Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 23. nóvember 2025 15:46 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir og Pawel Bartoszek ræddu kísiljárntolla í Sprengisandi. Vísir/Samsett Fyrrverandi utanríkisráðherra segir blasa við að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafi ekki gert ráð fyrir að álagning verndartolla á kísiljárn frá Íslandi og Noregi mættu slíkri andstöðu og raun bar vitni. Atkvæðagreiðslunni hafi verið frestað sem gerist örsjaldan og smala hafi þurft löndum til að fá aðgerðirnar í gegn. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir þingmaður og fyrrverandi utanríkisráðherra segir rökstuðningur framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að verndartollar á kísiljárn falli undir 112. og 113. grein EES-samningsins hæpinn. Þær greinar kveða á um að aðildarríki sé heimilt að leggja verndartolla að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, nefnilega „ef upp eru að koma alvarlegir efnahagslegir, þjóðfélagslegir eða umhverfislegir erfiðleikar.“ Þórdís Kolbrún, Pawel Bartoszek þingmaður Viðreisnar og Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins ræddu verndaraðgerðir Evrópusambandsins sem framkvæmdastjórnin samþykkti á þriðjudag við Kristján Kristjánsson í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þórdís Kolbrún og Pawel sammæltust um að íslensk stjórnvöld ættu að gera framkvæmdastjórninni mjög skýra andstöðu sína við aðgerðirnar og láta það álit sitt í ljós að þau telji aðgerðirnar brjóta gegn EES-samningnum. Hins vegar voru þau einnig sammála um að hefndaraðgerðir hefðu lítið upp úr sér og myndu fyrst og fremst bitna á íslenskum fyrirtækjum. Bergþór Ólason var annars sinnis og sagði að stjórnvöld ættu að bregðast við með afdráttarlausari hætti. Óskynsamleg skilaboð frá Brussel Lagalegu hlið málsins, það er að segja hvort aðgerðirnar rúmist innan þeirrar heimildar sem 112. og 113. grein samningsins veita, sagði Þórdís vera spurning um lagatæknilega útfærslu og að þó svo að Ísland ætti að sjálfsögðu að leita allra leiða til að leita úrlausnar málsins fyrir evrópskum ferlum væri pólitísk hlið málsins áhugaverðari. „Það er ekki hægt að horfa fram hjá því að við deilum markmiðum ESB með verndarráðstöfunum. Við erum sammála því að það sé ekki til hagsbóta hvorki fyrir álfuna né þessa framleiðslu að það séu lönd sem eru í raun að dömpa inn á markaðinn og fara fram hjá reglum, sem gerir öðrum erfitt fyrir að spila samkvæmt þeim. Pólitísku skilaboðin sem ESB er að senda, ekki bara gagnvart Elkem á Íslandi og í Noregi, heldur í stóru myndinni eru að mínu mati óskynsamleg,“ sagði hún. Það blasi við að framkvæmdastjórnin hafi ekki gert sér grein fyrir því hve alvarlegum augum aðgerðirnar yrðu litnar á Íslandi, Noregi og Norðurlöndunum öllum. „Vegna þess að atkvæðagreiðslunni var frestað, sem gerist eiginlega aldrei, það þurfti að smala saman nægilegum fjölda landa til þess að styðja og það þurfti að telja þá út. Vonandi er það þannig að það sé hægt að treysta þeim orðum að þetta sé ekki fordæmisgefandi. En það er auðvitað ekkert óeðlilegt að spyrja sig hvort önnur svona pólitísk ákvörðun yrði tekin seinna,“ sagði Þórdís. Hefndaraðgerðir hafi ekkert upp úr sér Pawel Bartoszek þingmaður Viðreisnar túlkar yfirlýsingu Ursulu von der Leyen forseta framkvæmdastjórnarinnar um að aðgerðirnar séu ekki fordæmisgefandi á þann hátt að verið sé að senda stjórnvöldum á Íslandi þau skilaboð að þau megi ekki eiga von á fleiri sambærilegum aðgerðum í framtíðinni. Prinsippið skipti þó máli. „Alltaf þegar þarf að taka fram að eitthvað sé ekki fordæmisgefandi þá er það út af því að það er það,“ sagði hann. Hann sagði sjálfsagt að Ísland færi með málið fyrir EES-nefndina og kæmi því í ferli innan evrópska kerfisins. Þaðan væri hægt að vísa málinu í gerðardóm eða fyrir evrópskan dómstól. Sú leið standi Íslendingum til boða þó að ekki sé víst að stjórnvöld telji sig hagnast á því. Pawel sagðist ekki vilja útiloka það að beita þeim verkfærum sem Íslendingum standa til boða til að tjá ósætti okkar með skýrum hætti frekar en að grafa kerfisbundið undan EES-samningnum. „[E]ins og mér hefur heyrst einhverjir leggja til með því að segja: Hættum að samþykkja lög um langtímafjárfestingasjóði sem við erum að taka upp í EES-samninginn.“ Eins og einhverjum sé ekki drullusama um það í Brussel þó svo að Íslendingar neiti að samþykkja einhverja EES-reglugerð,“ sagði hann. EES-samningurinn skipti öllu máli Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins sagði að „færiband“ innleiðingar Evrópureglugerða á Alþingi hlyti að hökta við slíka aðför. Ekki síst sjálfsvirðingu Alþingis vegna. Þórdís Kolbrún sagði sjálfsagt að þingið brygðist við, tæki sér tíma til að láta óánægju sína í ljós en að ekki væri hægt að bjóða íslensku atvinnulífi upp á að tollakíting við Evrópusambandið. „Það þarf að hugsa það til enda. Við getum ekki verið þau sem ætla að fara að setja EES-samninginn í uppnám. Við berum ekki allan kostnað af því að innleiða þessar reglur, þessi samningur gefur okkur aðgang að 450 milljóna [manna] markaði. Ef við ætlum að slengja því að við ætlum bara að hætta að innleiða allar reglur. Það er EES-samningurinn sem skiptir öllu máli fyrir okkur,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir þingmaður og fyrrverandi utanríkisráðherra. Verndarráðstafanir ESB vegna járnblendis Evrópusambandið Skattar, tollar og gjöld Stóriðja Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur EES-samningurinn Sprengisandur Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Fleiri fréttir Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir þingmaður og fyrrverandi utanríkisráðherra segir rökstuðningur framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að verndartollar á kísiljárn falli undir 112. og 113. grein EES-samningsins hæpinn. Þær greinar kveða á um að aðildarríki sé heimilt að leggja verndartolla að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, nefnilega „ef upp eru að koma alvarlegir efnahagslegir, þjóðfélagslegir eða umhverfislegir erfiðleikar.“ Þórdís Kolbrún, Pawel Bartoszek þingmaður Viðreisnar og Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins ræddu verndaraðgerðir Evrópusambandsins sem framkvæmdastjórnin samþykkti á þriðjudag við Kristján Kristjánsson í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þórdís Kolbrún og Pawel sammæltust um að íslensk stjórnvöld ættu að gera framkvæmdastjórninni mjög skýra andstöðu sína við aðgerðirnar og láta það álit sitt í ljós að þau telji aðgerðirnar brjóta gegn EES-samningnum. Hins vegar voru þau einnig sammála um að hefndaraðgerðir hefðu lítið upp úr sér og myndu fyrst og fremst bitna á íslenskum fyrirtækjum. Bergþór Ólason var annars sinnis og sagði að stjórnvöld ættu að bregðast við með afdráttarlausari hætti. Óskynsamleg skilaboð frá Brussel Lagalegu hlið málsins, það er að segja hvort aðgerðirnar rúmist innan þeirrar heimildar sem 112. og 113. grein samningsins veita, sagði Þórdís vera spurning um lagatæknilega útfærslu og að þó svo að Ísland ætti að sjálfsögðu að leita allra leiða til að leita úrlausnar málsins fyrir evrópskum ferlum væri pólitísk hlið málsins áhugaverðari. „Það er ekki hægt að horfa fram hjá því að við deilum markmiðum ESB með verndarráðstöfunum. Við erum sammála því að það sé ekki til hagsbóta hvorki fyrir álfuna né þessa framleiðslu að það séu lönd sem eru í raun að dömpa inn á markaðinn og fara fram hjá reglum, sem gerir öðrum erfitt fyrir að spila samkvæmt þeim. Pólitísku skilaboðin sem ESB er að senda, ekki bara gagnvart Elkem á Íslandi og í Noregi, heldur í stóru myndinni eru að mínu mati óskynsamleg,“ sagði hún. Það blasi við að framkvæmdastjórnin hafi ekki gert sér grein fyrir því hve alvarlegum augum aðgerðirnar yrðu litnar á Íslandi, Noregi og Norðurlöndunum öllum. „Vegna þess að atkvæðagreiðslunni var frestað, sem gerist eiginlega aldrei, það þurfti að smala saman nægilegum fjölda landa til þess að styðja og það þurfti að telja þá út. Vonandi er það þannig að það sé hægt að treysta þeim orðum að þetta sé ekki fordæmisgefandi. En það er auðvitað ekkert óeðlilegt að spyrja sig hvort önnur svona pólitísk ákvörðun yrði tekin seinna,“ sagði Þórdís. Hefndaraðgerðir hafi ekkert upp úr sér Pawel Bartoszek þingmaður Viðreisnar túlkar yfirlýsingu Ursulu von der Leyen forseta framkvæmdastjórnarinnar um að aðgerðirnar séu ekki fordæmisgefandi á þann hátt að verið sé að senda stjórnvöldum á Íslandi þau skilaboð að þau megi ekki eiga von á fleiri sambærilegum aðgerðum í framtíðinni. Prinsippið skipti þó máli. „Alltaf þegar þarf að taka fram að eitthvað sé ekki fordæmisgefandi þá er það út af því að það er það,“ sagði hann. Hann sagði sjálfsagt að Ísland færi með málið fyrir EES-nefndina og kæmi því í ferli innan evrópska kerfisins. Þaðan væri hægt að vísa málinu í gerðardóm eða fyrir evrópskan dómstól. Sú leið standi Íslendingum til boða þó að ekki sé víst að stjórnvöld telji sig hagnast á því. Pawel sagðist ekki vilja útiloka það að beita þeim verkfærum sem Íslendingum standa til boða til að tjá ósætti okkar með skýrum hætti frekar en að grafa kerfisbundið undan EES-samningnum. „[E]ins og mér hefur heyrst einhverjir leggja til með því að segja: Hættum að samþykkja lög um langtímafjárfestingasjóði sem við erum að taka upp í EES-samninginn.“ Eins og einhverjum sé ekki drullusama um það í Brussel þó svo að Íslendingar neiti að samþykkja einhverja EES-reglugerð,“ sagði hann. EES-samningurinn skipti öllu máli Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins sagði að „færiband“ innleiðingar Evrópureglugerða á Alþingi hlyti að hökta við slíka aðför. Ekki síst sjálfsvirðingu Alþingis vegna. Þórdís Kolbrún sagði sjálfsagt að þingið brygðist við, tæki sér tíma til að láta óánægju sína í ljós en að ekki væri hægt að bjóða íslensku atvinnulífi upp á að tollakíting við Evrópusambandið. „Það þarf að hugsa það til enda. Við getum ekki verið þau sem ætla að fara að setja EES-samninginn í uppnám. Við berum ekki allan kostnað af því að innleiða þessar reglur, þessi samningur gefur okkur aðgang að 450 milljóna [manna] markaði. Ef við ætlum að slengja því að við ætlum bara að hætta að innleiða allar reglur. Það er EES-samningurinn sem skiptir öllu máli fyrir okkur,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir þingmaður og fyrrverandi utanríkisráðherra.
Verndarráðstafanir ESB vegna járnblendis Evrópusambandið Skattar, tollar og gjöld Stóriðja Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur EES-samningurinn Sprengisandur Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Fleiri fréttir Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Sjá meira