Máttu segja upp starfsmanni fyrir að baktala samstarfsmenn í einkaskilaboðum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. mars 2021 00:02 Yfirmaður starfsmannsins sagðist þurfa að segja honum upp þar sem ekki væri hægt að verja viðveru hans í húsinu. Borgarleikhúsinu var heimilt að segja upp starfsmanni sem vann sér til sakar að baktala samstarfsmenn við móður sína í einkaskilaboðum. Annar starfsmaður sá samskiptin á tölvu starfsmannsins, sem hafði verið skilin eftir opin, og greindi öðrum frá. Héraðsdómur Reykjavíkur felldi dóm í málinu 19. mars síðastliðinn. Borgarleikhúsið er ekki nefnt í dómnum en samkvæmt heimildum Vísis er um starfsmann þess að ræða. Starfsmaðurinn, sem starfaði baksviðs, stefndi leikhúsinu og krafðist skaða- og miskabóta vegna fjárhagslegs tjóns og niðurlægjandi og meiðandi meðferðar. Í ársbyrjun 2019 var honum sagt upp, þrátt fyrir að hann hefði staðið sig „frábærlega“ að sögn næsta yfirmanns, sem sagði vandamálið tengt „atvikinu síðasta vor“ sem gerði það að verkum að það væri erfitt að „verja viðveru“ starfsmannsins í húsinu. Hann var ósáttur og í kjölfarið var haldinn fundur með stéttarfélagi viðkomandi, sem leiddi ekki til sátta. Starfsmaðurinn byggði mál sitt fyrir dómi meðal annars á því að sér hefði verið sagt upp fyrirvaralaust og ekki gefinn kostur á því að andmæla. Honum hefði verið mismunað gagnvart öðru starfsfólki, sem hefði fengið sálfræðiaðstoð, og þá hefðu aðrir starfsmenn „verið að hnýsast í og dreifa persónulegum upplýsingum úr samtali við móður stefnanda, sem síðar hafi verið notaðar til að segja stefnanda upp,“ segir í dómnum. Starfsmanninum hefði einnig verið gert að skila vinnuframlagi á uppsagnarfresti, innan um samstarfsfólkið sem hefði gerst sekt um fyrrnefnda háttsemi, og háttsemi leikhússins verið „meiðandi, særandi og niðurlægjandi“. Nánast óstarfhæft á vinnustaðnum Forsvarsmenn leikhússins vísuðu hins vegar til þess að það væri einkarekin sjálfseignarstofnun og sú meginregla gilti á almennum vinnumarkaði að uppsagnarrétturinn væri frjáls og að ekki þyrfti að réttlæta uppsögn eða tilgreina ástæður nema lög, kjarasamningur eða ráðningarsamningur kvæði á um annað. Svo væri ekki farið í þessu tilviki. Þá sagði í málsvörninni að ummæli sem starfsmaðurinn og móðir hennar hefðu viðhaft um samstarfsmenn fyrrnefnda hefðu leitt til þess að vinnuumhverfið á vinnustaðnum hefði orðið spennuþrungið og nánast hefði verið óstarfhæft þar á köflum. Samskiptaörðugleikar hefðu verið miklir og þeir starfsmenn sem ummælin beindust að hefðu átt erfitt með að vinna í návist umrædd starfsmanns. Ákvörðunin um að segja viðkomandi upp störfum hefði þó ekki verið auðveld. Þá var áréttað af hálfu leikhússins að forsvarsmenn þess hefðu ekki „tekið við, átt, varðveitt eða fengið afrit af“ umræddum skilaboðum milli starfsmannsins og móður hans. Dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að rétt hefði verið staðið að uppsögn starfsmannsins og að meðferðin á honum hefði ekki verið meiðandi eða valdið slíkum óþægindum eða skaða að jafna mætti við ólögmæta meingerð. Vinnumarkaður Kjaramál Menning Leikhús Vinnustaðamenning Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur felldi dóm í málinu 19. mars síðastliðinn. Borgarleikhúsið er ekki nefnt í dómnum en samkvæmt heimildum Vísis er um starfsmann þess að ræða. Starfsmaðurinn, sem starfaði baksviðs, stefndi leikhúsinu og krafðist skaða- og miskabóta vegna fjárhagslegs tjóns og niðurlægjandi og meiðandi meðferðar. Í ársbyrjun 2019 var honum sagt upp, þrátt fyrir að hann hefði staðið sig „frábærlega“ að sögn næsta yfirmanns, sem sagði vandamálið tengt „atvikinu síðasta vor“ sem gerði það að verkum að það væri erfitt að „verja viðveru“ starfsmannsins í húsinu. Hann var ósáttur og í kjölfarið var haldinn fundur með stéttarfélagi viðkomandi, sem leiddi ekki til sátta. Starfsmaðurinn byggði mál sitt fyrir dómi meðal annars á því að sér hefði verið sagt upp fyrirvaralaust og ekki gefinn kostur á því að andmæla. Honum hefði verið mismunað gagnvart öðru starfsfólki, sem hefði fengið sálfræðiaðstoð, og þá hefðu aðrir starfsmenn „verið að hnýsast í og dreifa persónulegum upplýsingum úr samtali við móður stefnanda, sem síðar hafi verið notaðar til að segja stefnanda upp,“ segir í dómnum. Starfsmanninum hefði einnig verið gert að skila vinnuframlagi á uppsagnarfresti, innan um samstarfsfólkið sem hefði gerst sekt um fyrrnefnda háttsemi, og háttsemi leikhússins verið „meiðandi, særandi og niðurlægjandi“. Nánast óstarfhæft á vinnustaðnum Forsvarsmenn leikhússins vísuðu hins vegar til þess að það væri einkarekin sjálfseignarstofnun og sú meginregla gilti á almennum vinnumarkaði að uppsagnarrétturinn væri frjáls og að ekki þyrfti að réttlæta uppsögn eða tilgreina ástæður nema lög, kjarasamningur eða ráðningarsamningur kvæði á um annað. Svo væri ekki farið í þessu tilviki. Þá sagði í málsvörninni að ummæli sem starfsmaðurinn og móðir hennar hefðu viðhaft um samstarfsmenn fyrrnefnda hefðu leitt til þess að vinnuumhverfið á vinnustaðnum hefði orðið spennuþrungið og nánast hefði verið óstarfhæft þar á köflum. Samskiptaörðugleikar hefðu verið miklir og þeir starfsmenn sem ummælin beindust að hefðu átt erfitt með að vinna í návist umrædd starfsmanns. Ákvörðunin um að segja viðkomandi upp störfum hefði þó ekki verið auðveld. Þá var áréttað af hálfu leikhússins að forsvarsmenn þess hefðu ekki „tekið við, átt, varðveitt eða fengið afrit af“ umræddum skilaboðum milli starfsmannsins og móður hans. Dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að rétt hefði verið staðið að uppsögn starfsmannsins og að meðferðin á honum hefði ekki verið meiðandi eða valdið slíkum óþægindum eða skaða að jafna mætti við ólögmæta meingerð.
Vinnumarkaður Kjaramál Menning Leikhús Vinnustaðamenning Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Sjá meira