Borgarstjóri fagnar niðurstöðu Landsréttar í Airbnb-máli Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. mars 2021 16:30 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fagnar niðurstöðu Landsréttar og segir dóminn staðfesta sterkan rétt borgarinnar til að stýra sínu skipulagi. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti í gær sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem Reykjavíkurborg var sýknuð af kröfum Reykjavík Developement ehf. Málið snerist um synjun á leyfisumtóskn félagsins til reksturs Airbnb-íbúðargistingar í íbúð í eigu félagsins. Borgarstjóri fagnar niðurstöðunni. Félagið höfðaði mál á hendur Reykjavíkurborg til þess að fá ógilt sérákvæði um gistiþjónustu í aðalskipulagi Reykjavíkur fyrir árin 2010 til 2030. Ákvæðið tók gildi með breytingu á aðalskipulagi borgarinnar árið 2017 og fól í sér hömlur á gististarfsemi í miðborg Reykjavíkur. Umsókn Reykjavík Developement um leyfi til reksturs íbúðargistingar var synjað á grundvelli neikvæðrar umsagnar Reykjavíkurborgar, sem taldi starfsemina ekki samræmast aðalskipulaginu. Ágreiningur í málinu laut að gildi breytingarinnar sem gerð hafði verið á aðalskipulagi. Í dómi héraðsdóms, sem Landsréttur hefur nú staðfest, var ekki talið að sérákvæðið sem deilt var um bryti í bága við skipulagslög þó gististarfsemi væru settar hömlur í aðalskipulagi, í stað deiliskipulags. Eins var ekki talið að meðferð umsóknarinnar, eða breytingarinnar á aðalskipulaginu, væri til þess fallin að til ógildingar ákvæðisins gæti komið. Borgarstjóri fagnar niðurstöðunni Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fagnar niðurstöðu Landsréttar á Facebook-síðu sinni. „Einn stærsti verktaki bæjarins stefndi Reykjavíkurborg til að hnekkja þeim takmörkunum sem við höfum sett á hóteluppbyggingu á völdum stöðum og gera að engu skipulagsreglur um hvar megi vera Airbnb-íbúðir og hvar ekki. Í daglegu tali hefur þetta verið kallað reglur um "ekki fleiri hótel í Kvos" og reglur um að ekki megi vera Airbnb íbúðir íbúðahverfum, nema þær séu sérstaklega leyfðar í skipulagi eða standi við [svokallaðar] aðalgötur. Hóteltakmarkanir hafa líka verið settar við Laugaveg og Hverfisgötu. Airbnb-reglur gilda hins vegar í öllum íbúðahverfum. Landsréttur staðfesti í dag sýknu Héraðsdóms Reykjavíkur og dæmdi viðkomandi til að greiða okkur málskostnað,“ skrifar Dagur. Dagur segir um tímamótamál að ræða, sem staðfesti sterkan rétt Reykjavíkur til að stýra skipulagi, þar með talið hvar reka megi gistiþjónustu. Í hans huga sé það í þágu almannahagsmuna og góðrar sambúðar ferðaþjónustu, fjölbreytilegrar borgar og líflegra en friðsælla íbúaðhverfa. „Reykjavík hefur verið í nánu samstarfi við aðrar ferðamannaborgir á undanförnum árum og hefur verið fremst í flokki við að stýra álagi, s.s. af rútum og gistingu, í gegnum skipulag. Þetta prófmál hefur því umtalsverða þýðingu, jafnvel út fyrir landsteinanna. Með þessu er staðfest að borginni er heimilt að grípa inni í og bregðast við þegar álag af gististöðum og ferðaþjónustu eða uppbygging þeim tengt er komin úr hófi og farin að hafa neikvæð áhrif á borgarbúa eða fjölbreytni í borgarlífinu,“ skrifar Dagur. Hann kveðst þá sannfærður um að í þessu felist mikilvægir langtímahagsmunir fyrir alla, þar með talda ferðaþjónustuna. „Virkileg mikilvæg og ánægjuleg niðurstaða,“ skrifar borgarstjórinn að lokum. Skipulag Reykjavík Dómsmál Airbnb Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Sjá meira
Félagið höfðaði mál á hendur Reykjavíkurborg til þess að fá ógilt sérákvæði um gistiþjónustu í aðalskipulagi Reykjavíkur fyrir árin 2010 til 2030. Ákvæðið tók gildi með breytingu á aðalskipulagi borgarinnar árið 2017 og fól í sér hömlur á gististarfsemi í miðborg Reykjavíkur. Umsókn Reykjavík Developement um leyfi til reksturs íbúðargistingar var synjað á grundvelli neikvæðrar umsagnar Reykjavíkurborgar, sem taldi starfsemina ekki samræmast aðalskipulaginu. Ágreiningur í málinu laut að gildi breytingarinnar sem gerð hafði verið á aðalskipulagi. Í dómi héraðsdóms, sem Landsréttur hefur nú staðfest, var ekki talið að sérákvæðið sem deilt var um bryti í bága við skipulagslög þó gististarfsemi væru settar hömlur í aðalskipulagi, í stað deiliskipulags. Eins var ekki talið að meðferð umsóknarinnar, eða breytingarinnar á aðalskipulaginu, væri til þess fallin að til ógildingar ákvæðisins gæti komið. Borgarstjóri fagnar niðurstöðunni Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fagnar niðurstöðu Landsréttar á Facebook-síðu sinni. „Einn stærsti verktaki bæjarins stefndi Reykjavíkurborg til að hnekkja þeim takmörkunum sem við höfum sett á hóteluppbyggingu á völdum stöðum og gera að engu skipulagsreglur um hvar megi vera Airbnb-íbúðir og hvar ekki. Í daglegu tali hefur þetta verið kallað reglur um "ekki fleiri hótel í Kvos" og reglur um að ekki megi vera Airbnb íbúðir íbúðahverfum, nema þær séu sérstaklega leyfðar í skipulagi eða standi við [svokallaðar] aðalgötur. Hóteltakmarkanir hafa líka verið settar við Laugaveg og Hverfisgötu. Airbnb-reglur gilda hins vegar í öllum íbúðahverfum. Landsréttur staðfesti í dag sýknu Héraðsdóms Reykjavíkur og dæmdi viðkomandi til að greiða okkur málskostnað,“ skrifar Dagur. Dagur segir um tímamótamál að ræða, sem staðfesti sterkan rétt Reykjavíkur til að stýra skipulagi, þar með talið hvar reka megi gistiþjónustu. Í hans huga sé það í þágu almannahagsmuna og góðrar sambúðar ferðaþjónustu, fjölbreytilegrar borgar og líflegra en friðsælla íbúaðhverfa. „Reykjavík hefur verið í nánu samstarfi við aðrar ferðamannaborgir á undanförnum árum og hefur verið fremst í flokki við að stýra álagi, s.s. af rútum og gistingu, í gegnum skipulag. Þetta prófmál hefur því umtalsverða þýðingu, jafnvel út fyrir landsteinanna. Með þessu er staðfest að borginni er heimilt að grípa inni í og bregðast við þegar álag af gististöðum og ferðaþjónustu eða uppbygging þeim tengt er komin úr hófi og farin að hafa neikvæð áhrif á borgarbúa eða fjölbreytni í borgarlífinu,“ skrifar Dagur. Hann kveðst þá sannfærður um að í þessu felist mikilvægir langtímahagsmunir fyrir alla, þar með talda ferðaþjónustuna. „Virkileg mikilvæg og ánægjuleg niðurstaða,“ skrifar borgarstjórinn að lokum.
Skipulag Reykjavík Dómsmál Airbnb Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Sjá meira