Arna Bára ætlar að borga upp 600 milljóna króna megavillu á tveimur árum Stefán Árni Pálsson skrifar 17. mars 2021 15:03 Arna Bára gerir það gott á Spáni. Arna Bára Karlsdóttir býr í 600 milljón króna megavillu á Spáni, hús sem er 1650 fermetrar. Arna hefur verið að gera góða hluti sem fyrirsæta en hún segist lengi hafa elskað erótískar myndatökur. „Hér er rækt, risasundlaug og allt saman. Ég er með þetta á kaupleigusamningi og borgaði slatta inn á þetta. Ég hef núna tvö ár til þess að borga alveg niður húsið. Það er planið að eignast þetta hús alfarið á tveimur árum,“ segir Arna í viðtali í Harmageddon í dag. Þessa daga stendur hún fyrir fimm daga fyrirsætuviðburði þar sem hún hefur boðið tíu konum til að koma heima til sín og þær verða myndaðar bak og fyrir. Fyrir vikið fái þær gott tækifæri og myndir þeirra birtist jafnvel í blöðum eins og Playboy, FHM, Maxim, Sports Illustrated og fleiri tímaritum. „Þetta eru ekki erótískar ljósmyndir heldur mjög klassí og flottar myndir. Þetta fyrirtæki sem ég er í samstarfi við er mjög high fashion eins og hægt er að sjá á heimasíðunni thetoptalentsearch.com,“ segir Arna. Hún segist hafa byrjað að auglýsa virðburðinn fyrir 24 klukkustundum og það séu tvö pláss eftir í dag. Hver fyrirsæta sem tekur þátt greiði þrjú þúsund dollara fyrir eða rúmlega 380 þúsund krónur. „Ég keypti þetta hús fyrir svona viðburði. Við ætlum að vera með þrjá til fjóra svona viðburði á ári. Svo er ég alveg með önnur fyrirtæki, er alveg með fimm önnur fyrirtæki og með fjórtán manns í vinnu líka. Við fjárfestum mikið í húsum og erum að kaupa og selja.“ Arna fer einnig yfir þær lýtaaðgerðir sem hún hefur farið í í viðtalinu við Frosta Logason í Hargageddon sem heyra má hér að neðan. Þar nefnir hún að hún hafi lengi verið alfarið á móti því að fá sér sílíkon í brjóstin, og það hafi ekki breyst hjá henni. Hins vegar hefði hún ákveðið að bregðast við á annan hátt þegar brjóstin minnkuðu við barnsburð, en Arna Bára er þriggja barna móðir. Hún hafi ákveðið að borða vel í nokkra mánuði og bæta á sig, koma fitunni á réttan stað eins og hún orðar það, og svo farið í fitusog. Arna er sjálf með yfir 170.000 fylgjendur á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Arna Bára Karlsdóttir (@theicelandicbeauty) Harmageddon Lýtalækningar Íslendingar erlendis Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Hittast á laun Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Fleiri fréttir Líf og fjör hjá Tiger og Trump „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Sjá meira
„Hér er rækt, risasundlaug og allt saman. Ég er með þetta á kaupleigusamningi og borgaði slatta inn á þetta. Ég hef núna tvö ár til þess að borga alveg niður húsið. Það er planið að eignast þetta hús alfarið á tveimur árum,“ segir Arna í viðtali í Harmageddon í dag. Þessa daga stendur hún fyrir fimm daga fyrirsætuviðburði þar sem hún hefur boðið tíu konum til að koma heima til sín og þær verða myndaðar bak og fyrir. Fyrir vikið fái þær gott tækifæri og myndir þeirra birtist jafnvel í blöðum eins og Playboy, FHM, Maxim, Sports Illustrated og fleiri tímaritum. „Þetta eru ekki erótískar ljósmyndir heldur mjög klassí og flottar myndir. Þetta fyrirtæki sem ég er í samstarfi við er mjög high fashion eins og hægt er að sjá á heimasíðunni thetoptalentsearch.com,“ segir Arna. Hún segist hafa byrjað að auglýsa virðburðinn fyrir 24 klukkustundum og það séu tvö pláss eftir í dag. Hver fyrirsæta sem tekur þátt greiði þrjú þúsund dollara fyrir eða rúmlega 380 þúsund krónur. „Ég keypti þetta hús fyrir svona viðburði. Við ætlum að vera með þrjá til fjóra svona viðburði á ári. Svo er ég alveg með önnur fyrirtæki, er alveg með fimm önnur fyrirtæki og með fjórtán manns í vinnu líka. Við fjárfestum mikið í húsum og erum að kaupa og selja.“ Arna fer einnig yfir þær lýtaaðgerðir sem hún hefur farið í í viðtalinu við Frosta Logason í Hargageddon sem heyra má hér að neðan. Þar nefnir hún að hún hafi lengi verið alfarið á móti því að fá sér sílíkon í brjóstin, og það hafi ekki breyst hjá henni. Hins vegar hefði hún ákveðið að bregðast við á annan hátt þegar brjóstin minnkuðu við barnsburð, en Arna Bára er þriggja barna móðir. Hún hafi ákveðið að borða vel í nokkra mánuði og bæta á sig, koma fitunni á réttan stað eins og hún orðar það, og svo farið í fitusog. Arna er sjálf með yfir 170.000 fylgjendur á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Arna Bára Karlsdóttir (@theicelandicbeauty)
Harmageddon Lýtalækningar Íslendingar erlendis Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Hittast á laun Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Fleiri fréttir Líf og fjör hjá Tiger og Trump „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Sjá meira