Vond saga Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 23. mars 2021 19:50 Í kjölfar þess að krónan hrundi og bankarnir féllu fyrir meir en tólf árum var gripið til umfangsmestu gjaldeyrishafta í manna minnum. Þetta var skammtíma neyðarráðstöfun, sem aðeins átti að gilda í nokkra mánuði. Heita má að einhugur hafi ríkt um þau ráð. Nær allir töldu þó að við yrðum að losna við höftin sem fyrst því til lengri tíma hindruðu þau sókn atvinnulífsins og héldu niðri lífskjörum. Eigi að síður tók fullan áratug að vinda ofan af þessum neyðaraðgerðum. Alþjóðafjármálakreppan 2008 var fyrst og fremst gjaldeyriskreppa á Íslandi. Við höfum því réttilega eins og flestar aðrar þjóðir fest í lög svonefndar þjóðhagsvarúðarreglur. Þær fela í sér ákveðnar heimildir fyrir Seðlabanka til þess að draga úr sveiflum án þess að raska grundvallarreglunni um frjáls viðskipti. Nú hefur fjármálaráðherra lagt fram á Alþingi frumvarp, sem færir Seðlabankanum heimildir til þess að grípa til allra þeirra hafta, sem nauðsynlegt þótti að innleiða í gjaldeyriskreppunni. Þetta er í fyrsta skipti sem Alþingi framselur til embættismanna svo víðtækt vald til þess að hefta frjáls viðskipti. Að þessu sinni er ekki um að ræða tímabundna ráðstöfun vegna sérstakra aðstæðna. Ríkisstjórnin telur sem sagt að ekki sé unnt að stýra íslensku krónunni nema embættismenn hafi full, ótakmörkuð og varanleg völd til þess að setja atvinnulífið og lífeyrissjóðina í fjötra gjaldeyrishafta. Ríkisstjórnin segist sjálf vera búin að tryggja sjö þúsund störf fyrir kosningar. Hún segir að gengi krónunnar sé stöðugt. Hún segir að ríkissjóður hafi nægan aðgang að ódýru lánsfé. Hún segir þvert á álit Samtaka atvinnulífsins, að ekki þurfi að hækka skatta eða skera niður. Hún segir að það sé ekki gjaldeyriskreppa. Samt telur hún óhjákvæmilegt að lögfesta heimildir til jafn víðtækra gjaldeyrishafta og eftir hrun. Í raun er ríkisstjórnin að segja þetta: það er ekki unnt að stýra jafn litlu peningakerfi án þess að við tökum á okkur meiri skerðingar á viðskiptafrelsi en samkeppnislöndin. Þetta er ekki góð saga. Þetta er vond saga. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Hrunið Vinnumarkaður Íslenska krónan Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Í kjölfar þess að krónan hrundi og bankarnir féllu fyrir meir en tólf árum var gripið til umfangsmestu gjaldeyrishafta í manna minnum. Þetta var skammtíma neyðarráðstöfun, sem aðeins átti að gilda í nokkra mánuði. Heita má að einhugur hafi ríkt um þau ráð. Nær allir töldu þó að við yrðum að losna við höftin sem fyrst því til lengri tíma hindruðu þau sókn atvinnulífsins og héldu niðri lífskjörum. Eigi að síður tók fullan áratug að vinda ofan af þessum neyðaraðgerðum. Alþjóðafjármálakreppan 2008 var fyrst og fremst gjaldeyriskreppa á Íslandi. Við höfum því réttilega eins og flestar aðrar þjóðir fest í lög svonefndar þjóðhagsvarúðarreglur. Þær fela í sér ákveðnar heimildir fyrir Seðlabanka til þess að draga úr sveiflum án þess að raska grundvallarreglunni um frjáls viðskipti. Nú hefur fjármálaráðherra lagt fram á Alþingi frumvarp, sem færir Seðlabankanum heimildir til þess að grípa til allra þeirra hafta, sem nauðsynlegt þótti að innleiða í gjaldeyriskreppunni. Þetta er í fyrsta skipti sem Alþingi framselur til embættismanna svo víðtækt vald til þess að hefta frjáls viðskipti. Að þessu sinni er ekki um að ræða tímabundna ráðstöfun vegna sérstakra aðstæðna. Ríkisstjórnin telur sem sagt að ekki sé unnt að stýra íslensku krónunni nema embættismenn hafi full, ótakmörkuð og varanleg völd til þess að setja atvinnulífið og lífeyrissjóðina í fjötra gjaldeyrishafta. Ríkisstjórnin segist sjálf vera búin að tryggja sjö þúsund störf fyrir kosningar. Hún segir að gengi krónunnar sé stöðugt. Hún segir að ríkissjóður hafi nægan aðgang að ódýru lánsfé. Hún segir þvert á álit Samtaka atvinnulífsins, að ekki þurfi að hækka skatta eða skera niður. Hún segir að það sé ekki gjaldeyriskreppa. Samt telur hún óhjákvæmilegt að lögfesta heimildir til jafn víðtækra gjaldeyrishafta og eftir hrun. Í raun er ríkisstjórnin að segja þetta: það er ekki unnt að stýra jafn litlu peningakerfi án þess að við tökum á okkur meiri skerðingar á viðskiptafrelsi en samkeppnislöndin. Þetta er ekki góð saga. Þetta er vond saga. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar