Arna Bára ætlar að borga upp 600 milljóna króna megavillu á tveimur árum Stefán Árni Pálsson skrifar 17. mars 2021 15:03 Arna Bára gerir það gott á Spáni. Arna Bára Karlsdóttir býr í 600 milljón króna megavillu á Spáni, hús sem er 1650 fermetrar. Arna hefur verið að gera góða hluti sem fyrirsæta en hún segist lengi hafa elskað erótískar myndatökur. „Hér er rækt, risasundlaug og allt saman. Ég er með þetta á kaupleigusamningi og borgaði slatta inn á þetta. Ég hef núna tvö ár til þess að borga alveg niður húsið. Það er planið að eignast þetta hús alfarið á tveimur árum,“ segir Arna í viðtali í Harmageddon í dag. Þessa daga stendur hún fyrir fimm daga fyrirsætuviðburði þar sem hún hefur boðið tíu konum til að koma heima til sín og þær verða myndaðar bak og fyrir. Fyrir vikið fái þær gott tækifæri og myndir þeirra birtist jafnvel í blöðum eins og Playboy, FHM, Maxim, Sports Illustrated og fleiri tímaritum. „Þetta eru ekki erótískar ljósmyndir heldur mjög klassí og flottar myndir. Þetta fyrirtæki sem ég er í samstarfi við er mjög high fashion eins og hægt er að sjá á heimasíðunni thetoptalentsearch.com,“ segir Arna. Hún segist hafa byrjað að auglýsa virðburðinn fyrir 24 klukkustundum og það séu tvö pláss eftir í dag. Hver fyrirsæta sem tekur þátt greiði þrjú þúsund dollara fyrir eða rúmlega 380 þúsund krónur. „Ég keypti þetta hús fyrir svona viðburði. Við ætlum að vera með þrjá til fjóra svona viðburði á ári. Svo er ég alveg með önnur fyrirtæki, er alveg með fimm önnur fyrirtæki og með fjórtán manns í vinnu líka. Við fjárfestum mikið í húsum og erum að kaupa og selja.“ Arna fer einnig yfir þær lýtaaðgerðir sem hún hefur farið í í viðtalinu við Frosta Logason í Hargageddon sem heyra má hér að neðan. Þar nefnir hún að hún hafi lengi verið alfarið á móti því að fá sér sílíkon í brjóstin, og það hafi ekki breyst hjá henni. Hins vegar hefði hún ákveðið að bregðast við á annan hátt þegar brjóstin minnkuðu við barnsburð, en Arna Bára er þriggja barna móðir. Hún hafi ákveðið að borða vel í nokkra mánuði og bæta á sig, koma fitunni á réttan stað eins og hún orðar það, og svo farið í fitusog. Arna er sjálf með yfir 170.000 fylgjendur á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Arna Bára Karlsdóttir (@theicelandicbeauty) Harmageddon Lýtalækningar Íslendingar erlendis Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira
„Hér er rækt, risasundlaug og allt saman. Ég er með þetta á kaupleigusamningi og borgaði slatta inn á þetta. Ég hef núna tvö ár til þess að borga alveg niður húsið. Það er planið að eignast þetta hús alfarið á tveimur árum,“ segir Arna í viðtali í Harmageddon í dag. Þessa daga stendur hún fyrir fimm daga fyrirsætuviðburði þar sem hún hefur boðið tíu konum til að koma heima til sín og þær verða myndaðar bak og fyrir. Fyrir vikið fái þær gott tækifæri og myndir þeirra birtist jafnvel í blöðum eins og Playboy, FHM, Maxim, Sports Illustrated og fleiri tímaritum. „Þetta eru ekki erótískar ljósmyndir heldur mjög klassí og flottar myndir. Þetta fyrirtæki sem ég er í samstarfi við er mjög high fashion eins og hægt er að sjá á heimasíðunni thetoptalentsearch.com,“ segir Arna. Hún segist hafa byrjað að auglýsa virðburðinn fyrir 24 klukkustundum og það séu tvö pláss eftir í dag. Hver fyrirsæta sem tekur þátt greiði þrjú þúsund dollara fyrir eða rúmlega 380 þúsund krónur. „Ég keypti þetta hús fyrir svona viðburði. Við ætlum að vera með þrjá til fjóra svona viðburði á ári. Svo er ég alveg með önnur fyrirtæki, er alveg með fimm önnur fyrirtæki og með fjórtán manns í vinnu líka. Við fjárfestum mikið í húsum og erum að kaupa og selja.“ Arna fer einnig yfir þær lýtaaðgerðir sem hún hefur farið í í viðtalinu við Frosta Logason í Hargageddon sem heyra má hér að neðan. Þar nefnir hún að hún hafi lengi verið alfarið á móti því að fá sér sílíkon í brjóstin, og það hafi ekki breyst hjá henni. Hins vegar hefði hún ákveðið að bregðast við á annan hátt þegar brjóstin minnkuðu við barnsburð, en Arna Bára er þriggja barna móðir. Hún hafi ákveðið að borða vel í nokkra mánuði og bæta á sig, koma fitunni á réttan stað eins og hún orðar það, og svo farið í fitusog. Arna er sjálf með yfir 170.000 fylgjendur á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Arna Bára Karlsdóttir (@theicelandicbeauty)
Harmageddon Lýtalækningar Íslendingar erlendis Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira