Hlúum að verðmætasköpun Svavar Halldórsson skrifar 19. mars 2021 11:00 Töluvert hefur gefið á bátinn í íslensku efnahagslífi vegna kórónuveirufaraldursins sem nú tröllríður heimsbyggðinni. Botninn hefur dottið úr heilu atvinnugreinunum og útflutningur minnkað mikið. Samkvæmt nýlegum tölum hefur viðskiptahalli ekki verið jafn mikill og í fyrra síðan hrunárið 2008. Í slíkum aðstæðum er afskaplega mikilvægt að hlúa að atvinnuskapandi vaxtasprotum og nýsköpun, enda ljóst að auknar útflutningstekjur er skynsamlegasta leiðin til að koma styrkari stoðum undir íslenskt þjóðarbú. Sérstaklega er vert að horfa á greinar eins og líftækni og þau fyrirtæki í þeim geira sem skara fram úr og eru til fyrirmyndar. Tækifæri í líftækni Mikil tækifæri eru líftækni á Íslandi. Ekki síst þegar kemur að því að fullvinna eða nýta hliðarafurðir í landbúnaði og sjávarútvegi. Þar nýtist hreinleiki íslenskrar náttúru, hugvit og frumkvöðlakraftur eins og dæmin sanna. Um leið nýtist einnig sú þekking og reynsla úr lyfjageiranum sem hér hefur byggst upp síðustu áratugi. Flest íslensk líftæknifyrirtæki eiga það sammerkt að sækja inn á vel borgandi markaði fyrir afurðir í hæsta gæðaflokki. Þar veitir hreinleiki, íslenskur uppruni og græn orka þeim samkeppnisforskot. Fyrirtækin eiga það líka sameiginlegt að hafa í öndvegi sjónarmið umhverfisverndar og dýravelferðar. Til fyrirmyndar í dýravelferð Eitt þessara gjaldeyrisaflandi nýsköpunarfyrirtækja vinnur verðmætt lyfjaefni úr hryssublóði. Í fyrra námu útflutningstekjurnar um einum og hálfum milljarði króna. Um hundrað bændur hafa tekjur af þessari búgrein og um fjörutíu manns starfa hjá fyrirtækinu. Starfsemin er í alla staði til fyrirmyndar. Blóðgjöfin er undir eftirliti dýralækna og Matvælastofnunar. Líftæknifyrirtækið sjálft er undir eftirliti Lyfjastofnunar og vottað af bæði lyfjaeftirlitum Evrópu og Bandaríkjanna, auk þess að vera með alþjóðlega vottun um góða framleiðsluhætti sem viðurkenndur er í lyfjageiranum. Þá er þetta eina afurðafyrirtækið í íslenskum landbúnaði sem gerir sérstaka velferðarsamninga við alla bændur sem það á í viðskiptum við. Það eru vinnubrögð sem aðrir mættu taka sér til fyrirmyndar. Höfundur er sérfræðingur í matarmenningu, stefnumótun og markaðsmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Halldórsson Dýraheilbrigði Nýsköpun Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Töluvert hefur gefið á bátinn í íslensku efnahagslífi vegna kórónuveirufaraldursins sem nú tröllríður heimsbyggðinni. Botninn hefur dottið úr heilu atvinnugreinunum og útflutningur minnkað mikið. Samkvæmt nýlegum tölum hefur viðskiptahalli ekki verið jafn mikill og í fyrra síðan hrunárið 2008. Í slíkum aðstæðum er afskaplega mikilvægt að hlúa að atvinnuskapandi vaxtasprotum og nýsköpun, enda ljóst að auknar útflutningstekjur er skynsamlegasta leiðin til að koma styrkari stoðum undir íslenskt þjóðarbú. Sérstaklega er vert að horfa á greinar eins og líftækni og þau fyrirtæki í þeim geira sem skara fram úr og eru til fyrirmyndar. Tækifæri í líftækni Mikil tækifæri eru líftækni á Íslandi. Ekki síst þegar kemur að því að fullvinna eða nýta hliðarafurðir í landbúnaði og sjávarútvegi. Þar nýtist hreinleiki íslenskrar náttúru, hugvit og frumkvöðlakraftur eins og dæmin sanna. Um leið nýtist einnig sú þekking og reynsla úr lyfjageiranum sem hér hefur byggst upp síðustu áratugi. Flest íslensk líftæknifyrirtæki eiga það sammerkt að sækja inn á vel borgandi markaði fyrir afurðir í hæsta gæðaflokki. Þar veitir hreinleiki, íslenskur uppruni og græn orka þeim samkeppnisforskot. Fyrirtækin eiga það líka sameiginlegt að hafa í öndvegi sjónarmið umhverfisverndar og dýravelferðar. Til fyrirmyndar í dýravelferð Eitt þessara gjaldeyrisaflandi nýsköpunarfyrirtækja vinnur verðmætt lyfjaefni úr hryssublóði. Í fyrra námu útflutningstekjurnar um einum og hálfum milljarði króna. Um hundrað bændur hafa tekjur af þessari búgrein og um fjörutíu manns starfa hjá fyrirtækinu. Starfsemin er í alla staði til fyrirmyndar. Blóðgjöfin er undir eftirliti dýralækna og Matvælastofnunar. Líftæknifyrirtækið sjálft er undir eftirliti Lyfjastofnunar og vottað af bæði lyfjaeftirlitum Evrópu og Bandaríkjanna, auk þess að vera með alþjóðlega vottun um góða framleiðsluhætti sem viðurkenndur er í lyfjageiranum. Þá er þetta eina afurðafyrirtækið í íslenskum landbúnaði sem gerir sérstaka velferðarsamninga við alla bændur sem það á í viðskiptum við. Það eru vinnubrögð sem aðrir mættu taka sér til fyrirmyndar. Höfundur er sérfræðingur í matarmenningu, stefnumótun og markaðsmálum.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun