Máttu segja upp starfsmanni fyrir að baktala samstarfsmenn í einkaskilaboðum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. mars 2021 00:02 Yfirmaður starfsmannsins sagðist þurfa að segja honum upp þar sem ekki væri hægt að verja viðveru hans í húsinu. Borgarleikhúsinu var heimilt að segja upp starfsmanni sem vann sér til sakar að baktala samstarfsmenn við móður sína í einkaskilaboðum. Annar starfsmaður sá samskiptin á tölvu starfsmannsins, sem hafði verið skilin eftir opin, og greindi öðrum frá. Héraðsdómur Reykjavíkur felldi dóm í málinu 19. mars síðastliðinn. Borgarleikhúsið er ekki nefnt í dómnum en samkvæmt heimildum Vísis er um starfsmann þess að ræða. Starfsmaðurinn, sem starfaði baksviðs, stefndi leikhúsinu og krafðist skaða- og miskabóta vegna fjárhagslegs tjóns og niðurlægjandi og meiðandi meðferðar. Í ársbyrjun 2019 var honum sagt upp, þrátt fyrir að hann hefði staðið sig „frábærlega“ að sögn næsta yfirmanns, sem sagði vandamálið tengt „atvikinu síðasta vor“ sem gerði það að verkum að það væri erfitt að „verja viðveru“ starfsmannsins í húsinu. Hann var ósáttur og í kjölfarið var haldinn fundur með stéttarfélagi viðkomandi, sem leiddi ekki til sátta. Starfsmaðurinn byggði mál sitt fyrir dómi meðal annars á því að sér hefði verið sagt upp fyrirvaralaust og ekki gefinn kostur á því að andmæla. Honum hefði verið mismunað gagnvart öðru starfsfólki, sem hefði fengið sálfræðiaðstoð, og þá hefðu aðrir starfsmenn „verið að hnýsast í og dreifa persónulegum upplýsingum úr samtali við móður stefnanda, sem síðar hafi verið notaðar til að segja stefnanda upp,“ segir í dómnum. Starfsmanninum hefði einnig verið gert að skila vinnuframlagi á uppsagnarfresti, innan um samstarfsfólkið sem hefði gerst sekt um fyrrnefnda háttsemi, og háttsemi leikhússins verið „meiðandi, særandi og niðurlægjandi“. Nánast óstarfhæft á vinnustaðnum Forsvarsmenn leikhússins vísuðu hins vegar til þess að það væri einkarekin sjálfseignarstofnun og sú meginregla gilti á almennum vinnumarkaði að uppsagnarrétturinn væri frjáls og að ekki þyrfti að réttlæta uppsögn eða tilgreina ástæður nema lög, kjarasamningur eða ráðningarsamningur kvæði á um annað. Svo væri ekki farið í þessu tilviki. Þá sagði í málsvörninni að ummæli sem starfsmaðurinn og móðir hennar hefðu viðhaft um samstarfsmenn fyrrnefnda hefðu leitt til þess að vinnuumhverfið á vinnustaðnum hefði orðið spennuþrungið og nánast hefði verið óstarfhæft þar á köflum. Samskiptaörðugleikar hefðu verið miklir og þeir starfsmenn sem ummælin beindust að hefðu átt erfitt með að vinna í návist umrædd starfsmanns. Ákvörðunin um að segja viðkomandi upp störfum hefði þó ekki verið auðveld. Þá var áréttað af hálfu leikhússins að forsvarsmenn þess hefðu ekki „tekið við, átt, varðveitt eða fengið afrit af“ umræddum skilaboðum milli starfsmannsins og móður hans. Dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að rétt hefði verið staðið að uppsögn starfsmannsins og að meðferðin á honum hefði ekki verið meiðandi eða valdið slíkum óþægindum eða skaða að jafna mætti við ólögmæta meingerð. Vinnumarkaður Kjaramál Menning Leikhús Vinnustaðamenning Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur felldi dóm í málinu 19. mars síðastliðinn. Borgarleikhúsið er ekki nefnt í dómnum en samkvæmt heimildum Vísis er um starfsmann þess að ræða. Starfsmaðurinn, sem starfaði baksviðs, stefndi leikhúsinu og krafðist skaða- og miskabóta vegna fjárhagslegs tjóns og niðurlægjandi og meiðandi meðferðar. Í ársbyrjun 2019 var honum sagt upp, þrátt fyrir að hann hefði staðið sig „frábærlega“ að sögn næsta yfirmanns, sem sagði vandamálið tengt „atvikinu síðasta vor“ sem gerði það að verkum að það væri erfitt að „verja viðveru“ starfsmannsins í húsinu. Hann var ósáttur og í kjölfarið var haldinn fundur með stéttarfélagi viðkomandi, sem leiddi ekki til sátta. Starfsmaðurinn byggði mál sitt fyrir dómi meðal annars á því að sér hefði verið sagt upp fyrirvaralaust og ekki gefinn kostur á því að andmæla. Honum hefði verið mismunað gagnvart öðru starfsfólki, sem hefði fengið sálfræðiaðstoð, og þá hefðu aðrir starfsmenn „verið að hnýsast í og dreifa persónulegum upplýsingum úr samtali við móður stefnanda, sem síðar hafi verið notaðar til að segja stefnanda upp,“ segir í dómnum. Starfsmanninum hefði einnig verið gert að skila vinnuframlagi á uppsagnarfresti, innan um samstarfsfólkið sem hefði gerst sekt um fyrrnefnda háttsemi, og háttsemi leikhússins verið „meiðandi, særandi og niðurlægjandi“. Nánast óstarfhæft á vinnustaðnum Forsvarsmenn leikhússins vísuðu hins vegar til þess að það væri einkarekin sjálfseignarstofnun og sú meginregla gilti á almennum vinnumarkaði að uppsagnarrétturinn væri frjáls og að ekki þyrfti að réttlæta uppsögn eða tilgreina ástæður nema lög, kjarasamningur eða ráðningarsamningur kvæði á um annað. Svo væri ekki farið í þessu tilviki. Þá sagði í málsvörninni að ummæli sem starfsmaðurinn og móðir hennar hefðu viðhaft um samstarfsmenn fyrrnefnda hefðu leitt til þess að vinnuumhverfið á vinnustaðnum hefði orðið spennuþrungið og nánast hefði verið óstarfhæft þar á köflum. Samskiptaörðugleikar hefðu verið miklir og þeir starfsmenn sem ummælin beindust að hefðu átt erfitt með að vinna í návist umrædd starfsmanns. Ákvörðunin um að segja viðkomandi upp störfum hefði þó ekki verið auðveld. Þá var áréttað af hálfu leikhússins að forsvarsmenn þess hefðu ekki „tekið við, átt, varðveitt eða fengið afrit af“ umræddum skilaboðum milli starfsmannsins og móður hans. Dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að rétt hefði verið staðið að uppsögn starfsmannsins og að meðferðin á honum hefði ekki verið meiðandi eða valdið slíkum óþægindum eða skaða að jafna mætti við ólögmæta meingerð.
Vinnumarkaður Kjaramál Menning Leikhús Vinnustaðamenning Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Sjá meira