Langtímalausnir við skammtímavandamáli? Guðbrandur Einarsson skrifar 16. mars 2021 11:30 Reykjanesbær er það sveitarfélag sem hvað verst hefur orðið úti vegna kórónuveirufaraldursins. Atvinnuleysi hefur mælst í hæstu hæðum og miklu meira en það var eftir efnahagshrunið 2008. Það myndi hafa áhrif í hvaða sveitarfélagi sem er að búa við 25% atvinnuleysi. Slíkt kallar á fumlausar aðgerðir til þess að standa með þeim sem búa við þær skelfilegu aðstæður. Aðgerðir sem ekki er hægt að bíða eftir. Atvinnuleysi tífaldast Ríkisstjórn Íslands telur eðlilegt að atvinnuleysisbótatímabilið sé það stysta sem verið hefur á þessari öld þrátt fyrir að atvinnuleysi sé í sögulegu hámarki. Á Suðurnesjum hefur atvinnuleysið tífaldast frá því þegar best lét. Flestir þeir sem eru á atvinnuleysisskrá munu fara til þeirra starfa sem þeir sinntu áður en til faraldursins kom um leið og færi gefst. Þess vegna er svo mikilvægt að hlúa að þessum hópi á meðan að þetta ástand varir. Þingmenn stjórnarmeirihlutans tala í sífellu bara um virkni og að halda lífi í fyrirtækjunum. Á þess konar leikrit mátti m.a. hlusta á Sprengisandi nýverið þar sem þrír þingmenn tókust á um ástandið hér suður með sjó, tveir frá stjórnarmeirihluta, þar af annar sem situr sem þingmaður Suðurkjördæmis og síðan þingmaður Samfylkingarinnar í kjördæminu. Vil ég leyfa mér að vitna í nokkur atriði sem stjórnarþingmennirnar létu hafa eftir sér. Þingmaður Framsóknarflokks: „Við í Framsóknarflokknum, við höfum ekki kannski tekið undir þessar hugmyndir Samfylkingarinnar um að það sé besti kosturinn til að koma til móts við þennan hóp með því að lengja atvinnuleysistímabilið.“ Þáttastjórnandi: Þið teljið að þetta sé ekki nógu góð hugmynd að lengja þetta tímabil? Þingmaður Framsóknarflokks: „Nei við teljum skynsamlegra að fara aðrar leiðir […]“ Þingmaður Sjálfstæðisflokks: „ […]það kannski sem greinir mína pólitík frá pólitík Oddnýjar í staðinn fyrir að halda áfram og lengja atvinnuleysisbótatímabilið þá vil ég miklu frekar veita súrefni til fyrirtækja og fólkið á Suðurnesjum þarf að búa til einhver tækifæri úr þeim mikla auð sem þarna er […] í mínum huga er það ekki þannig að við niðri á þingi eigum að koma okkur saman jæja nú ættu allir að fara í eitt stykki álver eða eitthvað annað heldur búa til þennan ramma og leyfa frumkvöðlum þessa lands að finna út úr því hvað hægt er að gera og það er kannski innspýtingin sem vantar þarna á Suðurnesjum.“ Þáttastjórnandi: Er það ekki langtímalausn á skammtímavandamáli? Þingmaður Sjálfstæðisflokks: „Það er alltaf lausnin held ég að hugsa um fyrirtækin og að þau þurfi súrefni og að það þurfi að byggja upp en ég held að það sé engin langtímalausn sko að lengja bara í atvinnuleysisbótakerfinu okkar heldur þarf þetta fólk að fá vinnu og ef það er ekki vinna þá þurfum við auðvitað að vera með einhver virkniúrræði.“ Það var og. Ég hlýt að spyrja eins og þáttastjórnandi hvort reyna eigi að beita langtímalausnum til þess að leysa skammtímavandamál. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins talaði einnig um að styrkja grunninnviði, eins og menntakerfið og heilsugæsluna á Suðurnesjum. Hvorki ég né aðrir hér hafa séð einhvern sérstakan vilja þessarar ríkisstjórnar til þess að styðja við og styrkja þá grunninnviði. Verði tekin einhver skref í þá átt verða þau mjög velkomin. Það virðist vera orðin eins konar „mantra“ þessarar ríkisstjórnar að koma þurfi fólkinu hér á Suðurnesjum í einhverja virkni. Að koma okkur til vinnu með einhverjum hætti. Ég vil hins vegar breyta þessari möntru. Ég vil að stutt verði við fólk á meðan það þarf á því að halda og ég fullyrði að það mun ekkert skorta á viljann til vinnu um leið og faraldurinn gengur niður. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar og oddviti Beinnar leiðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Skoðun: Kosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Vinnumarkaður Reykjanesbær Mest lesið Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Reykjanesbær er það sveitarfélag sem hvað verst hefur orðið úti vegna kórónuveirufaraldursins. Atvinnuleysi hefur mælst í hæstu hæðum og miklu meira en það var eftir efnahagshrunið 2008. Það myndi hafa áhrif í hvaða sveitarfélagi sem er að búa við 25% atvinnuleysi. Slíkt kallar á fumlausar aðgerðir til þess að standa með þeim sem búa við þær skelfilegu aðstæður. Aðgerðir sem ekki er hægt að bíða eftir. Atvinnuleysi tífaldast Ríkisstjórn Íslands telur eðlilegt að atvinnuleysisbótatímabilið sé það stysta sem verið hefur á þessari öld þrátt fyrir að atvinnuleysi sé í sögulegu hámarki. Á Suðurnesjum hefur atvinnuleysið tífaldast frá því þegar best lét. Flestir þeir sem eru á atvinnuleysisskrá munu fara til þeirra starfa sem þeir sinntu áður en til faraldursins kom um leið og færi gefst. Þess vegna er svo mikilvægt að hlúa að þessum hópi á meðan að þetta ástand varir. Þingmenn stjórnarmeirihlutans tala í sífellu bara um virkni og að halda lífi í fyrirtækjunum. Á þess konar leikrit mátti m.a. hlusta á Sprengisandi nýverið þar sem þrír þingmenn tókust á um ástandið hér suður með sjó, tveir frá stjórnarmeirihluta, þar af annar sem situr sem þingmaður Suðurkjördæmis og síðan þingmaður Samfylkingarinnar í kjördæminu. Vil ég leyfa mér að vitna í nokkur atriði sem stjórnarþingmennirnar létu hafa eftir sér. Þingmaður Framsóknarflokks: „Við í Framsóknarflokknum, við höfum ekki kannski tekið undir þessar hugmyndir Samfylkingarinnar um að það sé besti kosturinn til að koma til móts við þennan hóp með því að lengja atvinnuleysistímabilið.“ Þáttastjórnandi: Þið teljið að þetta sé ekki nógu góð hugmynd að lengja þetta tímabil? Þingmaður Framsóknarflokks: „Nei við teljum skynsamlegra að fara aðrar leiðir […]“ Þingmaður Sjálfstæðisflokks: „ […]það kannski sem greinir mína pólitík frá pólitík Oddnýjar í staðinn fyrir að halda áfram og lengja atvinnuleysisbótatímabilið þá vil ég miklu frekar veita súrefni til fyrirtækja og fólkið á Suðurnesjum þarf að búa til einhver tækifæri úr þeim mikla auð sem þarna er […] í mínum huga er það ekki þannig að við niðri á þingi eigum að koma okkur saman jæja nú ættu allir að fara í eitt stykki álver eða eitthvað annað heldur búa til þennan ramma og leyfa frumkvöðlum þessa lands að finna út úr því hvað hægt er að gera og það er kannski innspýtingin sem vantar þarna á Suðurnesjum.“ Þáttastjórnandi: Er það ekki langtímalausn á skammtímavandamáli? Þingmaður Sjálfstæðisflokks: „Það er alltaf lausnin held ég að hugsa um fyrirtækin og að þau þurfi súrefni og að það þurfi að byggja upp en ég held að það sé engin langtímalausn sko að lengja bara í atvinnuleysisbótakerfinu okkar heldur þarf þetta fólk að fá vinnu og ef það er ekki vinna þá þurfum við auðvitað að vera með einhver virkniúrræði.“ Það var og. Ég hlýt að spyrja eins og þáttastjórnandi hvort reyna eigi að beita langtímalausnum til þess að leysa skammtímavandamál. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins talaði einnig um að styrkja grunninnviði, eins og menntakerfið og heilsugæsluna á Suðurnesjum. Hvorki ég né aðrir hér hafa séð einhvern sérstakan vilja þessarar ríkisstjórnar til þess að styðja við og styrkja þá grunninnviði. Verði tekin einhver skref í þá átt verða þau mjög velkomin. Það virðist vera orðin eins konar „mantra“ þessarar ríkisstjórnar að koma þurfi fólkinu hér á Suðurnesjum í einhverja virkni. Að koma okkur til vinnu með einhverjum hætti. Ég vil hins vegar breyta þessari möntru. Ég vil að stutt verði við fólk á meðan það þarf á því að halda og ég fullyrði að það mun ekkert skorta á viljann til vinnu um leið og faraldurinn gengur niður. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar og oddviti Beinnar leiðar.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun