Framsýn og loftslagsvæn löggjöf Edda Sif Aradóttir skrifar 3. apríl 2021 09:01 Fjölmiðlar flytja því miður gjarnan of einhliða fréttaflutning af Alþingi og einblína á þau mál sem deilur standa um á meðan ekki er fjallað mikið um þann fjölda mála sem þverpólitísk sátt ríkir um. Nýlega afgreiddi Alþingi eitt slíkt frumvarp sem ekki hefur ratað í fjölmiðla en er líklegt til að skipta sköpum hvað varðar loftslagsaðgerðir Íslands og Evrópu. Um er að ræða lög sem tryggja örugga föngun, flutning og niðurdælingu koldíxíðs (CO2) á Íslandi. Löggjöfin innleiðir evrópskt regluverk um málaflokkinn með nýstárlegum hætti og aðgreinir niðurdælingu CO2 til steinrenningar frá hefðbundinni CO2 geymslu sem t.a.m. er gjarnan beitt í þverrandi olíu- og gaslindum. Hin íslenska Carbfix lausn sem felur í sér að fanga CO2 úr útblæstri, leysa upp í vatni og dæla niður í berglög þar sem það steinrennur er því nú fest í sessi í íslenskri löggjöf sem fýsileg loftslagsaðgerð. Um mikilvægt skref er að ræða í ljósi þess árangurs sem tæknin hefur þegar skilað og þeim mögulegum sem í henni felast til framtíðar. Ódýrara að nota Carbfix aðferðina en kaupa losunarheimildir Í kjölfar nýju lagasetningarinnar geta fyrirtæki nú nýtt sér Carbfix tæknina til frádráttar í losunarbókhaldi sínu. Þetta á líka við um fyrirtæki sem heyra undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir en stóriðjan er t.a.m. þar á meðal. Alþingi hefur því búið til hvata hjá fyrirtækjum að innleiða tæknilausnir eins og þá sem Carbfix hefur þróað frekar en að greiða fyrir losunarheimildir en verð á þeim hefur hækkað hratt undanfarið og stendur nú í rúmum 6.000 kr/tonn. Til samanburðar má nefna að kostnaður Orku náttúrunnar við að beita Carbfix tækninni til að draga úr losun CO2 og H2S á Hellisheiði um 3.500 kr/tonn. Með nýju lögunum opnast jafnframt tækifæri fyrir innlenda aðila til að taka á móti innfluttu koldíoxíði frá rekstraraðilum af Evrópska efnahagssvæðinu til niðurdælingar og förgunar hérlendis. Þegar um er að ræða rekstraraðila í viðskiptakerfi Evrópusambandsins yrði sú niðurdæling dregin frá í losunarbókhaldi viðkomandi aðila. Löggjöfin leggur því grunn að nýjum framsæknum og loftslagsvænum iðnaði og festir Ísland enn frekar í sessi sem leiðandi ríki í föngun og varanlegri förgun CO2, hvort sem er í tengslum við losun frá iðnaði eða hreinsun beint úr andrúmslofti. Mikilvæg nýsköpun í löggjöf Því miður er regluverk einstakra landa og ríkjasambanda of oft úr takti við nýjustu tækni og framþróun og getur það verið hamlandi við innleiðingu og uppskölun nýrra lausna. Að ákveðnu leyti á það sér eðlilegar skýringar enda ekki eðli regluverks að horfa lengra en þær lausnir sem beitt er hverju sinni. Nú þegar við stöndum frammi fyrir þeirri áskorun að hraða innleiðingu loftslagslausna þar sem veldisvöxtur í loftlsagsaðgerðum er nauðsynlegur er þó mikilvægara en nokkru sinni að löggjafar horfi til framtíðar og tryggi að regluverk styðji við þær aðgerðir frekar en hamli. Það er því ekki nóg að horfa til nýsköpunar í tæknilausnum til að sigrast á loftslagsvánni, það þarf líka nýsköpun í löggjöf. Alþingi og stjórnvöld hafa svo sannarlega gert það og haft nýsköpum og framsýni að leiðarljósi við innleiðingu evrópska regluverksins um niðurdælingu CO2. Nú er mikilvægt að önnur ríki, þ.m.t. Evrópusambandið, horfi til þess að uppfæra eigið regluverk með jafnframsýnum hætti svo að nýjar og hagkvæmar loftslagslausnir eins og Carbfix tæknin nýtist sem víðast. Við erum öll í sama liðinu þegar kemur að loftslagsaðgerðum og mikilvægt að ólíkir aðilar spili sinn besta leik enda eigum við bara eitt og sama andrúmsloftið. Góður sigur fyrir loftslagið er að baki með nýrri löggjöf um niðurdælingu koldíoxíðs en mikilvægt er að huga strax að næsta leik og nýta löggjöfina til að draga úr losun og byggja upp loftslagsvæna innlenda atvinnugrein. Höfundur er framkvæmdastýra Carbfix. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Loftslagsmál Edda Sif Aradóttir Mest lesið Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Fjölmiðlar flytja því miður gjarnan of einhliða fréttaflutning af Alþingi og einblína á þau mál sem deilur standa um á meðan ekki er fjallað mikið um þann fjölda mála sem þverpólitísk sátt ríkir um. Nýlega afgreiddi Alþingi eitt slíkt frumvarp sem ekki hefur ratað í fjölmiðla en er líklegt til að skipta sköpum hvað varðar loftslagsaðgerðir Íslands og Evrópu. Um er að ræða lög sem tryggja örugga föngun, flutning og niðurdælingu koldíxíðs (CO2) á Íslandi. Löggjöfin innleiðir evrópskt regluverk um málaflokkinn með nýstárlegum hætti og aðgreinir niðurdælingu CO2 til steinrenningar frá hefðbundinni CO2 geymslu sem t.a.m. er gjarnan beitt í þverrandi olíu- og gaslindum. Hin íslenska Carbfix lausn sem felur í sér að fanga CO2 úr útblæstri, leysa upp í vatni og dæla niður í berglög þar sem það steinrennur er því nú fest í sessi í íslenskri löggjöf sem fýsileg loftslagsaðgerð. Um mikilvægt skref er að ræða í ljósi þess árangurs sem tæknin hefur þegar skilað og þeim mögulegum sem í henni felast til framtíðar. Ódýrara að nota Carbfix aðferðina en kaupa losunarheimildir Í kjölfar nýju lagasetningarinnar geta fyrirtæki nú nýtt sér Carbfix tæknina til frádráttar í losunarbókhaldi sínu. Þetta á líka við um fyrirtæki sem heyra undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir en stóriðjan er t.a.m. þar á meðal. Alþingi hefur því búið til hvata hjá fyrirtækjum að innleiða tæknilausnir eins og þá sem Carbfix hefur þróað frekar en að greiða fyrir losunarheimildir en verð á þeim hefur hækkað hratt undanfarið og stendur nú í rúmum 6.000 kr/tonn. Til samanburðar má nefna að kostnaður Orku náttúrunnar við að beita Carbfix tækninni til að draga úr losun CO2 og H2S á Hellisheiði um 3.500 kr/tonn. Með nýju lögunum opnast jafnframt tækifæri fyrir innlenda aðila til að taka á móti innfluttu koldíoxíði frá rekstraraðilum af Evrópska efnahagssvæðinu til niðurdælingar og förgunar hérlendis. Þegar um er að ræða rekstraraðila í viðskiptakerfi Evrópusambandsins yrði sú niðurdæling dregin frá í losunarbókhaldi viðkomandi aðila. Löggjöfin leggur því grunn að nýjum framsæknum og loftslagsvænum iðnaði og festir Ísland enn frekar í sessi sem leiðandi ríki í föngun og varanlegri förgun CO2, hvort sem er í tengslum við losun frá iðnaði eða hreinsun beint úr andrúmslofti. Mikilvæg nýsköpun í löggjöf Því miður er regluverk einstakra landa og ríkjasambanda of oft úr takti við nýjustu tækni og framþróun og getur það verið hamlandi við innleiðingu og uppskölun nýrra lausna. Að ákveðnu leyti á það sér eðlilegar skýringar enda ekki eðli regluverks að horfa lengra en þær lausnir sem beitt er hverju sinni. Nú þegar við stöndum frammi fyrir þeirri áskorun að hraða innleiðingu loftslagslausna þar sem veldisvöxtur í loftlsagsaðgerðum er nauðsynlegur er þó mikilvægara en nokkru sinni að löggjafar horfi til framtíðar og tryggi að regluverk styðji við þær aðgerðir frekar en hamli. Það er því ekki nóg að horfa til nýsköpunar í tæknilausnum til að sigrast á loftslagsvánni, það þarf líka nýsköpun í löggjöf. Alþingi og stjórnvöld hafa svo sannarlega gert það og haft nýsköpum og framsýni að leiðarljósi við innleiðingu evrópska regluverksins um niðurdælingu CO2. Nú er mikilvægt að önnur ríki, þ.m.t. Evrópusambandið, horfi til þess að uppfæra eigið regluverk með jafnframsýnum hætti svo að nýjar og hagkvæmar loftslagslausnir eins og Carbfix tæknin nýtist sem víðast. Við erum öll í sama liðinu þegar kemur að loftslagsaðgerðum og mikilvægt að ólíkir aðilar spili sinn besta leik enda eigum við bara eitt og sama andrúmsloftið. Góður sigur fyrir loftslagið er að baki með nýrri löggjöf um niðurdælingu koldíoxíðs en mikilvægt er að huga strax að næsta leik og nýta löggjöfina til að draga úr losun og byggja upp loftslagsvæna innlenda atvinnugrein. Höfundur er framkvæmdastýra Carbfix.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun