarnorkusamning ríkjanna frá 2015 munu hefjast á þriðjudag í Vín. Vísir/Getty Óformlegar viðræður milli Bandaríkjanna og Íran til þess að endurvekja kjarnorkusamning ríkjanna frá 2015 munu hefjast á þriðjudag í Vín. Yfirvöld í Teheran hafa neitað að setjast formlega við samningsborðið en Bandaríkin segja fundinn marka jákvætt skref. Stefnt er að því að ríkin komist að samkomulagi um stefnu samningsins á næstu tveimur mánuðum að sögn starfsmanns Evrópusambandsins, sem verður tengiliður ríkjanna í viðræðunum. Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, dró Bandaríkin einhliða úr samningnum árið 2018 og lagði viðskiptaþvinganir á Íran að nýju. Í kjölfarið braut Íran fjölda skilyrða sem fylgdu samningnum, sem var gerður til þess að takmarka kjarnorkuumsvif ríkisins. Joe Biden, arftaki Trumps, hefur unnið að því frá því að hann tók við embætti í janúar að blása lífi í samninginn að nýju. Yfirvöld í Teheran og Washington hafa hins vegar ekki sammælst um það hvort ríkið ætti að taka fyrstu skref í átt að samkomulagi. „Íran og Bandaríkin verða í sama bænum en ekki í sama herberginu,“ sagði heimildamaður hjá Evrópusambandinu í samtali við fréttastofu Reuters. Viðræðurnar munu fara þannig fram að sendinefndir hvors lands fyrir sig munu ræða við milligöngumann á vegum Evrópusambandsins, sem muni svo koma skilaboðum hvors ríkis áfram til hins. Aðildarríki kjarnorkusamningsins frá árinu 2015 voru ekki aðeins Bandaríkin og Íran heldur Bretland, Rússland, Frakkland, Kína og Þýskaland. Eftir að Bandaríkin drógu sig úr samningnum árið 2018 reyndu hin ríkin ítrekað að blása lífi í samninginn að nýju en ekkert gekk fyrr en nú. Bandaríkin beittu Íran miklum viðskiptaþvingunum sem leiddu til mikillar spennu á svæðinu. Voru meðal annars bresk skip kyrrsett á Persaflóa og Bretar gerðu slíkt hið sama við írönsk olíuflutningaskip. Bandaríkin Íran Evrópusambandið Kjarnorka Tengdar fréttir Eldflaugum skotið að bandarískri herstöð í Írak Minnst tíu eldflaugum hefur verið skotið að herstöð í vesturhluta Íraks þar sem bandarískir hermenn og írakskir halda til. Írakski herinn segir árásina ekki hafa valdið miklum skaða. 3. mars 2021 08:32 Sakar Íran um árás á flutningaskip Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur gengið hart fram gegn ráðamönnum í Íran á undanförnum dögum. Hann hefur sakaði Íran um árás á ísraelskt flutningaskip í Ómansflóa í síðustu viku. 1. mars 2021 10:43 Úranauðgun Íran hafin Yfirvöld í Íran segja 20 prósenta úranauðgun vera hafna innan landamæra ríkisins. IRNA fréttaveitan sem er í eigu ríkisins segir að Hassan Rouhani, forseti, hafi gefið skipunina í dag. Auðgunin fer fram í leynilegu neðanjarðarbyrgi sem kallast Fordo. 4. janúar 2021 14:06 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Stefnt er að því að ríkin komist að samkomulagi um stefnu samningsins á næstu tveimur mánuðum að sögn starfsmanns Evrópusambandsins, sem verður tengiliður ríkjanna í viðræðunum. Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, dró Bandaríkin einhliða úr samningnum árið 2018 og lagði viðskiptaþvinganir á Íran að nýju. Í kjölfarið braut Íran fjölda skilyrða sem fylgdu samningnum, sem var gerður til þess að takmarka kjarnorkuumsvif ríkisins. Joe Biden, arftaki Trumps, hefur unnið að því frá því að hann tók við embætti í janúar að blása lífi í samninginn að nýju. Yfirvöld í Teheran og Washington hafa hins vegar ekki sammælst um það hvort ríkið ætti að taka fyrstu skref í átt að samkomulagi. „Íran og Bandaríkin verða í sama bænum en ekki í sama herberginu,“ sagði heimildamaður hjá Evrópusambandinu í samtali við fréttastofu Reuters. Viðræðurnar munu fara þannig fram að sendinefndir hvors lands fyrir sig munu ræða við milligöngumann á vegum Evrópusambandsins, sem muni svo koma skilaboðum hvors ríkis áfram til hins. Aðildarríki kjarnorkusamningsins frá árinu 2015 voru ekki aðeins Bandaríkin og Íran heldur Bretland, Rússland, Frakkland, Kína og Þýskaland. Eftir að Bandaríkin drógu sig úr samningnum árið 2018 reyndu hin ríkin ítrekað að blása lífi í samninginn að nýju en ekkert gekk fyrr en nú. Bandaríkin beittu Íran miklum viðskiptaþvingunum sem leiddu til mikillar spennu á svæðinu. Voru meðal annars bresk skip kyrrsett á Persaflóa og Bretar gerðu slíkt hið sama við írönsk olíuflutningaskip.
Bandaríkin Íran Evrópusambandið Kjarnorka Tengdar fréttir Eldflaugum skotið að bandarískri herstöð í Írak Minnst tíu eldflaugum hefur verið skotið að herstöð í vesturhluta Íraks þar sem bandarískir hermenn og írakskir halda til. Írakski herinn segir árásina ekki hafa valdið miklum skaða. 3. mars 2021 08:32 Sakar Íran um árás á flutningaskip Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur gengið hart fram gegn ráðamönnum í Íran á undanförnum dögum. Hann hefur sakaði Íran um árás á ísraelskt flutningaskip í Ómansflóa í síðustu viku. 1. mars 2021 10:43 Úranauðgun Íran hafin Yfirvöld í Íran segja 20 prósenta úranauðgun vera hafna innan landamæra ríkisins. IRNA fréttaveitan sem er í eigu ríkisins segir að Hassan Rouhani, forseti, hafi gefið skipunina í dag. Auðgunin fer fram í leynilegu neðanjarðarbyrgi sem kallast Fordo. 4. janúar 2021 14:06 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Eldflaugum skotið að bandarískri herstöð í Írak Minnst tíu eldflaugum hefur verið skotið að herstöð í vesturhluta Íraks þar sem bandarískir hermenn og írakskir halda til. Írakski herinn segir árásina ekki hafa valdið miklum skaða. 3. mars 2021 08:32
Sakar Íran um árás á flutningaskip Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur gengið hart fram gegn ráðamönnum í Íran á undanförnum dögum. Hann hefur sakaði Íran um árás á ísraelskt flutningaskip í Ómansflóa í síðustu viku. 1. mars 2021 10:43
Úranauðgun Íran hafin Yfirvöld í Íran segja 20 prósenta úranauðgun vera hafna innan landamæra ríkisins. IRNA fréttaveitan sem er í eigu ríkisins segir að Hassan Rouhani, forseti, hafi gefið skipunina í dag. Auðgunin fer fram í leynilegu neðanjarðarbyrgi sem kallast Fordo. 4. janúar 2021 14:06