Framsýn og loftslagsvæn löggjöf Edda Sif Aradóttir skrifar 3. apríl 2021 09:01 Fjölmiðlar flytja því miður gjarnan of einhliða fréttaflutning af Alþingi og einblína á þau mál sem deilur standa um á meðan ekki er fjallað mikið um þann fjölda mála sem þverpólitísk sátt ríkir um. Nýlega afgreiddi Alþingi eitt slíkt frumvarp sem ekki hefur ratað í fjölmiðla en er líklegt til að skipta sköpum hvað varðar loftslagsaðgerðir Íslands og Evrópu. Um er að ræða lög sem tryggja örugga föngun, flutning og niðurdælingu koldíxíðs (CO2) á Íslandi. Löggjöfin innleiðir evrópskt regluverk um málaflokkinn með nýstárlegum hætti og aðgreinir niðurdælingu CO2 til steinrenningar frá hefðbundinni CO2 geymslu sem t.a.m. er gjarnan beitt í þverrandi olíu- og gaslindum. Hin íslenska Carbfix lausn sem felur í sér að fanga CO2 úr útblæstri, leysa upp í vatni og dæla niður í berglög þar sem það steinrennur er því nú fest í sessi í íslenskri löggjöf sem fýsileg loftslagsaðgerð. Um mikilvægt skref er að ræða í ljósi þess árangurs sem tæknin hefur þegar skilað og þeim mögulegum sem í henni felast til framtíðar. Ódýrara að nota Carbfix aðferðina en kaupa losunarheimildir Í kjölfar nýju lagasetningarinnar geta fyrirtæki nú nýtt sér Carbfix tæknina til frádráttar í losunarbókhaldi sínu. Þetta á líka við um fyrirtæki sem heyra undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir en stóriðjan er t.a.m. þar á meðal. Alþingi hefur því búið til hvata hjá fyrirtækjum að innleiða tæknilausnir eins og þá sem Carbfix hefur þróað frekar en að greiða fyrir losunarheimildir en verð á þeim hefur hækkað hratt undanfarið og stendur nú í rúmum 6.000 kr/tonn. Til samanburðar má nefna að kostnaður Orku náttúrunnar við að beita Carbfix tækninni til að draga úr losun CO2 og H2S á Hellisheiði um 3.500 kr/tonn. Með nýju lögunum opnast jafnframt tækifæri fyrir innlenda aðila til að taka á móti innfluttu koldíoxíði frá rekstraraðilum af Evrópska efnahagssvæðinu til niðurdælingar og förgunar hérlendis. Þegar um er að ræða rekstraraðila í viðskiptakerfi Evrópusambandsins yrði sú niðurdæling dregin frá í losunarbókhaldi viðkomandi aðila. Löggjöfin leggur því grunn að nýjum framsæknum og loftslagsvænum iðnaði og festir Ísland enn frekar í sessi sem leiðandi ríki í föngun og varanlegri förgun CO2, hvort sem er í tengslum við losun frá iðnaði eða hreinsun beint úr andrúmslofti. Mikilvæg nýsköpun í löggjöf Því miður er regluverk einstakra landa og ríkjasambanda of oft úr takti við nýjustu tækni og framþróun og getur það verið hamlandi við innleiðingu og uppskölun nýrra lausna. Að ákveðnu leyti á það sér eðlilegar skýringar enda ekki eðli regluverks að horfa lengra en þær lausnir sem beitt er hverju sinni. Nú þegar við stöndum frammi fyrir þeirri áskorun að hraða innleiðingu loftslagslausna þar sem veldisvöxtur í loftlsagsaðgerðum er nauðsynlegur er þó mikilvægara en nokkru sinni að löggjafar horfi til framtíðar og tryggi að regluverk styðji við þær aðgerðir frekar en hamli. Það er því ekki nóg að horfa til nýsköpunar í tæknilausnum til að sigrast á loftslagsvánni, það þarf líka nýsköpun í löggjöf. Alþingi og stjórnvöld hafa svo sannarlega gert það og haft nýsköpum og framsýni að leiðarljósi við innleiðingu evrópska regluverksins um niðurdælingu CO2. Nú er mikilvægt að önnur ríki, þ.m.t. Evrópusambandið, horfi til þess að uppfæra eigið regluverk með jafnframsýnum hætti svo að nýjar og hagkvæmar loftslagslausnir eins og Carbfix tæknin nýtist sem víðast. Við erum öll í sama liðinu þegar kemur að loftslagsaðgerðum og mikilvægt að ólíkir aðilar spili sinn besta leik enda eigum við bara eitt og sama andrúmsloftið. Góður sigur fyrir loftslagið er að baki með nýrri löggjöf um niðurdælingu koldíoxíðs en mikilvægt er að huga strax að næsta leik og nýta löggjöfina til að draga úr losun og byggja upp loftslagsvæna innlenda atvinnugrein. Höfundur er framkvæmdastýra Carbfix. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Loftslagsmál Edda Sif Aradóttir Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Fjölmiðlar flytja því miður gjarnan of einhliða fréttaflutning af Alþingi og einblína á þau mál sem deilur standa um á meðan ekki er fjallað mikið um þann fjölda mála sem þverpólitísk sátt ríkir um. Nýlega afgreiddi Alþingi eitt slíkt frumvarp sem ekki hefur ratað í fjölmiðla en er líklegt til að skipta sköpum hvað varðar loftslagsaðgerðir Íslands og Evrópu. Um er að ræða lög sem tryggja örugga föngun, flutning og niðurdælingu koldíxíðs (CO2) á Íslandi. Löggjöfin innleiðir evrópskt regluverk um málaflokkinn með nýstárlegum hætti og aðgreinir niðurdælingu CO2 til steinrenningar frá hefðbundinni CO2 geymslu sem t.a.m. er gjarnan beitt í þverrandi olíu- og gaslindum. Hin íslenska Carbfix lausn sem felur í sér að fanga CO2 úr útblæstri, leysa upp í vatni og dæla niður í berglög þar sem það steinrennur er því nú fest í sessi í íslenskri löggjöf sem fýsileg loftslagsaðgerð. Um mikilvægt skref er að ræða í ljósi þess árangurs sem tæknin hefur þegar skilað og þeim mögulegum sem í henni felast til framtíðar. Ódýrara að nota Carbfix aðferðina en kaupa losunarheimildir Í kjölfar nýju lagasetningarinnar geta fyrirtæki nú nýtt sér Carbfix tæknina til frádráttar í losunarbókhaldi sínu. Þetta á líka við um fyrirtæki sem heyra undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir en stóriðjan er t.a.m. þar á meðal. Alþingi hefur því búið til hvata hjá fyrirtækjum að innleiða tæknilausnir eins og þá sem Carbfix hefur þróað frekar en að greiða fyrir losunarheimildir en verð á þeim hefur hækkað hratt undanfarið og stendur nú í rúmum 6.000 kr/tonn. Til samanburðar má nefna að kostnaður Orku náttúrunnar við að beita Carbfix tækninni til að draga úr losun CO2 og H2S á Hellisheiði um 3.500 kr/tonn. Með nýju lögunum opnast jafnframt tækifæri fyrir innlenda aðila til að taka á móti innfluttu koldíoxíði frá rekstraraðilum af Evrópska efnahagssvæðinu til niðurdælingar og förgunar hérlendis. Þegar um er að ræða rekstraraðila í viðskiptakerfi Evrópusambandsins yrði sú niðurdæling dregin frá í losunarbókhaldi viðkomandi aðila. Löggjöfin leggur því grunn að nýjum framsæknum og loftslagsvænum iðnaði og festir Ísland enn frekar í sessi sem leiðandi ríki í föngun og varanlegri förgun CO2, hvort sem er í tengslum við losun frá iðnaði eða hreinsun beint úr andrúmslofti. Mikilvæg nýsköpun í löggjöf Því miður er regluverk einstakra landa og ríkjasambanda of oft úr takti við nýjustu tækni og framþróun og getur það verið hamlandi við innleiðingu og uppskölun nýrra lausna. Að ákveðnu leyti á það sér eðlilegar skýringar enda ekki eðli regluverks að horfa lengra en þær lausnir sem beitt er hverju sinni. Nú þegar við stöndum frammi fyrir þeirri áskorun að hraða innleiðingu loftslagslausna þar sem veldisvöxtur í loftlsagsaðgerðum er nauðsynlegur er þó mikilvægara en nokkru sinni að löggjafar horfi til framtíðar og tryggi að regluverk styðji við þær aðgerðir frekar en hamli. Það er því ekki nóg að horfa til nýsköpunar í tæknilausnum til að sigrast á loftslagsvánni, það þarf líka nýsköpun í löggjöf. Alþingi og stjórnvöld hafa svo sannarlega gert það og haft nýsköpum og framsýni að leiðarljósi við innleiðingu evrópska regluverksins um niðurdælingu CO2. Nú er mikilvægt að önnur ríki, þ.m.t. Evrópusambandið, horfi til þess að uppfæra eigið regluverk með jafnframsýnum hætti svo að nýjar og hagkvæmar loftslagslausnir eins og Carbfix tæknin nýtist sem víðast. Við erum öll í sama liðinu þegar kemur að loftslagsaðgerðum og mikilvægt að ólíkir aðilar spili sinn besta leik enda eigum við bara eitt og sama andrúmsloftið. Góður sigur fyrir loftslagið er að baki með nýrri löggjöf um niðurdælingu koldíoxíðs en mikilvægt er að huga strax að næsta leik og nýta löggjöfina til að draga úr losun og byggja upp loftslagsvæna innlenda atvinnugrein. Höfundur er framkvæmdastýra Carbfix.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun