Hættum útvistun þegar í stað Drífa Snædal skrifar 19. mars 2021 15:01 Um þessar mundir stendur yfir hringferð ASÍ um landið þar sem stjórnir aðildarfélaganna eru heimsóttar. Ég vil byrja á að þakka góðar móttökur, skemmtileg og krefjandi samtöl og brýningu til heildarsamtaka vinnandi fólks. Ég hlakka líka til áframhaldandi samtals næstu vikurnar. Það er ljóst eftir þessa fyrstu fundi að atvinnuleysi og vinnumarkaðasúrræði er fólki ofarlega í huga, húsnæðismál, heilbrigðismál og almennt staða vinnandi fólks í samskiptum við atvinnurekendur og samtök þeirra. Úrræði sem stjórnvöld kynntu síðastliðinn föstudag um atvinnuúrræði fyrir langtíma atvinnulausa ber að fagna og er tilefni til að hvetja atvinnuleitendur, stofnanir, sveitarfélög, frjáls félagasamtök og minni fyrirtæki til að taka þátt í verkefninu sem ber yfirskriftina “hefjum störf”. Langtíma atvinnuleysi og afkomuóöryggi hefur skaðleg áhrif á andlega og líkamlega heilsu eins og könnun Vörðu - rannsóknarmiðstöðvar vinnumarkaðarins ber með sér og því mun skipta gríðarlegu máli á næstunni hvernig aðgengi að heilbriðisþjónustu verður háttað. Víða um landið er aðgengið lélegt og ljóst að alvarlegt misvægi er í ráðstöfun fjármuna á milli landshluta þegar kemur að heilbrigðismálum. Það er ekki í lagi að sérgreinalæknar hafi rúmar heimildir til að ganga í sameiginlega sjóði á meðan ekki er hægt að halda úti lágmarks heilbrigðisþjónustu í stórum byggðakjörnum. Heilbrigðisstofnanir eru svo fjársveltar að þær grípa til þeirra ráða að útvista ræstingum og þvottum, sem þýðir einungis það að kjör lægst launaða starfsfólksins versna og þjónustan sömuleiðis. Ég krefst þess að stofnanir á vegum ríkis og sveitarfélaga lýsi því yfir að útvistun verði hætt þegar í stað og kjör þeirra sem vinna hjá hinu opinbera verði varin. Það er raunveruleg hætta á því að við flutning hjúrkunarheimila frá sveitarfélögum til ríkisins lækki laun starfsfólks - fólks sem hefur hlaupið hratt eftir niðurskurð hrunsáranna, tekið á sig skert starfshlutfall og greitt fyrir það með heilsubresti og lægri kjörum. Á sama tíma hóta sérgreinalæknar að beita sjúklingum fyrir sig til að fá áfram nær óheftan aðgang að ríkiskassanum. Svona er hin bitra mynd stéttskiptingarinnar innan heilbrigðisgeirans. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Vinnumarkaður Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir stendur yfir hringferð ASÍ um landið þar sem stjórnir aðildarfélaganna eru heimsóttar. Ég vil byrja á að þakka góðar móttökur, skemmtileg og krefjandi samtöl og brýningu til heildarsamtaka vinnandi fólks. Ég hlakka líka til áframhaldandi samtals næstu vikurnar. Það er ljóst eftir þessa fyrstu fundi að atvinnuleysi og vinnumarkaðasúrræði er fólki ofarlega í huga, húsnæðismál, heilbrigðismál og almennt staða vinnandi fólks í samskiptum við atvinnurekendur og samtök þeirra. Úrræði sem stjórnvöld kynntu síðastliðinn föstudag um atvinnuúrræði fyrir langtíma atvinnulausa ber að fagna og er tilefni til að hvetja atvinnuleitendur, stofnanir, sveitarfélög, frjáls félagasamtök og minni fyrirtæki til að taka þátt í verkefninu sem ber yfirskriftina “hefjum störf”. Langtíma atvinnuleysi og afkomuóöryggi hefur skaðleg áhrif á andlega og líkamlega heilsu eins og könnun Vörðu - rannsóknarmiðstöðvar vinnumarkaðarins ber með sér og því mun skipta gríðarlegu máli á næstunni hvernig aðgengi að heilbriðisþjónustu verður háttað. Víða um landið er aðgengið lélegt og ljóst að alvarlegt misvægi er í ráðstöfun fjármuna á milli landshluta þegar kemur að heilbrigðismálum. Það er ekki í lagi að sérgreinalæknar hafi rúmar heimildir til að ganga í sameiginlega sjóði á meðan ekki er hægt að halda úti lágmarks heilbrigðisþjónustu í stórum byggðakjörnum. Heilbrigðisstofnanir eru svo fjársveltar að þær grípa til þeirra ráða að útvista ræstingum og þvottum, sem þýðir einungis það að kjör lægst launaða starfsfólksins versna og þjónustan sömuleiðis. Ég krefst þess að stofnanir á vegum ríkis og sveitarfélaga lýsi því yfir að útvistun verði hætt þegar í stað og kjör þeirra sem vinna hjá hinu opinbera verði varin. Það er raunveruleg hætta á því að við flutning hjúrkunarheimila frá sveitarfélögum til ríkisins lækki laun starfsfólks - fólks sem hefur hlaupið hratt eftir niðurskurð hrunsáranna, tekið á sig skert starfshlutfall og greitt fyrir það með heilsubresti og lægri kjörum. Á sama tíma hóta sérgreinalæknar að beita sjúklingum fyrir sig til að fá áfram nær óheftan aðgang að ríkiskassanum. Svona er hin bitra mynd stéttskiptingarinnar innan heilbrigðisgeirans. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun